Íslenska túngumálið, hinseiginbaráttið og jafngildisbarátti allra kynja

>>pro lingua sana<<

Rakst á þetta textastikki frá RÚV á netinu:

Íslenskan er að mörgu leyti tilvalið tungumál til að telja með og taka tillit til fólks sem skilgreinir sig hvorki sem konu né karl. Hægt er að notast við hvorugkyn og svo kynhlutlausa persónufornafnið hán (beygist eins og lán). En eru Íslendendingar jafn móttækilegir?

Sammála þessu, og sammála spurnínginu! Texti þetta er frá því síðla 2017, og inleiðir sem formáli, hljóðvarpssamtal Þórhildar G. Ólafsdóttur við þau Öldu Villiljós forvera Trans Íslands og Maríu H. Gudmundsdóttur forvera Samtakanna 78. Samtalið er mjög fínt, áhugavert og í mörgu hugvekjandi, en fjallar að mínu viti dálítið einhliða um túngumálið sem vettváng hinseíginbaráttis.

+   +   +

Ég er sjálft algerlega samhuga hinseiginbaráttinu hreint allmennt, og lít á það sem raunverulegt ímynd alls frelsis- og jafngildisbaráttis, en vil þó greiða veígið jafn breitt fyrir túngumálið sem baráttuvettváng kvenréttinda og jafngildis kynjanna, allra kynja.

BILD TRANSSYMBOLEN

[Mynd: Transbaráttusýmbólið, ögrandi og margbottnað, eftir Boswell, Parker, og Nangeroni]


Að hafa persónufornafn eitthvert (hán, hín, hé, henn eða þenn, eða eithvað annað) sem er kynhlutlaust í því skilníngi að það þýði hvorki ”hann” né ”hún”, er að sjálfsögðu gott að eiga sér að, þar eð þá geta þau mannveri sem skynja sig hvorki sem karl né kona (eða fýsískt eru hvorugt), notað þetta persónufornafn um sjálft sig (ef þau nú vilja með því gefa í ljós að þau séu þannig hinseigin), og láta þetta orð svo kynstýra lýsíngarorðum og öðrum fallorðum til hvorugkyns. Þetta brúk passar vel ”þriðja kyninu” í kroppslegu sem og sálrænu merkíngi.

En hvað þá um fólk sem er tvíkynhneigt, og sem kanski ekki bara laðast að báðum kynjum, heldur upplifir sig sjálft sem bæði og?  Eða sem stundum þetta og stundum hitt?

Og hvað um fólk sem eru t.d.  transmenni eða transkvenni? Transmennið skynjar sig kanski heldur sem ”feimin” en að ”hún” sé ”feimið”; transkvennið vill kanski heldur vera ”hann” og ”feiminn” en eitthvað kynhlutlaust. Eða hvað um fólk sem ekki hefur neina lyst á að yppa hverskyns þau eru, og líta á það sem einkamál sitt? – Fer vel á því að nota þetta sama persónufornafn um þau öll þessi manneskji?

Mér sýnist, fyrir það fyrsta, all greinilegt, að ovannefnda kynhlutlausa persónufornafnið verði að skilgreina sem kynhlutlaust einnig í því skilníngi að það geti tekið til bæði karla og kvenna, en þetta þó ekki að meðtöldum gagnkynhneigðum, sísmönnum og -konum, sem þá þýðir að persónufornafn þetta taki til allra þeirra sem á eitthvert hátt eru hinseigin og vilja yppa því fyrir aðra. – Ef svo, þá verður líka þetta kynhlutlausa persónufornafn á sitt hátt kyngreinandi.

Fyrir það annað, sýnist mér af öllu ofanverðu augljóst vera, að það er þörf í málinu á kyngreinandi fornöfnum, bæði ”hann” og ”hún” eða eitthvað mótsvarandi kyngreinandi, auk ofanrædda ”kynhlutlausa” persónufornafns, t.d. ”hán”, ”hín” eða eitthvað annað. Með því móti fær allt fólk réttað máli sínu, og mál annarra um sig, alveg á það veg sem því finnst best á fara. Ef ég er transpersóni, og hef ekkert á móti að opinbera það, vil ég líklega geta samasamið mig mínu rétta kyni; og ef ég er síspersóni (”réttkynjað”, s.a.s.) vil ég geta gert það sama hlut.

En hvers vegna nota þetta sama ”kynhlutlausa” (í reynd á sitt hátt kyngreinandi) orð, ”hán”, ”hín” , eða hvað það nú er, um (a) annað fólk sem við ekki vitum hvers kyns það er, eða (b) um fólk, t.d. í stöðum og embættum, þar sem kyn viðkomandi getur verið hvað sem er, en ekki í fókusi, og í öllu falli gersamlega óviðkomandi? Mér sýnist þessi tvö brúk af kynhlutlausa persónufornafninu vera gerólík að eðli, og – enda þótt kanski ekki skilyrislaust svo sé – að betur færi á að hafa ólík orð fyrir þessi tvö ólíku notkunarmáti.

+   +   +

Það lausn sem ég vil leggja til hvað varðar persónufornefni málsins og kynhlutleysi þess er þá í princíp eða frumtaki þetta:

Annarvegar (1) eitthvert kynhlutlaust persónufornafn sem ekkert útseígir um kyn, kynhneygð, kynvitund o.s.frv. þeirra persóna sem fjallað er um, og getur átt við hvaða eða hvert kyn sem er, og fornafn sem fólk sem lítur á kyn sitt og hneigðir sem algert einkamál getur notað um sjálft sig; og hinsvegar (2) þrjú kyngreinandi persónufornöfn, t.d. ”hán”, ”hún”, ”hann”, sem tilgreina hvernig viðkomandi vill kynja sig gagnvart sjálfu sér og öðrum, ef ekki kynhlutlausa fornafnið ofannefnda nægir því; og svo að lokum, að (3) ekkert þessara persónufornafna stýrir nokkru öðru kyni en hvorugkyninu meðal annarra fallorða; og (4) öll nafnorð fyrir utan sérnöfn steypast til hvorugkyns samkvæmt sérstökum myndunar- og beygíngarreglum. Málfræðilegt kynhlutleysi ríkir þá í öllu málinu, og kyngreiníngi málsins einskorðast til persónufornafnanna og ábendíngafornafnanna.

Auðvitað er þetta allt annað en vandræðalaust, og óhemju erfitt að drífa sig í gegnum, og þegar öllu er á botnið hvolft, bara eitt skref í að nema á brott kynníðsli túngumálsins, sem liggur ekki síst í orðatiltökum og orðanotkun, og í orðunum sjálfum. Þetta hef ég áður drepið á í greininu ”>>Pro lingua sana!<<: Fyrir heilbrigt túngumál!

En ég held þetta í princíp mögulegt að gera útfrá túngumálínu sjálfu og gerð þess. En það er auðbvitað alls ógerlegt ef mannfólk það sem málið talar ekki ”eru móttækilegt” eða ekki vill það eða nennir það við að hafa. – En jafnvel þá vonast ég til að viðleitni mín að byrja á og reyna að framskapa málfræðilega kynhlutlust íslenskt einkynsmál á grundvelli hvorugkynsins, þó meígi vera að notum einhverjum þeirra sem vilja æfa sig í að hugsa og kenna sig hvorugkyns.

+   +   +

BILD KVINNOKAMP

[Mynd: Kvenbarátti í tíðarblóðrauðu eftir Robin Morgan]


 

Einkynsmál

Mínimálfræði íslensks einkynsmáls

Örlítið endurskoðað beygíngarfræði íslensks einkynsmáls

Kynhlutlaus persónufornöfn og kyngreinandi í íslensku einkynsmáli