Fjallræðan kynhlutlaus og afmörkuð

Mikið hefur verið rætt um karlkynið sem málfræðilega ómarkað og höfðandi bæði till karla och kvenna, þannig kynhlutlaust. Mörgum mun þó finnast það ekki vandalaust að kýngja því, og vilja þá sumi nota hvorugkynið til kynhlutleysis. Öðrum má vera meinílla við að kallast ”það”. Sjálft á ég ekki í neinum vandræðum með þetta, en skil að fólki getur fundist að með hvorugkyninu sé höfðað til þess sem hlutar. Og hlutur vill eíngi vera. Málið okkar er þá hvað þetta varðar í einskonar klípu.

Reyndar sýnist mér það ekki gersamlega ókleyft að einfaldlega nema á brott ómarkaða hlutverk karlkynsins úr íslenskunni, og hafa karlkynið málfræðilega jafn markað og kvenkynið: Með ”lítilsháttar” :–)  málabreytíngum, þ.e. hvorugkynjun nafnorða sem höfða til persóna eða gerenda, ásamt nýju kynhlutlausu persónufornafni og sérstökum kynhlutlausum mannverumyndum annarra fornafna og einnig lýsíngarorða, mætti hafa fjallræðuna eitthvað á þessa leið:

(1) Þá er Jesús sá fólksfjöldann gekk henn upp á fjallið og settist þar niður. Lærisveini henns komu þar til henns, (2) og henn hóf að kenna þeim og sagði: (3) Sæli eru fátæki í anda, því að þeirra er himnaríki. (4) Sæli eru syrgjendi, því að þey munu huggaði verða. (5) Sæli eru hógværi, því að þey munu jörðina erfa. (6) Sæli eru þey sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þey munu saddi verða. (7) Sæli eru miskunnsami, því að þeim mun misskunnað verða. (8) Sæli eru hjartahreini,  því að þey munu Guð sjá. (9) Sæli eru friðflytjendi, því að þey munu Guðs börn kallaði verða. (10) Sæli eru þey sem ofsótti eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. 

Sem Gyðíngi fyndist Jesús það kanske of lángt geíngið að vera að bifast við að breyta málinu svona róttæklega, en sem Guðveri reikna ég með að Henn hafi á því mikla velþóknun, og finni það samræmast Kærleiknum. – Svona alveg kynhlutlaust er mér næst skapi að kalla fjallræðu Jesús ”sæluræðuna”.

––––––––

Þánkar útfrá grein um transvænni íslensku

Einföld uppskrift fyrir kynhlutlausa íslensku

Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja och mannverumynda