– (FYRSTI FASI)–
Tómasarguðspjall á kynhlutlausu íslensku máli
–(SJÖUNDI SKAMMTUR)–
Önnur Fimmundin (27–31)
FASTIÐ FRÁ HEIMINUM OG HVÍLIÐ Í FÆÐRINU
Yrðíng 27. (1) [Jesús seígir] Fastir þú ekki frá heiminum, færð þú ekki fundið Ríkið. (2) Ef þú ekki heldur Hvíldardaginn sem Hvíldardag, muntu ekki fá [Fæðrið] að sjá. (#Mat.9:14-17; Mat.12:1-8; Mar.2:23-28; Did.1:1-4; Did.14:1. ## Tóm.6; Tóm.14; Tóm.104 )
GERIÐ EKKI HJÁGUÐ AF SABBATINU
Útleggíng 27: Þú lifir í Heiminum, en þú ert ekki af honum, heldur af Andanum og Heimsálinni hjá Guði. Þess vegna lifir þú lífi þínu í hógværð, og forkastar sukki og svalli, og iðkar eínga ofneyslu. Þú hefur þannig stjórn á nautnum þínum, þrám, og skapi. | Þér er nauðsyn að hvíla í Fæðrinu, og til þessa er það gott að hvíla heilt og fullt frá Heiminum og öllu veraldlegu stússi á Hvíldardeíginum. Sá dagur er sjöundi dagur sköpunarinnar, og þá hvílir þú í Fæðrinu í andakt og hugleiðslu.| En gerðu þér ekki skurðgoð og hjáguði af reglugerðum hvíldardagsins eins og faríséin gera, því að hvíldardagurinn varð til mannverisins vegna og ekki mannverið hvíldardagsins vegna. Mannverubarnið er að sönnu herri hvíldardagsins.| Varast skaltu og alla hræsni og sýndarmennsku varðandi föstu og sabbat, almösu, bænargjörð og allt annað slíkt, og vertu ávallt í innileika í öllu sem hefur með andann að gera. (Sjá Tóm.14. Tóm.104) | Veittu líkamanum hóflega það sem líkamans er, en vanræktu ekki andann, – það er erinindi þessarar yrðíngar, – því að þá stefnir þú sál þinni í voða, og laun þess veistu vera dauðann. | Jesús vill með þessum orðum, sýnist mér, minna á, að ef við dveljum í hug, hjarta og verki, í Fæðrinu, þá gaungum við inn í Tignarveldi Himnanna, nú þegar hér á jörðu, og við verðum hólpin, og rísum upp frá dauðanum, í lífinu, sem mannverubörn og systkyni Jesús. Þá fáum við að vera með um birtíngar Fæðrisins í Upphimnum. | En það held ég fyrir satt, að eíngi fái nokkurn tíma séð Guðið hið hinsta, Mónaðið í Fæðrinu, í öllu fylli sínu, heldur bara í birtíngum þess í Feðrinu, í Mæðrinu og í Barnin. En það þýðir þó, að þú ekki bara sérð lifandi birtíngarnar mónaðsins/einverisins, heldur ert þú með um þær, ert í þeim, og eitt með þeim, og ert þannig sjálfi þú ein birtíng mónaðsins. Leíngra en svo kemst eíngi í andanum, ekki einu sinni bræðri þitt og samburi Jesús. – Ég held þetta, en ég veit það ekki. | Sögulega séð hefur þessi yrðíng erindi til okkar á þessum tímum offramleiðslu, ofneyslu og umhverfiskreppu. Gerum vér hógværð og andlega iðkun að lífsstíl okkar, verður oss hægara um vik að bjarga okkur frá útrýmíngunni.
FÓLK ALLT Á FYLLERÍI
Yrðíng 28. (1) Jesús seígir: Ég tók mér stöðu í miðju heims, og í holdi birtist ég þeim. (2) Ég fann þey alla vera fulla, og eíngi þeirra fann ég þyrsta. (3) Sál mín verkti og kenndi til vegna barna manneskjanna, sem eru svo hjartablind og ósjándi, því að tóm komu þau í heiminn, og tóm sækjast þau eftir að vera þegar þau fara þaðan. En nú eru þau full. [Bara] nær þau hrista af sér vínandann munu þau umbreytni sinni valda. (#Jóh.1:14; 1.Jóh.4:2; Jóh.3:6. ##Jak.apo.8:29
BÖRN DJÖFLA OG VÉLMENNA
Útleggíng 28: Að vera ölvaði eða í vímu táknar annan hvorn tveggja hluta: að vera upprifni í anda (eins og í yrðíngu 13), eða í gleymsku og hirðuleysi um Guð og andans verk (eins og hér). Að vera fulli getur þannig þýtt að vera tómi, án innihalds anda, í andlegri blindni og án trúar, án guðsástar, og án vonar um upprisu og ósvikið líf. Kom! – hugsar fólk þá, – ef ekkert er eftir þetta, etum þá og drekkum, því að á morgun munum við deyja! (1.Kor.15:32). | Mannenskjið er að uppruna handan heims, áður en það tekur hold í þessum heimi, en það veit ekkert um það. Mitt á meðal mannveranna birtist þá Jesús þeim, ekki sem andi, heldur í áþreifanlegu holdi, gagngert til að vekja fólk til lífs og laungunar eftir himneskum heimahögum. En það virðir orð þans og kennslu að vettugi. | Mennin öll eru full af vínanda, en laufþurr og tóm í anda án nokkurs þorsta til raunverulegs lífs, og án ljóss í andlegu niðamyrkri (Tóm.24:3). Þetta er náttúrulegt ástand þeirra, nema því aðeins að þau kveikji það Andans Ljós sem faktískt í þeim býr, sem börn einmitt mannverisins, og ekki djöfla eða vélmenna. | Hristi þau nú af sér ”vínandann”, þá gjörbreyta þau stefnu sinni, og verða þau sem þau í sannleika eru, og eiga að vera. Mannverubarnið er þá, þegar þetta gerist, í nánd í Jarðheimi okkar. | Þetta fjallar annarsvegar um persónulega og hinsvegar um kollektífa, þ.e., sameiginlega og félagslega ummyndun mannfólksins í anda þess Fullkomna Mannveris sem þau eiga innra með sér. Þetta tekur í fyrstunni til stökkbreytíngar í andlegu lífi einstaklíngsins. | En þegar til heildarinnar er litið, boðar þetta meira hægfara hugþróun fram til þess að klífa inn í Ríki Fæðrisins, og í því ná fram till allt ríkari alheimsmeðvitundar, þ.e., Kristusvitundar, og til þess samfélags og samfélagsskipulags sem samsvarar henni. | En þetta er eíngin dýrðargánga, heldur auðmjúkt líf og starf í Trú, Ást og Verki, oft í útskúffun og undir pólitískum ofsóknum og ofstopa. | Þó eiga sér Mannverubörnin ávallt existentíellt Andlegan Verustað, þar sem þau eru í sjálfum sér örugg, og þar sem eíngar ofsóknir ná þeim, og þar sem þau eru hólpin, ef þau þó skyldu týna lífi sínu í ofsókunum. (Tóm.24:1) Trú þína og fullvissu tekur eíngi frá þér. Og vita máttu, að þenn sem hefur fundið til Barnsins eina og Fæðrisins í sjálfu sér, fer ekki tómhenti héðan, heldur í fylli.
* * *

Eígin Gæfu Smiður: Hamíngjan er Efnd Loforðs Gjafarinnar / Gefnar
UM HOLDSINS OG ANDANS FURÐUVERK
Yrðíng 29. (1) Jésús seígir: Ef holdið kom til vegna andans, þá er það furðulegt [og stórmerki]. (2) En ef andinn kom til vegna líkamans, þá er það stórmerki stórmerkjanna. (3) Samt furðar það mig mest, að þetta mikla ríkidæmi hefur tekið sér bólsetu í þessari fátækt. (##Tóm.7; Tóm.87; Tóm.112)
FURÐUVERKIÐ MESTA ER KÆRLEIKUR GUÐS
Útleggíng 29: Kom Holdið þá til fyrir Andann? Kom Andinn til fyrir Holdið? | Fæðrið skóp Holdið handa Andanum að vistas og verka í, elska Guð sitt og aðra, vinna reynslu sálar og þroska, og til að, í hinsta tilviki, öllu ráða, og þá hvíla. (Tóm.2:4) Þannig má seígja að Holdið sé til fyrir Andann. | En má seigja öfugt, að andinn sé til fyrir holdið? Jesús gefur það í skyn, og kallar það undur undra. En hvernig getur Holdið verið forsenda Andans, ef Andinn er upptök alls og það sem að baki öllu býr, að meðtöldum þeim efnisvið sem Holdið er af. En hér finnst kannski Hulindómur sem ég ekki næ. | Það næsta ég kemst þessu er að sjá Hold og Anda, eða Efni og Anda í nánu samspili í sköpunarverki Guðs út frá heilögum vilja Þans: Í Fullkominni Fyrirhyggju sinni lætur Guð Fæðrið, efnið (sem Það skapar), sérhvert efni og skipan eða uppsetníng efna, samspila við andann í sérhverri sál, svo að Ljósið og Ósvikna Lífið sé til staðar í Holdinu, og að hægt sé að kveikja á því, og Lifa í Anda og Sannleika, eða þá ekki kveikja á því, og þá lifa sem Lifandi Dauði. | Þetta samspil anda og efnis í sköpunarverkinu er vissulega furðuverk furðuverkanna, en það er þó ekkert óhugsandi í þessu, því að Fæðrið er bæði Algott og Almáttugt, og þar að auki Alvíst, – og öll tilveran og sérhvert augnablik og brotabrot augnabliks hennar, eru skipulögð af Fæðrinu svo að heimur okkar virkilega sé hinn allra besti mögulegi heimur. | En hvað svo þriðja undurverkið varðar, þá er það svo sannarlega algjört mysteríum, og furðuverk hið stórkostlegasta, að Þenn Guð sem er Allt sem er, var og verður, og sem er Fylli Alls, sem ekkert skortir, alls er án þarfa, og á sér stað handan bæði Veru og Óveru, – hefur tekið sér bólfestu í þessari eymdarlegu fátækt, og að það er einmitt Þans ætlunarverk, ekki nein kosmísk mistök að það gerist. – Hlýtur ekki það að hafa með Ótakmarkaðan Kærleika Þess Eina, Mónaðsins Hinsta, að gera? Hvað heldur þú? | Og hvað krefst það af okkur sem þetta sjá og nema, ef ekki ionnilegrar þakkargerðar til Guðs, þessarar Lífsins Gjafar?
* * *
MEÐ EINUM EÐA TVEIM ER ÉG
Yrðíng 30. (1) Jesús seígir: Þar sem þrjú guði eru samankomni, þar eru guði. (2) En þar sem tvö eða eitt manneskji eru, þar er ég með því. (#Mat.18:19-20; Mat.28:20; Jóh.14:23. ##Tóm.4:3; Tóm.22:5; Tóm.23; Tóm.16:4; Tóm.49:1; Tóm.75)
EKKI SVO MEÐ MÖRGUM
Útleggíng 30: Þetta er annar tveggja ritníngarstaða í guðspjallinu þar sem orðið ”guð” er notað, og hér virðist það notað í merkíngunni ”goð” eða um minniháttar guði. (Sjá Tóm.100, þar sem orðið er notað í eintölu, en höfðar ekki til Fæðrisins, heldur ófullkominnar guðsmyndar). Vers (1) er torskilið og seígir kanski ekki neitt, enda hafa sum fræðimenni reynt að rekonstrúera setnínguna til einhverrar meiníngar. Tvær slíkar endurbyggíngar á yrðíngunni eru þessar: (a) Þar sem [þrjú eru, eru þau án] Guðs, og þar sem bara [eitt] er, þar er ég með þanni; (b) Þar sem [þrjú eru, eru þau] Guði, og þar sem bara [eitt] er, þar er ég með þanni. (a)-endursköpunin hljómar vel, en er ólíkleg, þar sem það myndi þýða að orðið ”guð” alltíeinu er notað um Fæðrið og Barnið eina, alltsvo um Almáttugan Guð. (b)-afbrigðið er þá betra, því þar er bara talað um að þrjú tilsamans séu goð eða minniháttar andleg lífveri (og það er ekkert til samanburðar við þegar Jesús er með mannverinu). | Óklárt þannig hvernig skilja vers (1), en ég læta það vera eins og þau flestu gera: þar sem þrjú guði eru tilsamans þar eru einfaldlega minniháttar guði. Vers (2) er þó í frumtaki sínu að skilja sem svo, að þar sem mannverið er bara eitt saman (eða tvö saman), þar er Jesús með því/þeim (og það er meira vert en samankomst goða). | Að þessi einmennisleiki, eða þá þetta (líklega einhuga) tvímennaskap, er svo rótækt annað en að vera þrjú saman, seígir mér að hér sé verið að undirstrika monachos-ástandið sem Jesús metur svo mikils; þetta að vera (andlega séð, þannig líka í fjöldanum og í söfnuðinum) ”einmenni”, – og þá hvorki flækjast í garn annara né sjálfs sín, – sem afgerandi skilyrði þess að geta náð samfélagi við Jésúm í sínu innra, Barnið eina og Fæðrið. (Sjá einnig t.d. yrðíngu 16:2-4).
EÍNGI ER SPÁMENNI EÐA LÆKNI Í HEIMAHÚSI
Yrðíng 31. (1) Jesús seígir: Ekkert spámenni er velkomið [sem spámenni] í heimaþorpi sínu. (2) Lækni heila ekki þau sem þey þekkja. (#Mat.13:57; Mar.6:4; Lúk.4:23-24; Jóh.4:44)
ANDLEGAR IÐJUR OG ANDANS STREYMI
Útleggíng 31: Hafi man skilið einmennisástandið og hvers vegna það er svo mikilvægt, þá skilur man líklega létt hvers vegna eíngi geta verið lækni af gamla skólanum eða spámenni í eigin heimahúsi. Þey eru fyrir það fyrsta einfaldlega allt of vel þekkti í persónulegu framferði sínu og hegðun frá bernsku, – með öllum vitnisburði þeirra um persónulega misgóða eiginleika, takmarkanir og hæfileika, – til að njóta þess trausts sem spámennið og læknið krefst. | Allt sem man veit um spámennið, flækist fyrir mani, og gerir að verkum að man ekki fær séð andlegan mikilleika þess, og á erfitt með að trúa á það. Sama gildir um læknið. Ef ég ekki næ að trúa á þau meðöl sem þann gefur mér, eða þau ferli sem þann fyrirskrifar, verður niðurstaðan lakari. En spámenni og lækni sem orð fara af, – þeim trúi ég betur á. | Þetta er allt spurníng um manneskjulega náttúru, sem líka gætir í sambandi við svo kallaðan placeboeffekt. En þar með ekki sagan öll. Spámennska og t.d. homeopatískar lækníngar, eru virkilega andleg iðja, sem krefst þess að ríklegt andlegt streymi sé milli þens sem gefur og þens sem þiggur í þessu. Lángvarandi og náin eða persónuleg kinni af sjálfu gerandinu í ferlinu, truflar streymið og flækist fyrir því. | Það virðist, til að mynda, að fjölskylda Jesú ekki hafi verið með á nótunum um heimsfrelsunarhlutverk hans frá byrjun, heldur seinna (sjá Tóm.99).
+ + +
Mínimálfræði: Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda
+ + +