Véspjall Tómasar, 1. Þriðjúngur, 4. Sjöudin (tjáníngar 32 til 38 af 114)

VÍGGIRÐ BORG Á HÁRRI HÆÐ – ALLT SEM ÞÚ ÞARFT ÁTT ÞÚ ÞAR

Yrðíng 32. Jesús sagði: Borg sem byggð er á hárri hæð og víggirð, verður ekki unnin, né heldur verður hún undan falin. (Mat.5:14; Mat.7:24-25; Lúk.6:47-48)

HRÓPA ORÐIÐ FRÁ HÚSÞÖKUM ÞÍNUM – AÐ LÝSA ÖÐRUM LEIÐINA

Yrðíng 33. (1) Jesús sagði: Það sem þú heyrir í eyra þér skaltu í hinu eyranu hrópa út frá húsþökum þínum. (2) Eíngi kveikir á lampa undir körfu, né þá felur hann á huldum stað. Heldur setur man [lampann] á stólpa, svo að þey sem þar koma og fara hjá, meígi sjá ljós hans. (#Mat.5:15; Mat.10:27; Mar.4:21; Lúk.8:16; Lúk.11:33. ##Tóm.24; Tóm.50)

AÐ LEIÐA BLINDA Í BLINDNI – HVERSU SANNUR ER SANNLEIKUR ÞINN?

Yrðíng 34. Jesús sagði: Ef blint persóna leiðir [annað] blint persónu, þá falla þey bæði þeirra í gryfjuna. (#Mat.15:14; Lúk.6:39)

HVERNIG KLÆÐA SIG EKKI MÁLIÐ – ÁN KLÆÐA ERTU MEIRA EN KLÆÐI ÞÍN

Yrðíng 36. (1) Jesús sagði: Vertu ekki að ýfast yfir því frá morgni til kvölds, og frá kvöldi til morguns, hvað að klæða þig í. (#Mat.6:25-33; Lúk.12:22-31; Did.3:10; Did.4:4. ##Fre.Guð.51-52)

FARIÐ ÚR FÖTUNUM OG BLYGÐIST EKKI – AFKLÆÐIST ÖLLU SEM AÐGREINIR

Yrðíng 37. Læríngi háns sögðu: (1) Hvenær munt þú birtast oss, og nær munum vér sjá þig? (2) Jesús sagði: Þegar þér fellið af yður klæðin án þess að blygðast, og takið föt yðar og troðið á þeim fótunum eins og lítil börn gera, (3) þá munuð [þér vissulega] sjá Barn Háns sem Lifir, og þér munuð ekki óttast. (#1.Mós.2:25; Job.2:20. ##Tóm:18; Tóm.22:1-3; Tóm.21:3; Fil-G.75; Fre.Guð.51-52; Fre.Guð.84-85)

ÞIÐ MUNUÐ EKKI FINNA MIG – EN ÉG ÞÓ MEÐ YKKUR HANDAN HOLDSINS

Yrðíng 38. Jesús sagði: Oft hafið þér þráð að heyra þessar yrðíngar sem ég hefi mælt að yður, og þér hafið eíngi annri að heyra þær frá. Þeir dagar munu koma að þér leitið mín og munuð ekki finna mig. (#Mat.13:16-17; Lúk.10:24; Lúk.17:22; Jóh.7:34; Orðs.1:23-28.##Tóm.59)

|||