
____
Túngumál eru ekki bara hljóð, og ekki bara orð og málfræði. Málið er og hluti af sérkennum okkar, menningararfi og heimssýn, og ræður í miklu hvernig við metum hvert annað og hver við erum og höldum okkur vera. Íslenskt túngumál er gott á fjölmargan máta, og fallegt, en þó ekki alveg heilbrigt, hvorki fyrir þau karlmenni né þau kvenmenni sem það tala, né heldur fyrir þau menni sem kenna sig hinseigin/kynseigin.
Það er, eins og ritstjórn Knúz (2013) bendir á, ekki bara við sjálf sem tölum þetta mál okkar, það er ekki síður málið sem talar okkur. Og það er karllægt og og á köflum kynhrokafullt.
Túngumál íslendínga hefur í sér innbyggða ýmsa mekanisma sem gegnumgángandi niðra kvenverið hjá okkur, og jafn gegnumgángandi hreykja karlverinu. Ekki er gott að vera kúgaði af því máli sem fóstrað hefur hug eins og hjarta, og sem man ekki kemst hjá að tala, hugsa með og eiga tilfinníngar sínar á (eða í). Ekki er gott að heldur, að vera af máli sínu haldið uppi á herskyldi, vera setti á skýháan stól, sem gerir man í útliti stærra og meira og klókara og mikilvægara en man raunverulega er í samanburði við hitt kynið. Í báðum þessum tilfellum firrist mannverið, og þess innra ”societas” klýfst og spillist. Við uppskerum niðurlægíngu og fyrirlitníngu, skömm og hrokafylli, undirgildi og yfirgildi í mannverinu miđju. Við uppskerum baráttu og slítíngu kynveranna á öllum sviðum samlífsins, og þá félagslegu og sálrænu og uppeldislegu vanfæru sem því fylgir.
Mannverið er, þegar öllu er á botninn hvolft, bæði kvenveri og karlveri, og raskist hin gagnkvæma virðíng milli þeirra, eða sjálfsvirðíng annars þeirra eða hins, þá er mannverið skaðaskotið, siðgæðislega, og líður, má hugsa sér, skort á sannri lífsgleði og ástúð, á umhyggjusemi og alúð, á góðsemi, já, jafnvel skort á skynsemi og innri fegurð og öðru því sem gerir mannkynið að því virkilega háveri sem það eiginlega og í kjarni sér er. Meira eða minna vanskapað verður það þá, að einhverju leiti óskepi sem vanvirðir sanna raunveru sína og meiðir sjálft sig og afskræmir, – og þetta er það firringarástand sem við búum við í dag.
Ef svo virðíngu skortir milli karla og kvenna, stráka og stelpna, þá þýðir það að fólk ekki sér sig sjálft, og þess vegna nær ekki heldur að virða þau manneski sem eru kynseígin og öðruvísi.
+ + +
Auðvitað á sér þetta allt ekki bara málaleg rök, heldur bottnar það í sögulegum ástæðum og tilvistarkríngumstæðum mannversins í heiminu. (Margar af þeim ástæðum eru þó nú fyrir laungu úreltar, vel að gæta!)

Og auðvitað á þó túngumál okkar drjúgan hlut að þessu ástandi. Ég hef því leitast við að framskapa málfræðilega kynhlutlaust íslenskt mál (Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda), en jafnvel þótt það væri í almennu brúki, er ekki þar með sagt að mál okkar væri gersamlega kynhlutlaust orðið. Því fer fjarri! Kynhroki býr einfaldlega ekki bara í málinu, og kynhroki málsins liggur ekki bara í málfræðilegum kynjum þess. Heldur er það svo að sögulegir orsakavaldar kynjakúgunarinnar leita sig ínn í málið og lita það. En við verðum þó að reyna að framskapa og fá á fætur málfræðilega kynhlutlaust mál, sem einn liður meðal annara í því að verka á móti þessum öðrum ástæðum. Það er mannréttindamál að raungera.
Það er vissulega ekkert einfalt mál að aga hug sinn og geð til að breyta þannig málfari sínu, en þó mun það sýna sig kannski ennþá erfiðara að lyfta á brott karllægum máladraugum inni í túngumálinu, sem þar finnast bókstaflega út um allt. Það eru orð og máltæki ýmiskonar, og hugsunarmátar, sem stöðugt, frá blautu barnsbeini, og okkur mestmegnis ómeðvitað, útmála fyrir okkur yfirburði karlmanna og stráka, og undirgildi og sjálfsagða niðurlægíngu, eða vanvirðingu kvenna og stúlkubarna, og jafnvel ”eiginlegt réttdræpi” (ef svo má að orðum komast ;-)) allra þeirra sem ekki falla inn í kynjamunstrið. Með nokkrum ýkjum, mætti seígja að innri ráð og ræna málavofanna sé þessi: kvenmennin eru mest bara til fyrir karlmennin (og þau börn sem þau eiga með konunum), og körlin eru til mest fyrir sjálf sig, stundum þó fyrir hvert annað, þegar það þjónar vinníngi þeirra, t.d. í stríði, vinskapi, buisiness og víkíngi allskonar, – en er man hvorki þetta né hitt, eða bæði og, ja, þá er man vergi haldni (og það er talið ”ekki gott”).
Í vefgreininu ”Þegar túngumálið talar okkur”, tínir Knúz til nokkur dæmi um það sem ég vil kalla karllæga máladrauga. Ef við tölum um ”karlmennsku”, veldur það eíngum vandræðum að skilja, en ef við tölum um ”kvennmensku”, vitum við ekki hvað við er átt, nema þetta sé nánar skírt. En að ”stelpustrákur” sé meira skammlegt að vera en ”strákastelpa” skiljum við mómentant. ”Gleðimaður” er skemmtilegi eða glaðlegt gaur eitthvert, en ”gleðikona” er nokkuð allt annað, og snertir þá gleði mannsins fremur en þans sjálfs. Ólíklegt væri að nokkur myndi kalla slíkt gleðikvendi ”dreíngi góði” (þó það sé auðvitað eíngan veíginn loku fyrir það skotið, þar sem karlkynið er ómarkað/merkt), en e.t.v. önnur meira virt kvenmenni, kannski einhvert sérlega heiðurssamt og háttvirt ”kvenráðherri”. En ef nú þann, þetta gleðikoni, þó hefur getið það orð af sér að vera ”hetja”, þá myndum við líklega finna þörf á að nota orðið ”kvenhetja”. Hvorki þau karlmenni sem þann hefur í starfi sínu haft með að gera, né nokkur önnur karlmenni sem verðskulda mættu ummælið, myndum við nokkrum sinnum kalla ”karlhetji” …..

”Börn læra ósjálfrátt kvenfjandsamlegt tungumál” skrifar Knúz, ”tungumál sem er ómögulegt að tala án þess að setja hið karlmannlega ofar hinu kvenlega. Ef einhver reynir það rekst sá hinn sami í sífellu á veggi.”
Hvernig brjóta má niður þessi byrgismúra karlaveldisins á Íslandi er erfitt um að spá, en að reyna það verðum við einfaldlega að gera, í nafni þess mannveris sem við öll í grunni erum og leitumst við að vera. Sýnist mér þá að eitt sjálfgefið og nauðsynlegt móment í því, sé að vaska fram, byggja og bæta,fegra og brúka málfræðilega kynhlutlaust túngumál, og svo, í því verki, eða þar út yfir, hreinsa málið af kynvofum sínum, – gera það í alvöru kynhlutlaust.
+ + +
Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda
Má fólk eitthvað vera að misþyrma máli sínu?