Tómasarguðspjall. Formáli

EITT MEÐ BARNINU EINA

JESÚS TALAR TÓMAS SKRÁIR

Þessar eru þær huldu yrðíngar sem Jesús, Þenn [Æ] Lifandi, mælti og sem Didýmos Júdas Tómas skráði.

ANDLEGUR TVÍBURI

[En það eru ekki yrðíngarnar sjálfar sem eru huldar eða undangeymdar, þær hafa aldrei verið það, heldur eru það þýðíngar þeirra sem eru duldar þar til þær verða fundnar. En þær verða fundnar, af þeim sem leita rétt. | Trúlega fjallar leyndarmálið líka um að esoterískar túlkanir yrðínganna í innri leshríngjum trúaðra ekki voru öðrum gefnar. Jesús kenndi á þann hátt, svo sem sjá má af Matteusarguðspjallinu (13:10–16). Þar seígir Jesús meðal annars þetta til læríngja sinna, þeirra nánustu: Yður er gefið að þekkja leynda dóma himnaríkis, hinum er það ekki gefið. || ”Didymos” á grísku þýðir ”tvíburi”, og þetta mun vera ”Tómas, tvíburinn”, sem nefndi er svo í NT, og sem sendi var (skv. Tómasarþætti) til Indlands að þar boða Indverjum kærleiks- og fagnaðarboðskapinn. Einnig ”tomas” þýðir (á arameisku) tvíburi, svo að nafn postulsins er þá eiginlega Júdas. Það má vera, eða svo er sagt, að Júdas þenni hafi verið kallaði ”tvíburi” vegna þess að þann hafi verið svo keimlíki Jesús í útliti. Sumi vilja reyndar meina að þann hafi verið líffræðilegur tvíburi þans. En það mótseígir Lúkasi og hinum guðspjallamennunum þremur. | Tvíburahugtakið á sér einnig andlega hlið, og það er um þá hlið þess sem guðspjall Tómasar í kjarna sínum fjallar: að verða eins og Jesús, þenn lifandi, og líkt og þann, ná að verða eitt með Guði. || Í þessu verki freista ég þess að ekki bara þýða og kommentera yrðíngarnar, heldur og skilja þær umfram það sem þarf til að geta þýtt þær. Taktu þá eftir að þessar athugasemdir og skýríngar ekki eru vísindalegar eða lærðar, heldur persónulegar túlkanir. Sú forsenda sem ég gef mér í þessu er að Tómasarguðspjall sé fimmta guðspjallið, og jafnframt það fyrsta. Sem guðspjall er það þannig ekki gnostískt, heldur frumkristið, en hefur sem slíkt haft áhrif á seinni tíma gnostík. En það á í sumu viðhorf sem eru sameiginleg með gnostíkinni, svo að boðskapur þess er annarsvegar Kærleikurinn, Agape, og hinsvegar Þekkíngin, Gnósis, innan ramma þeirrar viðleitni til Fullkomnunar sem er bæði fylli kærleika og fylli þekkíngar hjá mannverinu (Kristusvitund), og að vera eitt með Guði. | Sá skilníngur eða misskilníngur minn sem ég leiði útfrá þessari tilgátu, kemur til með að móta athugasemdirnar, sem oft á stundum verða jafn loðnar, eða t.o.m. ennþá loðnari en texti yrðínganna. Þess ber þá að gæta, að sérhver yrðínga Tómasarguðspjallsins, og textinn í heild sinni, er reyndar hannaður til að vera interaktífur, þ.e. lifandi samspil Jesús og lesarsins í leit þess síðarnefna eftir þýðíngu yrðínganna og eftir Jesús sjálfu. Þetta er samfundur þens sem talar og þens sem les, þannig samræða tveggja einstaklínga, og þú ert sem þáttakandi í henni algjör einstæða, því að þú ert þú. Þess vegna er það ráð að velta merkíngu yrðínganna vel fyrir sjálfi sér, og reyna að bottna hana (eða þær) með hug og hjarta, áður en gaumur er gefinn athugasemdum mínum, útleggíngum og túlkunum. Það er nefnilega hætt við að lesníngar mínar oft á tíðum trufli meira en þær hjálpi. En ég vona og treysti því að þær á stundum geti verið að gagni. | Að auki mun ég eftir hverja yrðíngu vísa til meira eða minna hliðstæðra texta í öðrum guðspjöllum og öðrum bókum biblíunnar og apokrýfunum, guðspjalli Tómasar, með fleirum. | Hver er þá aðferðafræði þessa alls? Að útfrá gefnum forsendum og eigin reynslu af andlegum, dulrænum og öðrum málefnum, meditatíft og intellektúellt rýna niður í sérhverja yrðíngu og hýpotetískt túlka hana í samheíngi við hliðstæða texta og allar hinar yrðíngarnar, og svo leyfa hverri nýrri yrðíngu í röðinni sem þannig er ”ráðin”, að hafa áhrif á, umskrifa, eða forkasta túlkun þeirra sem áður voru lesnar. Fyrst þegar eíngin ný ráðning breytir neinu í kjarna hinna ráðnínganna, er verkinu lokið. Ég kalla þetta að ”leita fylli Orðsins” í guðspjallinu, og ”plerómaaðferðina.” || Ég hef svo skipt textanum, eða 114 yrðíngum hans, niður í minni einíngar. Þetta geri ég ekki bara til hægðarauka við leit eftir hliðstæðum og merkíngum innan guðspjalls Tómasar, og til að auðvelda fyrir minninu, heldur og til að númerólógískt og magískt rammbinda og magna textann. Í sama skyni færi ég inn táknmyndir mínar af kraftrúnum Andlega Vegsins í ýmsar miðjur textans, en þessar níu andlegu rúnir mynda tilsamans heilagt rúníkon sem magnar og göfgar og styður leitina þína eftir hamíngju, hæli frá hættum, og nýu lífi í göfgi og gleði. | Allt er þegar þrennt er, og því eru þrír Þriðjúngar í textanum, og tákna þeir Heilaga Þrenníngu í guðspjallinu (og kenni ég þá þann fyrsta þeirra við ”Fæðrið”; þann annan við ”Barnið eina”; þann þriðja við ”Öll hin Börnin” sem eiga samsemd við Fæðrið gegnum Barnið eina, – en þángað reikna ég m.a. Jesúm. Rúnaveftur Gebo, Perthro og Wunjo helga Fæðrið; veftur Ehwaz, Kenaz og Othala, Barnið eina; og veftur Ingwaz, Algiz, og Dagaz, Öll hin Börnin). Hverjum þessara þríðjúnga er svo skipt í tvo Helmínga, sem hver fyrir sig eru af tveimur Sjöundum og einni Fimmund, þannig af þremur einíngum. | Fimm er Miðjulögmálið, það sem er það fyrsta og það fimmta yfir fjórum, t.d. guðspjöllunum, höfuðáttunum, og eiginlega, heiminum. Fimm er líka tala Náðarinnar meðal Gyðínga, og tilsamans mynda allar sex fimmundir Tómasarguðspjallsins, guðsnafnið Jehóva, JHVE, eða öllu heldur, tölugildið fyrir þetta svokallaða tetragrammaton, sem er 26+4=30. | Talan sjö er síðan Verkið Fullkomnað, og hún er þannig Fylli, eða það Pleroma (=fylli), sem einmitt er nafnið á Algóða Guðinu Hinsta meðal Gnostíka, og sem mér sýnist meígi samsama með Elóhím fyrstu kafla Genesis. Sjö er einnig tala Upprisunnar, því að í Upprisunni er verk Mannverubarnsins fullkomnað. Mitt í sjöundinni er svo staður Ljóss og Vitundar með töluna Þrír báðum meígin, tilsamans Sex, en sú tala er annarsvegar minst allra fullkominna talna, og hinsvegar tala Holdsins í Veikleika sínum, tala Syndarinnar og Satans, en hér, sem haldið í skefjum af Miðjulögmálinu í fjórum. | Þetta er sá staður Ljóss og skarprar Vitundar í sköpunarsögunni:

>>Elóhím sagði: Verði ljós á festíngu himinsins, að þau greini dag frá náttu og séu til tákns og til að marka tíðir, daga og ár. Og þau séu ljós á festíngu himinsins til að lýsa jörðina. Og það varð svo. …. Þann setti þau á festíngu himinsins, að þau skyldu lýsa jörðinni og ráða deígi og nóttu og greina sundur ljós og myrkur. Og Elóhím sá að það var gott. Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fjórði dagur. <<

_______

Athugið að Jesús Tómasarguðspjallsins aldrei notar orðið Guð (nema í merkíngunni goð eða hálfguð). Heldur talar þann um Föður (eða Feðri) sitt (og annarra) á Himnum, Himininn og annað þvíumlíkt. Guð er eínganveiginn að kyngreina; Þann er viðrini, tvíkynja eða án kyns, og þess vegna vil ég ekki vísa til þans sem ”faðir”/”feðri”. Heldur vel ég að fylgja dæmi Jóhannesarapokrýfunnar, sem meitlar fram orðið ”meetropaator” (móðir–faðir), og færi fram nýyrðið ”fæðri” í sama skilníngi í staðinn fyrir Faðir og Guð. Fæðri er auðvitað að skilja sem ”Þau/Þey sem fæða eða geta af sér” eða ”Það/Þann sem fæðir eða getur af sér”. Það er kynhlutlaust Foreldrahugtak, og felur því í sér Ástúð og Umhyggju og þá Virðíngu sem í því felst að vera Upptök Barnsins. | Í guðspjallinu er líka talað um t.d. ”son” fæðrisins, og ”son” mannverisins. En afkvæmi Guðs, börn þans, og Kristus, eru auðvitað jafn kynlaust og Guðið sjálft, og þess vegna tala ég um ”Barnið”, ”Mannverubarnið” o.s.frv. Þetta afkvæmi kalla ég gjarnan ”Barnið eina” eða ”eingetna”, og fylgi þar dæmi Jóhannesar (Jóh. og Jóh.apo.), með þeim mun þó gagnvart einmitt guðspjallamenninu Jóhannes, að hér er ekki um að ræða eingetið barn á jörðu okkar, heldur ”barnið eina á himnum”, sem, – athugið það – jarðneskt mannveri fætt af koni og getið af karli á venjulegan hátt, og hvers kyns sem það svo er, getur orðið ”eitt með” í leit sinni eftir Ríkinu og Fæðri þess, eiginlega, í leit sinni eftir Sönnu Lífi sínu. | ”Getnaðurinn eini” er þannig himneskur. Fæðrið á þar bara þetta ”eina barn”. En á jörðu okkar, og á byggðum jarðhnöttum alheims, má reikna með óteljandi mannverum, fæddum af tveimur foreldrum, sem vinna samsemd með Barninu Eina á himnum, og þar með með Fæðrinu, bæði Feðrinu Sanna og Mæðrinu Sanna.

Ekki er þó svo að skilja að þetta séu Þrjú Himnesk Guði, heldur er þetta spurníng um Heilaga Þrenníngu. Þannig í apokrýfu Jóhannesar:

>>Í þá mund er ég var að íhuga þetta, sjá, himnarnir opnuðust, öll sköpunin undir himni lýsti upp, og heimurinn skalf. Ég var ótta slegni, og sjá, ég sá inni í ljósinu barn standa við hlið mér. Og sem ég skoðaði það, sýndist það vera eldri persóni. En svo breytti það enn útliti til úngmennis. Ekki svo að skilja að ég hefði þarna fleiri veri framfyrir mér, heldur var þetta einúngis eitt veri af ólíku móti í ljósinu. Þessi mót þess voru sjáanleg gegnum hvert annað, og verið var af þrennu móti.<<

_________

Að lokum: Jesús sagði, Tómas skráði, – hveri er þá ég sjálft í þessu? Ég er þýðandi yrðínganna og hlustandi þess máls sem ég er að flytja, og ég mála það sem ég í því heyri með hinu eyranu. Ég er ekki í Ríkinu, svo að ég viti til, en ég leitast til að gægjast örlítið inn í það.

Í NAFNI FEÐRISINS OG MÆÐRISINS, OG BARNSINS EINA OG SMURÐA! – MARANATA! AMEN.

+ + +

+ + +

Denna bild har ett alt-attribut som är tomt. Dess filnamn är bild-sankta-maria.jpg
ÞETTA ER KÓAN TIL ÞESSA FORMÁLA: AF HVERJU ELSKAÐI JESÚS MARÍU SVO MIKLU MEIRA EN HIN LÆRÍNGIN? – AF ÞVÍ AÐ MARÍA VAR SVO MIKLU MINNI.