Hvorugkynjun persónuorða til kynhlutleysis málsins

Hvorugkynjun er uppi höfð í kynhlutlausu máli bara til kynhlutleysis, eða, með öðrum orðum, til að bera uppi afmarkað íslenskt mál. Karlkyns og kvenkyns orð sem benda til hluta (hlutaorð) eru án þýðíngar hvað varðar kynhlutleysi málsins. Aðeins orð sem benda til persóna (persónuorð) skipta máli í þessu samheíngi.

Tvær aðalleiðir til hvorugkynjunar

Hvorugkynjun má gera á tvo mótsatta vegu. Í greininni ”Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda” er skírt frá hvorugkynjun slíkra samorða sem höfa til kyngreinanlegra persóna. Hún er gerð annarsvegar með því að framskapa sérstaka hvorugkynsmynd orðanna útfrá settum reglum og beygja þau síðan í útfrá ákveðnum beygíngarmynstrum. Þau eru fimm að tölu [B1, B2, C1, C2, C3] og eru að nokkru nýsmíði (C1-C3), en taka mið af sterkum beygíngum hvorugkynsorða í íslensku [B1, B2]. Hinsvegar gerist hvorugkynjun með því að sjá til að þessi orð alltaf stýri eða fari saman með hvorugkyni í öðrum fallorðaflokkum, og þá annaðhvort með hefðbundnum orðamyndum hvorugkynsins, og/eða með sérstakri mynd þess sem einúngis er að nota í höfðun til persóna (”mannverumyndir”).

Hið síðarnefnda ferlið er alls óhjákvæmilegt. Orð sem eru höfð hvorugkyns geta ekki stýrt eða farið saman með karlkyns eða kvenkyns orðum í flokki fornafna, lýsíngarorða eða töluorða. Hvernig orðmyndirnar líta út skiptir minna máli. Þó getur yfirvarp orðanna haft sterk áhrif á hversu létt eða strembið það er að halda sér til hvorugkynsins.

Millileiðir eru mögulegar

Það má fara mismunandi lángt í því að breyta sjálfri orðmyndinni. Í málfræðigreininni ofannefndu er þetta gert í ríkum mæli. Þar er bara haldið opnu fyrir tvímyndum nafnorða í nefnifalli, í og með að núverandi orðmynd nefnifallsins er haldið (sem valfrí) við hliðina á nýrri ”hvorugkynjaðri” orðmynd, ef nú slík er framsköpuð. (Sum orð fá eínga tvímynd, eins og t.d. ”dóni”, en all flest orðanna geta feíngið það.) Þannig t.d.

[C1] þjónn/þjón mitt – þjón mitt – þjóni mínu – þjóns míns | þjóni mín – þjóni mín – þjónum mínum – þjóna minna

[C2] stúlkukind mitt – stúlkukind mitt – stúlkukindi mínu – stúlkukindis míns | stúlkukindi mín – stúlkukindi mín – stúlkukindum mínum – stúlkukinda minna

[C3] kona/koni mitt – koni mitt – koni mínu – konis míns | koni mín – koni mín – konum mínum – kona minna.

Orðin eru hér aðlöguð að sterku hvorugkynsfallmyndunum í eintölu, og fara í fleirtölunni eftir nýmynduðu mynstri. Fleirtalan (í nf. og þf.) er hér mynduð, eins og sjá má, með því að skeyta ”i”-i að orðstofninum, og ekki með endíngarlausum stofni eins og í sterku hvorugkynsbeygíngum íslenskunnar [B1, B2]. Hefði það verið gert myndu fleirtala þessara orða líta út svona: þjón mín – þjón mín – þjónum mínum – þjóna minna; stúlkukind mín – stúlkukind mín – stúlkukindum mínum – stúlkukinda minna; kon mín – kon mín – konum mínum – kona minna.

Ég get ekki séð að betur fari á þessu, og hef þess vegna nýskapað þessar fleirtölumyndir nefnifalls og þolfalls. Ég held að þey flesti, ef ekki alli, myndu vera mér sammála um að betur fer á þessum nýmyndunum í málinu, en að aðlaga orðin beint að fleirtölumunstri B1 og B2. Ég læt því hana gilda framveígis hér í því sem ég er farni að líta á sem eldri gerð afmarkaða málsins, og kalla þá A-gerð.

Að fara Hina Leiðina

Vel hefði mátt viðhafa einúngis nýu orðmyndirnar (eíngar tvímyndir) og þannig láta þátt nýmyndunar orðanna vera eins stóran og hægt er:

[C1] gest mitt – gest mitt – gesti mínu – gest míns | gesti mín – gesti mín – gestum mínum – gesta minna; þjóf mitt – þjóf mitt – þjófi mínu – þjófs míns | þjófi mín – þjófi mín – þjófum mínum – þjófa minna

[C3] dísi mitt – dísi mitt – dísi mínu – dísis míns | dísi mín – dísi mín – dísum mínum – dísa minna; dóni mitt – dóni mitt – dóni mínu – dónis míns | dóni mín – dóni mín – dónum mínum – dóna minna.

En eins væri hægt að fara ”Hina Leiðina” að hvorugkynjun persónuorðanna, og láta allar fallmyndir persónunafnorðsins í báðum tölum haldast:

[C1] þjónn mitt – þjón mitt – þjóni mínu – þjóns míns | þjónar mín – þjónar mín – þjónum mínum – þjóna minna

[C2] stúlkukind mitt – stúlkukind mitt – stúlkukind mínu – stúlkukindar míns | stúlkukindir mín – stúlkukindir mín – stúlkukindum mínum – stúlkukinda minna

[C3] kona mitt – konu mitt – konu mínu – konu míns | konur mín – konur mín – konum mínum – kona minna.

Hvernig lítur þetta þá út í ákveðninni? Hvað hana varðar, það er, persónuorðin með ákveðnum greini, hefur málfræðigreinin áðurnefnda myndað hana með viðskeittum greini, ”-. Ákveðni myndast skv. ”Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda” með því að skeyta hvorugkynsgreininum ”ið” að stofni og beygja þannig eins og gert er í normalmálinu -ið –– -ið –– -inu –– -sins | -in –– -in – unum – -nna, eins og hér að neðan er sýnt:

[C1] || þjónið mitt – þjónið mitt – þjóninu mínu – þjónsins míns | þjónin mín – þjónin mín – þjónunum mínum – þjónanna minna

[C2] || stúlkukindið mitt – stúlkukindið mitt – stúlkukindinu mínu – stúlkukindsins míns| stúlkukindin mín – stúlkukindin mín – stúlkukindunum mínum – stúlkukindanna minna

[C3] || konið mitt – konið mitt – koninu mínu – konsins míns | konin mín – konin mín – konunum mínum – konanna minna.

En með óbreyttum beyíngum persónuorðanna (í óákveðni bæðu eintölu og fleritölu) skeyttist þá greinirinn að orðmyndunum eða fallbeygíngarmyndunum í báðum tölum, og yrði svona:

[C1] || þjónið mitt – þjónið mitt – þjóninu mínu – þjónsins míns | þjónarin mín – þjónarin mín – þjónunum mínum – þjónanna minna

[C2] || stúlkukindið mitt – stúlkukindið mitt – stúlkukindinu mínu – stúlkukindarsins míns | stúlkukindurin mín – stúlkukindurin mín – stúlkukindunum mínum – stúlkukindanna minna

[C3] || kona(i)ð mitt – konu(i)ð mitt – konu(i)nu mínu – konusins míns | konurin mín – konurin mín – konunum mínum – konanna minna.

Þetta mætti heita að fara alla ”Hina leiðina,” en þegar ég læt hug minn og geð dveljast í þessum hugsanlegu munstrum til hvorugkynjunar, bragðast þau mér óneitanlega ekki fullt vel. Sérstakleg finnst mér fleirtöluformin ógeðfelld og forljót og alltof óþjál, og vil því endilega halda nýbeygingarmynstri fleirtölunnar (þ.e., láta fleirtölu karlkyns og kvenkyns persónuorða myndast með ”i”-i, og beygjast þannig: i – i – um – a). Óbreyttar orðmyndir/beygíngarmyndir myndi þá bara gilda fyrir eintöluna og í óakveðni.

Ég trúi því að þey flesti sem láta þessar beygíngar leika um stund í huga sér og hjarta munu bragðast þetta á líkan hátt og mér.

´Sjöbeygíngarkerfið´ í endurathugun

Í því þríkynsmáli sem útlistað er á nyold.com (”Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda”), er farin sú leið að mestmegnis nýmynda karlkyns og kvenkyns persónuorð, þ.e.a.s., steypa þeim til hvorugkyns, og svo beygja þau skv. að nokkru nýmynduðum beygíngarmynstrum.

Að opnu er þar haldið fyrir að nota gömlu nefnifallsmynd orðsins í eintölunni sem valfrjálsa tvímynd, er gert fyrir fegurðar sakir og til að auðvelda fyrir fólki að sættast við eða léttara geðjast málið. E.t.v. er þetta ekki rétt hugsað, því að gömlu orðmyndina verður að sameina við hvorugkyn annarra orða, og það má skapa meiri streitu geðsins en að leggja nýmynd orðsins að hvorugkyninu. En hinsvegar veldur sjálf nýmynd orðsins og nýbeyging þess oft mótsvarandi streitu, svo valið er ekki auðvelt.

Við höfum áður haft uppi á nyold.com, það sem við kölluðum ”sjöbeygíngarkerfið”, en það fjallaði um að orð með veikri beygíngu karlkyns og kvenkyns feíngu sérstök munstur eintölunnar (í óákveðni), nefnilega a – u – i – is fyrir veika beygíngu kvenkynsins, og i – a – i – is fyrir veika beygíngu karlkynsins:

[C3A] skvísa mittskvísu mittskvísi mínu – skvísis míns | skvísi mín – skvísi mín – skvísum mínum – skvísa minna

[C3B] bóndi mitt – bónda mitt – bændi mínu – bændis míns | bændi mín – bændi mín – bændum mínum – bænda minna

Voru þessi afbrigði af [C3] höfð uppi í textaprufum kynhlutlausa málsins nokkra stund, en síðan frá þeim horfið, þar eð það þótti flækja málið (sem þá var einkyns– og ekki þríkyns), að ekki geta einhliða fylgt munstrinu með i-hljóðun í endíngu orðanna.

Hinsvegar má svo vera að afbrigðin þyki fallegri talendum íslenskunnar, og væri því vert að taka upp þetta aftur, og sjá betur eftir hvernig það fellur í hug og geð þegar til leíngdar lætur. Mætti þá gjarnan innan vébanda þeirrar prufunar, freysta þess að fara leíngra með þessa ”hinu leiðina” í því að öll veikt beygð persónuorð haldi öllum fallmyndum sínum í eintölunni

[C3A] þerna mittþernu mittþernu mínuþernu míns | þerni mínþerni mínþernum mínumþerna minna

[C3B] herri/herra mittherra mittherra mínuherra míns | herri mínherri mínherrum mínumherra minna

Það talar nokkuð fyrir þessari stefnu að sumum orðum verður annars hnikað svo að ekki fari vel á. Þetta gildir til dæmis um orð eins og maki og maka, fóstri og fóstra:

[C3] maka/maki mitt – maki mitt – maki mínu – makis míns | maki mín – maki mín – mökum mínum – maka minna

[C3] maki mitt – maki mitt – maki mínu – makis míns | maki mín – maki mín – mökum mínum – maka minna

[C3] fóstra/fóstri mitt – fóstri mitt – fóstri mínu – fóstris míns | fóstri mín – fóstri mín – fóstrum mínum – fóstra minna

[C3] fóstri mitt – fóstri mitt – fóstri mínu – fóstris míns | fóstri mín – fóstri mín – fóstrum mínum – fóstra minna

Eins og sjá má er það bara útfrá tvímynd nefnifallsins sem þessi ”fóstri” verða kyngreind sem karl eða kona, og er það miður, því að oft á stundum er raunkyn persóna í fókus og skiptir máli. En láti man þessi veiku persónuorð halda fallmyndum sínum í eintölunni lítur þetta svona út:

[C3A] maka mitt – möku mitt – möku mínu – möku míns | möki mín – möki mín – mökum mínum – maka minna

[C3B] maki mitt – maka mitt – maka mínu – maka míns | maki mín – maki mín – mökum mínum – maka minna

[C3A] fóstra mitt – fóstru mitt – fóstru mínu – fóstru míns | fóstri mín – fóstri mín – fóstrum mínum – fóstra minna

[C3B] fóstri mitt – fóstra mitt – fóstra mínu – fóstra míns | fóstri mín – fóstri mín – fóstrum mínum – fóstra minna

Hér má allavegana í sumum föllum greina raunkynið að baki persónuorða þessara. Einnig sum önnur persónuorð mundu líklega taka sig betur væru fallmyndum eintölunnar í óákveðni haldið:

[C3] vala/vali mitt – vali mitt – vali mínu – valis míns | vali mín – vali mín – völum mínum – vala minna

[C3A] vala mitt – völu mitt – völu mínu – völu míns | völi mín – völi mín – völum mínum – vala minna

[C3] dani mitt – dani mitt – dani mínu – danis míns | dani mín – dani mín – dönum mínum – dana minna

[C3B] dani mitt – dana mitt – dana mínu – dana míns | dani mín – dani mín – dönum mínum – dana minna

Prufa að fara leíngra áleiðis Hina Leiðina

Ef man nú velur að nánar kanna og prufa í praxís [C3A og C3B]-beygíngarnar, þ.e., gánga enn leíngra ”hina leiðina” en ”sjöbeygíngarkerfið” gerði, mætti þá einnig íhuga að fara eitthvað leíngra með sterkt beygðu persónuorðin, og leyfa þeim að halda bæði nefnifalli og þolfalli eintölunnar alls óbreyttum, þannig að mynstri sterkra orða væru x/ø – ø – i – s, x/ø – ø – i – is, og ø – ø/x – i – is (þar sem ”ø” táknar endíngarleysi, ”x” einhverja endíngu).

[C1] maður mitt – mann mitt – manni mínu – manns míns | menni mín – menni mín – mönnum mínum – manna minna

[C2] sonur/son mitt – son mitt – syni mínu – synis míns | syni mín – syni mín – sonum mínum – sona minna

[C3] drottníng mitt – drottníngu mitt – drottníngi mínu – drottníngi míns | drottníngi mín – drottníngi mín – drottníngum mínum – drottnínga minna |

Rétt eins og upphaflegu [C3A og C3B]-beyíngarmyndum sjöbeygíngarkerfisins var hér að ofan leyft að hreyfa sig frá að bara halda fallbeygíngarmyndum nefnifalls og þolfalls eintölunnar, mætti man kanna nánar og prufa í praxís að láta öll sterkt beygð persónuorð halda öllum fallmyndum sínum í eintölu, óákveðni og ákveðni. En bara örfá sterku orðanna myndu fjölga orðmyndum fyrir það bragðið. Tvö þeirra eru þessi:

drós mitt – drós mitt – drós mínu – drósar míns | drósi mín – drósi mín – drósum mínum – drósa minna || drósið mitt – drósið mitt – drósinu mínu – drósarsins míns | drósin mín – drósin mín – drósunum mínum – drósanna minna

vörður mitt – vörð mitt – verði mínu – varðar míns | verði mín – verði mín – vörðum mínum – varða minna || verðið mitt – verðið mitt – verðinu mínu – varðarsins míns | verðin mín – verðin mín – vörðunum mínum – varðanna minna

En þá fylgir sem sagt þessu bragði, að reglunni um myndun ákveðni í eintölunni verður að breyta örlítið. Greinirinn ”ið” skeytist normalt að stofni, nema hér, hvað varðar sumar karlkynsmyndir og kvenkynsmyndir, þar sem ”(i)ð”-ið (í beygíngum sínum: -(i)ð –– -(i)ð –– -(i)nu –– -sins [”i”-ið innan sviga því það fellur niður í þessum tilvikum]) leggst til beygíngarmyndarinnar. Þetta sama gildir þá auðvitað ekki bara sterku persónuorðin, heldur líka þau veiku:

bóndið – bóndað – bóndanu – bóndasins; maðurið – mannið – manninu – mannsins; konað – konuð – konunu – konusins; strákurið – strákið – strákinu – stráksins; mærið – meyið – meyjunu/meyinu – meyjarsins; þrællið – þrælið – þrælinu – þrælsins; makað – mökuð – mökunu – mökusins; drottníngið – drottnínguð- – drottníngunu – drottníngarsins; hórað – hóruð – hórunu – hórusins; gesturið – gestið – gestinu – gestsins; kóngurið – kóngið – kónginu – kóngsins.

Eftir að hafa ”prjónað” lítilsháttar (sjá næsta þátt) í m.a. ”Dulskynjanir og dulreynsla” eftir Louisa E. Rhine, finnst mér sumt af þessu bara nokkuð viðkunnanlegt, sérstakleg karlkynsmyndirnar, en held að einnig kvenkynsmyndirnar geti komið með tíð og tíma að sýnast mér þokkafullar. Í öllu falli má venjast þessu, og þá er þessi ”hálfa leið” til kynhlutleysis að líkindum fær, þó kannsi ekki auðfær sé.

Fyrirtækið – Verksmiðjan – Verkstæðið

Er þá ljóst, að orð mín hér að ofanverðu, ábendíngar og dæmi, eru undirbúníngur athafna í Verkstæði mínu.

Fyritæki mitt er jafnréttismálið og markmiðið að fá á fætur afmarkað, þ.e., kynhlutlaust íslenskt mál. Það felur í sér all mikla vinnu í Máliðjunni, eða Verksmiðjunni, þar sem málfræði og myndunarreglur eru hugsaðar út í teíngslum við íslenskt númál og innri gerð þess, textabrot eru samin til skýríngar málsins, og tillögur að kynhlutlausu máli eða sérstökum þáttum í því framleiddar.

Verkstæðið, hinsvegar er tilraunastofa, þar sem ýmsar hugmyndir og tillögur úr skauti Máliðjunnar eru nánar kannaðar og prufaðar í kerfisbundnum praxís. Þessi verksemi fjallar um snúníng á allskyns textum yfir á það mál sem prufa skal, og þá gjarnan birtíngu afurðarinnar í netinu, eða prjónun, en þar með á ég við að korrekturlesa eða próflesa prentaða texta af ólíku tœgi og merkja (prjóna) breytíngarnar inn í textann og í margínalana, og síðast og ekki síst, geðjan, þ.e., að gá að hvernig málið geðjast mani og ógeðjast.

Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda, eins og henni er lýst á nyold.com, á sér að baki þúsundir og aftur þúsundir slíkra snúnínga, prjónaskaps og geðjanar eða afsmmökkuna. Má heita að ég núorðið kunni þetta mál nokkuð vel og hugsi oft á því, og einnig að ég kunni við það að mörgu leiti. Þó er sá ljóður á ráði mínu, að meðan ég aldrei skrifa neitt á íslensku nema á því máli sem ég nýlegast hef tekið fram í Máliðjunni, þá tala ég ekki íslensku nema endrum sinnum. Það hefði verið vel þeígið að í samtali og samskiptum við aðra geta agað mál sitt til fylgni við kynhlutlausu mál- og myndunarfræðina, og líka heyra aðra tala það.

Hvað sem því líður, þá vil ég nú takast það verk á hendur að athuga og prufa ofannefnda stefnu meira inn á ”hina leiðina,” og rannsaka þá geðrænu streitu og þóknan sem það veldur mér, og þá líta eftir hvort eitthvað mætti betur hafa. Til þessa hef ég þá ýmsu texta sem ég þegar hef snúið yfir á kynhlutlausa málið (ýmist þríkynsmálið eða einkynsmálið) og get nú snúið þeim yfir á kynhlutlaust mál sem í eintölunni heldur öllum orðmyndum og beygíngum óbreyttum frá því sem er í íslenskunni, en hefur fleirtölumyndirnar samkvæmt því beygíngarkerfi sem þegar ræður í þessum textum. Með þessu móti verđur mér fært ađ bera saman eldri (A-gerð) og ýngri varíant (B-gerð) af kynhlutlausa málinu međan á snúníngunum stendur. Ef vel tekst til náum við upphafníngu andstæðnanna eða sýntesu í C-gerð kynhlutlausa málsins.

Frumsögn – Mótsögn – Úrsögn, eđa Niđurstađan, verður þá ”endanleg” tillaga mín til afmarkađs íslensks máls. Geri svo ađri betur, ég vona þađ, ef þey kunna, – því þetta mál er mikilvægt mannréttindamál.

Slíkir textar og materíal, fyrir utan fyrri ”prjónabækur” mínar, A-gerðar, eru t.d. kaflar úr Jóhannesarguðspjalli og úr Bhagavat Gita og Corpus Hermeticum, Tómasarguðspjallið, Niðurstigníngarsaga Krists, Völsúngasaga, greinar ýmsar um kynhlutleysi túngunnar, kvæði og textabrot, o.s.frv., o.s.frv.. Þetta materíal skiptir þúsundum síðna.

Það ”munstur” sem nú er að prjóna eftir til geðjan og/eða ekki geðjan er í stuttu máli þetta: (a) orðmyndir persónuorðanna eru þær sömu og í normal íslensku, en bara í eintölu og án greinis; (b) hvorugkynsgreinirinn skeytist að beygíngarmyndum karlkyns og kvenkyns persónuorða í eintölu, en að stofni þeirra í fleirtölunni; (c) fleirtalan myndast með að ”i” er skeytt að stofni þessarra orða og beygíngarendíngarnar i – i – um – a; (d) upprunaleg hvorugkynsorð eru að öllu óbreytt og beygjast skv. veikum eða sterkum hvorugkynsbeygíngum íslenskunnar.

– – –

Athugasemd 2021-07-06: Prjónaskapurinn er í fullum gángi, og varð í praxis aðeins róttækari en hér var planlagt, í því að persónu(nafn)orðin voru látin til reynslu halda einnig orðmyndum eða beygínarmyndum sínum í fleirtölunni, þannig að liður (c) í ”munstrinu” hér að ofan er ekki með í spilinu nema fyrir nýyrði sem fá eða hafa feíngið hvorugkynsmyndir í eldri gerð afmarkaða málsins. Að öðru leiti er munstrið óbreytt.

Þetta leiðir ekki ”alla (hina) leiðina”, en líklega svo lángt áleiðis eins og auðið er. Eða svo leiðir þetta tilbaka. Vilji fólk eitthvað kynna sér hvað er að gerast í Máliðjunni um þessar mundir, höfða ég til þess sem prjónað er að Jóhannesar evangelíum kap. 1 – 9.

Startsida:

”Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda.”

[UPPHAFLEGA BIRT 2021-05-26]