Jóhannesar evangelíum (21:1-26,Ba/21)

Jesús birtist við Tíberíasvatn

(1) Eftir þetta birtist Jesús læríngjum sínum aftur, og þá við Tíberíasvatn. Þann birtist þannig: (2)* Þey voru saman: Símon Pétur, Tómas, kallaðurt tvíburi, Natanael frá Kana í Galíleu, Sebedeussynirnir og tvei enn af læríngjum þans.(3) Símon Pétur seígir við þey: ”Ég fer að fiska.“ Þey seígja við þann: ”Við komum líka með þér.“ Þey fóru og stigu í bátinn. En þá nótt feíngu þeir ekkert.

(4) Þegar dagur rann stóð Jesús á ströndinni. Læríngin vissu samt ekki að það var Jesús. (5)* Jesús seígir við þey: ”Mannar, hafið þið nokkurn fisk til matar?“ Þey svöruðu: ”Nei.“


(6) Þann sagði: ”Kastið netinu hægra megin við bátinn og þið munuð verða vari.“ Þey köstuðu og nú gátu þey ekki dreígið netið, svo mikill var fiskurinn. (7) Læríngið sem Jesús elskaði, seígir við Pétur: ”Þetta er Drottinn.“ Þegar Símon Pétur heyrði að það væri Drottinn brá hann yfir sig flík – hann var fáklæddur – og stökk út í vatnið. (8) En hin læríngin komu á bátnum, enda voru þey ekki leíngra frá landi en svo sem tvö hundruð álnir, og drógu netið með fiskinum.


(9) Þegar þey stigu á land sáu þey fisk lagðan á glóðir og brauð.


(10) Jesús seígir við þey: ”Komið með nokkuð af fiskinum sem þið voruð að veiða.“


(11) Símon Pétur fór þá í bátinn og dró netið á land, fullt af stórum fiskum, eitt hundrað fimmtíu og þremur. Og netið rifnaði ekki þótt þeir væru svo margir.


(12) Jesús seígir við þey: ”Komið og matist.“ En ekkert læríngjanna dirfðist að spyrja þanna: ”Hvert ert þú?“ Enda vissu þey að það var Drottinn. (13) Jesús kemur og tekur brauðið og gefur þeim, svo og fiskinn. (14)*** Þetta var í þriðja sinn sem Jesús birtist læríngjum sínum upprisni frá dauðum.

Elskar þú mig?

(15)**** Þegar þey höfðu matast sagði Jesús við Símon Pétur: ”Símon Jóhannesson, elskar þú mig meira en þessi?“
Hann svarar: ”Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“ Jesús segir við hann: ”Gæt þú lamba minna.“ (16) Jesús sagði aftur við hann öðru sinni: ”Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“ Hann svaraði: ”Já, Drottinn, þú veist að ég elska þig.“ Jesús seígir við hann: ”Vertu hirðir sauða minna.“ (17) Þann segir við hann í þriðja sinn: ”Símon Jóhannesson, elskar þú mig?“ Pétur hryggðist við að þann skyldi spyrja hann þriðja sinni: ”Elskar þú mig?“ Hann svaraði: ”Drottinn, þú veist allt. Þú veist að ég elska þig.“ Jesús seígir við hann: ”Gæt þú sauða minna. 

(18)***** Sannlega, sannlega segi ég þér: Þegar þú varst úngmenni bjóstu þig sjálft og fórst hvert sem þú vildir, en þegar þú ert orðni gamlað munt þú rétta út hendurnar og eitthvert annart býr þig og leiðir þig þángað sem þú vilt ekki.“ (19) Þetta sagði Jesús til að kunngera með hvaða dauðdaga Pétur mundi vegsama Guð. Og er þann hafði þetta mælt sagði þann við hann: ”Fylg þú mér.“


(20) Pétur sneri sér við og sá læríngið, það sem Jesús elskaði, fylgja á eftir þeim, það hið sama sem hallast hafði að barmi þans við kvöldmáltíðina og spurt: ”Drottinn, hveru er þenn sem svíkur þig?“ (21)° Þegar Pétur sér hann segir hann við Jesú: ”Drottinn, hvað um þenna?“

(22) Jesús svarar: ”Ef ég vil að hann lifi þángað til ég kem, hverju skiptir það þig? Fylg þú mér.“

(23) Því barst sá orðrómur út í söfnuðunum að þetta læríngi mundi ekki deyja. En Jesús hafði ekki sagt Pétri að hann mundi ekki deyja. Þann sagði: ”Ef ég vil að hann lifi þángað til ég kem, hverju skiptir það þig?“

(24)°° Þetta er það læríngið sem vitnar um allt þetta og hefur skrifað þetta. Og við vitum að vitnisburður þess er sannur.


(25) En margt er það annað sem Jesús gerði, og yrði það hvað eina upp skrifað, ætla ég að öll veröldin mundi ekki rúma þær bækur sem þá yrðu ritaðar.

Hér endar S. Johannis evangelium

Neðanmálsgreinar

*(2) Mannverumyndin af ”þau” (sem er þey) er nánast nauðsynleg hér, þar eð við vitum minnst lítið um kyn þeirra tveggja læringja sem ekki eru nafngreind.

**(5) Biblía 21. aldar og 1981-þýðingin hafa þetta svona: ”Jesús segir við þá: Drengir, hafið þér nokkurn fisk? Þeir svöruðu: Nei.” Guðbrandsbiblían og Viðeyrarbiblían hafa tilltalið sem ”börn.” Það sama gera ýmsar sænskar útgáfur mínar. Ég freistast að hafa tiltalið ”mannar,” í þeirri frómu von að ”manni” geti orðið eins og ”guyes” og ”bro” í ensku, alltsvo notað líka í tiltali til kvenna og stúlkna.

***(14) [upprisinn/upprisin/upprisið]> upprisini >> upprisni. Sjá 1.***(7)b. Eða, ef fólk vill forðast hvorugkynsmyndir lýsíngarorðsins, má umskrifa þetta: ”Þetta var í þriðja sinn sem Jesús birtist læríngjunum eftir upprisu sína frá dauðum.”

****(15) Orðið ”þessi” er mannverumynd ábendíngarfornafnsins ”þessi/þessi/þetta” í nefnifalli fleirtölu. (Beygíngin: sjá ****(21) neðan.) Í nefnifalli fleirtölu er mannverumyndin og hefðbundna hvorugkynsmyndin eins.

*****(18) a. Textinn hefur hér ”þegar þú varst úngur..,” en mannverumyndin fyrir ”úngt” er ”úngurt.” (Sjá 1***(7)b.) Ég hef gert þessa umskrifun á textanum þar eð mér fannst það fallegra hér með klassískt hvorugkynsorð sömu merkíngar (”úngmenni”).

b. Orðaröðin ”eitthvert annart” er annarsvegar venjuleg hvorugkynsmynd (eitthvert) og hinsvegar mannverumynd fyrir ”annað” (annart). Þetta fornafn er sérmyndað, alltsvo ekki myndað skv. höfuðreglunum. (sjá 1***(7)b, og 1°°(18)a.) Að blanda mannverumyndum og hefðbundnum hvorugkynsmyndum á þennan hátt lít ég all hýru auga, allrahelst þegar það svo sannar sig fegurra en bara það eina eða bara hitt. Auk þess veitir það meir fjölbreytni í málinu.

°(21) Mannverumynd af ”þetta” er ”þenni”: þenni – þenna – þennu – þessa | þessi – þessa – þessum – þessara. En það orð er bara örsjaldan notað, því það er oftast hliðstætt og sterkir í venjulegri hvorugkynsmynd sjálft hvorugkynseðli persónuorðanna á afmörkuðu máli, t.d. ”þetta kona.” Hér er fornafnið hinsvegar dálítið sér á báti (eins og í 15. versi), og því nota ég það fremur en venjulegu hvorugkynsmyndina. Annars hefði þetta verið: ”Þegar Pétur sér hann segir hann við Jesú: Drottinn, hvað um þetta?“

°°(24) Textinn: ”Þessi er lærisveinninn sem vitnar um allt þetta og hefur skrifað þetta. Og við vitum að vitnisburður hans er sannur.” Ég hef notað venjulegu hvorugkynsmyndina í seinni setníngunni, með höfðun til læríngsins sem skráði þetta allt. Sænskar biblíur, eins og þær íslensku nota persónufornafnið ”hann.” Á íslensku gæti verið höfð uppi höfðun til karlkynsorðsins ”lærisveinninn,” en ekki svo í sænskunni þar sem ”lärjungen” er samkyn.