– (FYRSTI FASI) –
Tómasarguðspjall á kynhlutlausu íslensku máli
–(FJÓRÐI SKAMMTUR)–
Fyrsta Fimmundin (8-12)
STÓRI FÍNI FISKURINN
Yrðíng 8. (1) Og hann seígir: Mannverið er líkt og hyggið fiskari nokkurt, sem varpaði neti sínu í hafið og dró það á land fullt af litlum fiskum. (2) Meðal þeirra fann þann einn stóran og fínan fisk. (3) Þann lét þá smáfiskinn allan tilbaka í sjóinn, og valdi sér hiklaust þann stóra fiskinn. (4) Hveri þenn sem hefur eyru að heyra með, þann heyri. (#Mat.13:47-50. ##Tóm.76; Tóm.107)
VALIÐ EINA
Útleggíng 8: Þegar Jesús talar um mannverið hér, vill hann seígja þér að innra með þér áttu að þér hið Fullkomna mannveri, Mannverubarnið, það sem koma skal í lífi þínu og mannkynsins, já, og það sem þegar er til staðar ef þú gætir að. | Mannverið, sem andlega fullkomið, á ekki í neinum vandkvæðum með að áreynslulaust og glatt velja sér þann stóra og fína fiskinn, og sleppa þeim litla. Hver eða hvað er þessi stóri fiskur? | Hann er Valið það besta. Það sem er Öllu Öðru Mikilvægara. Það sem mestu máli skiptir. Og er það ekki þú og Fæðrið, Guð þitt eina? Og Ríkið?| Þekkíngarlega, – er það ekki að vita hveri þú ert, og vita að þú ert Það. Siðferðilega, – er það ekki að þekkja vilja Guðs, vera eitt með þess vilja, og hiklaust gera hann? Samfélagslega, – er það ekki að velja að gera gott og byggja alhliða haldbært þjóðfélag þar sem alli hafa það gott og náttúrunni líður vel af? | Taktu eftir, að Jesús hvetur þig hér til að beita hinu eyranu þínu, innri heyrn þinni. Hér er fólginn, seígir hann, mikilvægur andlegur fjársjóður. – Af hverju sleppir þú litla fiskinum? Hverjir eru þessir mörgu smáfiskar? Hvert er hyggjuvit fiskarsins? Hver er veiðin?
HNEFAFYLLI FRÆJA
Yrðíng 9. (1) Jesús seígir: Sjá, sáðmennið gekk út til sáníngar, og tók hnefafylli af fræjum og dreifði þeim af handahófi. (2) Sum þeirra féllu á veíginn, og fuglar komu og átu þau. (3) Önnur féllu á steina, og þau slógu ekki rótum og gátu ekki vaxið og skotið upp axi. (4) Sum önnur féllu meðal þyrna, og þyrnarnir kæfðu þau og maðkar átu þau. (5) Enn önnur féllu í góðan jarðveg, og þau gátu af sér góða uppskeru: þau gáfu af sér sextíu sinnum, og upp mót hundrað og tuttugu sinnum [meir en útsæðið var]. (#Mat.13:3-9; Mar.4:2-9; Lúk.8:4-8. ##Júd-G.44:1)
ÞRÍR VONDIR OG EINN GÓÐUR
Útleggíng 9: Þetta er dæmisaga Jesú um Fjóra Jarðveígi, fremur en dæmisaga hans um Sáðmennið. | Lófafylli þess af fræjum dreifir sáðmennið af handahófi yfir mörkina, en ekki af neinu kæruleysi, heldur ríkulega, höfðínglega, svo að hveri þenn sem tekið getur við fræinu geri það. | En þannig er ekki öllum varið. Því miður. Það þýðir að á hverri stundu eru til ýmsir jarðvegir merkur, og bara fáeinir þeirra eru færir um að taka á móti fræinu og láta það slá rót, og vaxa og þrífast, og skjóta kornaxi upp mót himnum. | Alli sem lifa á einmitt þeirri stundu sem Sáðmennið geíngur út að sá, fá ekki fræið til að þroskast eins og það er hannað til að verða; þau flestu okkar eru alltof siðlega og andlega fátæk, þ.e., ófullkomin, til að geta það. | Þetta er þér til viðvörunar! Margi eru þey sem eru kallaði, en bara einstakai eru útvaldi! Vaktu því, og vertu á verði þínum, og sjáðu til að þú getir tekið til þín Fræ Sáðmennisins þegar það fellur úr lófa Þess; og að þú getir hlúið að því og látið það aukast og magnast hundraðfalt! Já sextíufallt, nítíufalt, jafnvel hundrað og tuttugufalt! | Hvernig gera það? Með Trú og Viti, Auðmýkt, Kærleika og Góðu Verki.| Hvernig gera það? Með því að hiklaust velja þann Stóra Fiskinn þegar þér lukkast að fá hann í net þitt. | Hvernig gera það? Með því að ekki renna eftir smásílum í lækjum og pollum, eða eftir Ríkinu á tindum fjalla, né í hyldjúpum hafs og jarðar, heldur með því að leita þér Staðar lífs þíns í Litlu Barni, sjödaga gömlu, og í Sjálfum yður, og með því að elska Guð.| Hvað eða Hvert er þá Sáðmennið? Hvað eða Hveri er Fræið? – Hveri ert sjálfi þú?
* * *

GJÖF LÍFSINS, SKILNÍNGS OG FEGURÐAR: FYRIRHEITIÐ UM GÆFUNA
LAUSIR LOGAR
Yrðíng 10. (1) Jesús seígir: Ég hefi sleppt lausum eldi á heiminn, og sjá, ég vaki yfir eldinum enda til þess að hann funar upp. (#Lúk.12:49-50)
Í FORLJÓTUM HEIMI
Útleggíng 10: Hneikslar það þig að Jesús hafi sleppt eldi logandi á heiminn og nú hlúir að honum þar till hann hefur brunnið til enda? | Þá skaltu muna að heimurinn er fullur vanþekkíngar, heimsku, ránglætis, valdníðíðslu, grimmdar, syndar og sýndarmennsku. Eldurinn er tákn þess Heilaga frá fornu fari, og sá kraftur sem hreinsar frá allri synd. Hann fær hreinsað heiminn; hann eyðir ránglætinu, steypir valdníðíngunum af stólum sínum, og útrýmir einokun auðmenna og arðráni þeirra. Jesús vakir yfir þessu verki sínu. | Það væri virkilega athyglisvert, og hneikslandi, ef Jesús ekki væri til í að bera eld að heimi okkar og eyða öllu þessu ílla og rángláta í honum og þeim strúktúrum sem bera þetta allt | En eldurinn brennir ekki bara og eyðir, hann veitir líka hlýju og ljós. Vita skaltu að eldur þinn er eldur Jesú, og hans eldur er þinn. Nærðu eld hans í þínu innra, glæddu hann í hjarta þér, og hræðstu hann ekki, heldur notaðu hann til að veita öðrum hlýju og leiðarljós, og láta hann lausan eins og hæfir á það sem ljótt er og óréttlátt í heimi þínum. Þá ert þú, eins og Ríkið, fegurðarblettur á forljótum heiminum! | Ríkið er hér og nú hið innra með yður, seígir Jesús, en það er líka útbreytt yfir allann heiminn. Þetta tignarveldi Fæðrisins í því ytra, er sögulega í þann mund að taka sér birtíngu og dýrð, í því komandi Heimsríki sem byggt verður á Vitrænum Kærleika mannvera á milli. | Þar, – í þessu komandi Kærleiksríki, – hefur eíngi neinn áhuga á einkaeign og einokun, enda hafa þar alli allt sem þey þurfa og vilja fá. Það er uppfyllíng við betri aðstæður þess samfélags sem frumkristnin setti á fót (Pos.4:32-35; Did.). | Þetta er vissulega ekki sú eina merkíngin hjá þessari yrðíngu Meistarsins. Í henni má líka sjá Krossfestínguna og Upprisuna sem henni fylgir, og þá Fyrirgefníngu sem þar kemur til fullkomnunar, og sem afgerandi eyðir þeim hefndareldi, sem er persónuleg laun (karma) synda þeirra sem einstaklíngi drýgja. | Hvað má hér að auki sjá og heyra? | Og hvar er þá eldur þinn? Hvar geymir þú hann, og hvað gerir þú við hann?
* * *
TVEIR HEIMAR LÍÐA HJÁ
Yrðíng 11. (1) Jesús seígir: Þessi himinn mun líða hjá, og himininn ofan hans mun líða hjá. (2) Þey dauðu eru ekki lifandi, og þey lifandi munu ekki deyja. (3) Á þeim dögum þá er þér átuð það sem dautt er, þá gerðuð þér það lifandi. Nær þér eruð í Ljósinu, hvað munuð þér þá gera? (4) Á þeim deígi sem þér voruð ein, þá urðuð þér tvö. En þegar þér verðið tvö, hvað munið þér þá gera? (#Mat.24:35; Mar.13:31; Lúk.21:33; Lúk.16:17; Mat.5:8. ##Fil-G.73:19-20)
SÁ SJÖUNDI ER Í ÖLLUM
Útleggíng 11: Óskiljanlegt er þetta við fyrstu sýn. En síðan seígir mér hugur svo: Þessi yrðíng er í fyrstu um heimsmyndina, og þjónar sem aðvörun til þeirra sem innri eyru hafa, og vilja lifa. | Þessi himinn, og sá ofan hans, sem Jesús talar um, höfðar til þessara tveggja heima okkar sem lífveri á jörðu. Jesús talar annarsvegar um það sem þú átt í þínu ytra, og hinsvegar um þig sem lifir og ert í þessu ytra sem væri það allt sem er. Þessir existensíellt samofnu heimar eru hér kallaðir himnar, af því að þeir eru einúngis andlega séðir. Það liggur fyrir þeim báðum að líða hjá að lokum. | Oft eru himnarnir hafðir þrír að tölu, og sá þriðji þá sem Himnaríki Fæðrisins, þar sem Lífin (þau andlega lifandi) safnast bæði áður og eftir líkamlegan dauða sinn. Það mannveri, sá andi og sú sál, sem komið hefur sér fyrir í Þriðja Heiminum og ekki á allt sitt undir þeim tveimur fyrstu, – það hefur fundið Lífið sitt hið Sanna innra með sér og í því ytra, og það Lífið mun ekki líða hjá. | Þetta mannveri mun sannarlega lifa áfram í faðmi Fæðrisins í Sjöunda Himni. En þey sem eru Lifandi Dauði þegar í þessum heimi, munu ekki lifa, heldur deyja með heiminum og líkama sínum, a.m.k. að þessu sinni. Þetta eru þey sem hafa verið að sífleygjast eftir litlum fiskum, og þá ekki fundið sjálfa sig. | En ef þetta skírir eilítið fyrstu tvö versin, hvað þá um það þriðja og það fjórða? | Þeir tímar voru yðar að þér átuð lík, seígir Jesús, og líkin nærðu yður og komu til lífs í líkömum yðar. Og svo komu þeir tímar að ykkur líkaði ekki líkátið, og þá yfirgáfuð þér sáttmálann við Nóa, Mannkynið eftir Flóðið (Gen.9:1-4). Þér funduð sáttmálann ljótan og ógeðfelldan – og fóruð þá eftir því eldra og fallegra guðsorðinu (í Gen.1:29). Þér átuð þá einúngis jurtir, ávexti og fræ, og slíkt sem ekki þarf að fyrst gera að líki til að neyta. Einnig þetta varð lifandi í yður. En hvað gerið þér þegar þið svo komið í og eigið Ljósið? Þá etið þér Lífið, sem er Orðið, og það gerir yður Lifandi. Og þér Eruð Sjálf þetta Líf. | Hvað gerið þér þá þegar þér verðið tvö? Þegar þér hafið fyrst verið ein og heil, og þér þess vegna hafið fundið Ljósið, og Jesús verið með yður, hvað gerið þér þá? – Þér verðið aftur ein, eitt með Lósinu í dýrð þess. – Af hverju? Því í anda og sannleika ert þú Það! | En ef þér þróskist og haldið áfram í tvöfeldni yðar, þá farið þér á nýa ferð í heiminum.
FARIÐ TIL JAKOBS
Yrðíng 12. (1) Læríngin seígja við Jesús: Vér vitum að þú munt fara frá okkur. Hveri á þá að vera þenn stóra yfir oss? (2) Jesús seígir við þau: Hvaðan sem þér eruð komin, eigíð þér að fara til Jakobs hins réttláta, en fyrir hann hafa himinn og jörð orðið til. (#Post. 15:1-35; Post.21:17-26; 1.Jak.1.1-5; 1.Mós.28:11-16; 1.Mós.32:24-30; 1.Mós.35:9-13; ##Jak.A.15:15-16:15; 1.Jak.O.; 2.Jak.O.)
OG ÁSTUNDIÐ TRÚ, AUÐMÝKT, ÁSTÚÐ OG VERK
Útleggíng 12: Þetta fjallar um hveri Jesús vilji láta taka yfir arfinn eftir hann sem andlegt leiðtogi hreyfíngarinnar. | Hann valdi út til þessa það mest réttláta manneski sem hann vissi um, – og hann vissi allt um alla, – en það var postuli hans og aðalmenni ebonítahópsins (þeirra fátæku) í Jerúsalem. Þenn var Jakob, sem einnig var þenn sem síðar skrifaði Jakobsbréfið. | Í þeim pistli fordæmir Jakob í sterkum orðum allt óréttlæti og allan yfírgáng valdamanna og auðugra, og boðar frelsun gegnum Auðmýkt og Ást, Trú og Verk, – þannig ekki gegnum Sola-Fide, þ.e., gegnum Einúngis Trúna, sem Paulus síðar kom að boða, og eftir honum Lúther. | Þessi sola-fide kenning er hvergi sjáanleg í því elsta kennslukveri kristninnar (Didaché), sem í stað þess kennir að >>allur tími trúar yðar hingað til kemur yður að eíngu gagni nema þér séuð fullkomni orðni á hinum hinstu tímum<< (Did.xvi). | Sama sagði Jakob: >>Trúin er þér ónýt án verkanna<<. | Jesús vissi hvaða hlutkost hann myndi líða, og hann sagði læríngjum sínum að þey sem honum vildu fylgja yrðu að taka sinn eiginn kross að bera. Jakob var hálfbróðir Jesús og leit til hans sem Guðs Smurða, Messías. Hann skildi vel að líka hann sjálft, eins og Jesús, myndi fá að líða mikla þjáníngu og kvöl, og jafnvel dauðann, fyrir viðleitni sína að ávallt verka samkvæmt vilja Guðs, enda var hann að síðustu – skv. ósiði Gyðínga þeirra tíma, – barið grjóti til bana. | Eins og Jesús veitti hann ekki viðnám.
+ + +
Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda
Tómasarguðspjall á kynhlutlausu máli (1.1.)
Tómasarguðspjall á kynhlutlausu máli (1.2.)