Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann….

BILD STEINN

ÞAÐ Á VÍST AÐ KROSSFESTA MANN Í DAG!

+   +   +

“Það á víst að krossfesta mann eitt í dag,

á Skólavörðuholtinu,

Steinn Steinarr það kvað,

og fólk allt streymir þar að

í stríðu straumi, 

til að,

vera með um það.

Ég sjálft gerði mér umleið,

mjög lángt og mikið,

til að sjá þetta eiga sér stað,

en lenti þá í ólagi

og kom fyrir vikið

of seint þar að.

+   +   +

Líf okkar er eins og rykið,

– ég hygg í mér það, –

þyrlist upp, upp,

….svífur, og líður.

Án tilgángs fer það, og

án tilgángs er það, 

…er.”


Út af einhverju, – ég veit ekki af hverju, – datt mér í hug ljóð Steins Steinarrs um krossfestíngu í Reykjavík. Hafði ekki litið það augum í fjóra-fimm áratugi eða svo; mundi bara slitur ein af þessu kvæði, að því er ég hélt, og þau voru fátæk, og þetta eru þau:

Á Skólavörðuholtinu er verið að krossfesta mann, og fólk streymir að úr öllum áttum til að horfa á hann...”

Meira en svo mundi ég nú ekki, – og reyndar var ekki þetta slitur heldur alveg hárrétt, eins og sjá má hér að neðan. Svo ég tók til að enduryrkja þetta góða kvæði (einhvernvegin), útífrá þeirri sinnisstemníngu sem mér fannst það fjalla um. Ég gerði þetta á þeirri einkyns íslensku sem er byggð á hvorugkyninu einu saman, og sem ég var þá með í smíðum. Resultatið skv. ofanverðu.

Ég leitaði síðan upp ljóð Steinarrs á netinu eftirá, fyrir forvitnis sakir, til að gá að því hversu nálægt ég kom. Nálægt kanski, ég kom, en framhjá þó! – En ljóð Steinarrs er þannig á úrmálinu:

bild-siusalma.jpg

PASSÍUSÁLMUR nr. 51

Á Valhúsahæðinni

er verið að krossfesta mann.

Og fólkið kaupir sér far

með strætisvagninum

til þess að horfa á hann.

Það er sólskin og hiti,

og sjórinn er sléttur og blár.

Þetta er laglegur maður

með mikið enni

og mógult hár.

Og stúlka með sægræn augu

segir við mig:

Skildi ekki manninum leiðast

að láta krossfesta sig?

Steinn Steinarr


?  ?  ?

Villtu heyra þetta fallega súngið og spilað af Ellen Kristjánsdóttur?

Hlýddu þá á þennan hlekk!


[Birt 2019-11-19] [Endurbirt 2020-09-29]