+ + +
1. Um Khat, Saahu og Ab
Khat er efnislíkami mannsins séður sem ein heild. Sjálf orðmyndin er talin gefa í skyn eitthvað sem getur rotnað. Orðið er líka notað um líkamann sem múmiferaðs: ”Khat mitt hefur verið jarðað.” Ekki bara fólk, heldur líka Guði eiga sér efnislíkama. Einnig Ósíris á sér guðdómlegt khat í Undirheimi. Þegar efnislíkaminn hefur verið jarðaður á hann ekki afturkvæmt upp á jörðina, né heldur hverfur hann nokkurn tíma úr gröfinni.
En kroppurinn er ekki aðgerðarlaus í gröfinni. Hann hefur verið balsameraður og umvafinn þreflum, og allt hefur verið gert til að hindra að hann rotni. Með hjálp af þeirri ritúalíu sem viðhöfð var þegar hann var settur í gröfina, hefur hann feíngið máttinn að umbreyta sér til saahu, andlegs líkama. Tala menni um þessa umhverfun sem sprettu eða spírun einskonar, eins og líkaminn skjóti frjóöngum og geti af sér andakroppinn. Þetta er stundum sýnt með mynd af khat liggjandi á líkstalli með korn, hveiti eða hafra sem spíra upp frá múmíunni. Að líkhaminn umhverfist til Andakroppsins inniber að hann hafi uppnáð þeirri þekkingu og þeim þroska, og slíkan mátt og slíka dýrð að hann verður eilífur og getur aldregi rotnað. Hann er þar með einnig hæfur til að venslast við sál sitt og eiga samræður við það. Í þessum andalíkama getur kroppurinn risið til himna og venslast við sáli hinna réttlátu:
”Þú stendur frammi fyrir Ra, þá er þann kemur frá austri, og þú átt að þér andlegan líkama, Saahu, meðal sálanna átt þú hann. Ras líf varar að eilífu, takmörk lífs þans er eilífð andlegs líkama henns. Ég sjálfi er Saahu með sáli Þans!
Sáli dauðíngja eru sögð fara inn í Saahu sitt. Sálin venslast – sýnist það mér, – ekki eiginlega við Líkið (khat), heldur við Andakroppinn (saahu). Að menni þó leitast við að hindra að líkaminn rotni, er þá kanski, annarsvegar til að líkaminn sé hreinn, og að það sé hreint í grafhýsinu, og hinsvegar, að hann sé örugglega fær um að spíra af sér andakroppinn (saahu). Hinsvegar er ekki að stínga undir stól með það að sál einstaklíngsins er sagt heimsækja kroppinn i gröfinni, og þar endurlífga hann og eiga samtal við hann.
Andlegi líkaminn og sál hans er eínganveíginn siðlaus. Þvertámóti er dauðíngið áfram siðgæðisveri, í og með að þann á sér ab, en það þýðir hjarta. Þetta ab, þetta hjarta er miðstöð lífskrafts og uppspretta vondra og góðra hugsuna. Í Undirheimi, ekki síður en á Jörðu, er Maat afar mikilvægt, Siðgæðið, Réttlætið og Sannleikurinn er enn að verki og skiptir öllu máli.
2. Ka, Ba og Khaibit
Fyrir utan efnislíkamann og andlega líkamann á dauðíngið sér eitthvert abstrakt einstaklíngseðli eða einstaklíngsform, sem hefur alla þá eiginleika sem dauðíngið átti og á. Þetta einstaklingsform er gersamlega óháð stund og stað, getur hreyft sig og farið hvert á land sem það vill, það getur sameinast líkamanum og líka skilið sig frá honum, og jafnvel átt sér sælulíf á himnum. Þetta form einstaklíngsins er Ka, sem getur þýtt eitthvað á borð við ímynd, verndarandi, fylgji, persónuleiki, tilhneygíng, og geð eða sálrænir eiginleikar. Fórnargjafir ýmiskonar við jarðarförina voru ætlaðar þessu ka, svosem kjöt, kökur, bjór og vín, ilmefni og brennandi reykelsi, eða öllu heldur (?) ka þessarra hluta voru ætluð ka dauðíngsins til neyslu og ánægju. Ka dauðíngsins getur dvalist í styttu og mynd þess, á sama hátt og ka Guðanna getur dvalist í guðastyttum af þeim og táknum þeirra.
Það virðist sem þetta abstrakta einstaklíngseðli ekki geti án matar síns verið. Ef fórnargjafir til þess af einhverri ástæðu ekki eru uppihafðar, nærðist ka-ið á ímyndum máluðum eða skúlptúreruðum í gröfinni. Það virðist einnig sem svo, að ef eíngar fórnir eru færðar því, og ef eíngar myndir eru tilstaðar að nærtast á, svo er kaið dæmt til að lýða undir lok. En textarnir eru ekki alveg á hreinu með þennan hlut, sem því er óljós fræðifólkinu.
Sá hluti lifandi og dauðra sem hiklaust er álitinn aðnjóta eilífðrar tilvistar í himnum í dýrð og sælu kallast Ba. Þetta er venjulega þýtt með ”sál”, en sjálft orðið þýðir eitthvað í stíl með ”göfuglegur,” ”háleitur,” og ”aðall”, ”göfgi” og ”veglyndi”. Ba er efniskennt, ekki án líkamlegra eiginleika, heldur á sér bæði súbstans og form. Hvað það síðara varðar er því gjarnan lýst sem hauki með mannshöfuð, sem að eðli til og efnisviði er ákaflega fíngert og eterískt. Það getur tekið sér hvaða form eða mynd sem helst, það á máttinn að hefja sig upp til himna og lifa þar með fullkumnum sálum þeirra. Ba er náteíngt ka og á hlut í þeim fórnum sem því eru færðar, og hefur vissa tillhneigíngu til dvínunar ef ekki reynist nóg um fæðu. Það er þó eilíft. Í pýramídatextunum er heimastaður ba-sins sagður vera himnarnir tilsamans með þeim guðum sem það á þátt í.
Annar hluti í mannverinu er khaíbít, skugginn. Hann á sér sjálfstæða tilveru í því að hann getur aðskilið sig frá líkamanum, og getur, alveg eins og ba og ka, hvert sem hann vill. Skugginn er aðallega teíngdur sálinni, og það er trú fólks að hann helst haldi sig í nánd við þann hluta mannversins.
3. Khu, Sekhem og Ren
Enn annar hlutur er síðan skilningurinn, intellígensið eða mannvitið, khu, sem útfrá þýðíngu orðsins má að auki skilgreina sem skínandi, gagnsætt og óáþreifanlegt hulstur líkamans. Það má kalla það skínandi, og dýrðar- eða ljóslíkama, kanski ”önd” mennveris þess sem það hlýðir undir. Khu er sagt eilíft og óeyðanlegt.
Einn hlutur mannveruheildarinnar, hugsað eiga sér heima á himnum, er sekhem, sem mun þýða eitthvað á borð við ”kraft” eða ”mátt” annarsvegar, og ”form” eða ”mynd” hinsvegar. Það er mjög erfitt að slá föstu hvernig skilja meígi sekhem, en fyrbrigði þetta er náteíngt bæði ba og khu, og stundum nánast, sem ímynd, sama eðlis sem ka.
Að lokum höfum við svo ren eða nafnið, en það er ristað á himnum.
4. 3 x 3 = 9
Mannverið, hvort heldur lifandi eða dautt, samanstendur sem sagt af öllum þessum níu hlutum: efnislíkama, andlegum líkama, hjarta, fylgju, sál, skugga, eterísku umslagi eða önd, mynd og nafni. Mannverið er þannig mjög margþætt, og útfrá tölunni 9, magískt séð, óendanlega margþætt.
_______
Þessi texti er mestmegnis samantekt af nokkrum síðum úr inngángi Wallis Buge að The Egyptian Book og the Dead (the Papyrus of Ani).