Rauða hættan, eftir Halldór Kiljan Laxness

[Athugasemd 2020-07-09: Þessi grein er skrifuð á ”einkynsmálinu”. Síðan þetta fyrst var birt hefur kynhlutlausa málið tekið verulegum stökkbreytíngum í því ”þríkynsmáli” er kynhlutleysir eða ”afmarkar” karl- og kvenkynsorð sem snerta persóni eða gerendi, en viðheldur öllum þremur kynjum í höfðun til hlutveruleika. Þetta sýnist mér nú vera sú einfaldasta leiðin til málfræðilega kynhlutleystrar íslensku, og líklegast sú raunsæasta. – Þetta mál má nálgast með þessum hlekkjum: ”Einföld uppskrift fyrir kynhlutlausa íslensku” og ”Kynhlutlaus íslenska Þriggja kynja og mannverumynda”. Þar er ekki verið að leitast eftir neinni einföldun málsins með t.d. fækkun persóna og kynja eða einfaldaðri sagnbeygíngu, heldur einúngis eftir að kynhlutleysa málið og gera það að máli allra kynja.]

+   +   +

Þórbergur

Rauða hættan, bók Þórbergs um Ráðstjórnarríkin

”Þetta er skemmilegasta bók um Ráðstjórnarríkin sem ég hef lesið, og það er sennilega vegna þess að eíngi þeirra mörgu rithöfunda sem mér vitandi hafa skrifað bækur um Ráðstjórnarríkin hefur verið eins skemmtilegi maður og Þórbergur Þórðarsson. Henn hefur í senn meistaralega kímnigágu og barnslega eftirtektargáfu. Stundum talar henn einsog henn væri nýkomni austanúr Suðursveit, altíeinu fer henn að herma efir síra Bjarna eða Jóni Indíafari, stundum talar henn einsog gamalt og hjartnæmt prófast sem er að telja um fyrir böldnu krakki, í næsta vetfángi er henn alfræðiorðabók, fyrr en varir koma heilar blaðsíður sem eru einsog kaflar úr klassískri skáldsögu, einhverskonar sambland af Dickens og Dostojvetski, það spretta í svip uppúr bókaropnuninni fullmótuð sögupersóni, einsog Klara Vikström, Kolonel Mangada og hini ógleimanlegi Viktor Javoronkov (það er varla hægt að hugsa sér rússneskari persónlulýsíngu eftir rússa). Og síðast en ekki síst hefur Þórbergur hinn upprunalega hæfileik þess sanna mannvins til að færast í ásmegin og gánga herskái fram fyrir skjöldu gegn óvinum mannkynsins með sundurmyljandi orðbragði, í senn þrúngnu naprasta háði, nístandi fyrirlitníngu og takmarkalausum viðbjóði; þá er henn einna áþekkast ljóni sem horfir í gin hvæsandi eiturnöðru. Í þeim köflunum gæti ég hugsað mér að gamanið færi nú af sumum. Ég efast um, að hin mikla og persónulega, sjálfrunna ritsnilld Þórbergs hafi nokkru sinni notið sín til hlítar sem í þessari bók, – í örum eins skírleik, jafn heilbrigðri ást á lífinu og trú á það, og um leið jafn göfugu hatri gegn höfuðóvini mannlífsins á jörðunni, kapítalismanum og verndurum hanns.” (H. K. Laxness, Dagleið á fjöllum, Helgafell 1962, s. 154-155).

Að  mínu mati eru þey Þórbergur Þórðarsson, Halldór Kiljan Laxness, og Dr. Helgi Pjeturss mestu ritsnillíngi íslenskrar túngu. Ég hefi hér síterað eina málsgrein úr dómi Halldórs um ritsnilld Þórbergs, og er alveg sannfærði um að þenn síðarnefnda (sem ég átti samtal við í heimili henns, kvöld eitt í febrúar 1971) hafi verið alveg sammála þeimi fyrrnefnda. Mér finns svo sjálfi að þessi texti líka beri allgott vitni um ritsnilld einnig þess sem textann hefur skrifað. Eg hef hér – sem sýnishorn –  skrifað af þessa málsgrein  á kynhlutlausri íslensku (með eígin stafsetníngu), og vil með því gera ljóst að merkilegra en svo er það ekki að fá fram málfræðilega kynhlutlaust íslenskt mál, – ef nú einhverjum sýndist svoleiðis nokkuð vera einhvers virði. Og ljótara en svo er það ekki heldur, að t.o.m. orð meistara meistaranna koma bara vel út á þessu máli!

_______

Sjá nánar

”EINFÖLD UPPSKRIFT FYRIR KYNHLUTLAUSA ÍSLENSKU”:

____________

KYNHLUTLAUST ÍSLENSKT MÁL AF ÝMSU TAGI:KYNHLUTLAUST ÍSLENSKT MÁL AF ÝMSU TAGI:

KYNHLUTLAUS ÍSLENSKA ÞRIGGJA KYNJA OG MANNVERA

 

Þórbergur

NÝÖLD

https://nyold.com