Um (m.a.) þrjú kyntilgreinandi persónufornöfn og tvö kynhlutlaus í afmörkuðu máli

Um (m.a.) þrjú kyntilgreinandi persónufornöfn og tvö kynhlutlaus í afmörkuðu máli

11. toti málfræðisamanburðar: Fornöfn er einn af fjórum flokkum fallorða, og þau eru af fjölda undirflokka:

”Fornöfn skiptast í sjö flokka: 1. persónufornöfn, 2. afturheygilegt (apturvísandi) fornafn, 3. eignarfornöfn, 4. áhendingarfornöfn, 5. spyrjandi fornöfn, 6. tilvísunarfornöfn, 7. óákveðin fornöfn.”

Halldór Briem (1910) ræðir svo þessar ólíku gerðir fornafna í þeirri röð sem hann hér hefur reiknað upp þau. Ég vil heldur í örfáum orðum fyrst taka upp þau fornöfn sem ekki neitt snerta viðbótarmálfræði afmarkaðs máls, þ.e., afturbeygða fornafnið, og tilvisunarfornöfnin, er ekki breytast út frá vísun til kyn/kast þess sem um er að ræða (afturbeygt fornafn) eða ekki beygist í föllum eða tölum (tilvísunarfornöfnin), til að síðan taka upp hin fornöfnin í þeirri röð sem þau mest snerta viðbótarmálfræðina.

Ég mun þá gera þetta með því að vitna til ágrips Halldórs, orðrétt, nema hvað ég í þesssum tilvitnunum set það kynhlutlausa ábendíngarfornafn sem ég mest hef haft í brúki innansviga og skáletrað eftir það kyntilgreinandi en þó hér kynhlutlausa fornafn sem Halldór notar (karlkynsmyndina), og einnig kynhlutleysa önnur orð (persónufornöfn, ábendíngarfornöfn og persónuorð) innan sviga eftir það karlkyn eða (betra) sákast* sem höf. í sama anda hefur uppi:”

Apturbeygilegt fornafn (pronomen reflexivum) er sig. Það vísar til baka til þriðju (þriðja) persónu, og er haft, þegar sá (þenn), sem um er talað, gjörir eitthvað, er snertir hann (þenn) sjálfan (sjálft/sjálfurt), t. d. Drengurinn (dreíngurið) klæddi sig. Þessi (þetta) piltur sjer um sig. Þetta fornafn er ekki til í nefnif., en í hinum föllunum er það sigsjersín. Það er eins í eint. og fleirt.

Tilvísunarfornöfn (prrelativa) eru sem og er. Þau vísa til einhvers, sem á undan er komið, t. d. Það eru til jurtir, sem eru eitraðar. Hjerna er bók, sem jeg keypti í gær. Þessi fornöfn eru eins í öllum föllum og báðum tölum.”

Þetta sagt snúum við okkur að persónufornöfnunum og síðan ábendíngarfornöfnunum, og þá fyrst eins hlutar sem ég persónulega aldrei hef áður heyrt, nefnilega að viss persónufornöfn séu ekki bara til í eintölu og fleirtölu, heldur líka í tvítölu:

”Það er einkennilegt við fornöfn fyrstu og annarar persónu, að þau hafa þrjár tölur, tvítölu auk eint. og fleirt…. í fornmáiinu var tvítalan viðþið höfð, þegar að eins var talað um tvennt, en nú er hún höfð, hvort sem taiað er um tvennt eða fleira. Fleirtölumyndin þjer er höfð, þegar þjerað er. Vjer er varla haft nema í ritmáli.”

Þetta hefur svo Halldór að seígja um persónufornöfnin hreint allmennt:

Persónufornafn (pronomen personale) kallast það fornafn, sem stendur í stað persónu. Fyrsta persóna kallast sá (þenn), sem talar, önnur (annaðpersóna sá (þenn), sem talað er við, og þriðja persóna sá (þenn), sem talað er um. Fornafn fyrstu (fyrsta) persónu er því jeg, fornafn annarar (annars) persónu þú, og þriðju (þriðja) persónu hannhúnþað.”

Þessi uppreikníngur er núorðið að líta á sem úreltan: persónufornöfnin eru ekki leíngur bara þrjú, hannhúnþað, heldur fjögur, eða jafnvel fimm.

Meðal fornafnanna eru frá fornu fari tvö þeirra kyntilgreinandi, nefnilega hann og hún, en síðan kynhlutlausa persónufornafnið ”hán” framskapaðist, eru þau, útfrá þeim praxís sem greinilega yfirgnæfir í íslensku (öfugt við það sem á sér stað í sænsku varðandi ”hen”), nú þrjú að tölu. Nýa persónufornafnið hán virðist nefnilega vísa mest bara til sums hinseígin fólks og kvára, eða þess sem stundum er líka kallað þriðja kynið.

Ef svo er, þ.e., ef ”hán” ekki er notað þegar kyn þess sem um er verið að ræða er óþekkt af málalegum ástæðum, m.a.o, í þeim tilvikum þar sem annars karlkynið (eða, betra) sákastið* fer með kynhlutleysishlutverk sitt, – þá er þetta að líta á sem einskonar kyntilgreining.

Sögulega skapar mann fram ”hán” í íslensku til þess að láta það koma í staðinn fyrir ”það” í vísun til persónu, er mörgum fannst það of hlutgervandi; mönn vildu þannig ekki sem persónur vera kölluð ”það” eins og væru þey einhverjir hlutir. Vissulega er það ekki neitt nýtt að svo sé gert, sbr. barnið og skáldið, en það tillfinníngalega viðhorf (sentiment) sem uppi var á tenínginum, var samt í þá áttina að bara ”það” ekki væri gott að lifa við, heldur þyrftu mönn á að halda kynhlutlausu persónufornafni sem nota ætti um fólk, ekki hluti, og sem væri á sama palli, svo að seígja, og hann og hún. Þetta orð, ”hán” er þannig í raun fyrsta kynhlutlausa mannverumyndin í íslenskri túngu, bara að nota um persónur, (og eiginlega, þá samtímis fyrsta merki þess að vert væri að skipa öllum nafnorðum í persónuorð og hlutveruorð (sjá tota 1 og 2) eins og gert er í afmörkuðu máli okkar, og láta þau fyrrnefndu taka með sér hvorugkastsmyndir* annarra fallorða, að meðtöldum fornöfnunum).

Gæta ber þess, að enda þótt ”hán”, þetta kynhlutlausa persónufornafn, sé kyhlutlaust í þeim skilníngi að það hvorki tilgreini karlmenni né kvenmenni í vísun sinni til persónu, þá er það samt kyntilgreinandi í þeim skilníngi að það vísar til persónu sem ekki vill eða ekki getur skilgreint sig sem karl eða konu. Ef svo, – og ef mann ekki vill viðhafa það sem iðkast í sænsku, nefnilega að láta kynhlutlausa mannverufornafnið vísa bæði til ”þriðja kynsins,” og fólks yfirleitt þegar kyn þess af málalegum ástæðum er óþekkt, – þá vantar enn til kyhlutleysis íslenska málsins, eitt fimmta persónufornafn. Þar eru hafðar uppi ýmsar tillögur, en mest áberandi meðal þeirra í dag, – það sýnist mér, – eru annarsvegar ”eintölu-þey” (frá enskum kynhlutleysispraxis), og hinsvegar það sem ég mest nota í mínum eigin skrifum, nefnilega ”þenn” (útfrá skandinavíska ábendíngar- og persónufornafninu ”den”). Beygínguna má útlesa af eftirfarandi töflu íslenskra persónufornafna samkvæmt því afmarkaða máli sem viðhaft er hér:

hann – hann – honum – hans | þeir – þá – þeim – þeirra; hún – hana – henni – hennar | þær – þær – þeim – þeirra; hán – hán – háni – hans | þey/þau – þey/þau – þeim – þeirra; þenn – þenn – þenni – þens | þey/þau – þey/þau – þeim – þeirra; það – það – því – þess | þau – þau – þeim – þeirra

Það ber að geta þess hér, að enda þótt afmarkað mál ekki banni, heldur leyfi, og stundum krefjist að notuð séu kyntilgreinandi persónufornöfn (hannhúnhán), þá eru þau samt sem áður (viðbótar)málfræðilega séð hvorugkyns/hvorugkasts að eðli, þ.e., taka með sér hvorugkyn, eða þá vísa til persónuorða, sem jú eru kynhlutlaus, og eru ekki samfara kyntilgreinandi ábendíngarfornöfnunum. Í fleirtölunni eru iðulega þeir og þær ekki notuð, nema einhver sérstök þörf á kyntilgreiníngunni sé til staðar. Í þeirra stað notast persónufornöfnin þey og þau. Kyntilgreinandi persónufornöfn eru auðvitað ekki notuð í þeim kríngumstæðum er kyn persónanna er óþekkt af málalegum ástæðum, og karlkynið kemur til sögunnar í venjulegri íslensku í kynhlutleysishlutverki sínu.

Tilbaka til Halldórs ágrips af íslenskri málfræði:

Ábendingarfornöfn (prdemonstrativa) eru höíð, þegar bent er á eitthvað, til þess sjerstaklega að vekja á þvi athygli, t. d. þetta fjall er bratt; þennan (þetta) mann þekki jeg ekki. Ábendingarfornöfn eru þessihinnHinn beygist eins og greinirinn, nema að nefnif. og þolf. í hvorgkyni eint. er hitt.”

Í afmörkuðu máli, allavegana skv. mínum eigin praxís, eru kyntilgreinandi ábendíngarfornöfnin ”” og ”” bara notuð um hluti, aldrei með vísun til persóna; sama gildir fleirtöluna ”þeir” og ”þær”. Í stað þess eru kynhlutlausa ábendíngarfornafnið ”það” notað, eða þá kynhlutlaus mannverumynd þess, sem hjá okkur er sama orðmynd sem persónufornafnsins, nefnilega ”þenn” (þenn – þenn – þenni – þenns). (Sumt fólk notar hinsvegar ”eintölu-þey” eða ”” í svona samheíngi.)

Það ábendíngarfornafn sem heyrir til ”hán” innan ramma venjulegrar íslensku, hlýtur að vera annaðhvort ”hán”, eða þá ”það.” Í afmarkaða málinu – eíngu fremur en ”sá” og ”sú” – er ”hán” ekki notað sem ábendíngarfornafn, heldur bara sem persónufornafn, og það ábendíngarfornafn sem þá haft er í notkun er það sama og hér að ofan, það og þenn.

Þetta eru þá ábendíngarfornöfnin í afmörkuðu máli, og beygíngar þeirra í eintölu; í venjulegri íslensku eru þau bara , og það, og nú kannski hán, í afmörkuðu máli auk þess þenn:

sá – þann – þeim – þess; sú – þá – þeirri – þeirrar; það – það – því – þess; hán – hán – háni – háns; þenn – þenn – þenni – þenns

Aftur til ágripsins:

Eignarfornöfn (pronomina possessiva) myndast af fornöfnum fyrstu (fyrsta) og annarar (annars) persónu og fornafninu sig. Þau eru í nútíðarmáli fjögur: MinnþinnsinnvorMinnþinnsinn beygjast eins og töluorðið einn, þó er haft í en ekki i á undan einföldu n, t. d. mínarmínirmínVor beygist eins og ríkur, nema að þolf. eint. i karlkyni er vornVor er varla haft nema í ritmáli.”

Eignarfornöfnin eru vissulega kynjuð í íslensku máli, en þau taka kyn eða kast sitt frá þeim hlutum eða persónum sem eignin tekur til. Vibótarmálfræðin viðurkennir þess vegna fullt út þá notkun sem venjuleg íslenska hefur af þessum fornöfnum, nema þegar ”eignin” er persóna, en þá er hvorugkastsmyndin* notuð. Hinsvegar hef ég hér stundum fundið þörf á að hafa uppi einhverja mannverumynd, sérstaklega þegar samheíngið litast af alúð og félagslegri eða tilfinníngalegri nálægð.

Í og með að fornöfnin eiga að sér undirflokka er hægt að viðhafa að nokkru ólíkar myndunarreglur í ólíkum flokkum. Nákvæmlega hvaða myndunarreglur, er náttúrulega opin spurníng, svo leíngi sem mönn ekki sameiginlega ákvarða hverjar þær eiga að vera. Hvað flokk eignarfornafna, að meðtöldu afturbeygða eignarfornafninu varðar, hef ég til þessa lánað beygíngarendíngu frá finnskunni, nefnilega -”un”, samanber finnska orðið ”minun”, sem þýðir minn, og er notað sérstaklega þegar um félagslega eða tilfinníngalega nálægð er að ræða. Frá þessu er síðan skammt til ”þínun” og ”sínun”.

minn > mínun – mitt – mínu – míns | míni – mína[i] – mínum – minna; þinn > þínun – þitt – þínu – þíns | þíni – þíni – þínum – þinna; sinn > sínun – sitt – sínu – síns | síni – síni – sínum – sinna.

Ef mann ávarpar t.d. bróður sitt með nafni, t.d. í bréfi eða sms, þá sýnist mér það viðkunnanlegra og fallegra að nota ”mínun” en ”mitt”. T.d. ”Kárí mínun”, ”Jóna mínun”, að bera saman við ”Kári mitt”, ”Jóna mitt.” En óvísst er hvort öðrum finnist sama hlut, og viðbótarmálfræðilega séð getur það aldrei verið vitlaust að nota hefðbundnu hvorugkynsmyndirnar mittþittsitt.

Spyrjandi fornöfn (printerrogativa) era höfð, þegar spurt er. Þau eru hverhvorhvaðhvaðaHver og hvor beygjast eins og vor, nema að í hver er j skotið inn í á undan þeim endingum, sem byrja á hljóðstaf, t.d. hverjirhverjarhverjumhverjaHvað er einungis til í nefnif. og þolf. eint., en sem þáguí. og eignarf. er haft hverjuhvers af hverHvaða er eins í öllum föllum og báðum tölum.”

Hvað kynhlutlausar mannverumyndir varðar höfum við haft í gángi sömu myndunarreglur meðal þessara spurnarfornafna eins og meðal óákveðinna fornafna (sjá að neðan.)

Óákveðin fornöfn (prindefinita) líkjast mjög lýsingarorðum. Þau hafa nafn sitt af því, að það er varla hægt að ákveða, hvort þau sjeu heldur fornöfn eða lýsingarorð.”

Höfundur telur síðan til orð eins og einneinhversérhvernokkur, neinneínginnbáðirhvorugurannarannarhvorhvortveggiþað, – en óákveðnu fornöfnin eru lángt fleiri, og af þeim telur hann til nokkur fornöfn í viðbót í lok kaflans:

”Ath. Þá má enn telja nokkur orð, sem eptir merkingu sinni heyra undir óákveðin fornöfn, en eptir beygingunni eru lýsingarorð, s. s. sjálfurhinn samisamurallurmargurfáirsumirýmsir.”

Um hugsanlegar mannverumyndir hér er það að seígja, að þær geta verið ýmist sérmyndaðar, eins og ”hán” og ”þenn” meðal persónufornafna og ábendígarfornafna, eða reglumyndaðar. Varðandi það síðarnefnda höfum við hér verið í gángi með bráðabrigðaregluverk eitthvert, byggt að nokkru leiti á endíngum karlkyns/sáksatsmyndarinnar*, og að nokkru á undirflokkun fornafnanna. Þetta er það:

[1] Endi fornafnið ”-ur” í nefnifalli karlkyns skeytist ”-urt” að orðstofni, þ.e., kvenkyns/súkastsmyndinni*, en [2] annars skeytist ”-u”-að þessari mynd, nema [3] um sé að ræða eignarfornöfn eða afturbeygða eignarfornafnið, en þá verður endingin ”-un.”

Sem dæmi um beygíngar útfrá ”urt”-reglunni má nefna:

allt > allurt – allt – öllu – alls | alli – alli – öllum – allra; hvorugt > hvorugurt – hvorugt – hvorugu – hvorugs | hvorugi – hvorugi – hvorugum – hvorugra; nokkurt > nokkurt – nokkuð – nokkru – nokkurs | nokkri – nokkri – nokkrum – nokkurra; samt > samurt – samt – sömu –sams | sami – sami – sömum – samra; sjálfur > sjálfurt – sjálft – sjálfu – sjálfs | sjálfi – sjálfi – sjálfum – sjálfra; slíkur > slíkurt – slíkt – slíku – slíks | slíki – slíki – slíkum – slíkra; sumur > sumurt – sumt – sumu – sums | sumi – sumi– sumum – sumra; þvílíkt > þvílíkurt – þvílíkt – þvílíku – þvílíks | þvílíki – þvílíki – þvílíkum – þvílíkra.

Útfrá ”u”-reglunni t.d:

eitthvert > eitthveru – eitthvert – einhverju – einhvers | einhverji – einhverji – einhverjum – einhverra; hvert > hveru – hvert – hverju – hvers | hverji – hverji – hverjum – hverra; hvor > hvoru – hvort – hvoru – hvors | hvori – hvori – hvorum – hvorra; sérhvert > sérhveru – sérhvert– sérhverju – sérhvers | sérhverji – sérhverji – sérhverjum – sérhverra.

Að lokum, útfrá reglunni um eignarfnöfn og afturbeygða eignarfornafnið, eins og að ofan var greint frá:

minn > mínun – mitt – mínu – míns | míni – míni – mínum – minna; þinn > þínun – þitt – þínu – þíns | þíni – þíni – þínum – þinna; sinn > sínun – sitt – sínu – síns | síni – síni – sínum – sinna.

Áður en ég sleppi þessum hugyndum og held áfram með næsta og síðasta totann, finn ég það mikilvægt að undirstrika hvað varðar mannverumyndir fornafna, eins og reyndar líka kynhlutlausar mannverumyndir lýsíngarorða og töluorða, að manni ber aðeins að nota þær ef þær geðjast manni betur en hefðbundu hvorugkynsmyndirnar í vísun til persóna. Best er að leitast við að venjast venjulegu hvorugkastsmyndunum. Eina grunneglan í afmörkuðu máli er að persónuorðin taka með sér hvorugkastsmyndir annarra fallorða, hvort heldur eru kynhlutlausar mannverumyndir eða hefðbundnar, venjulegar myndir hvorugkysins.

Í næsta tota hef ég hug á að reyna að gera nánari skil á persónukyninu eða betra, persónukastinu í kynhlutlausu máli eins og það hér er iðkað. En sú viðbótarmálfræðilega deild er bein afleiðíng þessarrar grunnreglu.

Þángað til þess!

Neðanmálsgrein um köst í stað kynja: * Mér líkar ílla við orðið ”kyn” í málalegu samheíngi, og finnst það alger fjarstæða að tala um hluti sem af kyni karls eða konu, og vil því ekki bara hafa ”kast” í staðinn fyrir ”kyn”, heldur líka ýta burt heitunum ”karlkyn” og ”kvenkyn” og ”hvorugkyn”, og – útfrá þeim ábendíngarfornöfnum sem í afmörkuðu máli vísa til hluta, ”” og ”” og ”það”– tala um ”sákast” og ”súkast”; ”hvorugkast” sýnist mér aftur á móti ágætt orð, en auðvitað mætti tala um það líka sem ”þaðkast.”