Ég á mig sjálft! Fyrsta atrennan
Eitt sinn fyrir löungu síðan byrjaði ég að þýða Der Einzige und sein Eigentum eftir Max Stirner. Ég kallaði þá til bráðabrigðar þetta ágætis verk ”Ég á mig sjálft!” þar eð sá vinnutitill sýndist mér fánga kjarna þess sem Stirner er að fara. Ég komst ekki svo lángt í þessu verki, nokkra kafla bara, áður en ég lagði þýðínguna á ís, og fór að snúa mér að afmörkun þess máls sem ég vara að þýða yfir á. Ástæðan var að mér bókstaflega ofbauð kynhalli, ekki bara þýskunnar, heldur og íslenskunnar, og fannst einfaldlega, að það ekki væri sæmandi þessu róttækasta riti sem nokkurn tíma hefur verið skrifað, að vera fært út í svo kynhallandi túngu.
Nú hef ég verið að prjóna kynhlutleysi að íslenskunni svo leíngi, að mér sýnist mér ég nú vera svo lángt komni í prjónaskapnum, að það sem á skorti sé mest spurníng um að venjast þeim lausnum sem ég hef haft uppi. Sjálfsagt eru betri lausnir mögulegar, en ég sjálft kemst tæplega leíngra í því máli. Og þar stend ég nú, að ég er með málfræðilega kynhallalaust mál á prjónum mínum, hvort heldur gott eða lélegt, fallegt eða ljótt, og get því þess vegna farið að snúa mér aftur að Stirner og málstað hans. Ég hugsa mér að gera þetta í minni tilhlaupum, skömmtum eða atrennum. Það sem hér fylgir er fyrsta atrennan (en það er fyrri helmíngur inngángs Stirners að verkinu).
Ég hef reist mál mitt á eíngu!
Hvað á þá ekki að vera mitt mál! Málstaðuri minn! Fyrst og fremst málefni þess góða, þá málefni Guðs, og málefni manneskjunnar, sannleikans, frelsisins, mannúðarinnar, réttlætisins; enn fremur málefni þjóðarinnar, konúngs míns, fósturlandsins; að lokum javnvel málefni andans* sem og þúsunda annarra hluta. Bara málstaður minn á aldrei að vera minn! “Vei þessu andskotans egóista sem bara hugsar um sjálft sig!”
Lítum þá eftir hverning þau** sjálf, sem okkur er gert að vinna fyrir, gefa oss á vald, og fyllast eldmóði af, fara með sinn eiginn málstað.
Þið þekkið svo marga djúpstæða hluti að kunngera um Guð, og hafið áraþúsundum saman rannsakað “djúp Guðdómsins” og skoðað inn í hjarta þess, svo það mun ykkur létt um vik að segja okkur frá því hvernig Guð okkar sjálft rekur málstað sinn, þann “málstað Guðs“ sem við erum kölluð að þjóna. Og ekki leynið þið heldur háleitum verkum Herraðs vors. Svo, hvað er þá að segja um málstað Guðs? Á Guð sér málstað, eins og af okkur er krafist, sem er því sjálfu framandi, ekki þess sjálfs? Hefur þenn*** gert málstað sannleikans eða kærleikans að sínum eigin málsstað? Ykkur ofbíður þessi misskilníngur okkar, og hneikslist á honum, og þið kennið okkur að málstaður Guðs sé vissulega málstaður sannleikans og kærleikans, en að þennan málstað sé eínganveíginn að kalla framandi fyrir Guði, þar eð þenn sjálft sé einmitt sannleikurinn og kærleikurinn. Sú tilgáta er ykkur ógeð og andstyggð að Guði gæti verið að líkja við einhverja vesæla maðka eins og okkur, og að þenn gæti verið að reka einhverja málstaði sem ekki væru þess sjálfs. “Myndi Guð gefa málstað sannleikans og kærleikans nokkurn gaum ef það, Guð sjálft ekki væri sannleikurinn”? Guð kærir sig bara um sinn eigið málstað, en í og með að Guð er allt í öllu, þá er sömuleiðis allt þens mál. Við hinsvegar, við erum ekki allt í öllu, og málstaður okkar er öldúngis smávægileur og smánarlegur; þess vegna verðum við að “þjóna æðri málstað”. –– Svo, þá er það á hreinu: Guð hefur bara áhyggjur af sínu eigin, hefur bara með sitt eigið að gera, hugsar bara um sjálft sig og hefur bara það sjálft fyrir augum. Vei og svei öllu því sem þenn sjálfurt**** eigi hefur velþóknun á. Herrað Guð þjónar eíngu sem æðra er og fullnægir einúngis sjálfu sér. Málstaður þess er, – hreint egóistískur!
Hvað þá um Mannkynið og þann málstað þess sem við eigum að gera að okkar eigin? Er málefni þess einhvers annars en þess sjálfs, og þjónar það einhverjum æðra málstað? Nei, mannkynið sér bara til síns eigins, mannkynið vill bara draga tauma sjálfs síns, mannkynið er sinn eiginn málstaður. Svo að það meígi þróast lætur mannkynið kynstofna og einstaklinga þræla sig út í þjónustu þess, og þegar þau hafa rekið af hendi það sem mannkynið þarf á að halda, þá verður þeim með þökkum kastað á mykjuhauga mannkynssögunnar. Er þá ekki málstaður mannkynsins – gersamlega eigingjarn málstaður?
Ég þarf ekki að fjalla um hvern einasta hlut sem vill varpa sínum málstað yfir á okkar hlut, til að sýna fram á að hann bara fjallar um sjálfan þann hlutinn, ekki um okkur, heldur bara um eigið heill og hag þessa hlutar, ekki okkar. Lítið bara á hina málstaðina. Ágirnist sannleikurinn, frjálsræðið, mannúðin, réttlætið, nokkuð annað en að þið skulið fyllast ákefð og hrifningu og þjóna þeim?
Neðanmálsgreinar að fyrstu atrennu: * Andi (eins og líka sál) er persónuorð bara þegar það stendur fyrir kyntilgreinanlegan einstaklíng, eða er notað í fleirtölu (andar). Hér vísar orðið meira til súbstans einhvers í tilverunni, eða eins hluta hugverisins, bánast einskonar lífæris manneskjunnar. | ** Hér finnst mér betur fara á að nota hefðbundnu hvorugkynsmyndina ”þau” fremur en nýyrðið og mannverumyndina ”þey.” | *** Kynhlutlausa mannverumynd persónufornafnsins ”það” er hér höfð sem ”þenn.” Ég beygi þetta nóor’i’ mest þannig: þenn –– þenn –– þenna –– þens | þey –– þey –– þeim –– þeirra. | **** Alveg eins vel færi á að nota hefðbundnu hvorugkynsmyndina (sjálft), en ég hef mannverumyndina hér (sjálfurt) mest bara til að hafa hana með í atrennunni.
MÉR ER EKKERT ÆÐRA SJÁLFU MÉR!
Þeim geðjast það öllum einkar vel, þessum háu málstöðum, –– sannleikanum, frjálsræðinu, mánnúðinni, réttlætinu* –– þegar þeir eiga við að njóta skyldurækni og hyllis okkar. Sjáið t.d. fólkið, og hvernig einlæg ættjarðarvini** slá vörð um það. Þau falla í blóðugri baráttu, eða svo í baráttu gegn húngri og neyð; en hvað er með fólkið þá? Það verður fyrir tilstilli áburðar mykjuhauganna af líkum hinna föllnu að “blómstrandi þjóði”! Einstaklíngin*** hafa látið lífið ”fyrir göfugan málstað þjóðarinnar”, og þjóðin beinir nokkrum þakkarorðum til þeirra – og rakar svo heim gróðanum af þessu öllu saman. Þetta kalla ég, frá mínu sjónarhorni, mjög svo gróðasaman egóisma!
En gleymum nú ekki einræðisherranu****, sem svo kærleiksfullt lítur eftir “sínum eigin”. Er þenn° ekki ósíngirnin sjálf, og fórnar þenn sér ekki stundlega og daglega fyrir þau sín? Sannarlega! Fyrir “þau sín”, þey°° sem eru þenns eigin! En freistaðu þess einhverju sinni að sýna þig sem ekki þens eigið, heldur sem þitt eigið: Þá verður þér varpað í fángelsi, fyrir það eitt að þú hefur virt að vettergi egóisma herra þíns. Þenn, hinsvegar, hefur reist mál sitt á eíngu, það er að segja, á sjálfu sér. Þenn er sér sjálfu allt í öllu, er sjálfu sér það eina (der Einzige) og þolir eínga við sem dirfast að ekki vera þens.
Og ætlið þið ekki, útfrá þessum heiðskíru dæmum, að fatta að það er eiginhagsmunasegginu, egóistinu, sem ferst best? Ég fyrir mitt leiti tek lærdóma af þessu, og vil þá öllu heldur, – í stað þess að í ósérplægni þjóna þessum miklu sérgæðingum áfram, – sjálft vera eiginsinnað°°°. Guð og mannveran hafa reist málstað sinn á eíngu, það er að segja, á eíngu nema sjálfum þeim. Ég ástunda sömuleiðis málstað minn út frá mér einu. Útgangspúnktur minn er þannig það ég, sem eins og Guð er allt annaðs ekkert, það ég, sem er mitt allt, það ég, sem er ég hið séreina (der Einzige).
Ef nú Guð, og mannkynið, eins og þið viljið vera láta, hafa nægilegt inntak í sér til að vera allt í öllu sjálfu sér, þá finnst mér að þetta muni enn minna skorta mig, og að ég hafi eínga ástæðu til að klaga yfir “tómi” mínu. Ég er eíngiveíginn ”ekkert” í merkíngunni “tómt”, heldur í merkíngunni “skapandi ekkert”, þ.e., það ekki neitt, sem ég sjálft, sem skapari, skapa allt úr.
Burt þess vegna með sérhvern þann málstað, sem ekki í einu og öllu er minn! Þið viljið meina að málstaður minn ætti þó allavegana að vera “málstaður hins góða”? En hvað er gott? Hvað vont? Ég er sjálft mitt eigið mark og mið, og ég er hvorki gott né vont°°°°. Hvað mig varðar þýðir þetta hvort tveggja ekki neitt.
Það guðdómlega er Guðs mál, það mennska “mennisins”. Mitt mál er hvorki hið guðdómlega né hið mennska, það er ekki hið sanna, ekki hið góða, hið rétta, hið frjálsa, o.s.frv., heldur einúngis það sem að mér sjálfu lítur (das Meinige), og það er ekki neitt allmennt heldur sérstakt, alveg eins og ég er alveg sérstakt (einzig).
Mér er ekkert æðra sjálfu mér!
Neðanmálsgreinar að annarri atrennu: * Þessi uppreikníngur er innskot til teíngingar við fyrri atrennu | ** Hér er gripið til valfrjálsarar tvímyndar persónuorðsins til að auðvelda hvorugkynjun þess. Þá er ”i”- skeytt að stofni orðsins, og orðmyndin kölluð sklyrt ”i”-mynd, eða tvímynd. Skilyrðið er að orðið standi í nafnliði, en ég seígi það gjarnan vera í samlagi eða samlögun. | *** Karlkyns og kvenkyns persónuorð halda orðmyndum og beygíngarmyndum sínum óbreyttum í óákveðni afmarkaðs máls nema þau taki sér skilyrta tvímynd, en í ákveðni er hvorugkynsgreininum skeytt að orðmyndunum í eintölunni, og að stofni í fleirtölunni| **** Stirner talat hér um ”súltána”, en mér finnst etníska bendíngin til múslímska austursins óþörf. | ° Þetta er sú orðmynd sem ég núorðið nota bæði sem mannverumynd fyrir ábendíngar fornafnið ”það” og, eins og hér, fyrir persónufornafnið ”það.” Orðmyndina hef ég frá ”den” í skandínaviumálunum. | °°Þetta er nýyrði og mannverumynd fyrir ”þau”, en getur líka þýtt meíngi fólks sem bara eru karlmenni eða bara eru kvenmenni. Það kemur þannig í staðinn fyirr ”þeir” og ”þær” sem ekki eru notuð í afmörkuðu máli þegar vísað er til fólks. Hér mætti alveg eins hafa hefðbundnu orðmyndina ”þau.” | °°° Eða ”egóistískt.” | °°°° Með mannverumyndum ”góðurt” og ”vondurt”, en mér sýnist betur fara á að einfaldlega nota hefðbundnu myndina hér. Mannverumyndum er ætlað að vera hjálpartæki til að draga úr annarleika hvorugkynjunarinnar í afmörkuðu máli, og eru því ekki að viðhafa ef manni finnst þær auka við annarleikann.
+ + +
2. Ég sjálft og mitt eigið / Ég á mig sjálft! Max Stirner
Mínímálfræði ískensks einkynsmáls
[5] Tilverulega, heimspekilega, sálrænt og á allt annað veg: Ég er þúngamiðja sjálfs míns! Ég á mig sjálft!