Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.5.)

– (FYRSTI FASI) –

Tómasarguðspjall á kynhlutlausu íslensku máli

–(FIMMTI SKAMMTUR)–

Önnur Sjöundin (13-19)

HVERJU LÍKIST ÉG?

Yrðíng 13. (1) Jesús sagði við læríngi sín: Berið mig saman við eitthvað, og seígið mér hverju ég líkist. (2) Símon Pétur sagði: Þú ert eins og réttvíst sendiboði [himins]. (3) Matteus sagði: Þú líkist djúpvísu hugsuði. (4) Tómas sagði við hann: Kennari! Munni mínum er það ofmegnað að mæla fram hverju þú líkist. (5) Jesús sagði: Ekki er ég kennari þitt. Þar sem þú hefur drukkið, hefur þú sjálfi orðið ölvaði, af þeirri freyðandi keldu sem ég hef mælt út [þér til handa]. (6) Og hann fór með hann afsíðis og mælti [honum] þrjár yrðíngar. (7) Nær Tómas kom tilbaka til vina sinna, spurðu þau hann, ”Hvað sagði Jesús við þig?” (8) Tómas sagði þeim: Seígi ég ykkur bara eina af þeim yrðíngum sem hann mælti mér, þá munuð þér rífa upp grjót, og þér munuð steina mig, og eldur myndi þá steðja af grjótinu og eyða ykkur. (#Mat.16:13-17; Mat.8:27-30; Lúk.19:39-40)

EINNIG ÞÚ ERT ÞAÐ!

Útleggíng 13Kalla mig ekki kennari þitt og meistari, seígir Jesús við Tómas í einrúmi, því þú hefur drukkið fylli anda þíns af munni mínum, og þú ert vin mitt og í frumtökum jafníngi. | Þú ert ekki leíngur af koni fæddi heldur af andanum innra með þér, sem er Fæðrisins. (Sjá Tóm.15)| Munnur þinn þorði ekki að mæla fram meiníngu þína um mig, Tómas, því hvernig gæti hann með máli sínu lýst mér, sem er Fylli alls og Allt sem Er? (Sjá Tóm.77) | Ég er eitt með Fæðrinu sem er sitt Eigið fæðri af því Eina. | Því eins og Barnið eina er eitt með Fæðrinu, og í mynd þess, svo er og ég eitt með Fæðrinu og í mynd þess. | Barnið eina var ekki jafnt Feðrinu, og ekki jafnt Mæðrinu, en þau smyrja Barnið innilega og eilífðlega með Anda og Gæsku sinni. Barnið þetta smurða, skortir því ekkert að eilífu í Mannviti, Auðmýkt, Ástríki og Góðmennsku, heldur er það Fylli alls þessa. (Sjá Jóh.apó.2,25 -7,29)| Sjá, Tómas! Ég er það! Og Mannverubarnið, það fullkomna, sem er í Upphafinu, og sem er að birtast í Heiminum. Sjá, Tómas! Einnig Þú ert það! Vin mitt í Anda Guðs ert þú, og samburi, og þú ert því Það, eins og ég er Það. Og sjá, Tómas! Eins og ég er Án Syndar, svo ert einnig þú að laus við alla synd, – því þú ert endurkomni, í Ljósinu, Áður en Syndin varð. | Allt fólk sem af Andanum fætt er Það. Þetta er það stórkostlega með allt það sem Er! Og ég veit að ÞÚ veist það. En alli hafa ekki náð að skynja að þey eru Það. | Þau flestu halda, að það, – að halda þennan sannleika sannan, – sé að guðlasta, en svo er það ekki. Heldur er það að lofprísa og elska Fæðri vort og Þakka því í Syndleysi og Sakleysi.

VARÚÐ VIÐ FÖSTU, BÆN OG ÖLMUSU

Yrðíng 14. (1) Jesús sagði við þau: Ef þér haldið föstu, þá munuð þér draga synd yfir sjálf yður, (2) og ef þér biðjið, þá munuð þér verða fordæmd, (3) og ef þér gefið ölmusu munuð þér skaða anda yðar. (4) Nær þér eruð á ferli meðal fólks úti í landinu, skuluð þér, – þá er fólk tekur á móti yður og býður yður inn, – eta það sem það býður upp á, og einnig heila þey sjúku meðal þeirra. (5) Þegar allt kemur til alls, er það ekki það sem inn í munn þinn kemur sem saurgar þig; heldur það eitt sem út af munni þínum geíngur. (#Mat.6:1-18[?];Mat.15:11; Mar.7:15; Lúk.10:8-9; 1.Kor.10:27. ##Tóm.6; Tóm.104)

VERIÐ GÓÐ EINS OG GUÐ ER ÞAÐ

Útleggíng 14Þannig les ég þetta: Að fasta, og biðja, og gefa fátækum á sinn rétt, og sína stund og stað, en sú stundin er ekki yðar nú, og það getur sannarlega verið yður andlega stórhættulegt, að gera það: Ef ég seígi við einhveri yðar: >>þú skalt elska mig!<<, og þann svo elskar mig, af því einu að þann á að gera það, þá er þann að hlýða mér, ekki að elska. Það er ekki skilyrðislaus kærleikur, ekki agape sem haft er uppi, en þann sem hlýðir heldur sig samt vera elskandi. | Á sama hátt, ef þér eruð að fasta, þá eruð þið að gera föstuna, og eruð að fara eftir reglugerðum föstunnar. Þér haldið yður þá vera réttlát, en frá heiminum fastið þér ekki, heldur gæðið yður á honum, og heimtið launa fyrir vikið. | Ef þér svo gefið ölmusu, þá gefið þér einhvern skilgreindan slatta af því sem þér eigið að yður að gefa, og haldið yður svo gjafmild og góð, en þér gefið ekki allt sem þér getið, og væntið yður þó andlegan ágóða af því sem þér gefið. |Þess vegna seígi ég yður, að með þessu öllu dragið þér synd yfir yður, kallið dóm yfir yður og skaðið anda yðar. Að fylgja lögmálinu og því sem farisei og skriftlærði eru að seígja, – í staðinn fyrir að sem andinn eini og hjartað býður að gera það, – er yður syndsamlegt. Heldur skuluð þér einfaldlega vera góð mannveri, og réttlát og elskandi eins og Fæðri yðar á himnum er það, og í þeim anda, elska, iðka auðmýkt og hógværð, og veita þurfendum. Það gerir gott og skaðar yður ekki. | Sömuleiðis varðandi þann mat sem þér neytið: Fæðrið hefur frá öndverðu gefið yður jurtir, ávexti og fræ að hafa til fæðu yðar (Gen.1:29), – og það vitið þér, – en þegar þér veljið að ekki nærast á líkum lifandi dýra, þá er það yður til lastar, ef þið gerið þetta bara til að varast ímynduð óhreinindi, eða af skyldurækni, eða öðru slíku, og ekki einfaldlega útfrá eigin góðmennsku og ástúð hjarta yðar. | Þess vegna seígi ég yður: Nú nær þér hafið verk Fæðris yðar á himnum að vinna á þessari jörðu, – og það er það sem mestu máli skiptir, – þá skuluð þér gera heilt fólk allt og lækna það, bæði andlega og líkamlega, og ekki hafna, heldur taka á móti því sem fólkið ber á borð fyrir yður. Farið fram í mannúð og góðum verkum, og gætið túngu yðar, svo að það sem þér seígið og talið ekki verði yður til bölvunar.

EKKI AF KONI FÆDDI

Yrðíng 15. (19) Jesús sagði: Nær þér sjáið einhveri sem ekki er af koni fæddi, knéfallið þá í tilbeiðslu. Þann er [að sönnu Fæðri] yðar. (#Jóh.10:30)

HELDUR AF ANDA OG VATNI Í INNRI SKÍRN

Útleggíng 15Ritað stendur: Mannveri fætt af koni lifir litla stund, mettað synd, fölnar og deyr.| Bara þenn sem ekki er fæddi af koni getur verið eitt með Fæðrinu og Barninu Eina. En þey sem ekki eru af blóði borin, eða holdsins vilja, heldur eru af Guði fædd, þau eru Það. | Þau eru ekki leíngur fædd bara af jarðnesku mæðri sínu og getin af jarðnesku feðri sínu, heldur eru þau fædd að nýu af Fæðrinu í Andanum. Nær þér mætið slíku menni á veígi yðar, hvort heldur er, karlmenni eða kvenmenni, þá eigið þér samfund með Fæðrinu; viljið þér þá ekki beygja því kné yðar og votta því virðíngu yðar, og tilbiðja það? Svo sannarlega er það lángt meira og æðra en þér nú eruð. | En ef þér spyrjið þana, hverig einnig þér meígið komst til þess staðar sem þann er á, og hvernig verða eitt með Fæðrinu og Barninu eina, þá mun þann svara yður: Sannlega, sannlega seígi ég yður: Eíngi getur komist inn í ríki Fæðrisins, nema þann fæðist af Vatni og Anda. Það sem af holdinu fæðist, er hold, en það sem af andanum fæðist, er andi. | Og ef þér það spyrjið þana: Hvernig má það vera? Hvað hefur vattnið með þetta að gera? | Þá seígir þann: Þér fæðist að nýju af Anda og Vatni í Innri Skírn yðar. Það er nær þér eruð komin yfir röskun yðar, og eruð nakin, einhlýt, auð og tóm í myrkrinu innra með yður. Lífsandinn svífur þar yfir vötnunum, Lífgar þau og Baðar þau Ljósi. | Þá sjáið þér eins og Mynd Dúfu hvíla í Ljósinu yfir yður, og hún mun breiða út vænghaf sitt sem faðmur væri, og Rödd Andans mun koma úr ljósinu og seígja: Þetta er Mitt Elskaða Barn, sem ég hefi velþóknun á! – Þér munuð þá þekkja yður, verða fylld gleði og uppljómuð, og vita allt og öllu ráða. Einnig ég mun þá tilbiðja yður, eins og þér tilbiðjið mig. Því það er Fæðrið sem við tilsamans dýrkum og erum eitt með; og með því og hverju öðru. | Ekki dýrkum við sjálf okkar, þegar við knéföllum í tilbeiðslu fyrir hvoru öðru, heldur dýrkum við þenn Heilaga sem við erum eitt með og í okkur er.

+++ Í NAFNI FÖÐURSINS OG MÆÐRISINS, OG BARNSINS EINA OG SMURÐA! +++

ÉG KEM MEÐ SUNDRÚNGU

Yrðíng 16: (1) Jésús sagði: Kanski heldur fólk að ég hafi komið til að kasta friði á heiminn. (2) Það fólkið veit þá ekki að ég er komni til að leysa úr læðíngi sundrúngu á jörðu: eld, sverð og styrjöld. (3) Því að fimm munu vera í húsi: þrjú á móti tveimur, og tvö á móti þremur, [foreldri] gegn [afkvæmum], og [afkvæmi] gegn [foreldrum], (4) og þau munu standa ein [sem einmenni]. (#Lúk.12:51-53; Mat.10:34-36. ##Tóm.75)

TIL AÐ GERA EITT AF ÖLLU

Útleggíng 16Sundrúngin gerir að þau standa ein saman, og sem slík verða þau ein, ekki leíngur fleiri og flækt. Það verður að raska því sem er, til þess að það verði það sem það að sönnu er. | Eíngi nær einíngu við Kristus og Fæðrið, nema þenn sem er Einmenni, sálrænt séð, en ekki nauðsynlega líkamlega, þ.e., er Monachos. | Yrðíngin fjallar þá um nauðsyn þess að sundra læríngjunum, og öllum öðrum, frá föstum og vanabundnum, djúpt inngrónum fordómum og teíngslum sínum, til þess að vinna sálargetuna að vera Eitt, Opið og Eins Hugar og Hjarta innra med Sjálfu Sér. En þegar svo er komið málum, þá rýnir læríngið áreynslulaust niður í sjálft sig og nær að þekkja sig, gleymir sér, og opnar sig þá fyrir Barninu Eina og Fæðrinu, og verður þekkt af þeim. (Sjá, t,d, yrðíngu 23 og 30.). | Einmennska þýðir fyrir Mannverið að það er Eitt og Heilt, ekki Samansett, ekki í Bútum, bara það Sjálft, eins og líka Fæðrið er Eitt og Sjálft, án sauma. Þannig er Mannverubarnið, mannverið sem fullkomið. | Ýmis teíngsl og sambönd og bindíngar geta eyðilagt þessa einmennsku, en sú einmennska sem á sér stað í félagslegum teíngslum er vissulega erfiðust að ná, en hún er best, því að hún smitar af sér til annarra, og býður þeim að líta eftir Ríkinu, og ber fram Mannverubarnið betur eða skjótar en annars. Það er þegar einmennin öll eru einhlýt og eitt með hverju öðru, – og vita það.

MARANATA! AMEN.

ÞAÐ SEM ENN ALDREI HEFUR HENT YÐUR

Yrðíng 17. (1) Jesús sagði: Ég mun gefa yður það sem eíngin augu hafa séð, það sem eíngin eyru hafa heyrt, það sem eíngar hendur hafa snert, það sem enn ekki hefur komið upp í mannveruhjartanu. (#1Kor.2:6-7; 1Kor.2:9-10; Jes.64:3)

KOMA MANNVERUBARNSINS

Útleggíng 17Svo seigír mér hugur að Jesús seígi okkur: Allt þetta gef ég yður, og þér hafið allt það frammi fyrir ásjónu yðar, en þér vitið það ekki enn. (Sjá Tóm.5) Og að læríngin þá seígi: Hvert ertu að fara með þessum orðum þínum? Þú ert það sem við höfum fyrir augum okkar. Og að hann svari: Gáið að, og þér munuð sjá. | Ég held að Jesús sé að tala um það sem hann, í samsemd sinni við Barnið eina af Fæðrinu smurða, þ.e., Kristus, hefur að gefa þeim og mannkyninu öllu. Það er ekki neitt áþreifanlegt, vart sjáanlegt ennþá, og nokkuð sem enn ekki hefur risið upp nema í sundurlausum slitrum í hjörtum læríngjanna. Ég held að hann sé að tala um orð sín og yrðíngar, skilníng og fulla þýðíngu þeirra, sem fræ og frjóángar í huga og hjarta. | Hann er þá að ræða um þá vitund og þá sálarnæmni sem hefur verið fólgin í guðspjallinu. Hann meinar, með öðrum orðum, Kristusmeðvitundina, og þá komu Mannverubarnsins sem er samfara henni. | Þetta held ég í huganum: Hvað er Mannverubarnið? spyrja þau, og Jesús seígir: Hef ég ekki sagt yður: Verið fullkomin eins og himneskt Fæðri yðar er fullkomið. Mannverubarnið er Manneskið aftur fullkomið orðið; það veit allt og elskar, og fyrirgefur órétti annarra og biður fyrir þeim. Það hrópar: Fæðri mitt! Fyrirgef þessum þorpurum, því þau vita ekki hvað þau gera! Eins og Ríkið, er Mannverubarnið ósýnilegt, ekki af þessum heimi, og hefur enn ekki stigið upp til meðfundar í manneskjuhjartanu nema hjá nokkrum einstökum. En Fagnaðarerindið er, að það mun gera það, og að því mun þá fylgja uppljómun og frelsun mannverisins frá höfga sínum og dauða, og velmegun í því ytra. | Þetta er Tignarveldi Fæðrisins, ekki bara hjá einstökum, heldur félagslega séð, sem samansöfnuður eða sameíginlegt fyrir mannverufjöldann allan, og sem slíkt til afgerandi heilla og gæfu fyrir þjóðfélagið. Í þeirri merkíngu bendir Jesús hér að lokum, til þeirrar komandi andlegu heimsbyltíngar sem hægt og sígandi hefur verið í gángi undir þúsundir ára, og sem með naumindum mun bjarga mannfólkinu frá útrýmíngu, og frá eyðíngu plánetunnar fyrir þess eigin verkan. | Fyrir þig persónulega, og fyrir einverin meðal læríngjanna, er gjöf Jesús fyrirheit um kosmískt innsæi og persónulega frelsun. Hann lofar þér og þeim Upprisu ykkar, – þegar í þessu lífi – Fæðíngu ykkar til Eilífs Lífs og Sælu. Nema þið þá hrasið áður en þið líðið hjá, og þá fallið til baka til Dauða ykkar og fyrri glötunar. | En þá mun sál ykkar enn hverfa með líkamanum í gröfina. (Sjá yrðíngu 51, og t.d. Útleggíngu 18 og 23)

ÞÉR ENDIÐ ÞAR SEM ÞÉR BYRJIÐ

Yrðíng 18. (1) Læríngin sögðu við Jesús: Seíg þú oss, hvernig munu vor endalok vera? (2) Jésús sagði: Hafið þér [þá] fundið upphafið, svo að þér [nú] leitið endisins? Því að þar sem upptökin eru, þar eru endalokin. (3) Sælt það mannveri er stendur í byrjun sinni; það mun þekkja lokin og ekki bergja á dauðanum. (#Mat.24:3; Mar.13:3-4; Lúk.21:7; Jóh.1:1-5; Job.2:20[?]. ##Tóm.49)

AFNÁM SÁLAR

Útleggíng 18: Það sem þér leitið er þegar hér, en þér sjáið það ekki, – seígir Jesús, – og þess vegna spyrjið þér. Og hann svarar: Ég er Alfa og Ómega, þenn fyrsta og þenn síðasta, upphafið og endirinn. En ekki bara ég er það, heldur alli sem eru, eru það. Þér eruð það. Hafið þér, vini mín, séð upphafið, þá sjáið þér þegar endann. | Í sannleika seígi ég yður: Ef þér vitið hvaðan þér eruð komni, þá vitið þér hvert þér eruð að fara. Áður en þér voruð hér, hvar voruð þér þá? Sæli er þenn, sem veit hvað þann var nær þann varðst. Þann mun þá ekki líða dauðann. | Í stuttu máli bendir þessi yrðíng læríngjunum á að Upphafið og Endirinn séu í raun eitt og hið sama, og, reyndar, að bæði séu endalaus og án upphafs. Það þýðir þá að þeim, læríngjunum, í eiginleika sínum að vera lifandi einstaklíngi í heiminum, mun einganveíginn verða grandað. Þetta myndi samræmast Heimsmyndinni Eilífu (hjá Martínusi) og hugmyndum margra helstu hugsuða mannkynsins (t.d. Leibniz og Plótínus). | En Jesús staðfestir ekki að læríngin hafi náð svo lángt að þau í raun sjái upphaf sitt. Og hann veit að læríngín eru í sjálfu sér að spyrja eftir hvað gerist að lokum, með þau sjálf, þegar líf þeirra rennur til lykta. Og þá bætir hann kannski til ræðu sinnar einhverju á þessa leið: | Til moldar mun vissulega hold þitt fara, því af moldu er það komið (Gen.3:19), en ef þú veist hveri þú ert, þá þekkir þú þig, og þú ert komni í Ríkið, og andi þinn hverfur við líkamsdauðann till sinna heimahaga á himnun og sál þín á samferð með honum. | En sértu fákunnandi og ekkert veist, þá hefur þú ekki að sönnu lifað jarðlífi þínu, og sál þín fylgir þá holdinu til grafar. Hvað gerist þá? Munt þú leysast upp eins og holdið, eða heldur þú eftir einhverri líftóru í skuggaheimum (sheol) eftir líkamsdauðann? Og átt þú einhverja endurkomu úr þeirri helju? | Vissulega, því stendur það ekki ritað í skriftum ykkar að Drottinn Guð muni afmá dauðann að eilífu (Jes.25:8), og er það ekki það sem Drottinn sýndi spámenninu í dal beinanna, sem feíngu ekki bara hold og líf á ný, heldur og guðlegan Anda Lífs (Ese.25)? En, – seígir hann svo í huga mér: – það er aðeins í jarðlífinu sem þú nærð að ná Lífinu Sanna og komast til Fæðrisins og Barnsins Eina. Gerðu það nú! Í skuggaheimunum (hel, hades, sheol) megnar þú ekki að gera það. | En ef þú nú ekki hallast að hugmyndum Ísraela og forfæðranna um skuggaheima, heldur sérð fyrir þér sálina leysast upp eins og holdið í gröfinni, þá er ekki þar með öll von útiþví að vissulega meíga kosmískar aðstæður leyfa að þessi líkami þinn og þessi sál þín, einhvers annarsstaðar og á allt öðrum tíma, endurteíngist og gæðist anda. Einstaklíngið finnst frá öndverðu sem tilvistarmöguleiki í Fæðrinu, Það finnst með sem eigin þáttur í Heimssálinni (Adam), og ef Fæðrið vill, þá framskapar Það þetta manneski, eða, þetta lífveri aftur, hvert sem það er. Ekkert er ómögulegt Fæðrinu. Og við skulum vita og halda það fyrir satt, að Kærleikur Guðs er óendanlegur. (Sjá útleggíngu 85) – Er þessi endurmyndunarhlið málsins eitthvað sem fannst með, á einn eða annan hátt, í kennslu Jesú? Í Innsta Hríngnum kannski? Hvað heldur þú? – Ég held það!

FIMM TRÉ Í PARADÍS

Yrðíng 19. (1) Jesús sagði: Sæli þenn sem var til áður en þann varð til. (2) Séuð þér læríngi mín og veitið athygli yrðíngum mínum, þá munu steinar þessir þjóna yður. (3) Því það eru fimm tré í Paradís yður til handa; þau hreyfast ekki, sumar sem vetur, og lauf þeirra falla aldreígi. Hveri þenn sem kennir þau mun ekki dauðann bragða. (#Gen.2:9. ##Tóm.77:1-7; Fil-G.64:9-12; Fil-G.56:26-28)

INNSIGLI EILÍFS LÍFS

Útleggíng 19Yrðíngin heldur áfram þar sem frá var horfið í þeirri fyrri. Svo seígir Jesús: Sæli þey sem voru til áður en þau urðu til! Áður en Abraham fæddist var ég. Og ekki bara ég, heldur þið öll, og alli þey sem eru af andanum. (En það eru skv. útleggíngu 18, alli sem lifa eða hafa verið á lífi.) | Því að sérhveri þenn sem er, þann var sannarlega áður, og þann verður. | Vini mín öll! Ef þér lærið að nema af orðum mínum og ávöxtum þeirra í Andanum, þá munu öll sanngildi heims stefna að yður, og þér munuð þegar í þessu lífi ná að komast heim til Óðals yðar og Fæðrisins, handan dauðans. Þá munu steinarnir þjóna yður til lífs, og það sem var dautt mun lifa, og þér munið verða sem lifandi steinar, og varanlegi.| Kæru vini: Náð himnesks Fæðris yðar er yfir yður, því að ritað stendur: Fæðrið plantaði Aldingarð í Eden lángt austur frá, og setti þar Mannverið, sem Þann hafði myndað með Sér. Og Fæðrið lét vaxa af jörðinni alls konar tré, sem voru fögur og girnileg á að líta og góð að eta af, og Lífsins Tré í miðjum aldingarðium, og Skilníngstré Góðs og Ílls. | Í miðju Garðsins plantaði Guð það, Eilíft Lífsins tré Mannveranna, og fimmfalt plantaði Þann þetta Tré, svo að það þakti Aldingarðinn allan. Aldrei að eilífu mun það hrörna eður haggast hið minsta, og það skal vera sem Fimm Innsigli til Eilífs lífs, öllum þeim yðar sem ná að lesa af þeim og þekkja þau sem yðar eigin. Þannig lít ég á þetta. | En Jesús sagði: Sæl eru augu yðar, að þau sjá, og eyru yðar að þau heyra. Sannlega seígi ég yður: Mörg spámenni og margi réttláti þráðu að sjá það, sem þér sjáið, en sáu það ekki, og heyra það sem þér heyrið, en heyrðu það ekki. (Mat.13:16) | Og kannski sagði Jesús líka, eða svo sagði hann ekki: Fimm eru skynjanir líkama okkar, og sömuleiðis: fimm eru andleg skilningarvit sálar okkar. Þessi fimm vit gera að verkum, að Útsæði Fæðrisins í Heiminum vakna til Lífs og stíga upp til Óðala sinna á Himnum. Þau eru innri sjón og innri heyrn, innri ilmur og innra bragð, og innri snerting af Feðrinu, Mæðrinu og Barninu Eina. Þey sem greiða þeim Þremur (sem Einu) heiðurssess í sálu sér, og nema orð mín nákvæmlega, munu svo sannarlega ekki dauðann hljóta, heldur í þessu lífi Rísa upp til Eílífs Lífs. | (Sjá nánar Útleggíngu 22 og 85).

DÓMARI OG DÓMUR VEGVALSINS: SKILYRÐI GÆFUNNAR

+ + +

Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda

Tómasarguðspjall á kynhlutlausu máli (1.1.)

Tómasarguðspjall á kynhlutlausu máli (1.2.)

Tómasarguðspjall á kynhlutlausu máli (1.3)

Tómasarguðspjall á kynhlutlausu máli (1.4)