Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.6)

– (FYRSTI FASI) –

Tómasarguðspjall á kynhlutlausu íslensku máli

–(SJÖTTI SKAMMTUR)–


Þriðja Sjöundin (20–26)

LÍTIÐ FRÆ

Yrðíng 20. (1) Læríngin sögðu við Jesús: Seíg þú oss hverju Ríki [Fæðrisins] líkist. (2) Þann sagði þeim: Það er eins og mustarðsfræ. (3) Það er [sagt] allra fræa minst, (4) en þegar það fellur í yrkta jörð, vexur því mikill skrúður laufa sem veitir skjól fuglum himinsins. (#Mat.13:31-32; Lúk.13:18-19; Mar.4:30-32)

SKJÓL ÖLLU LÍFI

Útleggíng 20Með þessari líkíngu seígir Jesús, að Konúngdæmi, Tignarveldi eða Dýrðarríki Fæðrisins, – þegar það verður fundið af þér, og í þér og í því ytra, – breiðir út sig með miklum hraða og svo víða að það ekki má stöðva, og jafnvel á til að fjöldsmita aðra. | Til að yrkja jörðina verður þú að plægja hana, velta henni um, og bæta hana og auðga. Þannig yrkir þú líka vit þitt og hugmyndaríki. | Dreifist svo sinnepsfræin yfir moldina, þá spíra þau hratt, skjóta rótum og teygja sig mót sólu allt að sex faðmleíngdum frá rótum, og breiða sig álíka lángt í allar áttir rétt yfir jarðveíginn, en undir þessari breiðu af stjálkum, laufum og blómum, mynda sér fuglar gjarnan hreyður og finna skjól. | Plönturnar blómgast og mynda fræ, og þá er fræin falla til jarðar, eru þau skjótari en flest önnur fræ til að spíra og slá rótum, og mynda nýar plöntur. Þær vaxa þétt, og útbreiðslu þeirra er erfitt að stöðva, svo mjög svo, á stundum, að plönturnar geta verið eins og illgresi er taumlaust leggur undir sig Garðinn allan | Þetta er þá það sem gerist í vitund þinni, þegar yrðíngar guðspjallsins falla í þann Góða Jarðveg sem ert Þú. Þannig er ríki Fæðrisins, seígir þér Jesús. | Hver er svo grundvallareiginleiki þess jarðvegs sem er góður í þessum skilníngi? Svar: Það er að vera blygðarlaus fyrir augliti Fæðris síns á Himnum, og gera einn hlut með vilja Þess. Hvað veldur því? Þú sjálft, – þegar þú ekki flækist fyrir sjálfu þér, – gæska þín og siðgæðisvitund, og viðleitni þín að yrkja vitund þína og bæta með góðum hug, og halda undan öllum púkum og skröttum þínum, og verða heilt. | Og hvernig er svo Ríkið? Það er eins og sinnep er, þegar það er klárt og lagað og lagt í eða á matinn; það er bragðsterkt og gott, og það kryddar líf þitt og læknar kvilla. | Þessi lesníng yrðíngarinnar tekur til einstaklíngsins, Einmennisins frammi fyrir Guði sínu. En það má líka lesa hana félagslega og sögulega. Þá lýsir hún Heimsbyltíngunni Andlegu, djúpi hennar og umfángi, ásamt hraða hennar þegar hún að lokum slær fullt út, – og hún lýsir upphafníngu andstæðnanna og endanlegri Félagslegri Fullkomnun Mannverisins, – og því skjóli sem það veitir öllu lífi. | Líkt Paradís endurheimt, er það. Avanti! Venceremos! Það mun sigra!

HVERJU LÍKJAST LÆRÍNGI ÞÍN?

Yrðíng 21. (1) María spurði: Hverju [líkjumst vér] læríngi þín? (2) Þann sagði: [Þér] líkist börnum sem búa landskika sem ekki er þeirra eiginn. (3) Þegar eigendi landsins koma seígja þey [til barnanna]: ”Gef oss [nú] landið tilbaka! Þau afklæðast þá frammi fyrir þeim til að skila því tilbaka, og það gera þau. (5) Af þeim sökum seígi ég, að ef húseigandi veit að þjófi eru að koma, þá mun þann vera á verði áður en ræníngin koma, og mun ekki leyfa þeim að vaða inn í hús [og] óðal þans og stela eignum þans. (6) Hvað yður varðar, verið á verði gagnvart Heiminum. (7) Gerið yður reiðubúin af miklum krafti, svo að ræníngin ekki finni neinn veg að komast að yður, (8) því annars má það sem þér sækist efir verða fundið [af þeim]. (9) Lát því meðal yðar vera einhveri þenn sem skilur þetta. (10) Þá er útsæðið er fullþroskað á akrinum, þá kemur þann í flýti með sigðina og sker upp kornið [og sér því borgið]. (11) Þenn sem eyru hefur að heyra með, þann heyri. (Mar.4:26-29; Lúk.12:39-40.#Jóel.3:18. ##Tóm.37:1-3; Tóm.103.1)

YFIR SUNDRÚNGU KYNJANNA HAFIN

Útleggíng 21Þetta er það sem Jesús hér seígir henni: Kæra María, þú átt eyru að heyra með, heyr þá mál mitt: | Þér búið þennan Heim, og þér vitið að hann alls ekki er yðar eiginn, því þér eigið að sönnu heima á Himnum og ekki hér nema um stundabil. Og þér eruð læríngi mín, og eruð því reiðubúin. Nær tíminn er inni og heimurinn vill taka til sín frá yður, það sem hans er, þá hafið þér klæðst nakin og tekið innri skírn í anda og sannleika. Þér kastið af því ytra með yður og troðið það fótum, og blygðist þá ekki í nekt yðar því þér eruð einmenni aftur orðin, í jafnvægi og yfir sundrúngu kynjanna hafin. Þér skilið svo tilbaka því sem þér höfðuð til láns, og búist til heimferðar. | Þángað til þess að þetta skeður, verðið þér að virða og skilja, að til eru þau vondu öfl í heiminum, sem ekki bara sækjast eftir að svipta yður því sem heimsins er, heldur líka hinu sem yðar er; öllu því sem ég hef búið yður, og Fæðrið, og sem þér bergið af. Verið því stöðugt, og af miklu afli, á verði, svo að óvættin ekki nái að komast að því sem þér eigið skilið og grandi því. | Þess vegna: Sjáið til að innra með yður ávallt sé til staðar einhveri þenn sem gætir tímans og hleypur til og bregður sigðinni, á því sama augnabliki sem útsæði mitt nær fylli sínu og þroska í yður.

ÚNGBÖRN Á BRJÓSTI

Yrðíng 22. (1) Jesús sá úngbörn á brjósti, og hann sagði til læríngja sinna: (2) [Sjá!] þessi mylkjandi [litlu] úngbörn eru lík þeim sem koma inn í Tignarveldið. (3) Þau spurðu hann: Eigum við þá að stíga inn í Veldið sem úngbörn [á brjósti]? (4) Jesús sagði þeim: Nær þér gerið tvö að einu, og nær þér látið það innra vera eins og það ytra, og það ytra eins og það innra, og það efra eins og það neðra, (5) og nær þér gerið karl og koni að einu, svo að karlmennið ekki sé karlmenni, né heldur kvenmennið kvenmenni, (6) nær þér gerið [í beina línu] augu í auga stað, hönd í handar stað, fót í fótar stað, ímynd í ímyndar stað, (6) – þá munuð þér stíga inn í [Dýrðarríki Fæðrisins]. (#Mat.18:2-5; Mat.19:14; Mar.10:14-15; Gal.3:27-28. ##Tóm.4:2-3; Tóm.37:2-3; Tóm.46:2; Tóm.114:1-3; Fil-G.70:12-17; Fil-G.82:2-10)

SÉ HOLDIÐ UNDIRGEFIÐ ANDANUM

Útleggíng 22Hann svaraði þeim: Ekki svo að þér eigið að vera sem börn í dómgreind, og án þekkíngar þeirrar og kænsku sem reynsluþúngi áranna veitir yður (1 Kór:1-20), en þér verðið að auki að eiga þann Stað sem er Smábarnsins innra með yður (sjá Tóm.4). | Ritað stendur: Sérhveri þenn sem elskar Fæðrið verður þekkti af því, og þekkir þá Fæðrið eins og það þekkja á, svoleiðis í Ástúð og Innileika, í Auðmýkt og Ánægð, og Án Sundurgreiníngar. | Þetta vil ég því kenna yður: Eigið í Hjarta yðar Ótruflaða Lyst Barnsins og Þrá þess til Brjósta mæðris síns sem veita því mjólkina. Án þess að huga eitt augnablik að því hvert það sjálft er, leitar það brjóstanna og verður þekkt af þeim og þekkir þau. Það er eitt með þeim. | Sömuleiðis verðið þér að verða Ein og Heil og Án Sundurgreiningar og sækja þeirra Brjósta Yðar í Andanum sem er Fæðrið í Himnunum. En til þess verðið þér að hverfa tilbaka til þess sem framundan er. Með því vil ég seígja, að þér verðið að finna fram til Ljóssins sem Áður var, og þeirrar Einíngar sem þið áttuð í Upphafi þegar þér enn voruð úngabörn í sköpun Fæðrisins, og ímynd þess. | Þetta var þegar Elóhím sagði Verði ljós og það varð Ljós í ímynd Þans. Þetta var þegar Elóhím sagði: Látum oss gera Mannverið í vorri ímynd og líkíngu, og skapaði þá Mennið eftir sinni ímynd, og lét Ljósið eiga sér stað í henni, – þannig skóp Elóhim Mannverið, Adamas, ekki sem bara karlmenni eða sem bara kvenmenni, heldur sem bæði tvö, karl og koni í Einu Menni Ljóss og Lífs, og sem Pólar í Einni Alheimssál. Í þeim fól þann í samræmi það sálrænt allmenna og það vitrænt einstaka, sem mannlíf allt á jörðu í hinsta skilníngi stafar frá. Því sagði þann við þau: Verið í þessarri Fullkomnu Mynd yðar frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gerið hana yður undirgefna. | Svo skuluð einnig þér, læríngi mín og vini, gera í ykkar eigin lífi til að finna Upphafið og Markmið yðar, sem er að höndla Lífið, það Ósvikna. Án þess að sundurgreina og aðskilja, án þess að hrópa karl, eða koni, vinstri og hægri, út og inn, upp eða niður, allmennt eða einstakt, verið þið ein og heil, og einhuga og eins hjarta, og gerið sem slík hold yðar undirgefið anda yðar. | Þannig ríki augsýn anda yðar yfir augum yðar, innri andans heyrn yfir eyrum yðar, andans hantverk og hæfni yfir höndum yðar, og ímyndir yðar stýrist af andríki ykkar, því sem yður er að öndverðu af Fæðrinu útmælt í forríkum mæli. | Frá sjónarhóli Ríkisins í því ytra, – þá seigír mér svo eindreígið hugur, – að hér sé líka verið að tala um Komandi Samfélag okkar og hvernig haga því. Guð fer ekki í manngreiníngarálit, og það gerir Mannverubarnið ekki heldur. Þegar það kemur í fullum krafti, þá eyðir Það öllu auðvaldi, þar með ofurríkidæmi og ofurfátækt, skorti og sulti; Það hafnar einokun, arðráni og valdníðslu, þar með undirokun, kúgun, ófrelsi, og mismunun á rétti; Það bannlýsir stéttir, umsteypir kerfinu fjárhagslega, stöðvar nauðgunina á náttúrunni, og gerir eíngan mun á gildi karla og kvenna, barna og fullorðinna, eldri og ýngri, sjúkra og frískra, fatlaðra og heilla, eða á grundvelli kynþáttar eða kynhneigðar nokkurs mannveris. | Félagslegt Einmenni, en þó ekki svo að einstaklíngin ekki fái að njóta sín og vera þau sem þau virkilega eru í margvísi sinni. Það eru og þau, – og eíngi yfir þeim, – sem eiga að ráða ríkinu tilsamans, í Lýðræði og Mannverukærleika.

|||

+++ Í NAFNI FÖÐURSINS OG MÆÐRISINS, OG BARNSINS EINA OG SMURÐA! +++

EINUÐ MUNU ÞAU STANDA

Yrðíng 23. (1) Jesús sagði: Ég vel út ykkur, eitt frá einu þúsundi, og tvö frá tíu þúsundum, og [þér] munið standa [einuð] sem það eina og það sama. (#Mat.22:14; Jóh.15:16; 5-Mós.32:30; Eccles.7:28)

AF EINUM HUG OG HJARTA

Útleggíng 23Margi eru kallaði, en bara örfái eru útvaldi! Margi eru þey sem leita, og þey munu finna, en bara þey sem finna fara að leita. | Því þey sem eru það, – þey sem bæði eru kallaði og útvaldi, – þey eru það sökum þess að þey eiga þá hæfni að gera tvö að einu og vera einmenni, einhlýt af einum hug og hjarta. (Sjá Tóm.106). Slík einmenni eru mannverubörn sem hafa eyru að heyra með og heyra, augu að sjá með og sjá, vitund að vita með og vita, hjarta að elska af og elska, og þau eru þekkt af Fæðrinu. | Þau heyra til Innra Hríngs kennslu minnar, seigir mér Jesús, og nafn þeirra er þekkt þegar frá öndverðu. En þau hin, sem ekki megna að brjóta af sér falskar bindíngar alls konar teíngsla, þrákelni og nautna, og því ekki ná að afhjúpa í sér ástúð sína og auðmýkt og góðan vilja, – þau heyra til Ytra Hríngs kennslunnar, og tími þeirra er ekki kominn. | Þey útvöldu eiga verk að vinna við að lækna og heila og sá fræjum Lífs í moldu annarra, og þey munu gegna hlutverki sínu og leiða það til lykta. Þey eru það Útsæði sem Elóhím að öndverðu frjóvgaði Garðinn með, og þau eru Uppskera Fæðrisins þegar tíminn er inni, og þeim eru nú þegar borgið í hlöðu þess. | Þey hini, eru þau sem ekki voru án sauma og ekki heil, og sem féllu fyrir freistíngum heimsins og voru ónýtur og grýttur og ógeðfelldur jarðvegur Orðsins. Þey náðu ekki að hefja sig upp og höndla Lífið. Laun þeirra eru því dauðinn. | En, – seígir mér hugur minn, – þar með ekki öll sagan sögð: Í Innra Hríng kennslunnar, finnst sá Innsti Hrínganna fyrir nokkra útvalda meðal útvalda, og þar er kenndur Fagnaðarboðskapurinn um endanlega frelsun allra sem Ytra Hrínginum heyra til. Þeim var að öndverðu steypt úr Garðinum niður í Heiminn, til að þar feta sig tilbaka með erfiðum till upphafs síns. Með hvaða móti og hvernig þá, fer ég ekki inn á hér, en hugur minn veit það þó, seígir hann. | Jesús Tómasarguðspjallsins seígir vissulega ekki eitt orð um þetta. Í ytri kennslu hans sést bara lífið eina og afgerandi sem leiðir annaðhvort til Eilífs Lífs eða Endalauss Dauða. En lógík Andans og Kærleikans og Viskunnar krefst þess að þetta sé ekki sagan öll! – Hvað seígir þér þinn hugur og þitt hjarta?

Trí-Ísa |||: Ég (og Þú) í Æðra Veldi í Sæluríkinu

MARANATA! AMEN.

|||

STAÐUR LJÓSSINS

Yrðíng 24. (1) Læríngin sögðu: Sýndu okkur Staðinn sem þú vistas á, því að við verðum að leita hans. (2) Hann sagði við þau: Hveri þenn sem hefur eyru að heyra með, þann heyri! (3) Það er Ljós í sérhverju menni ljóss, og það skín á heiminn allan. Ef það ekki lýsir upp, þá er [það mannverið] Myrkur. (#Jóh.14:5; Mat.6:22-23; Lúk.11:34-36; Jóh.1:6-13; Jóh.8:12; Jóh.12:35-36; Jóh.12:46; Jóh.13:36. ##Tóm.33; Tóm.50; Fil-G.125-126)

MANNESKI MYRKURS

Útleggíng 24Taktu eftir að læríngin eru ekki að spyrja eftir Jesú sem slíkum, heldur þeim Stað sem hann á sér stað í. Staður sá er innra með þér, seígir Jesús, og þar er hans að leita. Þar til þess að hann er fundinn, er hann myrkri hulinn. Hann er eins og ljósapera án rafmagns, nema hvað Ljósið, nær kveikt er, og mögnun þess, kemur innífrá, þ.e., frá Fæðrinu í ævarandi sköpunaraugnabliki þess. | En þegar ljósið er kveikt, og magnað, þá lýsir það upp heim allan, og þá sér man heiminn, lífið og tilveruna í allt öðru ljósi. Líf í ljósi er allt annað en líf án ljóss. | Verði Ljós þitt! – seígir hér Jesús til þín, – láttu það lýsa yfir heim þinn! Farðu með boðskapinn um Ljósið yfir allan heiminn, upp í fjöll og niður í dali, inn í borg og bæ, og út á torg og út í öll skúmaskot! | Láttu ljós þitt þar lýsa öðrum, og láttu það lokka þey til að kveikja sitt eigið Ljós. Því þey sem ekki magna upp Ljósið í brjósti sér, eru Myrkur, og þey munu ekki Lífsins njóta; þeirra er í staðinn að vera áfram í Dauðanum. | Boðskapurinn um Ljósið, er fagnaðareriindið um Lífið, um Auðmýkt, Alúð, Ástúð og Réttlæti mannvera á milli, og að þú vilt, í Hjarta þér, vekja einnig aðra til Lífs síns: En eru til manneski í heiminum sem ekki eru Mannveri Ljóss, – það er spurníng mín til Jesús – , altsvo mannveri án ljóss, án peru að kveikja, þannig mannveri innlægs og eilífs myrkurs? Svar hans er: Væru slík mannveri mannveri? Ef svo, þá svo. Ef ekki, þá ekki. Er til einhveri sem ekki elskar og aldrei sér nokkra að elska? Er til einhveri sem er svo ófullkomni að þana í frumtökum þans aldrei má betra og bæta, aldrei göfga? Hvort veistu enn eða hvað?

AÐ ELSKA VINI SÍN

Yrðíng 25. (1) Jesús sagði: Elskaðu vini þín eins og eigin sál þína, (2) og sláðu vörð um þau eins og væru þau sjáaldur auga þíns. (#Mat.22:39; Mar.12:31; Lúk.10:27-28; Róm.13:8-10; Gal.5:13-15; 3.Mós.19:18; 5.Mós.6:5. ##Did.2:7)

EN EKKI FLÆKJAST Í GARN ÞEIRRA

Útleggíng 25Jesús seígir ekkert hér um hveri séu vini þín. Það gæti verið spurníng um meðlimi innra hríngsins, trúarhópsins, meðlæríngi þín og visst annað fólk, en ég tek það sem svo að Jesús í kærleika sínum og fullkomnun sé að meina öll mannveri sem þú hefur í lífi þínu með að gera. | Það er vissulega þér eiginlegt að elska suma meira en aðra, og kalla þau mannverin vini þín og kærasti, því að þú nemur að einmitt þau eiga ríkan þátt í sálu þinni og þú átt þau náin að þér, og speíglar þá gjarnan þau í þér og þig í þeim, metur þau mikils og átt af þeim gleði góða. Þess vegna kemur það líka af sjálfu sér að þú gáir vel að þeim og hittir þey oft. | En í hinstu merkíngu eru öll mannveri vini þín, nema þau þá séu óvini þín, og þér ber að gæta einnig þeirra sem væru þau sjáaldur auga þíns. Öll mannveri eiga að sjálfsögðu sama gildi frammi fyrir Fæðrinu, því það gerir ekki manngreiníngarálit. Þér ber, seígir Jesús, að vera fullkomni eins og Fæðrið er það, og þess vegna fara fram í auðmýkt, alúð, ást og virðíngu gagnvart öllum öðrum. – Af hverju það? Vegna þess að þessi aðri eru í raun sjáaldur auga þíns, og, í hinsta skilníngi, ert þú eitt með þeim og alli reyndar eru eitt. Ef þú veist Fæðrið í sjálfu þér, þá veistu það líka í þér ókunnugum. Þú skalt ekki flækjast í garn þeirra, – því að einmenni þarft þú að vera, – en gera þeim gott.

FLÍS OG BJÁLKI Í AUGA

Yrðíng 26. (1) Jesús sagði: Þú sérð ögnina í auga vins þíns, en þú sérð ekki bjálkann í auga sjálfs þíns. (2) Þá er þú tekur timbrið úr þínu eigin auga, nærð þú að sjá, til að geta tekið ögnina úr auga vinsins. (Mat.7:3-5; Lúk:41-42)

AÐ FYRIRGEFA SJÁLFU SÉR

Útleggíng 26Við þekkjum þetta dæmi frá Lúkasi og Matthías, og þey hafa þetta frá Q. Hér er dæmið einfaldara þeim öllum. Þetta fjallar um flís eða ögn og bjálka í augum okkar, þannig um hvað við sjáum og ekki sjáum. Yfirgrípandi lesníng gefur mér þetta: Hér talar Jesús um að við gjarnan förum í manngreiníngarálit. Ef við sæjum betur sjálf okkur, þá myndum við sjá galla okkar og ófullkomnun. Og þegar við sjáum þá, ef við erum grandvör persóni, viljum við þá ekki, heldur tökum við þá burtu eftir bestu getu. Þetta er Vegur Siðlætisins.| Við iðrumst vitleysu okkar og ránglætis, en við djöflumst ekki á sjálfum okkur fyrir að við höfðum þessa galla, og við ásökum okkur ekki og forköstum okkur, heldur höfnum gerðum okkar, og skiljum að við gátum ekki annað, einmitt þá þegar þetta varð. | Það er andlega mjög mikilvægt og afgerandi að geta fyrirgefið sjálfu sér. Getir þú ekki fyrirgefið sjálfu þér, þá getur þú ekki fyrirgefið öðrum nema í sýndarmennsku (og það er synd, því að fyrirgefníng læknar og gerir aftur Heilt). Heldur hatar þú þey aðra fyrir gerðir þeirra, og hatar og sjálft þig fyrir þínar vondu gerðir, hugsanir, tilfinníngar, veru. | En fyrirgefir þú sjálfu þér, og gerir samtímis þitt allt til að betra og bæta þig, þá veist þú betur nú en þegar þú syndaði, og ert því saklaust orðið. | Á sama hátt, þegar við þekkjum sjálf okkar, þá skiljum við, að þey aðri sem gera rángt á móti okkur, og djöflast á lífinu allment talað, gera þetta sakir þess að þey eru eins og þey eru, og á sinn hátt vita ekki betur. | Þú veist þá og skilur að fyrir stundar sakir, eru þey þannig og geta ekki annað. Þú bendir þeim án haturs eða íllsku, þ.e., í vargætni, á rángindi þeirra, og hamlar þeim, ef þú getur, ef þau valda öðrum íllt. | Yrðíngin bendir á þessu yfirgripandi plani til Fyrirgefningarlögmálsins (sem best, mér vitanlega, hefur verið skírt og framsett af Martínusi í Þriðja Testamentinu). | Þegar við höfum þetta lögmál að verki í okkur, þá eyðum við syndum okkar, heilum okkur, og laun okkar verða ekki leíngur, – allavegana hvað einmitt þetta varðar, – sársaukinn, skaðinn eða dauðinn, heldur heilsan, lukkan og lífið. | Ef þetta er yfirgrípandi meiníng Jesús hér, þá grunar mig þó einnig aðra og og nánar tilgreinda merkíngu. Ég spyr mig, hvaða bjálka er nánar sagt verið að tala um, og hvaða flísar? Fjallar þetta um ólíkar trúarskoðanir, okkar og vina vorra og annars fólks? | Fjallar þetta t.d. um hugmundir um að fasta reglulega eftir settum lögum, eða að ekki fasta nema frá heiminum, og að heiðra eða ekki heiðra hvíldardaginn sem hvíldardag (sjá yrðíngu 27), og gagnkvæma gagnrýni og ósemju og yfirgáng kríngum slíka hluti? Ég veit mest lítið um það. | En hitt veit ég að hveri og eini leitast við að verða sæli af sinni trú, og ef við finnum það vera vantrú eða villutrú sem hini hafa, þá ber okkur að iðka auðmýkt, skilníng og fyrirgefníngu samkvæmt ofansögðu, og vera reiðubúni til að hlusta á aðra og meta skoðanir (augu) þeirra, en líka upplýsa um hvernig við sjálf lítum á þetta. | Yrðíngin vendir sér þá á móti trúarofstæki, eigin vina og annarra, og sjálfs þíns, og bendir till einnar grundstoðar jákvæðs mannfélags og lýðræðis.

+ + +

Mínimálfræði: Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda

Tómasarguðspjallið á kynhlutlaustu máli, fyrsti skammturinn