[Athugið! Þetta er ekkert trúboð, heldur bara velþekktur texti á íslensku máli, að ”prjóna” kynhlutlausa íslensku að. Þessi texti Jóhannesarguðspjallsins er nefnilega hafður á afmörkuðu íslensku máli, skv. hugdettum mínum um slíkt mál. Með ”afmarkað” er þá átt við ”ómarkað”, þ.e., kynhlutlaust mál. Þetta er fyrsti kaflinn af 21.
Orðið ”afmarkað” er oft haft í merkíngunni ”einángrað” eða ”aðgreint, en ekki hér, heldur sem ”ekki leíngur (kyn)markað” (sbr. orðið ”afhjúpað”), þannig sem synonýmt með ”kynhlutlaust”. Textinn er útfærður samkvæmt ”B-gerð” minni þessa afmarkaða máls, og er það gert í prufuskyni, til að finna hvernig sú gerð málsins geðjast mani eða vanþóknast. Athugasemdir neðanmáls eru, einnig þær hafðar í ”B-gerð” málsins, en samanburður milli eldri gerðar, A-gerðar, og þeirrar ýngri eru oft viðhafður. Í báðum gerðunum iðkast hvorugkynjun persónuorða til kynhlutleysis, en hátturinn á hvorugkynjuninni er að nokkru ólíkur í þessum tveim gerðum, og mun frá þessu greint til hlýtar neðanmáls.
Málfræðireglum og orðmyndunarreglum ”nýmálsins” er lyft fram í neðanmálsgreinunum, með all tíðum endurtekníngum í ólíku samheíngi textans, svo að þenn sem les textann gaumgæfilega, nær hægt og sígandi góðum skilníngi á kynhlutlausa málinu og getur þá fellt vel studda persónulega dóma um ýmsar hliðar þess, og haft uppi tillögur til breytínga og umbóta. Það er þannig von málasmiðs (”prjónanda”) að þessi prufun meígi hljóta þáttöku annarra þeirra sem áhuga hafa á að fá til kynhlutleysta íslensku í líf sitt og þjóðarinnar og, að það kunni að leiða til ”endanlegrar” tillögu að frumdrögum afmarkaðs íslensks máls. – Vil í því samhengi hvetja fólk til þáttöku í FB-hópnum ”Máliðjan.” (PS. Að ég ekki virði ”ng-regluna,” er bara til að merkja textann sem afmarkað mál, og eginlega ekki vegna sérvitrúngaskaps míns, þó að hann sé örugglega þónokkur).]
Orðið
(1) Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. (2)* Það var í upphafi hjá Guði. (3) Allir hlutir urðu til fyrir Það, og án Þess varð ekki neitt til af því sem til er orðið. (4) Í Því var Líf, og Lífið var Ljós Mannanna. (5) Ljósið skín í myrkrinu, og Myrkrið skildi Það ekki!

OMIKRON-OMEGA-NI: ÉG ER ÞENN ÉG ER
Það varð hold hugar og handar í jarðheimi vorum
(6)** Þar kom maður eitt af Guði sent, sem hét Jóhannes. (7)*** Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um Ljósið, svo að alli skyldu trúa fyrir hann (8)**** Sjálft var hann þó vissulega ekki Ljósið, heldur átti hann að vitna um Ljósið. (9) Það er hið Sanna Ljós, sem lýsir öllum mannverum sem koma í þennan heim. (10) Það var nú að koma í heiminn. Það var í heiminum, og fyrir Það var heimurinn gjörður, en heimurinn þekkti það ekki.
(11) Það kom til eignar sinnar, en þess eigið fólk meðtók það eigi. (12)***** En þeim öllum sem tóku við Því, gaf Ljósið réttinn til að verða Guðs börn, þeim, er á nafn Þess trúa. (13) Ekki eru þau af blóði borin, né af holds vild, eða af mennskum vilja, heldur af Guði fædd.
(14) Og Orðið varð hold og bjó með oss, og vér sáum dýrð Þess, dýrðina sem Barnsins Eina af Fæðrinu, fullt náðar og sannleika! (15)° Jóhannes vitnar um Það, hrópar og seígir: ”Þetta er Þenn um hveru ég sagði: Eftir mig mun koma þenn sem á undan mér var, enda fyrri en ég. (16) Af gnægð þans höfum vér öll fengið, náð á náð ofan. (17) Því að lögmálið var fyrir Móses útgefið, en náð og sannleikur kom með Jesú Kristi. (18)°° Eíngi hefur nokkurn tíman séð Guð: Barnið Eina, sjálft Guð, sem ávallt er í faðmi Fæðrisins, Það, barnið Þans, hefur veitt oss þekkíngu á Þanni.”
Vitnisburður Jóhannesar um Guðsbarnið Eina
(19)°°° Og þessi er vitnisburður Jóhannesar, þá er Gyðíngar sendu til hans presta og kynsmenn Levís úr Jerúsalem til að spyrja hann að því hvert hann væri. (20)°°°° Hann játaði og neitaði ekki, svo seígjandi: ”Ekki er ég Kristur.” (21) Þey spurðu hann þá enn: ”Hvað þá? Ertu Elías?” Hann sagði: ”Ekki er ég hann”. ”Ertu þá spámaðurið?“ En hann ansaði: ”Nei, ekki.” (22) Þá sögðu þey við hann: ”Hvert ert þú þá? Vér verðum að gefa svar þeim sem sendu okkur. Hvað seígir þú af sjálfu þér?” (23)°°°°° Hann sagði: ”Ég er rödd þess sem hrópar í eyðimörkinni: ´Gerið beinan veg Drottins! svo sem Jesaja spámenni hefir sagt.´”
(24)*° Nokkri úr flokki farisea voru útsendi. (25)*°° Þey spurðu hann og sögðu honum: ”Hvers vegna skírir þú þá, ef þú hvorki ert Kristur, né Elías, né heldur Spámaðurið?“ (26)*°°° Jóhannes svaraði þeim og sagði: ”Ég skíri með vatni, en (27) þenn er nú komni meðal yðar, sem þér ekki þekkið, þann sem eftir mig mun koma, þann sem fyrri var en ég, og hvers skóþveíngi ég ekki er verðugi að leysa.”
(28) Þetta skeði í Bethaníu, hinum meígin Jórdanár, þar sem Jóhannes skírði.

Sjá Lamb Guðs!
(29)*°°°° Daginn eftir sér Jóhannes Jesú koma til sín og seígir: ”Sjá, Lamb Guðs sem ber synd Heimsins. Þar er þenn er ég sagði um: ´Eftir mig kemur maður það, sem var á undan mér, því hann er fyrri en ég.´ Sjálft þekkti ég hann ekki, en til þess kom ég að skíra með vatni, að hann opiberist Ísrael.”
(32)**° Jóhannes vitnaði og þetta: ”Ég sá andann niður fara af himni sem dúfu og nema staðar yfir honum. (33) Sjálft þekkti ég hann ekki, en þenn, sem sendi mig til að skíra með vatni sagði mér: ´Þenn, sem þú sérð andann koma yfir og staðnæmast yfir, þann er þenn sem skírir með Heilögum Anda. (34)**°° Þetta sá ég, og ég vitna, að hann er Guðs Barn.”

Undir Fíkontrénu
(35)**°°° Annan dag einn stóð Jóhannes aftur þar, og tvö af læríngjum hans. (36) Og sem hann lítur Jesú þar gángandi seígir hann: ”Sjá! Þetta er Lamb Guðs. (37) Og læríngi þessi tvö hlýddu á orð hans, og fylgdu Jesú eftir. (38) En Jesús sneri sér við, leit þey sér fylgjandi og spurði: ”Að hverju leitið þér?” Þey svara: ”Rabbí (þ.e., meistari), hvar átt þú heima?” (39) Hann sagði þeim: ”Komið og sjáið.” Þey komu þá og skoðuðu hvar hann dvaldist, og voru svo hjá honum þann daginn. En þetta gerðist nær aftni að liðnu nóni.
(40)***° Eitt af þessum tveimur lærinemum sem hlýddu á Jóhannes og fylgdu eftir Jesú, var Andreas, bræðri Símons Péturs. (41) Hann fann þá áður bróður sitt Símon, og sagði: ”Vér höfum fundið Messías“ (það þýðir, Það Smurða), (42) og tók svo hann með sér til Jesú. Þá er Jesús leit hann mælti hann: ”Þú ert Símon, Jóhannesson, þú skalt heita Kefas. (”Pétur”, en það útleggst sem Hellusteinn/Klettur).
(43) Næsta dag vildi Jesús ferðast til Galíleu. Hann finnur þá Filippus og sagði honum: ”Fylg þú mér.“ (44) En Filippus var af Betsaídu, þeirri sömu borg og Andreas og Pétur. (45)***°° Filippus fann Natanael og sagði við hann: ”Vér höfum fundið þenn um hveru Móse í lögmálinu og öll spáverin hafa skrifað: Jesú, Jósefsson, af Nasaret.” (46) Natanael sagði: ”Hvað gott má af Nasaret koma?“ Philippus svaraði: ”Kom þú og sjá.”
(47) Jesús sá Natanael koma til sín og sagði við hann: ”Sjá þar, eitt satt Ísraelíti, í hverju eíngin svik eru. (48) Natanael sagði þá: ”Hvernig þekkir þú mig?” Jesús svaraði: ”Áður en Filippus kallaði á þig, þá er þú varst undir fíkjutrénu sá ég þig.” (49) Þá seígir Natanael: ”Rabbí, þú ert Guðs burður, þú ert konúngur Ísraels.” (50) Jesús spyr hann: ”Þú trúðir af því að ég sagði þér að ég hefði séð þig undir fíkjutrénu. Sjá muntu enn þessu meira.” (51)°* Og hann sagði við hann: ”Sannarlega, sannarlega seígi ég yður: Upp frá þessu munuð þér sjá himininn opinn og eíngla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannverubarninu.”

Neðanmálsgreinar [á kynhlutlausu máli]
*(2) Hér hafa sumar þýðíngar ”hann”, að meðtaldri ”Biblíu 21. aldar” (2007). Sýnist mér það óþarfi, og málfræðilega skríngilegt.
**(6) Athugið, að þó orðið ”maður” hafi sömu orðmynd og í normalmálinu, þá er orðið persónuorð og þess vegna hvorugkyns. Eldri og ýngri gerð kynhlutlausa málsins, ”A-gerð” og ”B-gerð”, hafa það sameiginlegt að öll persónuorð hvorugkynjast. Í A-gerð er karlkyns- og kvenkyns orðum steypt til hvorugkynsmyndar, og orðmyndin svo beygð samkvæmt (að nokkru nýmynduðum) beygíngarmynstrum útfrá sterkum beygíngum hvorugkyns í normalmálinu. Í B-gerð halda orðin mestmegnis (sjá nánar °°°(19) neðan) orðmynd sinni óbreyttri, en taka með sér og stýra hvorugkyni.
***(7) a. ”Hann” er í þessu máli ekki karlkynsorð, en orðið tilgreinir eíngu að síður eða talar um raunkyn (eða kannski kynkennd) þeirrar persónu sem höfðað er til. Sama gildir ”hún”. Persónufornafnið ”það” er hinsvegar frá upphafi kynhlutlaust, þótt það sé stundum brúkað um persónur.
Í afmarkaða málinu ber all mikið á svo kölluðum ”mannverumyndum.” Með því er átt við nýskapanir hvorugkynsorða sem nota má í staðinn fyrir, og samsíðis með hefðbundnu hvorugkynsmyndunum. Kynhlutlausa persónufornafnið í mannverumynd sinni, hvaða orðmynd man síðan velur til hlutverksins (”hán,” ”þenn”, ”hé,” eða eitthvað annað), er að nota þegar kyn er óþekkt, eða ástæða einhver finnst til að ekki greina frá kyninu, eða þá kynið ekki málinu viðkomandi. Hér er karlkyn Jóhannesar þekkt, og velþekkt, og því er ekkert því til fyrirstöðu að nota persónufornafnsmyndina ”hann.” En samtímis er þetta karlkyn hans ekki sérstaklega málinu viðkomandi, og mætti því eins vel nota kynhlutlasa mannverumynd fornafnsins um hann, eða ”það,” þótt hann sé ”(karl)maður” og heiti ”Jóhannes”. Það er þó ekki gert hér að sinni.
Kynhlutlausa persónufornöfnin, hvort heldur er mannverumyndin eða hefðbundin hvorugkynsmynd, er nauðsynlegt að nota þegar kyn persónusins er óþekkt, og þau ber að nota þegar ástæða finnst til að ekki vera að halda raunkyni frammi, t.d. af kynjafngildisástæðum, svo sem þegar rætt er um starfsheiti (t.d. læknir, prófessor) eða klassa af manneskjum (t.d. þorpari eða góðmenni), eða þegar fornafnið hefur höfðun til t.d. Guðs allmáttugs, sem auðvitað hefur ekkert raunkyn.
Þó er þess að gæta, að enda þótt bæði skrattar, eínglar og guðir, jafnvel háguðir, séu persónur, eða öllu heldur, séu að greina sem persónuorð og þessvegna hvorugkyns í afmarkaða málinu, þá er kyn þeirra á stundum af mikilvægi í samheínginu og að því leiti nátturulega í fókus. Þetta gildir t.d. um mikið af goða- og guðfræði Egypta, Indverja og annarra. Þegar kyn persónanna, raunverulegra eða ímyndaðra, skiptir máli og er í fókus, á auðvitað að tilgreina það t.d. með persónufornöfnum sem ”hann” eða ”hún.-, eða kyntilgreinandi nafnorðum, nöfnum, o.s.frv..”
Í þessu spjalli iðka ég það að tilgreina kyn þegar það er þekkt og eíngin ástæða er fyrir hendi að ekki gera það, jafnvel þegar höfðun fornafnsins er til Jesú. En við ákveðið skeið eða augnablik sögunnar, – nær miðju guðspjallsins, – kemur Jesús til vegsemdar sinnar sem Kristus, Kóngur og Frelsari, og Barnið eina og smurða, í stuttu máli, sem Guð. Eftir það er ekki höfðað í þessu spjalli til lærimeistarasins, Jesú, með ”hann” heldur með ”þann.” Raunkyn hans sem Mannvera og Mannsbarnið, hefur ekkert að gera með lifandi fylli hans í Guði, guðdóm hans, og ber því að lyfta burt af leiksviðinu af jafngildisástæðum.
b. Orðið ”alli” er mannveruorðmynd í nf. ft. af óákveðna fornafninu ”allt”, og er, eins og mannverumyndir yfir höfuð, hvorugkynseðlis. Það er brúkað hér þar eð mörgu fólki mun virðast annarlegt að seígja ”öll” í þessari setníngu. Það er þó auðvitað líka gerlegt að nota beint hefðbundnu kvorugkynsmyndina ”öll” og venjast því. Reyndar er það best að nota mannverumyndir svo lítið sem auðið er. ”Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um Ljósið, svo að öll skyldu trúa fyrir hann.” Þegar óákveðna fornafnið (öll) stendur svona eitt sér, lítur þetta eilítið annarlega út. En ef við legðum ”við” hliðstætt því, þá væri setníngin geðjanleg: ”Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um Ljósið, svo að við öll skyldum trúa fyrir hann.”
Undir eldri gerð kynhlutlausa málsins (A-gerð) notaði ég til einföldunar gagngert sömu beygíngarendíngar til myndunar mannverumynda í öllum viðeigandi orðflokkum, hvort heldur það voru fornöfn eða lýsíngarorð. Þetta er nú (í prufuskyni) ekki gert, meðal annars til fjölbreytni og fegri:
Orðflokkur fornafna er sá eini flokkur fallorða sem eiga að sér undirflokka. Hér (meðal óákveðnu fornafnanna) og einnig þegar um eignarfornöfn, afturbeygð eignarfornöfn og spurnarfornöfn er að ræða, læt ég mannveruorðmyndina oftast myndast með því að skeyta ”u”-i að kvenkynsmyndinni (orðstofni): [margur/mörg/margt] > margu/mörgu (valfrjálst hvort brúka).
Orð af undirflokki óákveðinna fornafna og spurnarfornafna vil ég beygja þannig að fallendíngarnar séu: u – u – u – s | i – a – um – (n/r)a. Þannig: einu – einu – einu – eins | eini – eina – einum – einna. (Um undantekníngar frá þessu beygíngarmunstri gegnum sérmyndum, sjá neðanmálsgrein °°(18).) Eignarfornöfnin og afturbeygða eignarfornafnið hefur hinsvegar aðra beygíngu í fleirtölunni: a – a – um – na, en í eintölunni eins og hin, þ.e, u – u – u – s.
Orðflokkur fornafna er lítill. Fornöfnin eru það fá að vel hefði mátt sérmynda og sérbeygja hvert og eitt þeirra, þó það sé ekki gert hér, eins og hér að ofan er að líta. Orðflokkur lýsíngarorða er hinsvegar gríðarlega stór, og því nauðsynlegt að myndanir mannverumynda og beygíngar þeirra séru reglum bundnar.
Lýsíngarorðin (sterkrar beygíngar einúngis) og lýsíngarháttur þátíðar, mynda og beygja mannverumyndir sínar eins og óakveðnu fornöfnin í fleirtölunni, en hafa í eintölu ýmist beygíngarendíngarnar (1) i – a – u – s, eða (2) urt – urt – (r)u – (ur)s. (1.) Endi lýsíngarorðið á ”in” í kvenkyni, þá skeytist ”i” að kvenkynsmyndinni/stofninum (”-ini”) og fyrri sérhlóðinn fellist svo niður til styttíngar (”-ni”). (2.) Í öðrum tilvikum skeytist ”-urt” að stofninum, en í þágufalli og eignarfalli eintölunnar er opið fyrir tvímyndum. (Nánar um mannverumyndir lýsíngarorða, sjá 11*(1))
****(8) Hér hefði mátt nota mannverumynd óákveðna ábendíngarfornafnsins fyrir ”sjálft”, þ.e., ”sjálfurt:” sjálfurt – sjálfurt – sjálf(r)u – sjálf(ur)s | sjálfi – sjálfa – sjálfum –sjálfra. Best er þó að nota hefðbundnu hvorugkynsmyndina, eins og hér er gert, og venjast því.
*****(12) Ég ýti hér undan persónufornafninu og hef í staðinn það sem það höfðar til, nefnilega Ljósið. ”Biblía 21. aldar” hefur þessa setníngu þannig: ”En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.”
°(15) a. Hér hefði mátt nota kynhlutlausa persónufornafnið ”þann”: ”Jóhannes vitnar um Þann, hrópar og seígir…” Að nota ”hann” með höfðun til að þess er nú getið að Ljósið kemur (sögulega) fram sem hold/maður, væri kannski ókej, af því að vitum að holdið/maðurið var sögulega karlmanns. Betra þó að ekki gera það.
b. Í næstu setníngu er þó að mínu mati alls ekki hentugt að brúka karlkynsmyndina af ábendíngarfornafninu (”sá”), heldur er annaðhvort hvorugkynsmyndin ”það” eða mannverumyndin af því (”þenn”) æskileg: ”Þetta er Þenn um hveru ég sagði…” Þetta annarsvegar [1] (útfrá jafngildissjónarhorni, kynjanna) sökum þess að þó að við þekkjum til kyn mannsins sem um er að ræða, er það ídentítet og persóna, ekki kyn komandi frelsara, Kristus, sem varðar máli. Hér er í raun ekki verið að tala um mannverið Jesús, heldur guðverið sjálft, og það verður í raun ekki kynjað (sjá °°(18)d).
Hinsvegar [2] er þess að gæta að afmarkaða málið leitast við að ekki hafa fleiri kyntilgreinandi orð í málinu en þörf er á. Þannig, á meðan kyntilgreinandi persónufornöfn (hann/hún) má nota þegar raunkyn hvort sem er er þekkt eða þá heyrir sögunni til (sjá ***(7)a) þá gildir ekki það sama um ábendíngarfornafnið ”sá/sú” sem alltaf er (í afmarkaða málinu og í höfðun til persónu) haft annaðhvort í mannverumyndinni ”þenn” eða í klassísku hvorugkynsmyndinni ”það,” þetta þá líka þegar raunkyn persónunnar er þekkt.
Ýmsar beygíngar af ”þenn” hef ég haft uppi. Hér í þessu spjalli hef ég hana þannig: þenn – þenn – þenni – þens | þey – þey – þeim – þeirra. (Eintöluna hef ég annars áður gjarnan haft sem: þenn – þenna – þenni – þenns, því þá samsvarar hún beygíngunni af ”þann.”)
Orðmyndin ”hveru” er mannverumynd af ”hver”. Sjá ***(7)b. Beygíng: hveru – hveru – hver(j)u – hvers | hveri – hvera – hverjum – hverra.
°°(18) a. Örfá óákveðin fornöfn, eða öllu heldur mannverumyndir þeirra, eru ekki reglumyndaðar heldur sérmyndaðar. Þær eru fjórar að tölu, og standa fyrir ”ekkert,” ”allt,” ”annað,” og ”sjálft.”
”Eíngið,” eða ”eíngi” (ég á í vandræðum með að ákveða mig) er sérmynduð mannverumynd fyrir ”ekkert”, og beygist þannig: eíngi(ð) – eíngi(ð) – eíngu – einskis | eíngi – eínga – eíngum – eíngra. Þetta er sem sagt undantekníng ein fjögurra frá reglunni (sjá ***(7)), gerð sakir þess að mér hefur ekki þótt fara vel á því að fylgja henni: [eínginn/ eíngin/ekkert] > eínginu >>eíngnu.
”Allurt” er mannverumyndin fyrir ”allt.” Hún er sérmynduð og beygist þannig: allurt – allurt – öll(r)u – all(ur)s | alli – alla – öllum – allra.
Önnur undantekníng er mannverumyndin fyrir ”önnur,” sem hefur sérbeygínguna: annart – annart – önnru/önnðru – annars | aðri – aðra – öðrum – annarra (sem mér þótti skárra en eintölumyndirna annru – annru – annru – annars).
”Sjálfurt” er mannverumyndin fyrir ”sjálft:” sjálfurt – sjálfurt – sjálf(r)u – sjálf(ur)s | sjálfi – sjálfa – sjálfum – sjálfra. En ég mæli endilega með að man einfaldlega venji sig á að nota venjulegu hvorugkynsmyndina. Það venst í flestum tilfellum fljótt. Sjálft nota ég gjarnan ”sjálft.”
b. ”Barnið eina” hef ég í stað þess að fara með orðið eins og t.d. Biblía 21. aldar: ”Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föður síns….”
Ég vil ógjarnan fara að kafa í eigin persónulegumtrúarhugdettum mínum, en þó er líklega til skilníngs þörf nokkurra orða í þann veíginnn: Hugtakið Barnið Eina nota ég í staðinn fyrir að tala um ”Guðs eingetna son” eins og biblíur annars gjarnan gera. Það höfðar að mínu viti till himnesks, fremur en bara jarðnesks ”barnaskaps,” rétt eins og foreldraskap Guðs ekki er að skilja sem jarðneskt. Barnið er Eitt, því það fyrirkemur ekkert annað Barn eða Urð af Guði á himnum. En Jesús er eínganveíginn eina barn Guðs á jarðheimum alheimsins, heldur á hann, – eins og líka óteljandi önnur bræðri og systri okkar og hans, – andlega og líforkulega samsemd með barninu eina og himneska og það sem það er eitt með.
c. Barnið eina hvílir ekki bara í faðmi ”föður” síns, og þess vegna nota ég hér nýmyndað orð, ”fæðri”. Orðmyndina dreg ég frá sögninni ”fæða” í báðum merkíngum orðsins (að geta af sér og næra), og sem slíkt höfðar það ekki síður til mæðrisins en föðursins. Jesús talar skv. guðspjöllunum vissulega mikið um föður sitt á himnum, en í Tómasarguðspjalli vísar hann líka til Heilags anda sem ”sitt sanna mæðri.”
Annarsstaðar (í formála mínum að Guðspjalli Tómasar) hef ég skrifað: ”Getnaðurinn eini er þannig himneskur (og reyndar eínginn getnaður í venjulegri meiníngu, heldur birtíng andans og umbirtíng í því Eina, Mónaðinu Óskiljanlega). | Fæðrið á þar bara þetta ”eina barn”. En á jörðu okkar, og á byggðum jarðhnöttum alheims, má reikna með óteljandi mannverum, fæddum af tveimur foreldrum, sem vinna samsemd með Barninu Eina á himnum, og þar með með Fæðrinu, bæði Feðrinu Sanna og Mæðrinu Sanna, í hverra ímynd þau (manneskin) þá eru endurfædd eða endurreyst. | Ekki er þó svo að skilja að þetta séu Þrjú Himnesk Guði, heldur er þetta spurníng um Heilaga Þrenníngu, hýpostasa Guðs. Þannig í apokrýfu Jóhannesar:
>>Í þá mund er ég var að íhuga þetta, sjá, himnarnir opnuðust, öll sköpunin undir himni lýsti upp, og heimurinn skalf. Ég var ótta slegni, og sjá, ég sá inni í ljósinu barn standa við hlið mér. Og sem ég skoðaði það, sýndist það vera eldra persóna. En svo breytti það enn útliti til úngmennis. Ekki svo að skilja að ég hefði þarna fleiri verur framfyrir mér, heldur var það einúngis eitt en af ólíku móti í ljósinu. Þessi mót þess voru sjáanleg gegnum hvert annað, og vera þetta sem slíkt var af þrennu móti.<<
Útfrá kenníngu kristindómsins um Heilaga Þrenníngu, og gagnvart okkur sem Heiminn búa, er ”Fæðrið” autvitað að nema, – ekki bara sem Feðrið og Mæðrið í tengslum við Barnið eina á himnum, – heldur sem Þrenníngin Öll, þannig sem kærleiksríkt ”Guð” okkar á himnum, á jörðu, og útum allt.”
Orðið ”fæðri” má því skilja hvort heldur er, sem eitt eða fleiri.
d. Kynhlutlausa persónufornafnið ”þann”, tillíka með mannverumyndinni af ”það”, höfðar hér til Guðs, sem ómögulega getur verið karlkyns eða kvenkyns, og ber því að tala um án kynaðgreiníngar, og ekki sem ”hann” eins og biblíum annars er gjarnt að gera.
Meðan flest fornafnanna mynda mannverumyndir útfrá sérstökum myndunarreglum skv. ***(7), er kynhlutlausa persónufornafnið ”þann” (eins og líka ábendíngarfornafnið ”sá/sú/það” > ”þenn,” og ábendíngarfornafnið ”þessi/þessi/þetta” > þenni) tekið fram gegnum sérmyndun nýrra orða. Eins og hvað varðar ”þenn” hef ég uppi ýmsar beygíngar af ”þann”, en það er hér beygt þannig í eintölunni: þann – þanna – þanni – þans. Í fleirtölunni: þey/þau – þey/þau – þeim – þeirra, – þar sem ”þey” er mannverumynd. Stundum finnst mér að þolfall og nefnifall eintölunnar ættu að vera eins, en þanna endurvarpar nokkuð ”hana,” eins og líka þanni, ”henni,” og ég vil gjarnan halda því.
°°°(19) a. Í A-gerð kynhlutlausa þríkynsmálsins myndu orðið ”Gyðíngar” vera hvorugkynjað gegnum nýmyndun, og vera haft ”Gyðíngi í nefnifalli (í báðum tölum)” Í þeirri gerð málsins sem hér er í brúki þarf þessarar nýmyndunar ekki við, heldur er orðmynd normalmálsins haldið í bæði eintölu og fleirtölu, meðan þó ákveðnu formin myndast með hvorugkynsgreininum, annarsvegar með því að skeyta honum að orðmyndinni sjálfri (eintalan), og hinsvegar með því að skeyta honum að stofni (fleirtalan): Gyðíngur – Gyðíng – Gyðíngi – Gyðíngs | Gyðíngar – Gyðínga – Gyðíngum – Gyðínga || Gyðíngið – Gyðíngið – Gyðínginu – Gyðíngsins | Gyðíngin – Gyðíngin – Gyðíngunum – Gyðínganna. Í B-gerðinni hvorugkynjast persónuorðin mestmegnis á þennan hátt bara gegnum ákveðna greininn, og gegnum að skilyrðislaust taka með sér og stýra hvorugkyni.
b. ”…til að spyrja hann að því hvert hann væri.” – Hér hefði mátt nota mannverumyndina ”hveru.” En þetta finnst mér betra.
°°°°(20) a. Mannverumyndin ”þey” höfðar til presta og kynsmanna Levís í versi 19. Við vitum vissulega að vart hefðu þessi sendiboðar, – á þeim tíma og í þeim kúltur sem þá réði meðal Gyðínga, – getað verið kvenkyns, svo að formlega væri ekki rángt að í krafti sögulegrar staðreyndar seígja ”þeir” hér. En markmið kynhlutlausa málsins er að ekki fara með kyngreiningar nema þegar þess þarf. Hér þarf þess ekki. ”Þeir” og ”þær” eru nánast aldrei notuð, heldur er mannverumyndin ”þey” höfð í brúki nema ”þau” sé betra, meðal annars af sömu ástæðum og getið er í neðanmálsgrein °°(15)b[2] hvað varðar kyntilgreinandi ábendíngarfornafnið ”sá/sú.”
En að nota ”þau” hér myndi nánast jafngilda því að halda fram að hópur sendiboðanna hafi verið af báðum kynjum. Meðal annars til þess að ekki fara með þau ósannindin er mannverumyndin, sem heldur því málinu alveg oppnu og utan fyrir, notuð hér. ”Þey” getur höfðað til bara karlmanna, bara kvenmanna, bæði karla og kvenna, barna sem fullorðinna.
b. Ákveðna formið af ”spámaður” er myndað á þann hátt sem áður er getið (°°°(19)). Ég ímynda mér að ef við sjáum til að allflest nýyrði gefist hvorugkynsmynd og fá hvorugkynsbeygingu útfrá beygíngarmunstrum A-gerðar, þá flýti það fyrir frama afmarkaða málsins og markmiði þess að kynhlutleysa öll persónuorð.
°°°°°(23) a. Hér hefði mátt nota mannverumyndina ”þens” (sjá °(15)b) í stað þess, en það er ekki gert hér, sakir þess að ídealið er að nota hefðbundnar hvorukynsmyndir þegar vel fer á því. Og það gerir það virkilega hér, enda karlkynsmyndin og hvorukynsmyndin í venjulegri íslensku alveg eins í þessu falli.
b. Með orðinu ”spámenni” er hafður uppi háttur A-gerðar að gjarna mynda ný orð sem eru hvorugkynsmyndar (eins og ”-menni”) eða avkynja orðið. Annað orð fyrir ”spámaður” sem á rætur að rekja til þessa háttar, er orðið ”spáveri” (af ”spávera”, sem í hvorugkynjun orðmyndar fær endínguna ”i”.) Með því fæst afkynjun orðsins.
Annað dæmi um nýorðamyndun til afkynjunar er ”læríngi” (sbr. ”ræníngi,” þótt þetta beygist öruvísi, nefnilega sem hvorugkynsmynd skv. C3 A-gerðar málsins) sem kemur í staðinn fyrir kyntilgreinandi orðið ”lærisveinn.” Hér má líka hafa ”lærlíngur” (í A-gerð >”lærlíngi”) sömu merkíngar, og nýyrðið ”lærisveri” (af ”lærisvera” í hvorugkynjun orðmyndar skv. A-gerð málsins).
Enn annað ”bræðri” í beygíngu eins og ”mæðri.”
*°(24) a. Formlega hefði vel mátt hafa hér: ”Nokkur úr flokki farisea voru útsend.” En það er annarlegt, og mannverumyndirnar eru til einmitt til þess að komast yfir þennan annarleika. Mannverumyndin fyrir ”nokkur” er ”nokkru” og beygíng hennar: nokkru – nokkru – nokkru – nokkurs | nokkri – nokkra – nokkrum – nokkurra.
b. Orðið ”útsendi” er mannverumynd af lýsíngarorðinu ”útsendur” í nefnifalli fleirtölu. Í orðflokki lýsíngarorða beiti ég þessu myndunar- og beygíngarferli: i – a – u – s | i – a – um – ra, eða urt – urt – (r)u – (ur)s | i – a – um – ra, en fyrir mannverumyndina af ”útsent” gildir það síðarnefnda munstrið (sbr. neðanmálsgrein ***(7)b. Tæknilega væri líka hægt að hafa setnínguna þannig: ”Nokkri úr flokki farisea voru útsend,” þar eð ekkert er því til fyrirstöðu að láta mannverumyndir og hefðbundnar hvorugkynsmyndir fara saman, þá er þær eru sama eðlis og sömu merkíngar. Mannverumyndir er þó ekki að nota um hluti, þótt þeir séu málfræðiega hvorugkyns. Hefðbundnar hvorugkynismyndir má auðvitað nota bæði um hlutveruleika og persónur.
*°°(25) Hér dæmi um myndun ákveðni skv. B-gerð afmarkaðs máls: spámaður + ið > spámaðurið – spámannið – spámanninu – spámannsins. Greininum er skeitt að orðmyndinni. Í fleirtölunni hinsvegar að stofni: spámennið.
*°°°(26-27) Hér eru kynhlutlausar mannverumyndir notaðar, enda þótt útfrá vissum forsendum B-gerðar hefði verið hægt að nota kyntilgreinandi karlmyndir hvorugkynsins. En með útgánspúnkt í markmiðunum bakvið kynhlutlausar málasmíðir væri það eínganveíginn æskilegt, eins og áður er nefnt (***(7)b). Meiníngin er að man geti sloppið undan að iðulega hefja fram karlkynið í öllum mögulegum og ómögulegum kríngumstæðum.
En bara með hefðbundnum hvorugkynsmyndum væri svar Jóhannesar svona: ”Ég skíri með vatni, en það er nú komið meðal yðar, sem þér ekki þekkið, það sem eftir mig mun koma, það sem fyrri var en ég, og hvers skóþveíngi ég ekki er verðugt að leysa.” – Líklega má ráða af þessu að mannverumyndir hafa enn um skeið hlutverki að gegna.
*°°°°(29) Hér er mannverumynd ábendíngarfornafnsins fyrst notuð, og skammt þar á eftir hefðbundna hvorugkynsmynd þess. Að blanda á slíkan veg fer oft vel á, og greiðir fyrir fjölbreytni málsins. Hér hefði mátt nota mannverumyndina fyrir ”sjálft”: ”Sjálfurt þekkti ég þann ekki…” En að hér nota hefðbundna hvorugkynsmynd finnst mér betra. Eða kannski ég einfaldlega ekki hafi vanið mig almennilega við ”urt”-endinguna, sem er tiltölulega ný hugdetta, meðan ég fyrir laungu síðan er orðni vant við (eða vanurt) við að seígja sjálft um sjálft mig.
**°(32) Hér er valið að nota ”honum” í staðinn fyrir ”þanni”, sem þó hefði verið vel hægt ef man veldi að gera svo, þ.e., að blanda kyntilgreinandi myndum með kynhlutlausum mannverumyndum, og t.d. að nota þau síðarnefndu í aukaföllum en kyntilgreinandi í aðalfalli. En ég hef þvertámóti gert það val að fylgja þeim meíginatriðum sem nefnd eru í ***(7)a. Þannig mun ég leyfa mér tilgreiníngu á kyni ef það er þekkt og eíngin sértök ástæða til að ekki gera það, og nota ”þann” eða ”það” þegar það er nauðsynlegt eða æskilegt úfrá jafngildissjónarhorni.
**°°(34) Biblíurnar seígja ”sonur Guðs,” en að Guð og Barn þans séu einmitt ”feðgar,” hefur ekkert trúrænt gildi, og er jafn fjarstæðulegt og að t.d. ekki tala um ”börn” Guðs í mannheimum, heldur bara ”syni” þans.
Í þessari setníngu sem ég sleppti rétt núna, hefði ég getað talað um ”Guð og Barn þess,” en ég geri það ekki að svo komnu máli, þar eð þó að ég ekki trúi á kyntilgreint Guð, þá trúi ég á persónuleika Guðs, kærleika, réttlæti og visku, og þar er mannverumyndin hæfari orðmynd en hlutverumyndin.
**°°°(35) a. Nýyrðið ”læríngi” notað til afkynjunar í staðin fyrir ”lærisveinn”. Beygíng skv. C3-munstri A-gerðar afmarkaða málsins: læríngi – læríngi – læríngi – læríngis | læríngi – læríngi – læríngjum – læríngja. Ég geri ráð fyrir að sumi myndu vilja beygja þetta í veikri karlkynsbeygíngu (eins og ræníngi). Og þá er það kannski bara að gera það, en ég held mér sjálfu (að sinni) að hvorugkynsbeygíngunni. – Annað orð sem ég nota líka á stundum er ”lærinem(and)i,” og einnig ”lærlíngur.”
b. Hér og í nánast fylgjandi versum var ég inni á að hafa kyngreinandi persónufornafn notað í nefnifallinu, en mannverumyndir í aukaföllum, en ég hef fallið frá því að sinni. Markmið þessarar hugdettu var að fljótar gera fólki tamt að nota kynhlutlausar mannverumyndir, og hjálpa til að skæva ó.arfar kyntilgreiníngarhneigðir hjá okkur, en ég vil nú heldur, og vel, að okkur verði vel ljóst hvenær þær verður að nota, og hvenær það er hæst æskilegt að nota þær, og hvenær það bara ókei að gera það. Þegar því er náð er kannski ráð að fara að blanda myndum á þann háttinn.
***°(40) Nýyrðið ”bræðri” (sbr. ”mæðri”) er meðal nokkurra annarra teíngslaorða frá hvorugkynjunarhætti A-gerðar kynhlutlausa málsins (sjá **(6); °°°°°(21)b), og ”feðri,””systri,” ”dætri.”
***°°(45) Nýyrðið ”spáveri” í merkíngunni ”spámaður” notað til afkynjunar. Að nota forna karlkynsnafnorðið ”verr,” sem þýður ”maður,” hef ég verið inni á líka, þannig ”spáver(u)r” > spáver (sem í A-gerð afmarkaða málsins hefði feíngið beygíngu skv. C1-munstrinu: spáver/spáverr – spáver – spáveri – spávers | spáveri – spáveri – spáverum – spávera). Að komast framhjá orðinu ”maður,” ef hægt er, – er af gildi frá jafngildissjónarhóli séð.
°*(51) Til afkynjunar ”mannverubarn” í staðinn fyrir ”mannsonur.” Hvort heldur þetta heilaga fyrirbæri sé hugsað sem sjálft ”Orðið” (Logos) sem hold orðið, eða raungervíng Ástúðar Guðs, Réttlætis og Náðar í mannverunni Jesú, þá er það útfrá sjónarhorni jagngildis allra kynja, mikilvægt að ekki kynvæða það.
—-
[Athugið! Þetta er ekkert trúboð, heldur bara velþekktur texti á íslensku máli, að ”prjóna” kynhlutlausa íslensk að. Þessi texti Jóhannesarguðspjallsins er nefnilega hafður á afmörkuðu íslensku máli, skv. hugdettum mínum um slíkt mál. Með ”afmarkað” er þá átt við ”ómarkað”, þ.e., kynhlutlaust mál. Þetta er fyrsti kaflinn af 21.
Orðið afmarkað er oft haft í merkíngunni ”einángrað” eða ”aðgreint, en ekki hér, heldur sem ”ekki leíngur (kyn)markað” (sbr. orðið ”afhjúpað”), þannig sem synonýmt með ”kynhlutlaust”. Textinn er útfærður samkvæmt ”B-gerð” minni þessa afmarkaða máls, og er það gert í prufuskyni, til að finna hvernig sú gerð málsins geðjast mani eða vanþóknast. Athugasemdir neðanmáls eru, einnig þær hafðar í ”B-gerð” málsins, en samanburður milli eldri gerðar, A-gerðar, og þeirrar ýngri eru oft viðhafður. Í báðum gerðunum iðkast hvorugkynjun persónuorða til kynhlutleysis, en hátturinn á hvorugkynjuninni er að nokkru ólíkur í þessum tveim gerðum, og mun frá þessu greint til hlýtar neðanmáls.
Málfræðireglum og orðmyndunarreglum ”nýmálsins” er lyft fram í neðanmálsgreinunum, með all tíðum endurtekníngum í ólíku samheíngi textans, svo að þenn sem les textann gaumgæfilega, nær hægt og sígandi góðum skilníngi á kynhlutlausa málinu og getur þá fellt vel studda persónulega dóma um ýmsar hliðar þess, og haft uppi tillögur til breytínga og umbóta. Það er þannig von málasmiðs (”prjónanda”) að þessi prufun meígi hljóta þáttöku annarra þeirra sem áhuga hafa á að fá til kynhlutleysta íslensku í líf sitt og þjóðarinnar og, að það kunni að leiða til ”endanlegrar” tillögu að frumdrögum afmarkaðs íslensks máls. – Vil í því samhengi hvetja fólk til þáttöku í FB-hópnum ”Máliðjan.”]
Jóhannesar evangelíum kapítuli 1
Jóhannesar evangelíum kapítuli 2
Jóhannesar evangelíum kapítuli 3
Jóhannesar evangelíum kapítuli 4
Jóhannesarevangelíum kapítuli 5
Jóhannesar evangelíum kapítuli 6
Jóhannesar evangelíum kapítuli 7
Jóhannesar evangelíum kapítuli 8