Illmennið Móses, Heilaga Dýrið og Hátíðin

+   +   +

Ég hef haft náin kynni af mörgum einstaklíngum af ólíkum tegundum dýra í lífinu, bæði hérlendis, á Íslandi og erlendis. Ég hef haft hunda og ketti, kanínur, búrfugla, fiska, orma og mýs, og í sveitinni ”átti” ég hænsni og kyndur, og af hestum hef ég laungum haft dágóða skemmtun.  Ég hef og haft að gera örlítið með bæði uxa, kamela og fíla, en meðal allra dýra er mér þó hlýast til kúnna. Þetta er dásamlegt dýr, vingjarnlegt í viðmóti, rólegt, og kommunikatívt, samtalandi, án þess þó að vera með einhver ólæti. Auðvitað eru til undantekníngar á þessara kúalýsíngu minni, en þá oftast af vel skiljanlegum ástæðum, þegar betur er að gáð.

BILD BELGIÐ

Þegar ég var í sveitinni sem barn hafði ég mikið með kýr að gera, og sá um eina þeirra, nefnilega kusu þess bæjar sem ég gysti að sumri. Kýrin var oft sú fyrsta lifandi vera sem ég mætti að morgni strax eftir að haninn gól, nema þá kvutti næði að heilsa uppá mig áður en ég var komni í fjósið. Ég veitti henni þá mat og drykk í skjólum, mokkaði síðan flórinn.  Eftir að kýrin hafði verið mjólkuð af fósturmæðri mínu, leiddi ég hana út í hagann; náði svo í hana að kvöldi og gaf henni að drekka og borða dálítið í fjósinu.  Áður en ég svo fór í bólið var það vani minn að heilsa upp á Kusuna mína ljúfu, klappa henni og strjúka, og óska henni góðrar náttar.

Laungu seinna, sem fullorðni maður í suðausturlöndum, mætti ég svo oft á stundum kúm á götum úti, þar sem þær í hægagángi vöppuðu um þorpin, átu gras og annað frá vegaköntunum, og leituðu eftir mat í sorphaugunum. Stundum voru þá þessi fallegu, vinalegu og móðurlegu dýr, prýdd með blómakrönsum um hálsinn og mörkuð með rauðum heillatáknum á enni, því þau voru haldin heilög, og friðuð, og það bannað að ófriða og deyða þau, eða þá að borða kjöt þeirra. – Ég ber í stuttu máli mikla virðíngu fyrir þessum dýrum, og á samúð með þeim, umfram með öðrum dýrum, og hýsi verulega ástúð til þeirra.

BILD JÓLANÓTT2

Það er þá kannski ekki svo skrítið, eiginlega, að þegar okkur í fjölskyldunni, einhvernvegin tókst að tapa burt sjálfu Jésubarninu í vöggunni, úr jólafjárhúsinu okkar, þá fær Kýrin heiðurssessinn á gólfinu. Jósef og Maríu, fæðrum Barnsins Helga, höfum við vissulega ekki týnt, en þey eru ekki með á myndinni hér, því þá mundi það vera of þraungt um mannskapinn.

En þarna höfum við þó Vísmennin Þrjú frá austurlöndum, sem samkvæmt guðspjalli Lúkasar höfðu séð Styrnið Stóra og Bjarta kveikjast á himnum uppi, og látið það svo lýsa sér veíginn allt til fæðíngisstaðar Guðsbursins í Betlehem. Með gjafir sínar í hendi, gull, reykelsi og myrru, standa þau nú þarna í einlægri andakt í kríngum þá Heilöga Kúna, og votta djúpt virðíngu sína og lotníngu fyrir þessu Háhelgu Dýri, þar sem það rósamlega hvílir á teppi á gólfinu og horfir á það, og reyndar, sýnist mér, inn í það Mannveri sem myndina skoðar.

Þarna er líka Hirðíngjastrákur eitt með Lamb í faðmi sér, sem með áhuga ynnilega dáir Dýrið. Það sama gerir Lambið Litla og Hvíta fyrir framan Kúna. Eða er það bara forvitið?

+   +   +

Sjálfsagt munu sumi líta á þetta stilleben sem guðlast hið ferlegasta. Alveg örugglega mundi allavegana ofsamennið Móses gera það, þetta leiðtogi sem forðum, þegar þann kom niður af fjöllum með Boðorðin tíu, bannaði fólki sínu að dýrka þá Helgimynd af kálfi, sem það hafði gert sér af gulli.

Móses hafði eínga virðíngu fyrir trúfrelsi annarra, hvorki egypta né síns ”eígins” fólks, og hann sýndi eíngan skilníngi á því að Dýrið af Gulli gæti verið fólkinu ”tákn” fyrir Hið Heilaga, eða slíkt ”múrtí” (form) Guðsins sem ég gert grein fyrir í eldri pistli. Né heldur hafði þetta víðfræga siðameistari nokkurn minsta skilníng á að guðsdýrkun fólksins á Kálfinum, gæti vel verið samrýmanlegt dýrkun þess jafnvel á hinu Eina og Sanna Guði sem Móses meinti sig trúa á. En þannig var jú einusinni persónuleiki Móses, – þessarar frummyndar ofstopamenna í heimi okkar, – að það væri honum alls fjarri að skilja og virða slík annarleg viðhorf.

En er ég þá ekki sjálft ofstopamenni hið versta, þegar ég seígji svona ljóta hluti um eitt af mikilmennum trúarbragða okkar og eitt frumkvöðla vestrænna siðmennínga? Og afhverju kalla Móses ”illmenni”? Það samræmist miður því sem við höfum feíngið að læra í skólanum þegar á barnaárum! Er þetta ekki að gánga of lángt? Og einfaldlega ljótt að gera!

Svarið er að finna í t.d. fjórðu Mósebókinni, kap. 31, sem lýsir gjörðum nokkrum Móses, er sýna hann sem miskunnarlaust fjöldamorðíngi, viðurstyggilegt þjóðmorðíngi, og líklega það fyrsta í öllu heiminum sem fregnir fara af, ef nú trúa má s.k. Heilögu Bókverki okkar kristinna: Eftir að hafa brennt og eytt öllum borgum Mídíansfólksins, og öllum tjaldbúðum þeirra, og jafnframt drepið öll karlmenni meðal þeirra, tekið herfángi koni þeirra og börn, og rænt öllum eignum þeirra, öllum verðmætum hlutum og skepnum, þá komu hermenni Ísraels tilbaka til Móses með allt herfángið og ránsféð. En þá reiddist Móses hersveitarforíngjunum yfir hálfkláruðu verki, og sagði við þey:

Drepið öll piltbörn. Drepið og öll kvenmenni, er samræði hafa átt við karlmann, en látið öll stúlkubörn, er eigi hafa átt samræði við karlmann, lifa handa ykkur.” (4.Mós.31:17-18).

Og svo var gert sem mikilmennið, og guðsmennið, Móses, bauð. Þetta var fyrsta gjöreyðing þjóðar í heimi sem við þekkjum til, og er ekki ögn meira sæmandi en það fjöldamorð á Gyðíngum og öðrum sem illmennið Hitler er frægt fyrir. Og það bætir ekki úr máli ef fólk svo heldur því fram að Móses hafi verið að framfylgja vilja alviturs Guðs í þessu! Að þetta vissulega sé svo samkvæmt Bókverkinu fyrrnefnda, Heilaga, afsakar ekki gjörðina. Það verður bara meira Kalífat eða IS-yfirvarp á þessu hryllilega þjóðmorði.

Svo hvað varðar það mig hvað þessu litla mikilmenni mundi sýnast um Heilaga Belgju mína á gólfi fjárhúsins, Hátíðinni Helgu til mörkunar? Ekki neitt! Alls ekki neitt!


NÝÖLD

Endurbirt og snúið til þríkynsmáls á Hvítasunnu 2021