Að ljúka upp heiminum með rúnanna hjálp
Við tökumst nú á við röð Heimsins rúna, og beiðumst visku og skilníngs til að vappa veg frelsisins og affirríngar, því þessar rúnir sýna ekki bara Heiminn okkar eins og hann í grófum dráttum verundarfræðilega er, heldur og gefa í skyn hvernig komast yfir hann, hvernig yfirskríða hömlurnar og ná okkur sjálfum.
Það eru gefin teíngsl milli þess sem er í jarðheimum alheims,og það sem á sér stað í því sem við köllum ”andlega” heima, en sem í raun eru leíngra komnir jarðneskir heimar í alheims geymi. Einnig þessir jarðheimar, meira þróaðir andlega en okkar, það er, leíngra komnir í alheimsspíralhríngrásinni, eiga sér sína andlegu heima. Allt í þessum ólíku heimum er teíngt hverju öðru, og það menna sem á jarðkúlunum alheims lifa, er teíngt öllum öðrum í stöðugri lífsgeislan alls þess sem líf og vitund á. Allt er teíngt, og allt sem er á sér stað á einn eða annan hátt, í æðra eða lægra eða sama veldi í öðrum heimum. Rúnirnar lýsa þessu, sem sagt, í grófum dráttum, reyndar svo grófum, að þær eiga við alla heima.
Hver einasti hlutur í heimi okkar – þetta kalla mönn samsvörunarlögmálið – er skuggamynd hárfínni hluta í öðrum og æðri heimum; allir áþreifanlegir gripir hér eru afmyndir fínni og andlegri hluta annars staðar. Í þessum æðri heimum eru til staðar, eins og hér, bæði himnar og jarðir, höf og fjöll, fljót og ár og lækir, mannverur, tún, dýr og vextir, stofnanir, byggingar og tól ýmisskonar, sem eru af æðra og háþróaðri taígi. Samtímis erum við í stöðugri vixlverkan við þau lifandi háveri sem þessa æðri heima byggja, í daglegu lífi sem og í draumi, þó oftast án þess að vita það, og getum þá fyrir tilstilli lífsgeislanar okkar og þeirra, haft áhrif á þau og opnað okkur fyrir þeim. Þess vegna geta mönn útfrá því óæðra sem hérna meígin Sársins (Kenaz-Kaun) er að finna, leitt fram fyrir sér hvernig þeir í þeim æðri heimunum eru, og, umfram allt, getum við útfrá þessum heimi okkar, hlutrænum, félagslegum, hugrænum sem geðrænum, og gegnum meðvitaða lífsgeislan og verksemi, að meðtaldri rúnaiðju okkar, þreifað okkur fram till þess mennavits og þeirra verka, viðhorfa og geðrænna stemmnínga sem leiða til eiginlegs aðals okkar, og frelsis, þegar í þessum heimi. En einmitt það er eiginlegt lífsmarkmið hvers og eins okkar mannvera, og það ræður stefnu okkar í komandi heimum að þessu lífi loknu.
Við munum nú fá að sjá hvernig Heimsrúnunum, undir afgerandi áhrifum frá töflu Vegsins rúna, er skipað í þá sessi sem stýra eða munda heiminum okkar í þá áttina að vera svo góður og svo fullkominn eins og mögulegt er. Það er þess vegna sem við lifum, þrátt fyrir allt, í okkur besta mögulega heimi. En rúnirnar eru okkur líka til hjálpar í því að haga eigin lífi okkar sem best, – jafnvel í einstökum atriðum, – í því sem við eigum við að etja í heiminum.
I. HEIMSRÚNAN. Fehu–Fé: Fíknin að eiga og öllum ráða, og þau með valdi taka
[Þetta er meðal heimsins rúna, tíunda færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Fehu–Férúnan: Sumt seinni tíma rúniðla* vill hafa Fehu–Fé sem lokarúnu Gamla samgermanska Fuþarksins og þá fela henni þýðíngu svo sem ”ferlið er fullkomnað” og ”hvíld.” Útfrá þeim Endurreista (og nú birta) sérnorræna fuþarkinum er þetta þó hin mesta fjarstæða: lokarúna þriggja fimmunda eða ætta Heimsins rúna er Íhwaz–Ýr, sem er ein rúna Freyju (og Ynga Frey ef fólk svo vill), og þar, en bara þar, má finna slíkar merkíngar.
Þessar tvær rúnir eru algerar andstæður, vissulega báðar í hinstu geðheimum, en af gjörólíkum víddum í þeim. Ihwaz–Ýr heyrir til þess einstaklíngsbundna og einstaka, og er loka- og fullkomnunarrúna þeirrar ættar; Fehu–Fé hinsvegar heyrir til hins Almenna og Opinbera, og er fyrsta rúna og frumafl Allsherjarríkisins og þess sem heyrir þjóð og þjóðum til. – Fjær en svo kemst ekkert frá hverju öðru.
En Fehu–Fé og frumafl hennar, er ekki það Fyrsta, ekki Frumkvöðull Alls, heldur það sem fram kemur fyrst eftir það alheimslega fyrsta, og þéttir það og formar það í Heiminum. Svo seígir í nokkrum dularfullum þánkum, Ríg Vedu Indialands (X:cxxix) um það sem var, eða ekki var, áður en þetta var:
Ekki var þá ó–verið, né heldur er–verið, / ekki loft og ekki pláss, og ekkert himna þar ofan fyrir. / Hvað þakti þá allt? Og hvar? Og hvað gaf hlé og hvað skjól, / og hirti um vatnið og botnlaust djúpið?
Dauði fannst eigi, né heldur ódauðleiki; / ekkert tákna til að greina dag frá nóttu. / Það Eina var, án andvara, í eigin öndun þó, / Þess utan, ekkert, ekki neitt að finna, Ekkert.
Myrkur var; og Alltið var vatn eitt samfellt / í upphafi myrkri hulið, ei greinanlegt. / Það sem lá tómt var umsveipað Tóminu einu, / hið Eina fram af eigin glæðum fæddist.
Þess fyrsta Hræríng var löungun Þess, ástríða, girndarlosti: / lifandi frjóángi, er síðar sig sýndi / sem andi hins Eilífa Eina. / Þau vitrúnga að fornu sem síuðu fróm í huga sér og hjarta / fundu svo frændsemi verundar í Verinu sjálfu / sem Ekki Var.
Þar á milli þandi sig bandið, aðgreinandi hveli, símar, / – hvað var þar undir, og hvað fyrir ofan? – / Máttarvöld voru Þau mikil, er Fræ öll skópu og gátu af sér: / Þrákelni annarsvegar, Viðleitni, – hinsvegar / í Einíngu Alls.
Hvert er Það sem veit? Hvert megnar Það útskýra / af hverra rótum sjálft hið Skapandi rennur? / Hingað eru – vitum vér – Guðin vor, lángt seinna til komin en Það sem þau og allt skapar, / en hvert veit hvaðan Það þá er til orðið, komið?
Hvernig Þess sköpun hefur átt sér stað, / ef Það nú skapaðist eða þá skapaðist ekki, / Það veit Það Eitt, sem skóp, og sem allt og eitt skoðar / í hæsta himni, – eða svo veit Það það ekki.
Sumt má auðvitað þykja torskilið eða jafnvel fráleitt í þessum sköpunarsálmi Ríg Vedu, en það kemst mann** þó vart hjá að skilja og skynja, að það Guð sem vísar sig í kynngisviði fyrstu rúninnar í rúnatöflu Heimsins rúna, og þau frumöfl sem þar eiga sér skapnað, eínganveíginn eru að samsama Ingwaz–Ing eða háguði því er Edda kallar ”Áður Ekkert Var.” Hér er í staðinn á ferðinni einskonar ”hálfguð,” þ.e., slíkt kynngiafl og slíkir kraftar er halda áfram með innri hræríngu Hins Háa, Hreina og Eina, og þétta hana og forma í Heiminum.
Þessi innri hræríng Þess sem Var og/eða Ekki Var, – upplýsir okkur Veda um – er að verða, og að eiga sér stað; hún er löungun Þess og losti. Fehu–Férúnan er þéttir þetta, er þannig fyrst og fremst að skynja sem lostastaf, og sem leiksvið þrákelni og girnda. En girnd, losta, og ástríðuhita má auðvitað finna í heiminum öllum, og á öllum sviðum heims, þannig ekki bara í sverðsfimmundinni (því miður oft rángnefnd sem Freysætt), heldur í hinum tveimur líka, en hérna, – í einmitt þeirri félagsvídd sem varðar ríki og þjóð. – varðar girndarhugurinn fyrst og fremst valdafíkn, ástríðuna eða áráttuna að öllu, og ekki minst, öllum ráða.
Þegar hún svo tekur til kynferðilegs losta tekur frygðin lit af þessu, og leitast til að eiga og ráða þeim sem fýsnin beinist að, og jafnvel taka þenna*** með valdi. Sem rúnastafur slíkra lystisemda er Fehu–Férúnan þannig allt annað en falleg rúna. Af þeim sökum er – svo seígist mér hugur, – ekki heldur gerlegt að samsama hana við Frey.
Veda talar um Þrákelni annarsvegar, Viðleitni hinsvegar, og Þrákelni af einu eða öðru tagi er það sem við finnum í frumöflum heimsins rúna, en Viðleitni andlegs efnis finnum við hinsvegar í Andlega Vegsins rúnatöflu, og þessi viðleitni þeirra sem Veíginn þræða, virkir og magnar mótöflin gegn þrákelninni. Án þessarrar viðleitni hinna frómu, og kynngimátta hulinsrúnanna og þess sjálfs sem þær umlykja, væri ekki heimur vor sá besti mögulegi.
Hugmyndun: Þriggja–brjósta jötunn****, risavaxið hálfguð*° eða þurs*°, situr á sælgætiskúlum á túni meðal búfés og annarra dýra, og er að snæða epli. Í stað fóta hefur þurs þetta, eða guð, klaufir eins og grís, kroppur þess er all loðið, og það er búið hornum hrúts og er með beljuhala. Þursið*°°, eða guðið*°°, eða þá ómenni þetta, er og hlaðið dýrgripum, gulli og gimsteinum, og er með kórónu á höfði sér; það er fursti**** og ránvaldur**** í ríki sínu. – Ekki má ráða hvort hér er um að ræða karlkynsveru eða kvenkyns.
Táknmál þessarrar hugmyndunar er augljóst: Hornin, halinn, og klaufarnar upplýsa um að hér sé á ferðinni ómenni eitthvert, hvort heldur það nú ekki enn hafi náð mannveruþroska, eða þá hefur orðið fyrir sjálfsfirríngu og þar með firríngu frá öllu því sem manneskjulegt er. Eplið seígir að hér sé sælst í allt gott sem í heiminum er. Túnið, sælgætið og búféð tala um eignarhald, fýsnir og ásælni almennt. Og að þetta ómenni, hálfguð eða þurs hafi einu brjósti of mikið, þýðir einfaldlega alltof mikill veraldlegur losti, og bókstaflega takmarkalaus græðgi.
Ljóðstafir: Fé er frænda rógur / og flæðar viti / og grafseiðs gata. / Fé er huggun hvers og eins, enda þótt við öll verðum að deila því út / ef við viljum ögn eiga af Drottins dýrð. / Fé veldur frænda rógi; / fæðist úlfur í skógi.
Steypíng og staðartala: Rúnan getur steypst til andstæðrar kynngi, stundum til hins betra.
Staðartala hennar er 1/I:H, og hún er þá rúna nr. 1 í Gamla samgermanska fuþarkinum og líka nr. 1 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna. Hún hefur þá Hagalaz–Hagl og Tiwaz–Tý sér til hægri handar í fyrsta vefti töflunnar, en beint andspænis sér í geðheimum handan Jarðheims hefur hún Raidho–Reið. Ætt hennar er sverðsætt (og spaða).
Sem rúna nr. 1 í Heiminum, er Fehu–Fé gegnum mótafl sitt í rúnu Allföður–Óðins (Raidho–Reið) í sérstöku bandi við Gjöf Lífsins, Gebo–Gefn, meðal Vegsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla* er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið alveg út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
ríkidæmi | fé | árángur | öryggi | frjósemi | góðir hlutir og girnilegir | að eiga | sigur í stríði | fullnægíng | frjósemi | ástarsaga | ýkjur | þéttíng | eflíng | storknun | júgur | brúðarkistill
____
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er það alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér, – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera, –hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | ** Ég nota orðið ”mann” í staðinn fyrir ”maður” þegar það orðið er notað eins og einskonar fornafn. Beygínguna hef ég þannig: mann – mann – manni – manns | mönn – mönn – mönnum – manna. Stundum hef ég þgf. og ef. fleirtölunnar þannig: mennum – menna. | *** Þetta er þgf. et. af kynhlutlausa persónufornafninu ”þenn” er bara má nota um persónur: þenn – þenn – þenna – þenns | þey/þau – þey/þau – þeim – þeirra. | **** Þetta er augljóslega karlkynsorðmynd, en skv. viðbótarmálfræðinni meíga persónuorðin halda orðmyndum sínum í óákveðni bæði eintölu og fleirtölu, en ekki í ákveðninni. | *° Jötunn, guð og þurs eru persónuorð og taka því með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | *°° Ákveðni persónuorða myndast skv. viðbótarmálfræðinni með því að hvorugkynsgreini er skeytt að orðmyndinni í eintölu, en að stofni orðsins í fleirtölunni.
II. HEIMSRÚNAN. Hagalaz–Hagl: Óveður, nirfilsháttur og geðrænn kuldi ráða hér ríkjum
[Þetta er meðal heimsins rúna, önnur færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Hagalaz–Haglrúnan: Eitt frumafla Hagalaz, eða Hagals–Hagls sem rúnan einnig er kölluð, er bítandi, sársaukafullur nístíngskuldi, eða það sem honum veldur. En hún fjallar líka um að sjálft* vera viðbúið slíku og öðru veðurfári og náttúruöflum yfirleitt.
Þetta er fyrsta geðrúna miðættarinnar, öðru nafni Hagalsættarinnar, eða þá fjárættarinnar, og sem slík á hún sér stað í þeirri mannfélagsvídd sem er vettvángur sveitamennsku, nærsamfélags, eigin ættar og fjölskyldu, ásamt framleiðslu lífsnauðsynja til viðurværis sjálf síns og sinna nánustu. Kynngi rúnunnar er þannig í raun mestmegnis hagfræðilegs eðlis og fjallar um eiginhagsmuni og samsvarandi hvatir. Sem slík er kuldi hennar útilokun annara og eigingirni, skortur á samúð, fastheldni og níska.
Hagalaz–Hagl er líka kúgunarafl og sem slík niðurbælandi. Sá girndarbruni og valdránslosti sem finns í geðrúninni til vinstri handar henni, – fyrstu rúnu fuþarksins, en sú er Fehu–Fé, – tekur sér í Hagalaz–Hagl form af gríðarfýsn til eigin öryggis, hvað sem það kostar. En þótt hún haldi burtu öðrum og verji sig fyrir þeim; og þótt hún byrgi sig í búðum sínum og einángri sig frá þessu framandi og hvað hana varðar að mestu óviðkomandi fólki; og þótt hún nauðsynlega hampi sjálfri sér í einu og öllu, þá kúgar hún þó sitt eigið fólk og agar, og bælir niður einstaklínga nærsamfélagsins. Undir áhrifum Hagalaz–Hagls átt þú þannig að þér sáralítið eiginfrelsi, og býrð við uppgjöf þíns eigins og sjálfskúgun. En undir niðri átt þú samt niðurbældan vilja til frelsis og eigin frama, nokkuð sem svo kemur til framrásar í geðrúninni til Hagalaz hægri handar, en sú er Tiwaz–Týr, hetjurúnan.
Hugmyndun: Umluktur grílukertum að afar köldu sumri, gefur að líta bóndabæ og vistarhús, hey er í stökkum og búfé að beit, eldur í arni, og gera má ráð fyrirr að einhvern fisk sé að fánga í sjónum.
Hagéli skellur á, sumt gróðurs í garðreitunum tekur skaða, og tvö mannveri** hlaupa undan élinu til skjóls, enda nakin og haglið meiðandi. Girðíng, ísi hlaðin, er fyrir bænum, og snjór er í trjám. Heildarmyndin er kuldi, sókn í skjól og fyrirhöfn til lífsafkomu.
Ljóðstafir: Hagl er kaldakorn / og krapadrífa, og snáka sótt. / Hvítast allra grjóna kemur það ofan / úr andvara himins er vindskúrar velta því niður, / og verður þar næst að vatni. / Kaldast allra korna; / Kristur skóp heiminn forna
Steypíng og staðartala: Rúnan steypist aldrei til andstæðrar kynngi.
Staðartala hennar er 9/II:H, og hún er þá rúna nr. 9 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 2 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Fehu–Fé sér til vinstri handar, Tiwaz–Tý sér til hægri, og beint andspænis sér Sowilo–Sól. Ætt hennar er Fjárætt (penínga og tígla).
Sem rúna nr. II í Heiminum, er Hagalaz–Hagl gegnum mótafl sitt í Sowilo–Sól, í sérstöku bandi við Parhestana, Ehwaz–Hross, meðal Vegsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla*** er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim:
geigvænleg náttúruöfl | eyðileggíng | uppskerubrestur | varkárni | prófraunir | reiði | að yfirbuga hömlur | þröskuldur | gáttir milli heima | norðanátt
_____
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Kynhlutlaus vísun til sjálfs sín gerist ‘i afmörkuðu máli með því að nota hvorugkynsmynd fornafnsins eða sérstaka tilbúna mannverumynd þess. | ** Ég vel að gefa persónuorðinu ”mannvera” hvorugkynslíkari mynd, ”mannveri”, til að geta notað það hvorugkyns sem sömu merkíngar og manneskja. Beygínguna hef ég þannig: mannveri – mannveri – mannveri – mannveris | mannveri – mannveri – mannverum – mannvera || mannverið – mannverið – mannverinu – mannversins | mannverin – mannverin – mannverunum – mannveranna. Sem persónuorð tekur það að sjálfsögðu með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | *** Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðilsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera – tekur þannig með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða.
III. HEIMSRÚNAN. Tiwaz–Týr: Tími er nú kominn til að velja þinn veg! Og velja rétt.
[Þetta er meðal heimsins rúna, þrettánda færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Tiwaz–Týsrúnan: Þetta er rúna Týs, þess hugrakka og sjálfsfórnandi Guðs sem setti aðra hönd sína að veði í gin Fenris til að geta komið fjötrum á ódýrið.
Tákn guðs þessa er uppreist hönd, annarsvegar til blessunar alls þess sem frammi fyrir því* liggur, og hinsvegar sem merki eiðstafa eða svardaga. Þrátt fyrir þetta er inntak rúninnar allt annað en eiðsrúnunnar, Raidho–Reið í sverðsættninni, því hér er ekki fjallað um lög og reglu ytra samfélags, heldur um það sem fyrir einstaklínginu** liggur og það eina, heila og alveg einstaka persónu** sem í því býr. Sumt rúniðla*** telur þessa rúnu, eða öllu heldur þá rúnætt sem hún innleiðir, sem raunrétt númer 1, en algeíngast er þó að hún sé litin á sem rúnætt númer þrjú, – og er það látið gilda hér, þótt vel meígi till sanns vegar færa, að hér sé fjallað um sjálft frumlag mannverusins** af holdi, anda og blóði, og þannig bæði alfa og ómega, upphafið og endann.
Það fjallar hér ekki um þjóðarheill á þessum stað í rúnatalinu, og ekki um fjölskylduhagsmuni eða ættarhag, ekki um valdaþorsta eða um ástríðuna að skapa skapa skjól sér og sínum, heldur um viljann að verða það sem mann er; það fjallar um að raungera einstaklíngseðlið. Tími er nú kominn, – seígir hún þessi rúna við þig, – til að grundvalla sjálft**** þig í eigin lífi þínu.
Það fjallar um að skapa sér nafn, vinna sér metorð og frægð. Þannig finnst í þessari rúnu frumafl framsækni, metorðagirndar, framadrauma, og þrákelni metnaðarfýsnar. Hér er því hætt við að verk öll og viðleitni hallist til eigingirni sem oftar en ekki eyðileggur fyrir ekta frama og lífsferð frumlags rúninnar.
Það er þó ekki eini kosturinn hér. Einstaklíngar setja sér markmið, og sum* þeirra meíga vera af slíku tagi, að þau afdráttarlaust leysi þau frá hömlum sínum og persónubundnum höftum, og þannig beri þau fram til aukins frelsis síns og dýpri og jafnframt sannari hamíngju. Tiwaz–Týr er þannig í raun og veru Vegvalsrúna, þar sem málið er, að ekki velja það lága, ílla og ljóta, né heldur bara saðníng fyrir stundarsakir, heldur það háa og göfuga og sanna sem lyftir manni til æðra eigin lífs. Tiwaz–Týr er þannig einnig rúna Afgerandi Frelsis og andlegrar Upphafníngar (eða Transendens) í Lífinu. – Þetta er í þessu kerfi rúniðkunar táknað með Tri–Ísa |||.
Þessi síðarnefndi þáttur í kynngimögnun rúnunnar er studdur og efldur af því mótafli sem hrærist í Ihwaz–Ýr, þessarri ljúfustu allra heimsins rúna, en það bottnar í eíngu öðru en sjálfasta Ingwaz–Ing, Ynga Frey, háguðinu*° sem er hinsta*°°skapari og alstrari alls sem er.
Hugmyndun: Það er heiðrík nótt hásumars, sól er enn á lofti, nokkrar stjörnur eru á himni, nægilega bjartar til að sjást, og er hér ein þeirra stærri en allar hinar tilsamans, en sú sýnir tákn þeirra Shiva og Shakti í nokkurskonar faðmlögum.
Ríðandi riddari** er þar á ferð sinni, vopnum búið, með gunnfána á geiri sínum. Á fánanum einkennismerkið Tri–Ísa |||, til mörkunar þess að ferðinni sé heitið til sigurs á sjálfu sér. Á fáknum má sjá ævaforna erkitýpu hjónasælu og jagngildis kynja, og rúnu Týs á hægri armi riddarsins.
Tiwaz–Týr er oddrúna hornættarinnar (drykkjarhorna, skála, glasa eða bikara), og riddarið*° ríður hér hjá þremur af rauðu víni yfirfylldum drykkjarílátum úr gleri, er standa frammi fyrir bautasteini nokkrum við vegkantinn. Á steininum miðjum, meitluð og máluð, er Vegvalsrúnan, en yfirskrift hennar, rauðmáluð, er TÍMIN, til táknunar þess að nú sé tími til kominn að Velja Veg, og velja þann Eina Rétta. Í bakgrunninum Vegur eða Árfarvegur, sem leiðir lángt út í fjarskann.
Ljóðstafir: Týr er einhendur áss / og úlfs leifar / og hofa hilmir. / Hann er ákveðið tákn, heldur trúnað sinn vel / við öðlínga meðal menna*°°°. Er alltaf á ferð / skýjum ofar að nóttu, en aldrei á flakki. / Einhendur meðal ása; / oft verður smiður að blása.
Steypíng og staðartala: Rúnan getur steypst til andstæðrar kynngi, varúðar er þörf og vísdóms.
Staðartala hennar er 17/III:H, og hún er þá rúna nr. 17 í Gamla samgermanska fuþarkinum og númer 3 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Hagalaz–Hagl og Fehu–Fé sér til vinstri handar í fyrsta vefti töflunnar, en beint andspænis sér í geðheimum handan Jarðheims hefur hún þá dásamlegu Ihwaz–Ýr. Ætt hennar er Hornætt (eða skála og drykkjarfánga, – í venjulegum spilum er þessi flokkur táknaður með hjarta, í Tarot með bikar).
Sem rúna nr. 3 í Heiminum, er Tiwaz–Týr í krafti stöðu sinnar og ekki minnst gegnum mótafl sitt í heimsrúnu Freyju (Ihwaz–Ýr) í sérstöku bandi við Ingwaz–Ing, Það Eina og Hinsta meðal Vegsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla*** er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig, í spurníngu þinni eða í verki þínu. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
hreysti | réttlæti | leiðtogaefni | rökhugsun | stríð | hugrekki | þróttur | áskorun | einvígi | hetja | riddari | jafnvægi
_________
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta fornafn er hvorugkyns því að það nafnorð sem það vísar til er persónuorð, og persónuorð taka skv. viðbótarmálfræðinni með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | ** Þetta er persónuorð og tekur með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | *** Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniilsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera – tekur þannig með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | **** Hér er höfðunin til sjálfs þíns höfð kynhlutlaus gegnum að nota hefðbundnu hvorugkynsmyndina. Nota hefði mátt í sama skyni mannverumyndina, ”sjálfurt.” (Með ”mannverumynd” er átt við tilbúnar orðmyndir – sérmyndaðar eða reglumyndaðar – sem bara eru notaðar um manneskjur, aldrei um hluti.) | *°Þetta persónuorð er hér í ákveðni, en skv. viðbótarmálfræðinni myndas ákveðni með því að skeyta hvorugkynsgreini að orðmyndinni óbreyttri í eintðölu, en að stofni orðsins í fleirtölunni. | *°° Þetta lýsíngarorð vísar til persónuorðanna skapari og alstrari, sem þrátt fyrir að þau í afmörkuðu máli haldi (áður karlkyns) orðmyndum sínum óbreyttum, taka með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. Með þessu móti kemur upp eitt fjórða ”kyn” (eða ”kast”) í málinu, ”persónukynið” (eða, – þar eð málfræðilegar formdeildir ekkert hafa með raunverulegt kyn að gera, – ”persónukastið”). | Seinni orðliður persónuorða svo sem ljúfmenni, illmenni, ómenni, er hér notað sjálfstætt sömu merkíngar og ”manneskja” eða ”mannvera.”
IV. HEIMSRÚNAN. Urusaz–Úr: Að flokka allt og alla* útfrá ytri einkennum er þrákelni hennar þessarar.
[Þetta er meðal heimsins rúna, fimmtánda færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Urusaz–Úr(uxa)rúnan: Þetta er rúna mikilla krafta og sköpunarmátta er snerta formgerðir og framþróun heims. Hún leggur grundvöll að því sem síðar á sér stað í meira fastmótuðum myndum. Hún er þó ekki fyrsta rúnan í rúnatöflu Heimsins rúna, en innan rúnættar sinnar (sverðsættar) tekur hún beint við af geðrúninu Fehu–Fé, og litast mjög af græðgi og dramblæti þeirrar forysturúnu rúnatalsins, og formar og framþróar losta hennar í hugrænu sinni.
Nafn hennar hefur skilist ýmist sem úrkoma, eða slagg (eða afgángar) við járnvinnslu, eða þá sem úruxi, nú síðan leíngi útdauð uxategund í Evrópu, og mun það síðarnefna nafnið líklega vera það réttasta.
Þetta er annars sú óheflaðri af tveimur hugrúnum sverðsættar, en sú meira siðfágaða sömu ættar er Guðanna Borg, Ansuz–Ássrúnan. Gríðarmáttur Urusrúnunnar er svo mikill að hún veldur miklu og tíðu tjóni á borðveggjum Ásanna, er þau góðu siðgæðisöflin leitast við að mildra og eitthvað temja þessa ótömdu, villtu, og frumstæðu kraftarúnu upptakanna.
Ein helsta tilhneíging Urusaz–Úr sem hugrún er að raða niður öllu og öllum í grófar kategoríur, að flokka allt út eftir t.d. hörundslit, kynþætti, kynjum, hæð, breidd, þjóðerni, gáfnafari, hugarfari, fegurð, ríkidæmi, o.s.frv., og þá samtímis viðhafa ákveðið gildismat varðandi einmitt hver þessarra flokka sé æðstur, hæstur, eða bestur og mestur að hennar skapi. Hún híerarkiserar heiminn, tignraðar öllu í honum.
Það er í svona hugarfari sem valdsníðsla allskonar, kynþáttahatur, kynhalli og kynremba, hómófóbía, kúgun og útrýmíng, grasserar og þrýfst. Kynngimáttur og stefna rúninnar er þess vegna mjög svo varasamur, og væri það ekki fyrir mótaflið í Ássrúnunni og bakhjarl þess í vegvalsrúnunni Perthro–Þrórúnu meðal Vegsins rúna, gæti það virkilega farið mjög ílla fyrir heiminum.
Hugmyndun: Mikils kulda og myrkurs gætir á þessum slóðum, en frumöfl upptakanna eru hér tjáð með hellirigníngu, eldgosi og hjarni, ásamt uxa á beit í hjarninu.
Kýr með manneskjuásýn og mikinn og gróskulegan hárvöxt, blæs nösum, og stappar niður hægri fæti sínum í sandinn, og sýnir með því skapgerð sína, kraft sinn, og heift. Milli augna sinna hefur dýrið rúnu, sem er steypirína Týrs, og samtímis heilrúna af steypirúnu Lagus–Lögrúnunnar, en sá stinni stafur er algjör andstæða Urusazrúnunnar í hugheimum.
Að júgrum sér nærir kýrin nöðru, og í fjarska má sjá þrjá reykháfa kjarnorkuvers. Úrkynjun? Ofþróun? – Varúðar er þörf!
Ljóðstafir: Úr er skýja grátur / og skara þverrir / og hirðis hatur. / Úrus er af einni hugsun og með ofaukin horn, / hið grimmasta dýra, er hann berst með hornum sínum, / velþekktur fyrir að fótumtroða móana sína. Dramblát skepna er hann. / Úr er af illu jarni; / oft lóðar hreinn á hjarni.
Steypíng og staðartala: Rúnan getur steypst til andstæðrar kynngi, og þá oft til hins betra.
Staðartala hennar er 2/IV:H, og hún er þá rúna nr. 2 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 4 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Nauþiz–Nauð sér til hægri handar, og Ansus–Áss andspænis sér í hugheimi handan jarðheimsrúninnar Þurisaz–Þurs. Ætt hennar er Sverðsætt (og spaða).
Sem rúna nr. 4 í Heiminum, er Urusaz–Úr í bandi við Perthro–Þrórúnuna meðal Vegsins rúna, og það þá einkarlega gegnum Ansus–Áss sem hún er í víxlverkun við meðal Heimsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla** er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig, í spurníngu þinni eða í verki þínu. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
frumburi | upptök | villimennska | gríðarstyrkur | sköpunargáfa | þrái | seigla | ótemja | grófflokkun | það frelsi er á rætur að renna til taumleysis | viljastyrkur | ofurefli
______
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta óákveðna fornafn má líta út eins og það væri karlkyns. Það er þó ekki það skv. viðbótarmálfræðinni, þar sem orðmyndin er þolfallsmyndin af mannverumyndinni ”alli:” alli – alla – öllum – allra. Kannski væri best að hafa einnig þolfallsmyndina ”alli”? – En auðvitað mætti mmann nota hér venjulegu þolfallsmyndina: öll. | ** Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera – tekur þannig með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða.
V. HEIMSRÚNAN. Nauþiz–Nauð: Allt fjallar hér um að þér takist að tóra
[Þetta er meðal heimsins rúna, fimmta færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Nauþiz–Nauð: Með Hagalaz–Hagl sér að baki í geðheimi (fyrsta veftsins), ber þessi rúna neyðar með sér hugarvíl, fyrirhöfn og eilífa armæðu í heimi hugar manns*. Útfrá frumafli hennar eru hér áhyggjurnar endalausar, og ein tekur við af annarri, og það leiðir til vángaveltna, bollaleggínga, og útreiknínga á möguleikum eins og annars, og þeirrar fyrirhyggju að búa sig við með tólum og tækjum og vopnum, byrgja upp búr sín og fara sparlega með nauðþurftirnar, huga að öllu, eíngu gleyma. Allur hugarkraftur, og þar með lífskraftur, beinist hér að því að lifa af lífið, að takast þrátt fyrir allt að halda sér á lífi, tóra. Að gleyma sér í skapraunum sínum, sjúkdómum og eilífa uggi er eíngum gerlegt.
Þó er í raun ekki allt bara helvíti og hugarvíl á þessum stað í heiminum, því að Nauð á sér mótafl í Jara–Ársrúnunni í hugheimi handan Ísa, og hún mýkir upp neyðina hjá Nauð að nokkru, veitir henni, eða því öllu sem undir hana heyrir, glampa af gleði, og af von og gleymsku í því sem er. Má þar á meðal nefna þá náðargjöf sem er óminni svefnsins að erfiði loknu eða eftir lánga vöku, ásamt vinnugleði, ástundunarsemi og kappsemi, og ekki minnst, – þrátt fyrir allar þrautir, og jafnvel, einmitt út af þessum þrautum, – samstöðu með þeim nánustu, einhverjar hugástir og vináttu. En þó líka svik og óvináttu, því frumaflið er ekki yfirbugað, bara dempað.
Það er í þessum mildaða anda Nauðar sem vinaþáttur Hávamála er saminn. Hér nokkur versanna, því þau meíga eiga þátt í þýðingu rúnarinnar:
Vin** sínu / skal mann vin eitt vera / ok gjalda gjöf við gjöf // hlátr við hlátri / skyli hölðar taka / en lausúng við lygi
Vin sínu / skal mann vin eitt vera / því ok þess vin // en óvinar síns / skyli ekkert menna / vinar vin vera
Veistu ef þú vin átt / þat er þú vel trúir / ok vill þú af þenna / gott geta / geði skaltu við þenn blanda / ok gjöfum skipta / fara at finna oft
Því vápnum og váðum / skulu vinir gleðjask // þat er á sjálfu sýnst // viðgefendr ok endrgefendr / erusk leíngst vinir / ef þat bíðr at verða vel:
Ef vin þú átt annat / þat þú illa trúir / vildu af þenna þó gótt geta / fagrt skaltu við þenn mæla / en flátt hyggja / ok gjalda lausúng við lýgi
Þat er enn of þat / er þú illa trúir / ok þér er grunr at þess geði / hlæja skaltu við því / ok um hug mæla // glík skulu gjöld gjöfum
Hér gætir, eins og sjá má, annarsvegar viss raunsæis, vantrausts og heimsvana í rúnunni, og hinsvegar trúar, tryggðar og einlægni, er rekja má að nokkru til þess flæðis sem, á sér stað í milli þeirrar grófgerðu úrkraftarúnu, að nafni Úrusaz–Úr, í sverðsættinni til vinstri handar, og þeirri blíðu Berkanu–Björk í (drykkjar)hornsættinni til hægri (eða öfugt, milli þeirra síðarnefndu og þeirrar fyrrnefndu.
Hugmyndun: Utan fyrir má líta nakið persónu** syrgja sárt dauða einhvers nákomins. Innan fyrir, í bólinu, er að sjá konu** nokkurt í kvöl með bólusótt eða pest einhverja. Á veggnum yfir rúmgafli, nær höfði konusins***, Vargakrossinn, Úlfmjöllnir Þórs, því til verndar og lækníngar, en það mun vísun til að hér séu einnig galdrar og kynngimögn tekin í brúk til að gagna þeim lifandi.
Til hliðar á veggnum hánga verkfæri, en það eru vopn ýmiskonar íbúum til varna. Að matborði í herberginu stendur stríðsmenni eitt, vopnum búið, og er það hér að brýna sigði sitt til uppskeru nauðþurftanna. Í fati á borðinu fyrir framan það, beinagrind uppetins fisks, en útreikníngar hafa verið gerðir í eina fjala borðsins. Í forgrunni næst þér, gefur að líta vog, og í annarri skál hennar ávexti, í hinni höfuðkúpu, og vegur sú síðarnefna greinilega meira.
Ljóðstafir: Nauð er Þýjar þrá / og þúngur kostur / og vássamleg verk. / Mönn* bera sér þraung yfir brjósti, / en oft berst þeim hjálp, burum menna****, / og heilun þeirra allra, ef þey*° hlíða því sem þörf er á. / Nauðir gera nauma kosti; / nakið fólk kelur í frosti.
Steypíng og staðartala: Rúnan getur steypst til andstæðrar kynngi, og er það oftast til hins betra.
Staðartala hennar er 10/V:H, og hún er þá rúna nr. 10 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 5 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur hún þá myrkrið í Urisaz–Úr sér til vinstri handar, birtuna skæru í Berkano–Björk sér til þeirrar hægri, og Jara–Ár andspænis. Ætt hennar er Fjárætt (penínga og tígla).
Sem rúna nr. 5 í Heiminum, er Nauþis–Nauð í bandi við Kenaz–Kaun, meðal Vegsins rúna, þó einkarlega gegnum Jara–Ár sem hún á víxlverkun við meðal Heimsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar hami og ljóðstöfum, ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla*°° er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
erfiðleikar | örlög | kynngismögnun | takmörkun | árekstur | barátta | nauðsynjar | ófullnægja | áhyggjur | neyð | rándýr að ásækja búfé | dauði
________
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta orð kemur í staðinn fyrir ”maður” notað sem fornafn. Beygíngin er: mann – mann – manni – manns | mönn – mönn – mönnum – manna. Stundum hef ég í staðinn fyrir þgf. og ef. fleirtölunnar hér, ”mennum” og ”menna.” Mér finnst það þó minna fallegt. | ** Þetta nafnorð er persónuorð og tekur því með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | *** Persónuorð mynda ákveðni með því að hvorugkynsgreini er skeytt að óákveðnu orðmyndinni óbreyttri í eintölunni, en að stofni orðsins í fleirtölunni. | **** Seinna orðlið persónuorða svo sem mikilmenni, góðmenni, fámenni, má nota sjálfstætt sömu merkíngar og ”manneskja” eða ”mannvera.” | *° Þetta er mannverumynd fyrir ”þau.” Hér mættieins vel nota það orðið. | *°° Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér, – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera, – hvorugkynsmyndir annarra fallorða.
VI. HEIMSRÚNAN. Berkano–Björk: Hún brennur af ást til afguða sinna og vill fá þá að hrífast af sér
[Þetta er meðal heimsins rúna, áttunda færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Berkano–Björkrún: Hana mætti kalla rúnu hrifningar og blekkingar, eða öllu heldur – útfrá þeirri ætt sem hún heyrir til, – rúnu sjálfshrifningar og sjálfsblekkíngar, og/eða trúgirnis. Hugkveikju einstaklíngshyggju sinnar hefur hún frá Tíwaz–Tý í geðheiminum að baki sér í fyrsta vefti töflunnar, en frumafl það sem í Berkano sjálfri hrærist er að upphefja sjálfið en svo blekkja sjálft það í ferlinu, en þó vera – andstætt því sem seígja má um Urusaz–Úr í hinum enda veftsins hennar – algerlega einlægt (og þar ígegnum elskulegt) í öllu sem gerist.
Sjálfshyggja hennar tekur form af innilegri sjálfshrifníngu, annarsvegar sem hrifníngin yfir að aðri* hrífist af henni, og hinsvegar hrifníng og hreint rómantísk dýrkan af speíglíngum sínum í öðrum, og af þeim sem hana speígla. Hún hrífst þannig af því sem hún sér af sjálfu** sér, eða þær glæríngar af þessu sjálfi sem hún sér bregðast fyrir í öðrum verum, eða í augum annarra og orðum. Hún sér ekki sjálft** sig, eiginlega, eins og hún virkilega er, en hún sækist eftir að vera samþykkt af öðrum eins og hún er, og þá jafnvel vera uppáhald þeirra umfram allt annað, og fá upphafníngu gegnum það. Og fyrir það vill hún gefa þessum afguðum sínum allt sem hún heldur að þau vilji af henni hafa, og það stærsta og mesta som hún veit sig þá hafa að gefa er einlæga ást sína og undirgefni.
Undir niðri í Berkano–Björk er sjálfsást, en hún beinir henni útávið, oftast í innilegri og einlægni ást til annarra, og hjartanlegri tilbeiðslu. Sjálfsást hennar tekur sér þá trúgjarnar og villandi myndir. Hugarteíngsl hennar eru ekki fyrst og fremst rökræn, síður en svo, heldur assosíatíf, lausleg og hverful, og oftrúarfull, hjátrúrafull. En hún á sér mótafl í heimsins æðstu hugrún, Lagus–Lögr, handan jarðheims, og það leiðir hana áleiðis til sannara hugarfars, og skarpari skilníngs, auk lángt ríkari sjálfsköpunar.
Hugmyndun: Fjallagarður, gullgeislum sólar sleíginn í bakgrunninum, og fjörður hreinna vatna, svanur á sundi og veiðum í honum. Hérna meígin fjarðar, ein hin hæsta björk. Þetta allt er tákn þess að þrátt fyrir vissa hugræna villu eða misvísun, og sjálfsblekkíngu þá sem finna má í verksviði rúnarinnar, þá er hún þó í grunni sínum hrein og tær, tiltalandi og gefandi þeim sem hrærir sig í henni.
Nær þér, – þar sem þú sjálft ert á bak við hjörtum prýdd gluggatjöld og gægist varlega út, – sérð þú konu*** eitt fallegt, með gróskufullt hár, og sjálft blómum, gulli og perlum prýtt, sitja í blómstrandi túni í einlægri bæn og altarisfórn frammi fyrir guðum sínum: þessum þremur, rúnum höggnum og blóðfáðum og hvítkölkuðum steinum. Að baki steinanna eitt lítið tré, skreytt með lykkjum af lifandi berjum, en þetta mun vera vísun til dvergbjarkar, því björkin er ekki bara hávaxin í náttúrunni, og glæsileg, heldur líka oft á tíðum, lágvaxin, lítil og krúttuleg. – Takið eftir að þrátt fyrir að mikil birta stafi af þessari hugmyndun, liggur það viss skuggi yfir koninu*° þar sem það situr að blóti sínu.
Sú fórn sem konað*° ber fram fyrir guði sín virðast vera ávextir, en þessi sömu aldin má sjá, vel þroskuð, hángandi í trjágreininni yfir litla trénu og altarinu/blótstöllunum. Líklega eru þetta epli einskonar, kynæxluð við rauða með hvítum flekkjum stráða sveppi, sem án efa eru þeir berserkjasveppir sem þarna eru í gróskulegum vexti í túninu. Fullþroskuð epli eru sæt, ljúffeíng og góð, en sveppirnir hinsvegar (amanita muscaria) alræmdir fyrir að valda dásamlegum sýnum, sjónhverfíngum og –blekkíngum, og ofurtrú – ekki síst á krafta sína – þess sem þeirra neytir. Mér virðist þetta geta þjónað sem tákn þess hugmyndalífs og þeirra tilfinnínga sem í koninu*° býr.
Hvað tákna þá altarissteinarnir og rúnir þeirra? Rauðfáðar ristíngar þeirra á hvítkölkuðum bauta– eða blótsteinunum, eru þær Gebo–Gefn til vinstri, og Ingwaz–Ing til hægri, en á milli þeirra Tri–Ísa |||, sérstakt tákn Ég-rúnunnar í æðra veldi sínu og Frelsis. Málið er, að ef þú færir þessar þrjár saman og gerir af þeim eina bindirúnu, þá færð þú fram Urrún, Allra Rúna Móður og Dóttur. Hér er þá eitt hinsta mysteríum um eðli alls lagt fram í þessari ”altarisgaöungu.” En hugarheimur konusins*° sem hér blótar guði*°° sín, og þar með þennan leyndardóm, er þess kyns að það líklega alls ekki er þessa meðvitað, heldur blótar guðin*°° ennþá sem sjálfstæð máttarvöld í ytri heimi þess. Seinna mun þetta breytast.
Ljóðstafir: Bjarkan er laufgað lim / og lítið tré / og úngsamlegur viður. / Björkin getur ekki af sér nokkurt aldin; / samt ber hún fram ánga / því hún er framborin af laufum sínum. / Glæsilegar eru greinar hennar, og dýrðlega skreytt / er króna hennar er nær upp til himna. / Bjarkan er laufgrænstur lima; / Loki bar flærða tíma.
Steypíng og staðartala: Rúnan steypist normalt ekki til andstæðrar kynngi.
Staðartala hennar er 18/VI:H, og hún er þá rúna nr. 18 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 6 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Nauþiz–Nauð sér til vinstri handar, en handan Nauðar Úrusaz–Úr. Andspænis sér í hugheimi handan Jarðheims á hún sér Lagus–Lögr. Ætt hennar er Hornætt (hjarta, bikara og skálar).
Sem rúna nr. 6 í Heiminum, er Björk í bandi við Algiz–Elg og eðallyndi hennar, meðal Vegsins rúna, og það þá einkarlega gegnum Lagus–Lögr sem hún á víxlverkun við meðal Heimsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar hami og ljóðstöfum, ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúnaiðla*°°° er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
kvenleiki | barnsburður | lækníngarmáttur | samúð | endursköpun | frjósemi | endurvöxtur eða tilvöxtur | skírning, giftíng eða trúlofun | upptök varanlegrar hamíngju | hrútur | kynæsíng | gefið undir fótinn
________
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta er tillaga till kynhlutlausrar mannverumyndar fyrir ”önnur.” Auðvitað má nota þá orðmyndina í staðinn, nema manni finnist það annkáralegt. | ** Hér er skrifað sem svo að rúnan ekki sé bara hlutveruleiki, heldur, um það bil eins og guðin öll, persóna. Vísunin til sjálfs er því höfð í hvorugkyni, hér í hefðbundinni orðmynd, en annarrs hefði mátt nota allavegana fyrir nefnifallið mannverumyndina ”sjálfurt.” | *** Þetta er persónuorð og tekur því með sér hvorugkynsmyndir anarra fallorða. | *° Þetta er persónuorð í ákveðni. Ákveðni myndast skv. viðbótarmálfræðinni með því að í eintölunni skeyta hvorugkynsgreini að óákveðnu orðmyndinni óbreyttri, en í fleirtölunni með því skeyta honum að stofni orðsins. | *°° Þetta er persónuorð og tekur því með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | *°°° Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða, – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera.
VII. HEIMSRÚNAN. Þurisaz–Þurs: Barátta þín og annarra, og sú milli Góðs og Ills, verður ekki umflúin enn
[Þetta er meðal heimsins rúna, sjötta færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Þurisaz–Þursrúnan: Þessi magnaða rúna, líka kölluð ”Þorn”, á sér ”stað” í fyrstu ”fimmundinni”, eða ”ættinni” meðal Heimsins rúna. Þetta er Fehu–Fés eða (að mínu viti með rángnefni, eða vafasamt, kallað) Freysætt. Mér er gefið að kalla þá ættina Sverðsætt, út af þeirri félagsvídd sem í henni er um að ræða, og, held ég, vegna þess samræmis sem er að finna milli hennar og sverðanna meðal Tarotkortanna (spáspilanna, – en í venjulegum spilastokki, spaðanna).
Reyndar er það ekkert gefið mál að þessi ætt sé sú fyrsta í fuþarkinum, og frá fornu fari hefur sumt rúniðla* haft hana sem þá síðustu, en Týsætt sem þá fyrstu. Þetta er í raun bara smekksaðtriði, sem ekki breytir sjálfri formgerð rúnataflanna. Sverðsættina mætti líka kalla Þjóðætttina eða Ríkisættina til aðgreiníngar frá Fjölskylduættinni eða Ættarættinni undir Hahgalaz–Hagl, og Einstaklíngsættinni undir forystu Tiwaz–Týs. Spurníngin er þá hvort mann** vilji heldur – í kynngiflæðinu milli ættanna – hverfa frá því almenna og yfirgrípandi (heildinni) til hins sérstaka og einstaka, eða öfugt, – en í raun eru bæði flæðin í gángi samtímis.
Hér í miðju Allsherjarríki sverðsættar brjótast á gríðarmættir og jötunöfl, þar af germanska nafn rúnunnar og það norræna, en það anglósaxneska heitið sýnist mér eitthvað afvega. Þetta er rúna geigvænlegra heimstyrjalda og fjöldabarátta, vopnaðra til tannanna, og stendur þá stríð þetta milli Góðs og Ílls, þar sem andstæðíngar og liðin öll, kenna sjálf sig til hins Góða og fjandmenni sín til hins Vonda, og þá slíkrar náttúru sem manni ber að berja niður með öllum aðferðum; því ekkert sé óleyfilegt.
Hér eru á ferðinni skyndilegar innrásir á landsvæði sjálfstæðra þjóða, með vafasömum rökstuðníngi og gruggugu siðgæði, uppreysnir, byltingar, og stjórnarrán, bræðramorð, þjóðmorð og útrýmíngar, – og á kynferðissviðinu, kynjakúgun, niðurlægíngar, kerfisbundinn kynhalli, hómófóbía, níðíngsskapur, morð og nauðganir.
Hvaðan kemur Þursrúnunni þetta ferlega félagslega niðamyrkur? Það kemur henni annarsvegar frá sjálfri þeirri jarnesku vídd sem hún verkar í og mótar, og hinsvegar, þá líka frá því frumafli losta, ástríðu, girndar og ásælni, – sem sífellt ólmast innst inni í geðheimi – að meðtaldri valdafýsnininni, eða þeirri þrákelni að allt og öll*** eiga, og öllum undir sér ráða. Þetta frumafl er af rúniðlum* oft (í mínum augum ránglega) kennt við Frey. Þetta eru vafasöm hugarteíngsl, því að það krafta sem hér gera vart við sig snerta ekki annað en mjög, já óravega óbeint háguðið Ynga–Frey sem er að baki Alls sem er. Heldur er hér í besta falli um að ræða það hálfguð****, eða nánast það þursaafl, það herra**** og lávarð**** geðheima, er átti Sverðið alræmda og er sagt hafa feíngið Gerðar fyrir það, – og sem hafði kynlosta sinn, og valdafýsn sína, gagngert venda að jarðheimi okkar. En allra nánast kemur Þurisaz–Þursi myrkrið auðvitað frá frumafli Urus–Úrs í hugheimi að baki hennar. Sú rúnan er í mörgu þrúngin ógnarlegum og grófhöggnum myrkrahug.
Heimur okkar væri ekki sá besti mögulegi, ef þetta væri sagan öll. Þau helgu kynngiöfl sem blasa við okkur í rúnatöflu Andlega Vegsins, og sú andlega og siðgæðislega viðleitni sem rúniðlin* iðkuðu forðum, og við sjálf nú iðkum í anda hennar, leyfa ekki slíkt ástand meir en nauðsynlegt er til samræmis og samhljóms í tilverunni sem slíkri. Á móti frumöflum geðheims og hugheims höfum við þess vegna samsvarandi mótöfl, sem mildra, og hindra meira eða minna, og temja eins og auðið er frumöflin. Þessi mótöfl eiga sér þá, eins og reyndar frumöflin líka, innstreymi í jarðheiminn, að meðtöldu verksviði Þurisaz–Þurs.
Þar, í verksviði Þursrúninnar, finnum við því óhemjulega krafta og jötunmætti, sem ekki bara þykjast berjast fyrir því Góða, heldur sem raunverulega gera það, eða leitast við að gera það, því það tekst ekki alltaf eins og til er sóst. Og þess vegna finnum við hér ekki bara ofsa, og eymd sem stafar af af ílllum ofsa og ofstæki, heldur líka, t.d. tryggíngarkerfi, þótt nokkuð ójöfn séu, menntakerfi, fátækrahjálp og þróunaraðstoð, ásamt hjúkrunarstarfssemi, og jafngildisviðleitni og jafnréttisbaráttu.
Þennan hluta kraftanna í Þurisaz–Þurs er að kenna við Verndara Miðgarðs og Manneskjuvin, Ásaþór.
Hugmyndun: Undir órólegum og dökkum himni þruma og eldínga, eru tvenn tröllmenni, jötunvaxin og heiftarleg, hattursfull, að kljást í baráttu til lífs eða dauða. Er þar annað þessara jötunmenna perlum prýtt og djásnum, og sveiflar þar keðju með dauðadisk í örhröðu hverfandi, en hitt hefur hamar á lofti til höggs til að mölva höfðuð andstæðíngs síns. Mun það þessarra gífurmenna sem minna er skrautlegt og meira loðið, vera Ásaþór, Mannveruvinið**** og Miðgarðs. Hamarinn mun svo vera hamar Þórs, Mjöllnir, og Guðið Góða hér, með Meígingjarðir sínar spenntar um mitti sér.
Einfaldleiki Ásaþórs bendir til að hann*° sé talsmenni hins sanna Góða, hann felur sig ekki bakvið gnægtir sínar, meðan andstæðíngur hans skreytir sig og fegrar, og bara þykjist vera það þeirra sem berst fyrir því Góða.
Stríðsmennin þau risavöxnu, eru bundin þykkum kaðli til hvors annars, svo að hvorugt fái umflúið það Einvígi sem hér æ á sér stað. Með því er vísað til að þessi Barátta, þótt Ljót sé og Íll, og það sem rúnan tjáir, bæði Vont og Gott, sé Óhjákvæmileg.
Við fætur þessara ofsafeíngnu kappa, flokkast mannfjöldi mikill, eða öllu heldur, mannfjöldar miklir, því að þetta eru gríðarlegir andstæðir herir að sækjast um líf hvers annars og sigur í styrjöldinni. Áfram! Áfram! Sigur fyrir stafni! hrópa báðir tveir, og trúa því. Verðandi valir, en jörð er að bresta.
Ljóðstafir: Þurs er sögð kvenna kvöl / og kletta búi / og varðrúnar verr. / Þorn eru sérlega skörp. Sár eru þau sérhverju því þegni / sem grípur um þau, og takmarkalaust grimm / hverju því menni sem hvílíst á þeim. / Þurs veldur kvinna kvillu; / kátir verða fáir av íllu.
Steypíng og staðartala: Rúnan steypist normalt ekki til andstæðrar kynngi, en þó stundum.
Staðartala hennar er 2/VII:H, og hún er þá rúna nr. 2 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en númer 7 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Urusaz–Úr að baki sér og Isa–Íss til hliðar sér í jarðheimsveftinum, og handan Ísa andstæðu sína Mannaz–Mann. Ætt hennar er Sverðsætt. (og spaða).
Útfrá stöðu sinni er Thurisaz–Þurs í sérstöku bandi við Hamíngju þína í Ósk meðal Vegsins rúna, og hefur þaðan það sem er henni til vegsemdar. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gætið þá að tölu rúnarinnar í Urrúnu, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar hami og ljóðstöfum, ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla* er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
niðurbrjótandi kraftur | viðbrögð | kröftug andspyrna | mótþrói eða andúð | verndarskjöldur | vandræði | óheppni | hætta | þjáníngar | djöfull | þyrnir
_________
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera – tekur þannig með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | ** Þetta orð kemur í staðinn fyrir ”maður” notað sem fornafn. Beygíngin er: mann – mann – manni – manns | mönn – mönn – mönnum – manna. Stundum hef ég í staðinn fyrir þgf. og ef. fleirtölunnar hér, ”mennum” og ”menna.” Mér finnst það þó minna fallegt. | *** Eða, með mannverumynd, ”alla” (þf. af alli). | **** Þetta nafnorð er persónuorð og tekur þess vegna með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | *° Þetta er vissulega kyntilgreinandi persónufornafn, en er í afmörkuðu máli samt haft (málfræðilega) í hvorugkyni.
IIX. HEIMSRÚNAN. Isa–Íss: Kuldi, en líka Skjól og Athvarf í Heiminum miðjum
[Þetta er meðal heimsins rúna, fyrsta færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Isa–Íssrúnan: Þetta er sú innsta meðal Heimsins rúna, staðsett í rúnatöflunni miðri þeirra stafa. Á sama hátt og Kenaz–Kaun – í kraft af hennar æðra veldi sem rúna Sjálfsins – er staðsett mitt á meðal Vegsins hulinsrúna, umlukin öllum öðrum rúnum þeirrar töflu, svo er og þessi á þeim stað þar sem þú átt heima, en hér, ekki í andlegri viðleitni þinni og þroska (sem er Vegurinn), heldur í heiminum sem slíkum, hlutveruleikanum sem þú átt við að etja og þarft að brúka (sem er Heimurinn). Hún er þannig, hvað þig varðar, fyrst og fremst heimili þitt, hvort heldur það er foreldraheimili þitt, þar sem þú líka býrð, eða þar sem þú býrð með rekkjuvini* þínu og kannski börnum, eða þar sem þú býrð eitt með sjálfu** þér, eða hvernig sem það nú er. Þannig, í stuttu máli: Það er þar sem þú átt heima. Hingað flýrð þú Ísinn og Kuldann, og Myrkrið, og vermir þig við Eldinn í Ljósinu á milli fjögurra veggja Heimilis þíns.
Heimsmyndarlega, kosmólógískt séð, er þetta mitt í Jarðheiminum, mitt á milli oddrúnu Geðheims (rúnu nr. 1, sem er Fehu–Fé og þess hálfguðs er stundar að Upphafinu) og lokarúnu þessa sama heims (rúnu nr. XV, sem er Ihwaz–Ýr Freyju, er sér um Endalokin). En á milli Geðheims og Jarðheims er Hugheimur, eða réttara sagt, á milli geðheima og jarðheims eru hugheimar, því bæði Geðheimur og Hugheimur eru tvískiptir í heima frumafla og mótafla, en jarðheimur er meira einhlítur, eða betra sagt, er tvíhliða á annan hátt. Þar er Isa–Íss (rúna nr. IIX) mitt á milli Þurisaz–Þursrúnunnar (nr. VII) , og Mannaz–Mannrúnunnar (nr. IX), ekki sem afl og mótafl, heldur sem einskonar vegasalt milli heiftar og ofstopa, báráttu og óhlífni annarsvegar, eða átök slíkra krafta og yfirvaldssemi, og einhvers upprennandi mannþroska og manngæsku, viðleitni til miskunnsemi hinsvegar samfara persónulegum tillvexti.
Þessar þrjár jarðheimsrúnir tilheyra sín hverri þeirra mannfélagslegu vídda sem kallaðar voru ”ættir” – eða þá ”áttur”, með vísun til samgermönsku rúnaraðarinnar (3×8=24) – og sem ég sjálft ýmist kalla ættir eða ”fimmundir” (3×5=15, + Kenaz–Kaun).
Þess má þá geta að Þursrúnan heyrir undir Freysættina svokölluðu (eiginlega vafasamt og rángnefni), sem nánast merkir ytra samfélagið, fólkið, allsherjarríkið, meðan Mannrúnin heyrir undir þá ætt sem kölluð er Týsætt eftir oddrúnu þessarar ættar, og merkir sú fimmundin þá mannfélagsvídd þar sem kostgæfni, metnaðarfíkn og frami einstaklínganna er mest í hávegum höfð. Ísa–Íss hinsvegar er í miðri Hagalsættinni, þeirrar víddar sem er á milli hinna tveggja, og sem þá merkir því sem næst eigin sveit og bæ, fjölskyldunna, míkrósamfélagið.
Fyrsta frumafl og oddrúna miðættarinnar i Geðheimi er Hagalaz, sem þýðir hagl eða haglél, en mótafl og lokarúna hennar í sama heimi er hinsvegar Sowilo, Sólrúnan. Næst Íssrúnunni, í Hugheimum, höfum við svo annarsvegar frumaflið Nauþiz–Neyð eða Nauð, og hinsvegar mótaflið Jara–Ár, en það er rúna uppskeru, gnægðar og gleði.
Í stuttu máli: Isa–Íss er þannig í staðsett í rúnheiminum miðjum, mitt á milli nístandi kulda og notalegs hita, nauðar og gnægðar, ofsa og upprennandi manngöfgi.
Hugmyndun: Isa–Íss þýðir einfaldlega ís, og hér er humyndun þessari að rúninni lýst sem vetrarheimi undir heiðskírum og köldum næturhimni. En hún ber ekki bara kulda og myrkur í skauti sér. Himininn er hér stjörnum þakinn, og þar dansa norðurljós og stika stórum skrefum yfir himinhvolfið, og Morgunstjarnan, Venus, er á lofti, meðan máninn baðar allt í róandi ljóma sínum.
Undir snævi þöktu húsþakinu er greinilega notalegur hiti, og hlýlegt ljós fellur út gegnum glugga á snjóbreiðuna utan fyrir. Það ríkir kyrrð og hlýja hér, þrátt fyrir veturinn, og hér er líf á seyði. Enn finnast þannig tranber fyrir fuglana að borða, en þeir voru hér að snæðíngi rétt nýlega, að dæma af sporunum í snjónum nálægt brunninum.
Ljóðstafir: Árbörkur og unnar þak er Íss, / og feigra manna fár. / Kaldur mjög og stanslaust háll, / glitrandi klár eins og gler, gimsteini líkur / er hann gólf af frosti gjört, og ásýn björt. / Ís köllum brú breiða; / blinda þarf að leiða.
Steypíng og staðartala: Rúnan steypist normalt ekki til andstæðrar kynngi.
Staðartala hennar er 11/IIX:H, og hún er þá rúna nr. 11 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en hefur Þurisaz–Þurs að baki sér og Mannaz–Mann fyrir framan sig í veftinum, er þannig nr. 8 í þeim nú birta Endurreista norræna fuþarkinum. Ætt hennar er Fjárætt (peníngs eða tíguls í flokkun Tarots og spila).
Útfrá stöðu sinni er Isa–Íss í sérstöku bandi við Þinn Eiginn Stað í Heiminum, Othala–Óðalrúnuna meðal Vegsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla*** er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
byggíng | gerð | efnisheimur | kryustall | kuldi | harka | íhugun | frestun | tærleiki | hlédrægni | kyrrþeyr | sjálfsprófun | skjól | áskorun | undir þaki
______
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta er persónuorð og tekur þannig með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | ** Kynhlutlaus vísun til sjálfs sín gerist með því að nota hvorugkynsmynd fornafnsins. | *** Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðilsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða, – eins og öll persónuorð gera skv. viðbótarmálfræðinni.
X. HEIMSRÚNAN. Mannaz–Mann: Ég á mig sjálft! Mér er ekkert æðra sjálfu mér!
[Þetta er meðal heimsins rúna, sjöunda færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Mannaz–Mannrúnan: Við hlið sér í Jarðheimi, öðru nafni Jötun– og Mannheimi, á Mannaz sér Isa-Íss, Heimilisrúnina, og hinum meígin hennar, Þurisaz–Þurs, Þjóðrúnina, sem í umfángi og inntaki eru verulegar andstæður Mannrúnunnar. Hér, í miðri hornætt Tiwaz–Týs, einstaklíngsættarinnar, eru mál öll allt önnur en í Þurs og Íss, því að þenn* sem á málin, og þenn* sem fjallað er um, er allt annað og í hinsta skilníngi æðra en frumlög og andlög hinna ættanna:
Hvert ertu og hvað viltu? Hvaðan ertu komni** og hvert ertu búni** að fara, og hvert ertu nú að fara? Það er fyrst hér sem þú sem einstaklíngur vekur þessa spurníngu í samanvöfðum praktískum skilníngi, þ.e., í geðrænum, hugrænum og jarðneskum skilníngi, og ferð að leitast við að svara spurníngu þinni, í verksemi þinni og allri viðleitni. Það er hér sem þú losar þig við alla hjátrú á ytri máttarvöld (þótt einlæg og falleg sé, sjá Berkano–Björk), þannig tekur á móti innstreymi þess mótafls sem Lagus–Lögr handskas með, og ferð að láta rökhugsun og innsæi vera þér leiðarljós.
Það er líka hér sem þú að endíngu kemst að þeirri bjargföstu niðurstöðu að þú átt þig sjálft og að þér er ekkert æðra sjálfu þér. Það er og hér sem þú slærð upp portin til frelsis þíns og ferð að stika þann andlega veg sem lýst er í töflu Andlega Vegsins Rúna, og þannig ferð að taka þátt í kynngiverki rúniðlanna***. – Hvernig má þetta vera?
Líta má heimana þrjá sem mismunandi sviđ misgæddra aflvaka, þar sem jarđheimar eru þađ þéttasta og lægsta sviđiđ. Frumöflin sex, þau geđrænu og hugrænu sem streyma ađ jarđheimum úr fyrsta og öđrum vefti töflunnar, og taka sér fastari ham þar. Þau eru vissulega eterískari og fíngerđari en jarđöflin, en þau eru myrkari mjög í samanburđi viđ mótöfl sín sem gefin eru stađi handan jarđheima í hugheimum og geđheimum fjórđa og fimmta veftsins, – enda eru þessi mótöfl öll mögnuð þeirri viðleitni sem á sér stað í töflu Vegsins rúna. Þannig er vefur rúnanna samþættur og margflókinn međ, ekki bara samstllíngu rúnataflanna tveggja, heldur líka flæđi kynngiafla milli Ættanna þriggja, og með samspil og víxlverkan frumafla og mótafla Heimanna Þriggja (eđa ef mann**** svo vill, Heimanna níu) í fimm veftum töflunnar.
Og hvađa tilgángi þjónar svo þessi vefnađur rúnanna og kynngiafla þeirra? Í stuttu máli: Ađ styđja og viđhalda þeim besta mögulega heimi Frumkvöðulsins, Þess sem Edda ekki vill eða þorir að nefna við nafn, heldur kallar ”Þenn* sem tilsendi hitann”, – en þennan frumkvöðul alls heitir sumt fólk ”Guð,” annað ”Alföður,” enn annað ”Fæðri alls,” en ég held að vel meígi líta á þenn* sem Það Eitthvað sem að baki býr Ingwaz–Ing, Ynga Frey, og bæði er og ekki er.
Hugmyndun: Glaðhlakkalegt og brosandi úngmenni með gleðiglampa í augum. Þetta er eíngin ”selfý” – ef mönn**** nú skyldu halda það – , heldur er úngmennið hér að kíkja á sig sjálft í speíglinum. Kannski er þetta leikari með gerfiskegg að fara í búníng sinn og að sminka sig? Til að gera sig til?
Hvað sem því líður má ekki af speígilmyndinni ráða hvort hér sé á ferðinni karlmenni eða kvenmenni, eða kvár, enda er það málinu alveg óviðkomandi. Á enni sér hefur úngmennið þó merki sitt, sem er Mannrúnan sú sérnorræna, og það sem virkilega er málinu viðkomandi, og mestu skiptir, er hvort menni þetta sé satt eða eitthvað annað en það er. – Sýnir kannski merki þetta manneskju að leika boltum?
Ljóðstafir: Maður er manns gaman / og moldar auki / og skipa skreytir. / Glaðvært, og bræðri sínu kært er maðurið*° / þótt við svo öll verðum að hverfa annars staðar / – þar eð Drottnið*° svo vill – / gegnum eigin dómsdag okkar, / svo að holdið okkar vansæla meígi felast í hendur jörðinni. / Maður er moldar auki; / mikil er greip á hauki.
Steypíng og staðartala: Rúnan getur steypst till andstæðrar kynngi, ýmist jákvæðrar eða neikvæðrar breytíngar.
Staðartala hennar er 20/IX:H, og hún er þá rúna nr. 20 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en númer 7 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Berkano–Björk að baki sér og Isa–Íss til hægri hliðar sér í jarðheimsveftinum. Ætt hennar er Hornætt, hjarta, bikara og skálar.
Útfrá stöðu sinni er Mannaz–Mann í sérstöku bandi við Dagaz, Nýjan Dag þinn meðal Vegsins rúna, og hefur þaðan, og frá sjálfri sér, það sem er henni mest um vert. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gætið þá að tölu rúnarinnar í Urrúnu, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar hami og ljóðstöfum, ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla*** er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
sjálfsþekkíng | jafnvægi | mannamót | einstaklíngur eða einstaklíngseðli | vinátta | félagsskapur | samhjálp | hjálparauki | vöxtur eða viðbót | stuðníngur | órói | örvæntíng | eyki
_________
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * ”Þenn” er það kynhlutlausa persónu– og ábendíngarfornafn sem við veljum að nota, þar sem persónu– og ábendíngar fornafnsmyndin ”hán” virðist mest bara vísa til viss hinseígnfólks. Ég hef beygínguna þannig: þenn – þenn – þenna – þenns | þey/þau – þey/þau – þeim – þeirra. Sumt fólk vill fremur nota ”eintölu-þey,” og þá, ef mér skilst þetta rétt, með vísun bæðir almennt og til kvára og hinseigin, eins og gert er, formlega, með ”hen” í sænsku síðan 2015. | ** Þetta er kynhlutlaus mannverumynd af lýsíngarorðinu, sem eins vel, og kannski betra, væri hægt að hafa í hefðbundinni hvorugkynsmynd sinni. Það er bara eigin tilfinning talenda sem ræður. | *** Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða. **** Ég nota orðið ”mann” í staðinn fyrir ”maður” þegar það orðið er notað eins og einskonar fornafn. Beygínguna hef ég þannig: mann – mann – manni – manns | mönn – mönn – mönnum – manna. Sumt fólk vill nota ”man” í staðinn fyrir mann, eitt man og mörg mön, og svo má vel fara að þessu ef manni (mani) finnst það betra. | *° Persónuorð mynda ákveðni með því að hvorugkynsgreini er skeytt að óákveðnu orðmyndinni óbreyttri í eintölunni, en að stofni orðsins í fleirtölunni.
X. HEIMSRÚNAN. Ansuz–Áss: Næstan Ragnarök nær sem helst!
[Þetta er meðal heimsins rúna, níunda færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Ansuz–Ássrúnan: Bakhjarl þessarar rúnar er í geðheimi þar sem öfl Raidho–Reiðar ráða ferðum. Sú er rúna Óðins, Eiðsrúnan, og Ansuz–Áss á sér í henni upptök hugarheims sinna eigin vébanda. Áss er þannig gagngert siðræn rúna og siðgæðisleg, oft á tíðum einnig moralístisk, ofurvandandi og smámunarsöm. En rúnan er í hugarflæðí og gagnflæði hugar (í vefti sínum) yfir Uppskerurúnuna, Jara–Ár, og með æðstu hugrúnu heimsins rúna, Lagus–Lög, og það býður henni upp á göfgabætur og meiri miskunnsemi.
Kynngi Ássrúnunnar, sem mótafl, beinist gegn Urus–Úrrúnunni, oftækis hennar og grófhugginni flokkunarsemi handan Jarðheims. Úr á sér stað í frumheimi hugar, – eða, ef mann svo vill, þar sem úrkynjan hugar er sem mest, – og er þá að sama skapi frumstæð og hrjúf viðkomu, óhefluð, enda alstrar hún í hugheiminn þau myrkraöfl drottnunargirni og valdafíknar sem hún hefur frá geðrúnunni nánast að baki sér. Sem slík er hún jötunmáttar er verulega og stöðugt ógnar þeim mótöflum er Guðanna Borg, þ.e., Ansuz–Áss, reisir gegn henni. Guðunum, Vönum og umfram allt, Ásunum, vinnur hún skaða á ýmsa vísu, og það er bara með naumindum sem þeim tekst að halda henni í skefjum.
Fleygði Óðinn / ok í folk of skaut / þat var enn folkvíg / fyrst í heimi; / brotinn var borðveggur / borgar ása, knáttu vanir vígspá / völlu sporna
Kynngimættir Eiðsrúnunnar og Ásrúnunnar eiga sér þó afgerandi innstreymi í Jarðheim þar sem (í Þurisaz–Þurs) þeir styðja og meitla fram þann jötunkraft sem berst gegn því mest grimma og vonda í þessari sverðsætt meðal fimmunda heimsins, mildrar ástandið og gerir Miðgarð að betri stað fyrir viti bornar og siðgæði gæddar verur að eiga heima í.
Hugmyndun: Guðanna Borg gefur að líta í geisladýrð á dyggilega ræktaðri hæð, borgir Jötna og Vana/Álfa á hólum leíngra burt; brotinn er borðveggur Ása.
Mikla gróðursæld og frjósemd er að finna á þessum stað, blóm og ávexti, nytjajurtir, en allt er þó ekki gott og vel: váteikn eru á lofti, sól er særð, örn flýgur yfir með orm í greipum sér, íkorni, Rátatosk, rennur upp, og sjálfsagt niður líka, Heimstréð, Ask Yggdrasils, sem hér er að sjá í tveimur myndum, sem úngt og blómstrandi annarsvegar, og sem aldrað, hækjum stutt og spjölkum hinsvegar, en sem þó ennþá frjótt og gjöfult. Perlur eru hér til fegrunar því aldna.
Eiturnöðrur nærast á blómum, Fenris er í keðjum, í þann mund að bresta, stjörnuhrap, og máninn er rjóður. Þetta er í frumtökum þeim flestum einnig lýsing Eddu:
Fyllisk fjörvi / feigra menna* / rýður ragna sjöt / rauðum dreyra. / Geyr nú Garmr mjök / fyr gnipahelli, / festr muniu slitna, / en freki renna. / Skelfr Yggdrasils / askr standandi, / ymur it aldna tré, / en jötunn losnar
Hvat er með ásum? / Hvat er með alfum? / Gnýr allr Jötunheimr, / æsir ro þíngi; / stynja dvergi** / fyr steindyrum, / veggbergs vís**. / Vituð þér enn – eða hvat?
En Bifröst Heimdallar er óhreyfð, enn á sínum stað við Himins rönd, og Heimsrás allri er lýst með heillarúnum á bjargföstum bautasteini. – Allt er í hinsta skilníngi Gott.
Ljóðstafir: Áss er aldingautur / og Ásgarðs jöfurr, / og valhallar vísi. / Munnur er ræðu byrjun, / mannvits stoð og hughreystíng vísra / auk auðsældar og traust allra jarla. / Óss er flestra ferða / för; en slíður sverða.
Steypíng og staðartal: Rúnan getur steypst til andstæðrar kynngi, á stundum til hins betra.
Staðartala hennar er 4/10:H, og hún er þá rúna nr. 4 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 10 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Jara–Ár og Lagus–Lögr sér til vinstri handar, en andspænis sér handan Jarðheims, Urus–Úr. Ætt hennar er Sverðsætt (og spaða).
Sem rúna nr. X í Heiminum, er Ansuz–Áss í sérstöku bandi við Perþró–Þrórúnuna meðal Vegsins rúna, og þá líka, útfrá því, í víxlverkun við Urus–Úr meðal Heimsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla*** er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
innblástur | andardráttur | skilníngur | ræðumennska | saungur | samtal | velmegun | lífskraftur | fjör | Óðinn
____________
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Seinni orðliður persónuorða eins og t.d. mikilmenni, fámenni, er hvoruggkyns, og má þá nota sjálfstætt, eins og hér, sömu merkíngar og ”manneskja” eða ”mannvera.” | ** Frumtextinn hefur ”veggbergs vísir” og það nhöfðar til dverganna (sem er persónuorð) er þannig eru hér sögð kunnug í klettabeltum. Vel væri hægt að skrifa hér ”veggbergs vís dvergar”, skv. reglunni um að persónuorð meígi halda orðmyndum sínum óbreittum í óákveðni beggja talna en þó taka með sér hvorugkyn, en ég vel hér þó, –mest sem sýnishorn, – að nota valfrjálsa tvímynd hér, og þá tala um ”veggbergs vís dvergi.” Regla viðbótarmálfræðinnar um valfrjálsa ”i”–mynd þegar persónuorð standa í nafnliði er hugsuð sem hjálpartæki til auðveldunar persónukynsins. Þetta gildir líka um svo kallaðar kynhlutlausar mannverumyndir. | *** Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér, – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera, –hvorugkynsmyndir annarra fallorða.
XI. HEIMSRÚNAN. Jara–Ár: Hér átt þú stundarfrí og léttir á taumunum frá alvöru lífsins
[Þetta er meðal heimsins rúna, fjórða færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Jara–Ársrúnan: Undir Sólu í töflu Heimsins rúna er þessi glaði stafur sem mjög litast af fjöri Sólar. Hún er þó ekki í rósamri alúð og umhyggju, heldur er hún hamslaus, ofsafeíngin, nánast óhindruð, full kátínu, unaðar og nautnar, fullnægíngar, í trylltum dansi, og að almennu sumbli. En þessi tryllíngur stafar ekki af neinum trúarofsa eða ofstæki, heldur á sér rót í innri þörf og ástríðu til að brjóta og kúvenda því harðræði sem aðstæður allar hafa gert nærsamfélaginu að iðka gagnvart limum sínum, mannverunum.
Þetta er frí, um stundar sakir, frá harðstjórn og erfiði, og fögnuður og upprifin gleði, yfir að eiga þetta frí. Þetta er veraldleg rúna, og hugur hennar er áhyggjuleysi, óminni þess sem annars er og ángrar mann og þrúgar. Sem sík er hún mótafl þess frumafls sem er að finna beint á móti henni í töflu Heimsins rúna, Nauþis–Nauð, og sú rúnan verkar svo að fögnuðurinn og hamsleysið nauðsynlega kemur til enda. Þó ekki endanlega, því að fyrir þeirri þrákelni sem hrærist í Jara–Ár liggur að brjótast út aftur þegar skilyrðin til þess eru fyrir hendi. Samtímis því sleppir hún þeirri alvörugefnu bragvísi sem hún á sér til hægri handar í Guðanna Borg.
Hugmyndun: Vatni þrúngin ský í fjarska yfir gróðursælum túnum og ökrum, fólk að villtum dansi, djásnum prýtt, kríngum hátíðarstöung eða –súlu, e.t.v. uppskeruhátíðar, etv. miðsumars. Margt menna er með drykkjarhorn í hendi, skálar og drekkur, og sumt þeirra hefur brugðið sér frá um stund, kannski til ásta eða kynmaka, eða kannski bara til að létta á blöðrunni. Krans stángarinnar sem dansað er undir, skartar stöfum rúnatöflu Heimsins rúna, en með því er slegið föstu að þetta sé fögnuður og veisla í heiminum, og ekki með huga til þess sem er handan heims. Dýralífið, litadýrðin og gróðursældin í forgrunni undirstrikar sama hlut. Þetta er veraldleg hátíð, og frí um stundar sakir frá alvöru lífsins.
Ljóðstafir: Ár er gumnum* til góða; / og gott sumar, akur algróinn. / Nýa árið gumna* er von, þá er Guð leyfir / Jöfri Helgum Himins, jörðu að veita, / jafnt ríkum sem fátækum, aldin úr eigin skauti. / Gumnum til góða, / ör mun glaðníngur Fróða.
Steypíng og staðartal: Rúnan getur steypst til andstæðrar kynngi, og eftirþánka er þörf.
Staðartala hennar er 12/11:H, og hún er þá rúna nr. 12 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 11 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Ansus–Áss sér til hægri handar, Lagus–Lög til þeirrar vinstri, og Nauþis–Nauð andspænis sér. Ætt hennar er Fjárætt.
Sem rúna nr. XI í Heiminum, er Jara–Ár í sérstöku bandi við Kenaz–Kaun, meðal Vegsins rúna, og á þá líka, útfrá því, víxlverkun við Nauþiz–Nauð meðal Heimsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúnarinnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla* er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
frjósemi | uppskera | laun erfiðis | breytíngar | gróðursæld | góð áran | gleði | hvílubrögð | lauslæti | akur | fljót
_________
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta fallega orð, sem mótsvarar kynhlutlausa orðinu ”homo” i latínunni og esperantó, myndi ég garnan vilja að okkur tækist að hefja til vegs á ný og nota ístaðinn furir ”maður.” | ** Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðilsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera, – tekur með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða.
XII. HEIMSRÚNAN. Lagus–Lögr: Hennar er hugarþel visku, innileika og ásta sem botna í eðli hins einstaka
[Þetta er meðal heimsins rúna, fjórtánda færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Lagus–Lögrrúnan (líka kölluð Laukaz): Þetta er sú æðsta hugrúnanna í Heimsins rúnatali. Flest rúniðla*, allavegana nútíma iðkenda rúnafræðanna (rúnosófíunnar), þekkja ekki til þessarar náttúru eða kynngi Lagus–Lögrúninnar, enda skortir þau þekkíngu á raunverulegri formgerð löungum hulda sérskandinavíska fuþarksins og tvískiptíngu hans í rúnatal Vegsins rúna og rúnatal Heimsins rúna. Staða eða hnútur Laug- eða Lögrúnunnar í því síðarnefnda er ótvírætt slík að hana, rúnu þess hnúts, verður að meta sem þá æðstu meðal hugrúna heims, jafn afdráttarlaust og Urus–Úr útfrá sinni stöðu í rúnatalinu er sú frumstæðasta og grófasta.
Skv. Eddu var það Óðinn sem fyrst réð hugrúnirnar, risti þær og hugsaði þær, og opnaði þar með upp fyrir viskuflæði Mímshöfuðs:
Hugrúnar skaltu kunna, / af þú vilt hverjum vera / geðsvinnari guma; / þær of réð, / þær of reist, / þær of hugði Hroptur / af þeim legi / er lekið hafði / úr hausi Heiðdraupnis / ok ór horni Hoddrofnis.
Á bjargi stóð / með Brimis eggjar / hafði sér á höfði hjálm; / þá mælti Míms höfuð / fróðigt it fyrsta orð / ok sagði sanna stafi.
Lögr (líka nefndur Laukr) er eínganveígin bara rúna vatna hreint allmennt, né rúna lauka, – sem myndi gera hana að frjósemis og gróskurúnu, – heldur er hún rúna slíkra hugrænna afla og strauma sem botna í geðheimi Ihwaz–Ýrs. Hér, í Edduversinu, er vissulega Mími eða höfði hans, lýst sem verandi á bjargi er eggjar brimsins högga á, þannig á kletti í hafi, en getið er líka þeirra geðklókinda sem nauðsynlega heyra til kynngimáttar hugrúnarinnar, og sá lögur sem um er að ræða í nafni rúnunnar sýnist mér fyrst sem síðast verða að vera sá lögur sem á heima í Mímisbrunni.
Það er þannig um vísdómaslög eða viskumjöð að ræða, og hér í má því finna djúphygli, uppljómandi hugmyndir, rökhugsun, minningar og minnisöfl, hugleiðíngar, einhuga, innilegt hugarfar og þánka, innileika og einlægni, samúðarþel og ásta, og allt það yfirhöfuð sem snertir hugræn efni þau er lúta að einstaklíngseðlinu og einstöku lífs lifandi mannveri (manneskinu sem úníkum). Það er ekki til neitt gumna**, það er ekki til neitt mannveri*** sem ekki er gersamlega einstakt, og hvert og eitt þeirra er að skoða sem augnabliksneisti eða sjónarhorn þess eilífa alvísa Einhvers sem skapaði það.
Hingað heyra þannig ekki vitund, þekkíng eða ræna eins og t.d. hugmyndadfræði, lögfræði, trúfræði, siðfræði og þvíumlíkt er lítur að Allsherjarríkinu (sverðsætt), eða búskaparfræði, framleiðslufræði eða matreiðslukunnátta er heima á í fjárætt Hagals, heldur bara slíkt er varðar frumlag rúnanna í hornætt Týrs, og sem á sér rætur að rekja í hinum allra helgasta geðheimi Bogrúninna Ihwaz–Ýrs.
Sem mótafl leiðbeinir og leiðréttir Lagus–Lögr það sem er helst að gerast í Björkrúnunni, og á sér svo tilsamans með henni innstreymi í jarðheima í Mannaz–Mannrúninni.
Hugmyndun: Þetta allt á sér stað ofar skýjum, en jörðina, merkur hennar og vötn og búfé, gefur að líta á milli skýjahnoðranna. Þeir hrafnar Óðins, Huginn og Muninn, eru hér saman komnir og athuga vel vettváng allan. Í fjarska má sjá Guðanna Borg, og Álfa og Jötna, en nær okkur skip á siglíngu á einum skýjabakkanna, byrðíngur þess prýddur skjöldum með Mannrúnu á, drekahöfuð stafnsins gefur hýrt auga til þess sem er að gerast á túnglinu, en þar er að sjá tvo svani að kyssast og yfir þeim kórónu merkt Bogrúnunni, til táknunar þess hugarþels sem er aðall þessarar rúnar. Efst á masti er gunnfáni Tri–Ísa |||, Sjálfsins í Æðra Veldi sínu, en á stefni skipsins ristíngarnar IAM og WHU, sem útleggst: ég er hvert?
Eitt fegursta drykkjarhorn er reyst upp úr leíginum neðanfyrir, en það er fiskur þar að horni, áll að sumbli, og lepur sá úr horninu þær guðaveigar sem hornið er yfirfyllt af. Þetta er til mörkunar þess að það vatn, sá lögur, sem um er að ræða í kynngimagni rúninnar, sé ekkert venjulegt vatn.
Rúnirnar á horninu eru: TIMINIRKAMIN. Eitthvað í þá áttina má finna líka í hugmyndun Tiwaz–Týs.
Ljóðstafir: Lögr er vellandi vatn / og víður ketill / og glömmúngar grund. / Vöttnin sýnast mennum óravíð, / skyldu þau voga sér ferð á óstöðugu skipi / og sjávaröldurnar skjóta þeim skelk í bríngu / og brimhesturinn hunsa beisli sín og tauma. / Lögur er fellur úr fjalli er / foss; en gull eru hnoss.
Steypíng og staðartal: Rúnan getur steypst til andstæðrar kynngi, sjaldan til hins betra.
Staðartala hennar er 21/12:H, og hún er þá rúna nr. 21 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 12 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Jara–Ár og Ansuz-Áss sér til hægri handar, en andspænis sér handan Jarðheims, hefur hún Berkano–Björk. Ætt hennar er Hornætt.
Sem rúna nr. XII í Heiminum, er Lagus–Lögr í sérstöku bandi við við rúnu Eðallyndis og Göfgi, Algiz–Elg meðal Vegsins rúna, og er þá líka, útfrá því, í náinni víxlverkun við rúnu Hrifningar og Trúgirni meðal Heimsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla* er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig, í spurníngu þinni eða í verki þínu. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
vötn | orkustreymi | öldur | flæði | innsæi | tilfinníngar | nýúngar | milli vonar og ótta | draumar | hríngiður | helgun | frumkennsla | vígsla | launhelgi | móttakanleiki | aðgeíngilegt og auðskilið | í huga manns
_______
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér, – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera, – hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | ** Þetta fallega orð, sem mótsvarar kynhlutlausa orðinu ”homo” i latínunni og esperantó, myndi ég garnan vilja að okkur tækist að hefja til vegs á ný og nota ístaðinn fyrir kynhallafreka orðið ”maður.” | *** Mannvera er persónuorð (sömu merkíngar og manneskja) er ég er að leitast við að gefa hvorugkynsmynd með því að gefa því ”i”-mynd og hvorugkynsbeýgíngu: mannveri – mannveri – mannveri – mannveris | mannveri – mannveri | mannverum – mannvera || mannverið – mannverið – mannverinu – mannversins | mannverin – mannverin – mannverynum – mannverisins.
XIIV. HEIMSRÚNAN. Raidho–Reið: Tíu fíngur upp til Guðs! Ég er ekki að ljúga!
[Þetta er meðal heimsins rúna, tólfta færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Raidho–Reiðrúnan: Sumt rúniðla* vill meina að þetta sé Þórs rúna, en ég sé þó ekki þessa rök, heldur mun það Verndari** Miðgarðs eiga sér vísan stað í Þurisaz–Þurs. Þegar ég forðum tíndi upp hana þessa rúnu, þá tók ég hana til mín sem rúnu Alföður Óðins, þessa eineygða guðs galdra, kænskubragða og örskjótra hamskipta, en líka þrotlausrar sannleiksleitar, vísdóms og skáldskaparmjaðar. Reiðskjóti þessa mikla Guðs er eínginn annar en Askur Yggdrasils, alheimstréð, og reiðtúrinn þess liggur þannig í allar áttir og út um allt. Ekkert í heiminum er ekki áfángastaður Alföður Óðins, og það Guðið á erindi till allra, án undantekníngar.
Sjálfsfórn Óðins, til sjálfs sín, í alheimsvíðum reiðskjóta sínum, er til fyrirmyndar fyrir ég–rúnina, Kenaz–Kaun í æðra veldi hennar. En hvað hefur Óðinn hér að gera, í lokarúnu sverðsættarinnar? Svarið er að það botnar í þeirri geðrænu hvöt að Vitna um Sannleikann, seígja hann hreinskilníngslega eins og hann er, því að Raidho–Reið er fyrst og fremst Eiðsins rúna, og Eiðurinn svo sjálfur grunnstreíngur samfélagsins forna (sem var strángt normatift eða reglustýrt til gerðar sinnar). Þetta hefur þannig með lög og reglu í allsherjarríkinu að gera, og siðgæðiskröfuna, og grunnregluna, um að með lögum skal land byggja og ólögum og ósiðum eyða.
Inntak rúnunnar fjallar annars um ferðir allskonar, einkarlega hraðferðir, sambönd milli eins og annars í heiminum, og sambönd milli heima, samtal, viðræður og ekki minnst augabragðstjáníngar sem eru raskari en hraði ljóssins, þ.e., eiga sér stað mómentant, með hraða hugarins, – ásamt þróun heims og aukins þroska. En það mótafl sem rúnan virkir hér innan vébanda sinna, og sem botnar í Gjöf Lífsins (Gebo–Gefn) meðal Vegsins rúna, beinist að frumafli Fehu–Fés, og dregur þá all verulega úr annars hreint þursalíkri ofurgræðgi og valdafýsn þess hnútar í rúnatöflu Heimsins rúna.
Hugmyndun: Reiðskjóti fljúgandi, merktur Óðni, – ekki átta fótum búinn eins og Sleipnir Eddunnar, heldur fjórum fótum og tveimur flugvænum vængjum, – flýgur í gegnum Eiðshrínginn, og sannar þannig hlut sinn.
Við þetta þyrlist upp rykmökkur mikill á veíginum að baki hestsins, því sannleikurinn skiptir alltaf máli, og veldur oft á tíðum öungþveiti.
Í bakgrunni þessa fjallagarður, og Bifröst, brúin milli heima, og Máni sá sem Alfaðir á samtal með Sögu undir. Vegur leiðir lánga, lánga vega út í buskann.
Í nærmynd neðanverðri, höfuðkúpa og bein, annarsvegar sem áminníng um alvöru lífs og dauða, og hinsvegar sem vísbending til hugmyndunar um Sjálfsins rúnu, Kenaz–Kaun. Sannleikurinn snertir óhjákvæmilega Sjálfið í æðra veldi þess. Hjá því verður ekki komist!
Ljóðstafir: Reið er sitjandi sæla / og snúðig ferð / og jórs erfiði. / Til hæginda er hún fyrir stríðsmennin / í sölunum, og feikilega þreytandi fyrir þau sem lángvega / sitja á máttmiklum og skjótum mjög hesti. / Reið kveða hrossum versta; / Reginn sló sverðið besta.
Steypíng og staðartal: Rúnan getur steypst til andstæðrar kynngi, og það getur verið allvarlegt.
Staðartala hennar er 5/XIIV:H, og hún er þá rúna númer 1 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 13 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Sólrúnuna og lokarúnina Ihwaz–Ýr sér til vinstri handar, og beint andspænis sér hálfguðið í Fehu–Fé. Ætt hennar er Sverðsætt (og spaða).
Sem rúna nr. 13 í Heiminum, er Raidho–Reið í sérstöku bandi við Gebo–Gefn, Mardöll, meðal Vegsins rúna, og er útfrá því, líka í (fyrir heiminn) hagnýtri víxlverkun við Fehu–Fé meðal Heimsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla* er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig, í spurníngu þinni eða í verki þínu. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
ferðalag | sjóferð | reiðtúr | taktur | hreyfíng | þróun | vöxtur | þroski | vinna | falsleysi | einlægni | lög og regla | ákvarðanir
________
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér, – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera, – hvorugkynsmyndir annarra fallorða. | ** Þetta er persónuorð og tekur þess vegna með sér hvorugkynsmyndir anarra fallorða.
XIV. HEIMSRÚNAN. Sowilo–Sól: Hún kemur með hlýju, alúð og örlyndi í heiminn
[Þetta er meðal heimsins rúna, þriðja færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Sowilo–Solrúnan: Þetta er ekki sú fallegasta og indælasta meðal Heimsins rúna, en líklega ein sú bjartasta. Hún er líka meðal þeirra dægilegustu, og er í viðmóti sínu notalega heit, og góð, ekki síst sakir þess að hún er í vissu bandi við Parhestana Ástríku meðal Vegsins rúna, en líka vegna þess að hún á sér mótafl í frumafli Hagalaz–Hagls í hópi Heimsins rúna. Eins og Hagalaz getur hún vísað til vállegra náttúruafla, því að hiti hennar gæti vel, án mótkrafta Haglrúnunnar, orðið of mikill og valdið vanlíðan og dauða, auðn, hjá þeim er hún snertir. Á sama hátt stendur Sólrúnan, með innri eld sinn og hita á sínum reit eða hnút í töflu rúnanna, sem mótafl gagnvart frumafli Haglrúnunnar, og mildrar hana eða verkan hennar þá að nokkru, þ.e., dregur eitthvað úr hörku hennar og kulda, ásamt nísku. Athugaðu, að ekki bara frumöflin eiga sér mótöfl, heldur eru og frumöflin mótöfl mótaflanna, en eru þó ekki alveg eins og þau, því að frumöflin sex eru ”fyrri” í alls tímalausum skilníngi.
Sólrúnan er rúnastafur Baldurs hins Góða. Ekkert lifandi vera í heiminum á sér meiri gæsku en Baldur, né heldur mildleika og jákvæðni, og um hann er því sagt að vísdómur hans var svo mikill, og hjarta hans svo gott og gjöfult, að hann dugði ekki til að fella dóma. Hlýja, Gjafmildi og Alúð er í samantekt það sem þessi rúna fyrst sem síst snertir. Í henni lifir líka Heiðríkja, Kyrrlát Lífsgleði. Í þeim mun sem sorgar gætir í Sowilo–Sól, þá stafar hún frá dauða Baldurs, sem þó í hinsta skilníngi mun vera þeim heimi til góðs er hann fellur frá:
Hveim eru bekkir (Helju) / baugum sánir, / flet fagrlig / flóuð gulli?
Hér stendr Baldri / of brugginn mjöðr, / skírar veigar, / liggr skjöldr yfir…
Ósánir munu / akrar vaxa / böls mun alls batna / Baldur mun koma.
Hugmyndun: Sólin gægist yfir ísi þakta fjallatinda, prýdd Brísíngameni Mardallar (sem ég skil sem geisla sólar), og bræðir ísinn svo úr verður fossandi flóð þegar leíngra niður í dalina er komið. Þetta er vísun til þeirrar hlýju, alúðar og ástúðar sem Sólrúnan normalt býr yfir. Sama er gefið í skyn með koninu* sem í augljósri geðmildi heldur úngabarni í faðmi sér og gefur því brjóst.
Sólin skín yfir völlunum, vatni veittum, og eru þeir í fegurð og hinum mesta blóma, en með þessu er vísað til þess veglyndis og örlætis sem rúnan hefur í för með sér. Kónguló er að verki í vef sínum, enda fjallar sú rúnaætt sem Sowilo er lokarúna að einmitt um vinnu og viðurværi. Rúnasteina þrjá er að sjá í dalnum, og sýnir einn þeirra mannazrúnina sem stúngna/merkta, þannig sem Algiz–Elgrúnuna, – en sú er öllum kunn fyrir göfgi sína og eðallyndi – en stóri steinnin framvísar rúnatákn heimsrásar (Gebo–Gefn í Ingwaz–Ynga Frey) og undir henni Tri–ísa |||, sem mun vera tákn þeirrar fullkomnunar og frelsis sem, – ekki enn, en síðar, – mun eiga sér framrás í lokarúnu fuþarksins við vinstri hlið Sowilo–Sólar, en sú heitir Ihwaz–Ýr, og er sögð Freyjurúna (þótt vel mætti finna Ynga Frey þar í líka).
Agnarlítið tár má líta á andliti Sólar, og stálpaða barnið sem situr við hliðina á stærsta steininum, virðist vera þylja eitthvað, eða svo er það kannski að nema rúnaletrið á steininum, en þar má lesa …. að baldri risti rúnar þessa og…. Á þriðja steininum: huldurúnirnar Dagaz og Othala, en þetta mun vera vísbendíng til fráfalls Baldurs hins góða.
Ljóðstafir: Sól er skýja skjöldur, / skínandi röðull / og ísa aldurtregi. / Æ er hún sjófara von, / er þau fleyta sér yfir fiskanna bað, / enda til þess að brimhestar þeirra þau bera að ströndu. / Landa er hún ljómi / lúti ég helgum dómi.
Steypíng og staðartal: Rúnan steypist normalt ekki til andstæðrar kynngi.
Staðartala hennar er 16/XIV:H, og hún er þá rúna númer 1 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 14 í þeim Endurreista (og nú birta) norræna, og hefur þá Raidho–Reið sér til hægri handar, Ihwaz–Ýr sér til vinstri, en beint andspænis sér Hagalaz–Hagl. Ætt hennar er Fjárætt.
Sem rúna nr. XIV í Heiminum, er Sowilo–Sól í sérstöku bandi við Parhestana, Eho–Ehwaz meðal Vegsins rúna, og er útfrá því, líka í gagnkvæmt hagnýtri víxlverkun við Hagalaz–Hagl meðal Heimsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar, ljóðstöfum og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla** er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið alveg út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
andagift | lifskraftur | heilsa | sigur | að vera heilt | hreinsun | úrræði | heiður | lukka | huggun | heillarún
_______
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Þetta er persónuorð og tekur þá skv. viðbótarmálfræðinni með ser hvorugkynsmyndir anarra fallorða. Orðið er hér í ákveðni, en ákveðni persónuorða afmarkaðs máls myndast með þv´+i að skeyta hvorugkynsgreini að orðmyndinn í eintölu, en að stofni orðsins í fleirtölunni. | ** Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðilsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér, – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera, – hvorugkynsmyndir annarra fallorða.
XV. HEIMSRÚNAN. Ihwaz–Ýr: Hún er æðra öllu öðru en sjálfu þér, því þú ert hún og hún í sjálfu sér
[Þetta er meðal heimsins rúna, þriðja færslan í FB, endurbirt og endurskoðuð 1.nóv.22. Í FB-hópnum Máliðjan er fyrirrennari þessa tota að finna gegnum leit í umræðuefni (= # ) runicon2 (runicon2 með # framaná)

Ihwaz –Ýrrúnan: Þessi er sú fallegasta allra Heimsins rúna, sú mest indæla, og það svo mjög að hún vart rýmist innan vébanda þessa heims. Hún steypist til Mannaz–Mannrúninnar, og þegar sú rúnan steypist þá tekur hún mynd Ihwaz–Ýrs. Í þessu er fólginn yfirskilvitlegur leyndardómur, svokallað ”mýsteríum,” sem er mun magnaðra og dýpra en steypíng (til hverrar annarar) Áss og Fés innan sverðsættar, og Árs og Nauðar innan fjárættar. Hún leiðir frumlag Tiwaz–Týs, og beinir því til afgerandi sigurs á sjálfu sér, og frelsis síns.
Sem lokarúna í rúnatali Heimsins er Ihwaz–Ýr móthverfa Fehu–Fés sem oddrúna töflunnar: Hér hvíld og friður, fylli, saðníng, sigur; þar þrákelni og losti, stöðugt laungun til að fá meir og meir, frygðarsultur, aldrei nóg. Það eina yfirvald sem hrærist í henni er valdið yfir sjálfu* sér, og frelsið að vera það sjálft*; sú ást sem hér á sér stað er fullkominn kærleikur og ást til eilífðar; og í henni er verk allt fullkomnað. Hún fullkomnar og þá hlýju, og þann innileika, sem hrærist í Sólrúninni henni til hægri handar, og þann sannleika sem staðfestist í Eiðsrúnunni, Raidho–Reið, hinum meígin Sólar í veftinum.
Hvernig þá, í örstuttu máli, lýsa inntaki hennar, Bogarúnunnar, hvað kynngi hennar og öflin öll varðar:
Sterkari en stál er hún samt sveigjanleg, og spennanleg, og léttari en loft; hræring hennar er hraðari en hugur manns**, þó í algerri kyrrð. Lífsgeislan milli heima er aðall hennar; allt líf á líf sitt henni að þakka, og fegurð sína, og vísdóm. Hún er ekkert hálfguð*** heldur Guð Allsheljar*** sjálft, með annan fót sinn á jörðu, og hinn handan hennar, á öðrum jörðum og í himnum.
Hugmyndun: Þrjú standa á hæð uppi, böðuð í mjúku skyni mána, – þrír ísar með elda sín á milli, – ástfángin. Stjörnur á himni nætur, uppraðaðar, reglulegar, og gróska mikil í kríng um þau ástkæru sem á hæðinni faðmast, og vatn þar undir, og þar í svanur á sundi., alhvítur. Hér ríkir ró, og innileiki, og sannleikurinn sá sannasti, sanni.
Bindirúnan (Mannaz, Tíwaz og Tri-Ísa |||) á stærri steininum er að kalla Fagnaðarfund, en sú (Ingwaz–Ings og Tveggja Kyndla, KenazKaun) á þeim minni steininum heitir Brúðarsæng. Þetta seígir allt sem hér er að finna, fyrir það einstaklíng*** sem leitar sjálfs síns, og ekki fer annarra vega.
Ljóðstafir: Ýr er bendur bogi / og brotgjarnt járn / og fífu fárbauti. / Bogi er hverju aðalsmenni og jarli / til yndis og heiðurs. Fer manni** vel á hestabaki, / félagi í ferðum, þáttur í vígbúnaði. / Hann er veturgrænstur viða; / vænt er, er brennur, að sviða.
Steypíng og staðartal: Rúnan getur vel steypist til andstæðrar kynngi. Hún steypist þá till Mannaz–Manns, en það er heillvænleg of heilbrigð steypíng. Og öfugt, er steypíng Manns til Ýrs að jöfnuði góð.
Staðartala hennar er 13/XV:H, og hún er þá rúna númer 13 í Gamla samgermanska fuþarkinum, en nr. 15 í þeim Endurreista norræna (og nú birta), og þar með sjálf lokarúna töflunnar. Hún hefur þá Sowillo–Sól sér til hægri handar, og þar á eftir Raidho–Reið. En beint andspænis sér á hún sjálfa Hetjurúnina, Tiwaz–Tý. Ætt hennar er Hornætt (skálar, bikars og hjarta).
Sem rúna nr. 15 í Heiminum, er Ihwaz–Ýr í sérstöku bandi við Ingwaz–Ing, Ynga Frey, meðal Vegsins rúna, og er þá útfrá því, líka í víxlverkun við Tiwaz–Tý meðal Heimsins rúna. Hafa má þetta samband í huga við ráðníngu og beitíngu rúnarinnar. (Einnig má festa athygli við talnamýstík þessa. Gefið þá gaum að tölu rúninnar í Urrún, Allra rúna Móður og Dóttur.)
Þýðíng: Allt það sem ósjálfrátt rekst upp í hug þér, út frá hugmyndun rúnunnar, nafni hennar og hami ásamt stöðu meðal varpa og vefta rúnaraðanna, er að telja til mögulegrar kynngisþýðingar hennar, og kynngismátta. Meðal rúniðla*** er algeíngt að eftirfarandi sé látið gilda, og þótt sumt þessa geti verið út í hött, er þó vel vert að gefa valkostunum gaum, því að sumt þeirra er e.t.v. alveg hárétt fyrir einmitt þig. Það mikilvæga er að þú sjálft fángir meinínguna, og að þitt innra játi þér hana. Láttu ekkert annað fólk kenna þér þýðíngu rúnanna, heldur láttu þær sjálfar ljóstra upp um sig, því að kynngi þeirra er ekki abstrakt og almenn, heldur lítur að einmitt þér sem beitir þeim í núi þínu:
gjafmildi | fórnfýsi | þolinmæði | vöxtur | heimsviður | jafnvægi | uppljómun | endalok | dauði | formleysi | óreiða | möguleiki | viðlit | horfur | það óþekkta eða óþekkjanlega | upprisa | endurfæðíng | örðugleikar, en bara um stundar sakir | vonir | greiði | sálarþróun | fyllíng tíma | friðsæld | hvíld
Neðanmálsgreinar útfrá viðbótarmálfræði afmarkaðs máls: * Vísun til sjálfs er til kynhlutleysis höfð hvorugkyns, annað hvort með hefðbundinni hvorugkynsmynd (eins og hér, sem er betra) eða með ein-hverri tilbúinni kynhlutlausri mannverumynd (sjálfurt, sem er síður, en þó gott ef það auðveldar hvorugkynjunina fyrir einstaklíngið. | ** Ég nota orðið ”mann” í staðinn fyrir ”maður” þegar það orðið er notað eins og einskonar fornafn. Beygínguna hef ég þannig: mann – mann – manni – manns | mönn – mönn – mönnum – manna. Sumt fólk vill nota ”man” í staðinn fyrir mann, eitt man og mörg mön, og svo má vel fara að þessu ef manni (mani) finnst það betra. | *** Þetta orð er nýsmíði mín ætluð til að tákna það fólk sem er ”að alvörugefnu iði” með og kríngum rúnastafina (stundum kallað ”aerilar” í rúnósófískum bókmenntum). Ég læt þetta beygjast þannig: rúniðill – rúniðil – rúniðli – rúniðils | rúniðli – rúniðli – rúniðlum – rúniðla || rúniðlið – rúniðlið – rúniðlinu – rúniðlsins | rúniðlin – rúniðlin – rúniðlunum – rúniðlanna. Þetta er auðvitað persónuorð, og tekur þannig með sér, – eins og öll persónuorð skv. viðbótarmálfræðinni gera, – hvorugkynsmyndir annarra fallorða.
______
Eftirmáli
Almenn thugasemd um stafsetníngarmáta eða rithátt þessa rúnikons og afmarkaðs máls yfirleitt: Kynhlutlausu máli verður ekki komið á fót nema gegnum að fyrst verða meitlað fram sem ritmál, sem bara smámsaman getur staðlað talmálið. Afmarkað mál kemur þá til með að eiga sér tilvist við hliðina á kynjuðu eða kynhallandi íslensku ritmáli um lángan tíma. Í slíku ástandi er hentugt að einfaldlega og umsvifalaust geta séð hvort málanna sé í brúki í textunum. Af þeim sökum er hafður uppi annarlegur skrifmáti í þessum textum, sem þá virkar sem ”eyrnamerki” einskonar, eða ”kynhlutleysismörkun”, og gerir að lesandi textans frá fyrsta augnabliki veit hvers sé málfræðilega að vænta í textanum, og að hann sé á afmarkaða ritmálinu og ekki því kynhallandi. (Skrifmátinn er þannig ekki nein öpun eftir Laxness, Hans Kristian Rask, eða nokkrum öðrum, en vel hefði þó verið hægt að haga eyrnamerkíngunni á einhvern annan hátt. )
Til Árs og Friðar! / Rúnar Freysteinn
Fyrri hluti Runiconsins er þessi: Runicon Vegsins Rúna
Viltu kynna þér nánar viðbótarmálfræði kynhlutlauss íslensks máls, tékkaðu þá á Máliðjunni og þar spöruðum umræðuefnum, t.d. #Viðbótarmálfræði, eða, ef þú vilt æfa málið og venjast því, t.d. #Lesæfing1 eða kannski (á kynhlutlausu fornmáli) t.d. #Njála.
Þú getur líka kynnt þér þennan stutta samanburð á venjulegri íslensku og kynafmarkaðri, í þeirri gerð sem iðkuð er í Máliðjunni:
Kynhallandi og kynafmarkað íslenskt mál, samanburður
Góða Ferð! / Rúnar Freysteinn