Kórónuveiruvörn: Frumtak til nytsamrar uppfinníngar til að setja bönd á sig sjálft

BILD VEIRUVÖRN

Það er greinilega mest um vert að (1) man haldi fjarlægð til næstu mannveru og að man ekki sé að þreifa á hlutum úti að ónauðsynju; og (2) að man ekki sé að snerta andlit sitt, að pota figri í nef sér, eða auga, eða munn. Hvorugt þessa er, hvað sjálfi mig varðar, alveg létt að sjá til, þótt ég reyni samviskusamlega með að vera maximalt árvökli, og þótt ég viðhaldi ”fullri” aðgætni (sem því miður brestur).

Veiruvörn númer (1) má auðvitað reyna að fixa með hönskum, t.d. vinylhönskum, eða kanski t.o.m. vetlíngum. En hvað hjálpar það, ef man svo ósjálfrátt er með þá í andlitinu samt sem áður. Ojkej, kanski man ekki beint fari að sjúga hanskann (eða vetlínginn) og þannig setji hömlur á sig áður en af því verður (eða?), en kanski að nudda augað sem er þurrt og klíjar með honum lítilsháttar, – og hveri veit, e.t.v. nær man kanski að pota aðeins í nefið áður en mani tekst að setja stopp á helvítis hreyfínguna. Þetta allt er svo ínngróinn og vondur vani. Erfitt að stýra undan! Við verðum einfaldlega (eð’a allavegana ég) að á einhvern hátt geta haft bönd á hreyfingum okkar. Bönd!

Þar kemur sóttvörn númer (2) inn. Fólk þarf að skaffa sér ól, eða snæri eitthvert, eða kanski gardínureip, og binda þetta um arma sér, úlnliðinn, og kúppla í lífsólina, beltið, akkúrat svo lángt að man hafi stærsta mögulega hreyfifáng, án þess þó að ná að koma að andlitinu. Síðan er gott að sjá til að hægt sé að með einföldu móti að losa böndin, til að man t.d. geti rétt hendurnar uppávið og tekið eitthvað úr t.d. háum hyllum í búðinni eða annarstaðar úti (heima getur maður líklega verið meira án banda).  Hverskonar kúpplíngs-mekanismi þetta svo er veit ég ekki að svo komnu máli, en ég er mest með lykil-knyppukrók í huga. Það ætla ég að tékka á.

Hveri og eini getur auðvitað fetað sig fram um hvernig skapa þetta sóttvarnartól sem ég er að tal um. Ég útlista það ekki nánar. Set það bara fram sem hugmynd. Sem frumtak. En ég vil undirstrika að þetta er ekki meint sem neitt grín, eða ætlað sem slíkt. Þetta er nokkuð sem kanski getur hjálpað til. Mér og öðrum.

Bestu kveðjur! Namaste!

BILD VEIRUVÖRN