[birt 2020-03-15] [endurbirt og endurritað 2020-03-18, og síðast 2020-07-08.] [endurskoðað enn 2020-09-19]
”Sumt kynsegin fólk kýs að notuð séu kynhlutlaus persónufornöfn á borð við hán í staðinn fyrir hann eða hún þegar rætt er um það. Annað kynsegin fólk notar hann eða hún; það er persónulegt val hvers og eins. Hið sama má segja um beygingar lýsingarorða; sumt kynsegin fólk kýs að notað sé hvorugkyn (til dæmis: ég er svangt) en annað kynsegin fólk notar kvenkyn eða karlkyn. Engin ein leið er rétt í þessum efnum og mikilvægt er að virða val hvers og eins.” (is.wikipedia.org/wiki/Kynsegin)
Samkvæmt ”uppskrift” þeirri sem hér er birt í nokkrum aðalatriðum, má leysa þetta mál gersamlega kynhlutlaust, hvort heldur um er að ræða kynsegin persóni eða síspersóni, og seígja t.d. ”hán er svangi, og ég er líka svangi”. Þar með má einnig komast hjá að tilgreina raunkyn fólks þegar það ekki er í fókusi, eða þegar það ekki skiptir neinu máli, eða ástæða einhver er til að ekki hafa það uppi hvert kynið er. Leiðin er þá opin til að temja sér kynhlutlaust málfar í tali og skrift, og greiða veíginn til heilbrigðari íslenskrar túngu.
[Sjá nánar: ”Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda” og greinar allmennt um ýmsar minni léttar leiðir til kynhlutleysis málins á ”nyold.com”]
Leiðin til málfræðilega kynhlutlausrar íslensku
Mér sýnist að endíngu, – eftir þúsundir tíma af pælíngum og tilraunum – að lausnin á spurníngunni um (málfræðilega) kynhlutlausa íslenska túngu liggji nú fyrir í all flestum frumtökum sínum. Og mér sýnist lausnin þrátt fyrir allt bara þó nokkuð einföld, og eínganveíginn ógeranleg ef vilji til þess er fyrir hendi.
Þar með finnst mér líka að tími sé til þess kominn að hætta að bara klaga yfir karlkynshroka íslanskrar túngu, og í staðinn halda gagngert áfram verkinu að leitast við breyta því ástandinu, til dæmis með því að kíkja niður í tillögu þessa til lausnar, betra og bæta hana eins og auðið er, og svo taka að praktísera kynhlutleysta málið. Kynhroki túngunnar er vissulega ekki bara málfræðilegur, heldur liggur auk þess í orðtökum og málhefðum, og þegar allt kemur til alls, í bakviðliggjandi hugsunarhætti fólks. En það auðveldar verkið ef málið er kynhlutlaust, hreint málfræðilega séð.
Að því undanskildu að ég hef haft uppi ýmsar fínpússníngar á þessu verki (t.d. ”þey”, sérstaka mannveru- og virðíngarmynd af ”þau”, hef breytt kynhlutlausa persónufornafninu frá ”þenn” til ”henn”, og síðan eftir uppástúngu sem ég sá á netinu til ”þán” (að beygja eins og ”hán”), en svo halda ”þenn” sem kynhlutlausu ábendíngarfornafni), er þetta þá endanleg uppskrift mín af málfræðilega kynhlutlausri íslensku, skv. þeim orðflokkum sem mest koma þar við sögu:
Fornöfn:
(1) Framskapa verður og nota þarf nýtt kynhlutlaust persónufornafn (t.d. ”henn”, ”hán” eða eitthvað annað, t.d. ”þán”) og ákveða fallbeygíngu þess; (2) Framskapa verður og nota þarf ný kynhlutlaus ábendíngarfornöfn (t.d. ”þenn” fyrir ”sá” og ”hini” fyrir ”hinn”) ásamt því ákveða fallbeygíngu hvers og eins þeirra; (3) framskapa verður og nota þarf reglu fyrir kynhlutlausa mynd ýmissa annarra fornafna (t.d. með því að skeyta ”i”-i að kvenkynsmynd þeirra, t.d. ”eíngi má vera hér!”, – og/eða ”un” að eignarfornöfnum fyrsta og annars persónis, t.d. ”…vini mínun”, ”….koni þínun”, ”… stráki sínun”) og ákveða fallbeygíngu þeirra (gjarnan svo að hún falli saman við beygingarmunstur sérstakra orðmynduna lýsíngarorða skv. ofan- og neðansögðu).
Lýsíngarorð:
(4) Framskapa verður og nota þarf reglu fyrir sérstaka kynhlutlausa mynd lýsíngarorða að brúka við hlið hvorugkynsmyndarinnar (t.d. með því að sem ofan er gert skeyta ”i”-i að stofni þeirra [og fella svo niður sérhljóðann innan þess, ef þörf er á því), og svo ákveða fallbeygíngu þeirra (gjarnan í samræmi við beygíngu kynhlutlausra fornafna skv. (3) að ofan).
Nafnorð:
(5) Hafa verður uppi hvorugkynjun þeirra nafnorða sem höfða til persóna, starfsheita, mannverulegra eða guðverulegra, o.s.frv. geranda, þ.e. slíkra er troða fram sem einstaklíngi sem hægt er að kyngreina, eða sem tákna slík einstaklíngi (t.d. gegnum að útfrá settum reglum aðlaga karlkyns og kvenkyns nafnorð að beygarmunstri sterkra hvorugkynsorða); (6) sérnöfn eru höfð óbreytt, og orðmynd nefnifalls eintölu hvorugkynjaðra samnefna má hafa óbreytta eða sem valfrjálsa tvímynd (en svo undirkasta hana hvorugkynsbeygíngunni skv. beygíngarmynstrunum B1; B2; C1; C2 eða C3).
Töluorð:
(7) Einfaldast er einfaldlega að nota bar hvorugkynsformin. Framskapa má og nota nýorð til kynhlutleysis, mannverumyndir fyrstu fjögurra frumtalanna (t.d. ”einu”, ”tvei”, ”þrí”, ”fjóri”), og nota hvorugkynsmynd raðtalanna.
Praxís:
Að æfa beitíngu uppsettra reglna og gera sér kynhlutlausa íslensku tama með því að beita þessum reglum (eða öðrum reglum í áttina að kynhlutlausu máli). Nokkrum köflum Jóhannesarguðspjalls hefur verið snúið upp á þessa kynhlutleystu íslensku, og því einfalt má að bragða dálítið af málinu. Er þetta sá fyrsti kaflanna af fimm.
__________
Textasýnishorn:
FJALLRÆÐA JESÚS
(1) Þá er Jesús sá fólksfjöldann gekk þán upp á fjallið og settist þar niður. Læríngi þáns komu þar til þáns, (2) og þán hóf að kenna þeim og sagði: (3) Sæli eru fátæki í anda, því að þeirra er himnaríki. (4) Sæli eru syrgjendi, því að þey munu huggaði verða. (5) Sæli eru hógværi, því að þey munu jörðina erfa. (6) Sæli eru þey sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þey munu saddi verða. (7) Sæli eru miskunnsami, því að þeim mun misskunnað verða. (8) Sæli eru hjartahreini, því að þey munu Guð sjá. (9) Sæli eru friðflytjendi, því að þey munu Guðs börn kallaði verða. (10) Sæli eru þey sem ofsótti eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.
Sem Gyðíngi fyndist Jesús það kanski of lángt geíngið að vera að bifast við að breyta málinu svona róttæklega, þótt þrælbundið sé málkynferðislega, en sem Guðveri er það þó spurníngin hvað þáni finnist um það. Sjálft (eða sjálfi), reikna ég með að Þán hafi á því mikla velþóknun, og finni það einfaldlega samræmast Kærleiknum sem er Grundvallarlögmálið (Lögmálið Eina). – Svona alveg kynhlutlaust er mér næst skapi að kalla fjallræðu Jesús ”sæluræðuna”, því sæli eru þey sem ekki gera kynjamun, því að þey munu sjá hvort annað!
––––––––
AÐ HEILSA Á VÍRUSTÍMUM
Var að kíkja á fótboltakeppni ígær. Í stað þess að heilsa með handslagi slóu mennin örmum saman, og kapteini liðanna heilsuðu hveri annri með hægri fæti sínum. Þetta þá auðvitað útaf kórónuveirunni. Að heilsa með fótum sínum (”low five!”) er bara nokkuð sniðugt og gott útfrá (ekki-) smitunarsjónamiði, en þetta með armbogana kanski ekki, þegar fólki nú er ráðlagt að hósta og hnerra í armkrika sér. Svo hvað gera sem betra er? Heilsa ekki? Alveg ókej, nema hvað að það er alltof asocíalt. Sjálfi tek ég það ráð að nota þá kveðju sem ég hef leíngi búið við í Suðurasíu og er vani við, og þá hafa uppi ”namaste-kveðjuna”.
Ég var t.d. hjá lækni í vikunni sem var. Henn rétti fram hönd sína, en ég vildi ekki taka hana, heldur brá upp namastekveðjunni, með lófa mína saman milli brjósta mér (og ekki ofanfyrir, það er dýrkun, og ekki neðanfyrir, það er lítilækkun), samtímis sem ég sagði (vinsamlega): ”Á þessum vírustímum vel ég að heilsa á þennan hátt”.
Ég mæli með því að fólk geri svo, eða reisi hönd í heilsunarskini, og samtímis kanski passi uppá að breyta til lángvara kveðjuháttum okkar vesturlandafólks svo að við ekki séum að taka í hvert annað allan tímann. Sama gildir þá þjóðarhætti annars fólks sem krefst þess að það kyssi hvert annað mörgum sinnum við samfund, eða nái að nema andardrátt hvers annars þegar þey hittast og talast við. Þetta eru kanski fallegir siðir, en ekki alltaf svo heilsusamlegir.
____________
Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda
Einkynsmál: ýmis texti á kynhlutlausu máli
_________