Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda

 

[ATH. NÝASTA GERÐ ÞESSA TEXTA ER Á STARTSÍÐUNNI, NYOLD.COM]

 

i. Nafnorð og beygíngar þeirra

1. Einkynsmálið og skandinavísk númál

Eiríkur Rögnvaldsson getur þess í grein sinni ”Má gera kynusla í íslenskunni?”, að fjöldi kynja í túngumálum geti verið allt frá eíngu kyni upp til tuttugu. Íslenskt númál á sér þrjú, og er það fjölgun kynja frá því sem áður var.  

Málvísindasögulega voru frá upphafi bara tvö málfræðileg kyn nafnorða í túngu okkar (indóevrópskri). Þetta voru annarsvegar ”gerandaorð” sem tóku til lifandi vera (frumlög eða ”mannverumyndir”) og ”hlutaorð” sem tóku til dauðra hluta (andlög, ”hlutverumyndir”), og voru þau fyrrnefndu í eðli sér samkyn (uterum, tóku til bæði karla og kvenna), meðan þau síðarnefndu tóku til kynlausra hluta, og voru hvorugkyns (neutrum). Hlutveruorðin voru til að byrja með án nefnifalls/aðalfalls, því það sem þau tóku til stóð aldrei sem gerandi hlutanna. Þetta hlutverk feíngu þau þó svo smámsaman, og tóku þá orðmynd þolfallsins (sem er endíngarlaust, stofn) sem nefnifallsmynd sína. Samhliða þessu klofnaði samkynið og sérstakt kyn braust út úr því, og var það kvenkynið. Meðan þetta nýa kyn var markað, þ.e.a.s., gat bara höfðað til kvenna, kom gamla kynið að taka til karla, verða karlkyns, en samtímis líka að taka sér stöðu sem ómarkað kyn, þ.e., sem hlutlaust, – það gat m.ö.o. í ólíkum kríngumstæðum tekið einnig til kvenna (í setníngu sem t.d. ”allir eru velkomnir, en fáir geta komist þángað”). Og þetta er ástandið sem við höfum í íslensku númáli ídag. Að því viðbættu, eins og Guðrún Þórhallsdóttir nefnir í grein sinni ”Hvað mælir gegn ´máli beggja kynja´“? (sem birtist í Skímu árið 2005), að með útvíkkuðu málfræðilegu hlutverki hvorugkynsins í málinu, markist að sama skapi karlkynið (verði meira karlkyns) og kynhlutleysishlutverki þess þá hótað nokkuð, eða véfeíngt. Þetta er síðan ástæðan til að tími er nú kominn til að flytja kynhlutleysishlutverkið alveg yfir á hvorugkynið, og skapa nýjar kynhlutlausar (hvorugkyns) myndir eins og þörf er á til kynhlutleysis málsins. 

Eiginlega hefði kanski mátt vænta þess að orðflokkur kynhlutlausra orða (hvorugkynið) hefði tekið sér sess sem ómarkað kyn í túngunni við komu kvenkynsins. En svo varð þó ekki, líklega vegna þess að mikið ber á hlutverueðli þessara hvorugkynsorða. Trúlega er það líka þetta sem býr að baki þess, að þegar málfræðilegum kynjum aftur fækkaði í norrænum grannmálum okkar, þá runnu karl- og kvenkyn þar saman í eitt (samkyn/uterum) nema meðal persónufornafna (sem héldu kynjunum þremur í 3. ps.). Þetta fækkandi kynjanna var ekki það eina sem samtímis bar við sögulega í þessum systramálum okkar; m.a. átti sér stað samruni persónanna við sagnbeygíngu útfrá beygíngarmynd þriðja persónis, og að lokum talnanna tveggja útfrá eintölumyndinni; fækkun falla (kasusreduktsjón) var þar einnig í gángi (meðal persónufornafnanna slóst þá þolfall og þágufall saman í eitt):

Í skandínavískum númálum átti sér þannig stað (kríngum 1500) barátta ein mikil og útdreígin milli nefnifallsmyndar og þolfalsmyndar nafnorða, og lauk henni með að þolfallið hafði sigur yfir nefnifallsmyndinni.

Með undantekníngu frá persónufornöfnum, og einstökum málháttum eða orðatiltökum (eins og sænskunnar: ”att fara mann ur huse”) féll svo einnig þágufallsmyndin að lokum saman við þolfallsmyndina (hest – hest – hest – hests), svo að eftir var bara ”grundorðið” og ”genitivet”, eða hið svo kallaða ”s-form” (sem ekki er neitt eiginlegt eignarfall, heldur bara notað til að tákna eign). Í einkynsmáli því íslensku sem ég hef framþróað á grundvelli hvorugkynsins, hef ég ekki leyft málum að gánga svo lángt að föllunum yrði fækkað. Hinsvegar er í því málinu beygíngarmyndum nafnorðanna fækkað verulega gagnvart íslensku númáli, í og með að það er einmitt einkynsmál, og fallendíngarnar taka kerfisbundið lit af því sem ræður í sterkum beygíngum hvorugkyns, og er þá ekki hleypt fram endíngum hinna kynjanna (nema í nefnifalli eintalsins hjá mörgum orðum, og sem spor í sumum samsettum orðum og innra með ýmsum atviksorðum). Íslenska málið einfaldaðist í einkynsmálinu að sama skapi. Helst myndi ég kannski vilja keyra með einkynsmálið til kynhlutleysis, en það er þó afar ólíklegt að ég fái nokkri með mér á þær nóturnar. Þess vegna slæ ég á aðrar og (þegar til leíngdar lætur) meira raunsæar nótur.

2. Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja (”þríkynsmálið”)

Í þeirri kynhlutlausu íslensku, – ekki einskyns heldur þriggja (og jafnvel fjögurra) kynja, – sem hér er höfð uppi, verður eíngin fækkun kynja né heldur fækkun beygíngarmynda eða einföldun málsins. Þvertámóti á sér stað viss komplicering af túngunni og aukníng beygíngarmynda, í og með að einskonar ”samkyn” er undir vissum kríngumstæðum lagt til málsins. Þetta þá sökum þess að í þessari tegund af kynhlutlausu máli gildir eftirfarandi:

BILD SOCIETAS

(1) Öll íslensk hvorugkynsorð halda málfræðilegu kyni sínu, hvort heldur inntak þeirra snertir hlutveruleika eða mannveru. (2) Öll orð sem eru karlkyns eða kvenkyns í númáli, og sem snúast um hluti og ekki persóni, halda því málfræðilega kyni og þeirri beygíngu sem þau hafa í númálinu. (3) Öll karlkyns- og kvenkynsorð sem höfða til (kyngreinanlegra) persóna, fella niður málfræðilegt karlkyn eða kvenkyn sitt, og taka sér svokallaða kynhlutlausa ”mannverumynd” eða hvorugkyn í stað þeirra (svo leíngi sem þau eru höfð í mannverubrúki), og er sú orðmynd að kalla ”samkyn”, þótt svo í rauninni sé um að ræða eitt af tveimur (valfrjálsum) myndum hvorugkynsins (þegar höfðun er gerð til persóna). (4) Samkynið, þ.e., þessar sérstöku mannverumyndir, beygjast samkvæmt einföldum, einhliða uppsettum reglum (sjá neðan), og það tekur með sér, eða stýrir, bara hvorugkyni eða ”samkyni”. (5) Hvorugkynsorð sem höfða til persóna/manneskja, taka sér einnig valfrjálsa kynhlutlausa mannverumynd, við hlið hvorugkynsmyndarinnar sem nota má um bæði persónur og hluti. (6) Í ”þríkynsmáli” þessu vil ég þar fyrir utan, persónulega, halda opnu fyrir að hvorugkynjað orð, og notkun hvorugkyns við beygíngar, sé ávallt ”heimilt”. Sé þetta gert fullt út og alltaf (nema hvað varðar sérnöfn nafnorða) þá verður málið auðvitað einkyns. En fátt fólk mun vilja leggja út á þann sjóinn! Svo látum oss gleyma því.

Útfrá þessari reglugerð verður aðalvandkvæði þessa kynhlutlausa máls að greina á milli mannveru og hlutveru orðanna. Í stuttu máli fjallar mannvera þeirra um að orðið höfðar beint til ímyndaðra eða alvöru persóna sem eiga sér einstaklíngseðli og eru kyngreinanlegar. Þannig t.d. ”guði”, ”skratti”, ”púki” og ”djöfli” og ”eingli” allskonar, ”manneski” og ”einstaklíngi”, ”koni” og ”menni”, ”persóni”, ”presti” og ”preláti”, ”saumakoni” og ”hermenni”, og jafnvel ”hetji”, ”snillíngi” og ”gerpi”, en ekki t.d. ”andi” eða ”sál” sem súbstans eða einskonar líffæri mannveranna, heldur bara þegar þessi orð eru notuð í fleirtölu, þannig til að tákna fleiri aðgreind einstaklíngsleg ”andi” og ”sáli”. Nafnorð sem vísa til hópa eða samansafns mannvera en ekki geta höfðað til einstaklinga, halda auðvitað kyni sínu rétt eins og þau vísuðu til hluta. Slík orð eru t.d. ”fólksfjöldi”, ”múgur”, ”skrúðgánga”, ”herfylkíng”, ”flokkur”. En nafnorð sem geta vísað till fleiri manneskja, en líka geta höfðað til kyngreinanlegra einstaklínga hvorugkynjast að sama skapi. Slík orð eru t.d. ”Þjóðverji”, ”svertíngi”, ”ræníngi”, ”aumíngi”.

Hinsvegar: Í líkíngum, dæmisögum og táknmáli á sér eíngin hvorugkynjun stað, né nokkur önnur breyting á málfræðilegu kyni hlutanna, jafnvel þótt hlutveruleika sé þar í lyft til frumlags, viljastýrðs og meðvitaðs geranda. Með öðrum orðum: Náttúrufyrirbrigði sem í táknmáli eru persónugerfð eru í þríkynsmálinu kynhlutlausa normalt ekki hvorugkynjuð. Dæmi:

”Vindurinn blæs hvert sem hann vill, og þú heyrir þyt hans, en eigi veistu hvaðan hann kemur né hvert hann er að fara. Svo eru og alli þey sem af andanum eru endurborni.”

”Ég er hinn sanni vínviður, og Fæðri mitt er vínyrkið. … Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar.” Vínviðurinn er passífur þótt hann vaxi og dafnist og gefi af sér ávexti. Hann er hlutveruleiki. Vínyrkið er hinsvegar aktíft, gerandi, mannveri, og þess vegna er orðið hvorugkynjað.

Meðan fornöfn, lýsíngarorð og töluorð taka sér sérstakar kynhlutlausar mannverumyndir þegar höfðað er til persóna, kynhlutleysast nafnorð af flokki samnefna sem höfða til geranda, sem sagt er, með því að þau hvorugkynjast. Það hefur í för með sér að þörf er á einhverri reglugerð um hvernig steypa meígi karlkyns- og kvenkyns nafnorðum til hvorugkynsmynda. Til þess að gera grein fyrir því ferli sem slíku, munum við gánga útfrá reynslu okkar (í einkynsmálinu) af steypíngu allra nafnorða (að sérnöfnum undanskildum) til hvorugkyns, enda þótt það í þríkynsmálinu sé bara spurning um að hvorugkynja þau nafnorð sem eru mannverueðlis, vísa til persóna.

Athugið þess vegna, að í þríkynsmálinu (kynhlutlausri íslensku þriggja kynja og mannverumynda, sem ég á stundum kalla ”nýaldarmál” eftir heimasíðunni nyold.com) er þessi hvorugkynjun all mikið minna mál en í einkynsmálinu, allavegana hvað sjálft umfángið varðar, – en ferlið er það sama. 

3. Hvorugkynjun karlkyns- og kvenkynsnafnorða

Beygíngarmynstur hvorugkyns í venjulegri íslensku eru þrjú (að einstökum orðum undanteknum, sbr. “fé”); eitt þeirra munstranna er veikt (A), hin tvö eru sterk (B1, B2). (Orð sem í eignarfalli eintölu enda á samhljóða eru sterk, öll önnur veik.)

Veika beygíngarmunstrið meðal upprunalegra hvorugkynsorða varðar okkur ekki til hvorugkynjunnar, en við sýnum það þó samt hér til þess að öll möguleg beygíngarmunstur skuli vera með í þessari greinargerð:

A: a – a – a – a | u – u – um – (n)a || að – að – anu – ans | un – un – unum – (n)anna

Dæmi: (A) auga, eyra, firma, hjarta, nýra, drama.

B1: ø – ø – ø – s | ø – ø – (j)um – a || ið – ið – nu – sins | in – in – (j)unum – (j)anna

B2: ø – ø – i – s | ø – ø – (j)um – a || ið – ið – inu – sins | in – in – unum – (j)anna

Í sterku beygíngunum í íslenskunni er bara um þessi tvö mynstur að ræða. (Ath. að hér að neðan leggjum við inn sem orðadæmi einnig ekki-hvorugkynsorð sem passa inn hvað varðar víxlun á stofni (≤ø) og beygíngarendíngu (≥), og, – til þess að gera hvorugkynjunarferlið sem slíkt meira skiljanlegt og tamt, – einnig orð sem eínganvegin geta höfðað til persóna, og þannig hvorugkynjast alls ekki í kynhlutlausa þríkynsmálinu). Orð af karlkyni eða kvenkyni sem í þríkynsmálinu höfða til persóna eða mannvera, og sem skv. ofansögðu passa perfekt inn í þessi munstur, taka sér sess hér í B1 og B2. Nefnifall og þolfall eintölu og fleirtölu eru hér eins í báðum mynstrunum. Í B2 endar þágufallsandlagið (í eintölu) á beygíngarendíngunni ”i” (≥i). Í B1 endar það fallið á ”i”-hljóði sem heyrir til stofns (≤ø) og er ekki beygíngarendíng.

Dæmi um orð sem heyra til þessara munstra: (B1) gerði, bindi, stykki, virkni, veiði, ákveðni, gleði; (B2) haf, skip, hjól, ból, rör, leður, hreyður, sumar, þvaður, reður, kaðal(l), kamar, vetur.

Öll karl- og kvenkynsnafnorð má hafa eins og í nefnifalli númáls – og þá taka með sér hvorugkyn í innri beygíngu og í fallbeygíngu annarra orða, – en sum þeirra koma svo að eiga sér að auki nýmynd (frá hvorugkynsbeygíngunni) sem valfrjáls tvímynd. Nefnifall í númáli er annaðhvort stofn án beygíngarendíngar (≤ø), eða svo stofn með beygíngarendíngum (≥x), þar sem ”x” getur verið ýmist –ur, –r, –l, –n, –i, eða –a. Þannig má í kynhlutlausa málinu finna þessar endíngar í nefnifalli nafnorðs. En taki man ekki þessar beygíngarendíngar með, heldur bara nýmyndir frumlagsins, munu nefnifallsmyndir nýmáls vera (a) annaðhvort endíngarlausar og af sömu mynd og þolfallið, eða þá (b) enda á ”i”-i, með sömu endíngu í þolfalls- og þágufallsandlaginu. Eignarfallið í eintölu og óákveðni myndast svo með ”s”-i, bættu að stofni (≥i) ef eignarfallið endar á ”s”-i í númálinu (C1, sjá neðan), annars skeytist ”is” að stofninum (≥is). M.ö.o: ef eignarfall endar á t.d. –aris, –ur, –r, –iu eða –a, þá er höfuðreglan að orðið fær í nýmálinu eignarfallsendínguna –is (C2, sjá neðan), annars ”s”.

Það sem greinir þessi beygíngarmunstur (C1 og C2) og það næsta (C3, sjá neðan) frá sterkum beygíngum upprunalegra hvorugkynsorða, er að nefnifall og þolfall fleirtölunnar í óákveðni eru hér ekki leíngur sömu myndar sem eintölunnar (eins og i B1 og B2), heldur eiga sér beygíngarendínguna ”i” (≥i) og eru þannig að forminu til samsömuð þágufalli eintölunnar. Að öðru leiti beygjast þessi orð eins og í sterkri beygíngu hvorugkyns í númáli. Þetta gildir einnig um eignarfallið í ákveðni eintölu (sem myndast með því að skeyta ”sins” að stofninum, og ekki ”isins”, nema ”sins” reynist vera of óþjált eða erfitt að frambera).

C1: ø – ø – i – s | i – i – um – a || ið – ið – anu – sins | in – in – unum – anna

Híngað (til C1) heyra karlkyns og kvenkyns nafnorð sem hafa stofninn beran (án endíngar, ≥ø) í þolfalli eintölu, og mynda eignarfall eintölu með stofni + s (≥s), eða er án endíngar (≥ø). Híngað reiknast líka nafnorð sem hafa stofnmyndina sem þolfallsmynd sína, og sem eiga sér tvímynd eignarfalls eintölu, hvar af önnur myndin er ≥s, – nema þá fólki líki betur endíngin ≥is (sjá C2). 

Dæmi um orð sem færa má híngað: (C1) hól(l)*, bíl(l)*, stein(n)*, kaðal(l)*, kamar, maur, strákur/strák, heimur/heim, háfur/háf, reður, strætó, karl, maður/mann, móðgun, líðan, markaður/markað, kjóll/kjól, hugur/hug, veggur/vegg. [*Hér er litið á annan samhljóðann í nefnifallinu sem ”innskeyti” eitthvert í stofninn, og stofninn þannig í raun sem endíngislaus (≤ø). Alternatíft má skoða hann sem beygíngarendíngu (≥)]

Að auki (bara vegna þess að mér finnst það fallegt): Orð, karlkyns eða kvenkyns, sem enda á ”in” í þf.et. og á ”ni” í þgf., vil ég láta þágufallsmyndina gilda sem alternatíf orðmynd, þ.e. skeyta ”i”-i að stofni:  sem vinur/vin/vini (mitt) vin/vini (mitt) vini (mínu) vins/vinis (míns); drottinn/drottin/drottni (mitt)drottin/drottni (mitt)  drottni (mínu) drottins/drottnis (míns).  En kannski er bara best að strángt fylgja reglunum hér að ofan.

C2: ø – ø – i – is | i – i – um – a || ið – ið – inu – sins | in – in – unum – anna

Híngað (til C2) heyra karlkyns og kvenkyns nafnorð sem hafa stofn sinn beran (án endíngar, ≥ø) í þolfalli eintölu, og mynda eignarfall eintölu með stofni + ar, is, ur, r, i, u eða a. Híngað má reikna líka nafnorð sem hafa stofnmyndina sem þolfallsmynd sína, og sem eiga sér tvímynd eignarfalls eintölu, hvar af önnur er ≥s, – ef nú fólki fellur endíngin ≥is betur í geð en ≥s.

Dæmi um orð sem híngað heyra: (C2) taung, il, mynd, rún, nauð, skál, ást, veggur/vegg, markaður/markað.

C3: i – i – i – is | i – i – um – (n)a || ið – ið – inu – sins | in – in – unum – anna

Til þessa munsturs reiknast nafnorð, sterkt beygð eða veikt beygð, sem hafa þolfall sitt í eintölu sem stofn (≤ø) + endíngu eitthverja (≥a, ≥u, eða ≥i), en þau fá ”i” sem þolfallsendíngu og þágufallsendíngu (≥i). Þessi endíng gefur einnig þá orðmynd sem þjónar sem tvímynd orðsins í nefnifallinu. Orð sem þegar í nefnifalli númáls enda á ”i”-i fá ekki tvímynd. Til þessa mynsturs heyra einnig öll þau orð sem eru endíngarlaus í nefnifalli (≥ø) og stofninn endar á eða hefur (kvenkyns) viðskeytið ”íng”. Slík orð fá í nýmáli tvímynd með ≥i í nefnifalli. 

Dæmi om orð þessa munsturs: (C3) kona/koni, bóndi, skvísa/skvísi, veisla/veisli, belja/belji, galli, skóli, drottníng/drottníngi, meiníng/meíníngi, undantekníng/undantekníngi, teikníng/teikníngi. [Ath. að þetta þýðir að hér er horfið frá ”sjöbeygíngakerfinu” sem við höfðum í brúki um stund (og sem leyfði munstrin: i – a – i – is og a – u – i – is í eintölunni, og sem tóku til veikra orða eins og ”dóni”, ”kjáni”, ”dani” og ”kráka”, ”kona”, ”tombóla”.)]

Athugasemd um beygíngarafbrigði

Vert er að athuga að sum upprunaleg karlkyns- eða kvenynsorð, gætu vel fallið undir t.d. B2, samtímis sem þau líka fá beygíngu skv. C2. Þetta varðar t.a.m. reður, sem er karlkyns, en má vel beygja eins og leður (B2),  – en jafn vel skv. C2, og þá hafa nefnifall og þolfall fleirtölunnar sem reðri og ekki reður; sama gildir vetur, með fleirtölu sem vetur (eins og í númáli) eða vetri, kamar og hamar (kömu/kamri eða kömri og hömur / hamri eða hömri), kaðall (köðul /kaðli eða köðli), o.s.frv. Eiginlega má að svo komnu máli heita það smekksatriði hvað seígja og skrifa, og því vil ég halda því opnu í þríkynsmálinu (og einkynsmálinu) sem valfrjálsum beygingarafbrigðum. Að tala om mörg vetur og reður er kanski eðlilegra og fallegra en að ræða um ótöl kamri og hángandi köðli, köld og hörð vetri, og hvala reðri?

Einnig þau örfáu karlkyns og kvenkyns orð sem eru endíngarlaus í nf. og þf. fleirtölu, mætti beygja skv. þessu munstri (B2): maður/mann (mitt) – mann (mitt)manni (mínu) – manns (míns)| menn (mín/míni) – menn (mín/míni) – mönnum (mínum) – manna (minna).

Varðandi ofannefnda tvímyndunarreglu, um að þolfall án endíngar (≥ø) meígi nota sem tvímynd í nefnifalli við hlið upprunalegrar nefnifallsmyndar, hef ég orðið þess vari að ég hef tendens að gera tvímyndina með ≥i, og þá einnig gera það í þolfallinu. Svo kannski ætti ég bara að gefa eftir fyrir þessari beygíngarþrákelni minni? Hvað sem því líður, er allavegana greinilegt að í-endíngin styður hvorugkynstilfinníngu orðsins (mynd mitt/myndi mitt; hest mitt/hesti mitt). – Það sama kannski gildir um ýmis önnur orð sem enda á ”i” í  þágufalli, en eru án endíngar í þolfallinu, t.d. orðið Íslendíngur? Einhverstaðar finnst mér fara vel á að endilega reyna að ekki nota ”ur”-endínguna í þessu orði, þar eð hún hefur óneitanlega karlkynshreim. Nota í staðinn þolfallsmyndina, eins og gert er í hinum norrænu málunum, eða kannski skeyta ”i”-i að stofninum: Íslendíng, Íslendíngi.

Beygíngarmynstur með tvímyndum

Meðan upprunaleg hvorugkynsnafnorð af sterkri beygíngu eru öll án nefnifallsendíngar, geta umsteyptu nafnorðin, auk endíngarleysis (≤ø), endað á –ur, -r, -l, -n, -i, eða –a. Þetta (sjá neðan) sýnist mér þá fljótt á litið vera sterku beygíngismynstrin í brúki meðal þeirra (en dreifíng endínganna á mynstrin gæti verið önnur við nánari rannsóknir): 

(1) r/ø – ø – ø – s | ø – ø – um – a || ið – ið – nu – sins | in – in – unum – anna

(2) ø – ø – i – s | ø – ø  – um – a  || ið – ið – inu – sins | in – in – unum – anna

(3) ur/r/l/n/ø – ø – i – s  | i – i –  um – a || ið – ið – anu – sins | in – in – unum – anna 

(4) ur/r/ø – ø – i – is  | i – i –  um – a || ið – ið – anu – sins | in – in – unum – anna 

(5) a/i/ø – i – i – is | i – i – um – (n)a || ið – ið – inu – sins | in – in – unum – anna 

Dæmi: (1) læknir/lækni, mælir/mæli, hirðir/hirði, greinir/greini, reiði, virkni, gleði, veiði, menni; (2) reður, vetur, kamar, kaðal(l)*; (3)  skápur/skáp, klár, stól(l)*/stól, stein(n)*/stein, kjól(l)*, nár/ná, knörr, pistill, kaðal(l)*/kaðal, meitil(l)*/meitil, staur, mávr/má, reður, vetur; (4) bók, skrá, reið, mynd, bók; (5) bóndi, kona/koni, galli, kanna/kanni, belja/belji, kráka/kráki, meiníng/meiníngi, drottníng/drottníngi, teikníng/teikníngi, lækníng/lækníngi. [*Hér er litið á annan samhljóðann sem beygíngarendíngu, ≥, fremur en innskot í stofninn. En ef hann í stað þess er skoðaður sem innskeyti í stofninn, eiga dæmin samt heima í þessu mynstri, en sum þeirra líka í (2)]

Eintala og fleirtala

Fleirtalan myndast í hvorugkynjuðu nafnorði eins og sjá má af beygíngarmunstrunum hér að ofan, á tvennan hátt: (1) með ≥ø, eins og í sterkum beygíngum hvorugkyns númáls (B1, B2); og (2) með ≥i, í nefnifalli og þolfalli nýsteyptra nafnorðsmynda (C1, C2, C3). Þágufall og eignarfall fleirtölunnar eru eins í öllum beygíngarmynstrum eins og í númáli.

Viðskeyttur og laus greinir

Í beygíngarmunstrum þeim sem sýnd eru í ofanverðu gefur viðskeyttann greini að líta í ákveðni eintölu og fleirtölu: ið – ið – inu – sins | in – in – unum – anna. Laus greinir sem samsvarar þessum viðskeytta greini er hafður fyrir framan lýsíngarorð sem fylgt er af nafnorði. Þetta er í númáli íslensku ”hinn” og er í þremur kynjum, og tiltölulega sjaldan notaður.  

Í íslensku númáli er hliðstæður eða laus greinir óákveðni normalt ekki hafður uppi. Í einkynsíslenskunni og við hvorugkynjun í þríkynsmálinu er þetta meira venjulegt. Þessi greinir er orðið ”eitt” og er hann bæði notaður í eintölu og fleirtölu: eitt – eitt – einu – eins | ein – ein – einum – einna. Málafinningarlega hefur þetta það hlutverk að undirstrika hvorugkynið. Óákveðinn lausan greini má hafa bæði fyrir framan nafnorð og/eða að baki þeirra. Greinirinn er fallorð, og í nálægð þess nafnorðs sem hann vísar til, styður hann – eins og önnur fallorð sem gera þennan sama hlut – sjálft hvorugkynseðli orðsins. Ef ég seígji eða skrifa ”eitt mann” eða ”koni ein”, eða ”eitt persóni” þá geri ég augljóst hvorugkynið (og töluna).

Tvöföld óákveðni er væntanlega sjaldgæft, en líklega ekki óhugsanleg, t.d. í ljóðaskáldskapi.

Hljóðvörp  

7.1. Mikið ber á hljóðvörpum í íslensku máli, og þá ekki síst í beygíngum sterkra hvorugkynsorða. Dæmi um það eru t.d. ”haf” og ”þak”: haf – haf – hafi – hafs | höf – höf – höfum – hafaþak – þak – þaki –þaks | þök – þök – þökum – þaka. Hljóðbreytíngarnar eiga sér hér staðar milli eintölu och fleirtölu. Svo einnig í nafnorðabeygíngum einkynsmáls í munstrunum C1–C3.

Hvernig meðhöndla hljóðvörp í hvorugkyjuðum nafnorðum er mér ekki fært að setja upp neinar reglur um, en sjálfsagt er það því fólki fært sem rannsakað hefur almennilega slíka hluti í íslenskunni. Ég verð bara að láta tilfinninguna ráða, þ.e. láta það gilda sem ég ”finn á mér” að sé það rétta, eða það besta: manni > menni; garpi > gerpi; tönn > tenni; kanni >könni; hamri > hömri, staði > stöði … o.s.frv.  

9. Um stofn nafnorða í nýmáli

Hvernig má finna stofn hvorugkynjuðu orðanna í þessu kynhlutlausa nýmáli? Svar: Hafi orðið tvímynd (og önnur myndin endi á ”i”-i) þá er stofninn sjálft orðið að frádregnu ”i”-inu. Sé það án tvímyndar og endi ekki á ”i”-i, þá er stofninn sama sem orðið í nefnifalli. Stofn hvorugkynjaðra nafnorða má annars finna í eignarfalli eintölu í óákveðni að frádregnu  ”s”-inu, nema það endi á ”is”, en þá, til að vita hvort stofn endi á ”i”-hljóði eða ekki, ber að athuga hvort eignarfall fleirtalsins í ákveðni endi á ”isins”. Geri það ekki það er ”i” ekki í endíngu stofnsins, og stofninn eins og í andlagsfallinu að frádregnu ”i”-inu. Þó má búast við að í þessu falli myndist (vegna óþjálni) vissar tvímyndir (t.d. gæti veislsins létt tekið myndina veislisins, njósnsins njósnisins, beljsins beljisins). Einnig má ske að ”isins”-endíngin til skilníngsauka notist hér (t.d. sem fallmynd eignarfalls í ákveðni í orði eins og dani, sem þá yrði danisnins fremur en dansins, sem þó væri réttara).

ii. Persónufornöfn og önnur fornöfn

Persónufornöfn og ábendíngarfornöfn í kynhlulausu íslensku máli annarsvegar kyngreinandi, og hinsvegar kynhlutlaus. Önnur fornöfn eru höfð í hvorugkynsmynd orðsins, eða í sérstakri kynhlutlausri ”samkynsmynd” eða mannverumynd þess, ef þau höfða til persóna. 

1. Kyngreinandi persónu– og ábendíngarfornöfn:

Slík fornöfn eru ”hann” og ”hún”, ”þeir” og ”þær” – en í kynhlutlausu máli stýra þau hvorki málfræðilegu kvenkyni né karlkyni hliðstæðra fallorða, heldur bara hvorugkyni (að meðtöldu ”samkyninu”). Þau eru þannig ekki raunverulega kvenkyns- eða karlkyns, en benda þó á raunkyn eða þá kynkennd þeirra persóna sem um er fjallað eða til er höfðað. Nýmynduð persónufornöfn sem ætluð eru til kynhlutlauss brúks, eins og t.d. nýorðið ”hán” eru í raun mest (eða allavegana oft, sýnist mér) notuð kyngreinandi, þ.e., sem vísandi til kynseígin persóna.

Meðal ábendíngarfornafnanna eru ”” og ”” kyngreinandi, og ”þessi” í fleirtölunni, ”þessir” og ”þessar”, ”hinn” og ”hin”, ásamt ”sami” í eintölunni, ”sami” og ”sama”. Hvað varðar ”þessi” [þessi/þessi/þetta] er eiginlega eíngin þörf á sérstakri kynhlutlausri mannverumynd, svo sem ég sé það, því að ”þessi” er alltaf hliðstætt, held ég, kemur fram með orðinu sem það bendir á (þetta koni; þetta karlmenni), og þá er náttúrulegt að nota hvorugkynið beint. (Ef hinsvegar sú línan ekki er uppi á teníngnum mætti nota t.d. ”þenni” eða ”þensi”)

Athugið: Kyngreinandi persónu- og ábendíngarfornöfn eru aðeins að nota þegar raunkyn (eða kynhneygð) er þekkt og í fókusi eða einhverju máli skiptir í samheínginu. Þau ættu þannig ekki að vera í brúki þegar kynjun er óþekkt (eins og við notkun karlkyns sem kynhlutlaust í númáli) eða alls óviðkomandi (t.d. þegar höfðað er til eíngla eða skratta), eða þegar ástæða er til að ekki greina kyn þess mannveris sem höfðað er til.

2. Kynhlutlaus persónu– og ábendíngarfornöfn:

Persónufornafnið ”það” er í sjálfu sér kynhlutlaust, en höfðar klassískt aðalalega til ópersónulegra hluta, og, – svo er sagt , – að eíngi vilji kallast ”það”, nema kanski skáldið og barnið, og kvikindið. Þess vegna er þörf á kynhlutlausu fornafni einhverju sem greinilega er af eðli mannverumyndar.

Mörg ólík orð hafa á Íslandi verið lögð til á síðari áratugum sem hentug að brúka sem kynhlutlaust persónufornafn. Þar á meðal, hínhán. Einnig, út frá sænsku (og finnsku), (hän >) henn. Af þessum orðum hef ég leíngi verið að prófa að nota bæði ”hán” og ”henn”, auk ýmissa annarra heimasmíðaðra orða svo sem ”henþa(ð)” og ”þenþa(ð), að beygja eins og ””það”. Sjálfu (/sjálfi) eða persónulega, hefur mér (sem mannverumynd af persónu- og ábendíngarfornafninu ”den” í dönsku, norsku og sænsku máli) frá byrjun líkað best við ”þenn”, og notað bæði sem persónufornafn og ábendíngarfornafn ([”sá”/sú”/”það”] > þenn). Svo smám saman komst ég þó að þeirri niðurstöðu að of mikið kom að bera á ”þenn”-hljóðinu í málinu. Ég tók þá þess til ráðs að halda persónufornafninu áfram sem ”þenn”, en þá hafa ábendíngarfornafnið ”sá” sem ”” (sbr. enskans ”who”). Þetta féll mér ekki nógu vel í geð, og tók ég þá til að nota ”henn” sem kynhlutlausa persónufornafnið, og ”þenn” sem kynhlutlausa ábendíngarfornafnið. Beygíngarnar hef ég (meðal annarra) haft þannig: henn – henn – henn(u) – henns | þau/þey – þau/þey – þeim – þeirra; þenn – þenn – þenni/þennu – þenns | þau/þey – þau/þey – þeim – þeirra;  (Persónufornafnið ”þey” er hugsað í aðra röndina sem sérstök mannverumynd eða virðíngarmynd af ”þau”, en aðallega, – eins og aðrar slíkar myndir fornafna, – til að sem kynhlutlaus mannverumynd með höfðun til bæði karla og kvenna og annarra, geta staðið sérstætt án beinnar höfðunar til nafnorðs). 

Sem kommentar koni eins á netinu sá ég tillögu um að nota mætti orðið ”þán” sem kynhlutlaust persónufornafn. Það hafði mér aldrei dottið í hug, en leist vel á uppástúnguna (líkist þolfallinu af ”sá” > þann), og valdi að prófa með það, og þá beygja orðið eins og ”hán”, en það beygist eins og ”lán”. Að lokum féll ég þó fyrir orðmyndinni ”þann” eða ”þan”, og að láta karlkynið ”hann” og kvenkynið ”hún” bæði ráða beygíngunni (sbr. hann – hana – henni – hans): þan(n) – þana – þanni – þans. – Þetta er núverandi ástand þessa máls.

En – eins og ég var inni á hér að ofan – hvaða orð sem man svo velur sem nýtt kynhlutlaust persónufornafn, svo á það að mínu viti bara að nota kynhlutlaust, það er að seígja, bara þegar raunkyn er óþekkt eða óviðkomandi, eða einhver ástæða er fyrir hendi að dylja það. T.d. þegar rætt er um t.a.m. lækna, forseta, ráðherra, glæpamenni, (vissa) guði. Þannig ber helst ekki að nota þetta kynhlutlausa orð til að tákna persónur af ”þriðja kyninu”, eða einhveri sem kennir sig sem hvorki karlmenni né kvenmenni, sem bæði kynin, eða hinseigin/kynseigin á eitthvern annan hátt. Slíkt brúk fjallar undir kyngreinandi notkun orðsins (skv ofansögðu).

Útfrá þessum hugsunargángi þarfnast ekki bara eins, heldur tveggja ólíkra nýorðmynda í flokki persónufornafna (t.d. ”hán” við hliðina á ”hann” og ”hún” sem kyngreinandi, og t.d. ”henn”, ”þenn” eða ”þan(n)” eða eitthvað annað sem kynhlutlaust). Það er persónuleg skoðun mín að best sé að ”hán” fái kyngreinandi hlutverk skv. ofansögðu, eða öllu heldur, haldi áfram hafa það hlutverkið, meðan hinsvegar ”þann” í samspili við ábendíngarfornafnið ”þenn” verði látið axla hlutverkið að fúngera sem fullt út kynhlutlaus mannverumynd persónufornafnsins.

3. Önnur fornöfn og mannverumyndir:

Öll önnur fornöfn má hafa óbreytt eins og í númálinu, en þegar kynhlutleysi er ætlað, einúngis nota hvorugkynsmyndina. Þetta má taka sem berandi meíginreglu. Þó virðist hvurugkynið þurfa stuðníng málalega til að ná að höndla komandi kynhlutleysishlutverk sitt. Mörgum mun þannig finnas það afar annarlegt að seígja til dæmis. ”Ekkert má vera á þessu svæði!”, þegar höfðað er til persóna (og fornafnið ekki er hliðstætt hvorugkyns nafnorði eða þá hvorugkynjuðu nafnorði, eins. og t.d. ”karlmenni”, ”kvenmenni” eða ”koni”). Á sama veg má það finnast óþjált eða skrítið að seígja: ”Öll verða að hverfa héðan umsvifalaust!” þegar átt er við persóni, þótt þetta sé líklega vanaatriði, og myndi venjast svo smám saman.

Hvað varðar kynhlutlaus lýsíngarorð höfum við, út frá kynhlutlausum einmyndarorðum svo sem ”hugsi” og ”þurfi”, valt að skeyta ”i”-i að stofninum. Við getum þá gert á svipaðan hátt hér með fornöfnin. Til dæmis ”sjálfur” [sjálfur/sjálf/sjálft] > sjálfi; ”eínginn” [eínginn/eíngin/ekkert] > eíngi;  ”sumur” [sumur/sum/sumt] > sumi;  ”hvor[hvor/hvor/hvort] >hvori; ”einhver” [einhver/einhver/eitthvert] > einhveri; ”einn” [einn/ein/eitt] > eini, ”hinn” [hinn/hin/hitt] > hini, o.s.frv.. Auðvitað hefði mátt velja einhvern annan sérhljóða (eins og ö eða u eða e, eða jafnvel ó), en i-ið varð þó fyrir valinu. 

Kynhlutlausa mannverumynd sumra fornafna er hentugt að stytta aðeins, eins og t.d.  ”nokkur” [nokkur/nokkur/nokkurt] > nokk(u)ri; ”báðir” {[báðir/báðar/bæði] > báð(a)ri; ”ýmis” [ýmis/ýmis/ýmist] > ým(i)si. 

Önnur fornöfn gefa af sér alternatífar pródúktir, valfrjálsar orðmyndir, eins. og t.d. ”allur” [allur/öll/allt] > ölli/alli; ”samur” [samur/söm/samt] > sömi/sami; ”annar [annar/önnur/annað] > önnri/annri.

Sum fornafnanna hafa í númáli tvennar orðmyndir, og mun þá nægja, finnst mér, að kynhlutleysa aðra þeirra. Til dæmis ”annar hver” [annar hver/ önnur hver/ annað hvert] > annri hver; ”annar tveggja” [annar tveggja / önnur tveggja / annað tveggja] > annri tveggja, o.s.frv..

Aðeins örfá fornöfn, – ég finn bara eitt, en sjálfsagt eru til fleiri slík – er ekki hægt að beita ”i”–myndunareglunni á. Þetta er orðið ”sami” [sami/sama/sama] > ? Vissulega mætti stytta ”sama” + ”i” til ”sam(a)i” > sami, en mér finnst í slíku tilfelli betra að einfaldlega láta hvorugkynsmyndina, ”sama” gilda, en hún er óbeygjanleg í eintölunni (sama) og í fleirtölunni líka (sömu).

Fleirtalan myndast með ”i”-endíngu, eins og normalt í beygíngarmyndum hvorugkynjaðra nafnorða (C1, C2, C3). Það þýðir að nefnifall eintölu og fleirtölu er nær alltaf eins, nema þegar kynhlutlausa fleirtalan sérmyndast, eins og við látum tilfellið með ”annar” vera. Fleirtalan er hér ekki höfð ”annri”/”önnri”, heldur ”aðri” með útgángspúnkt í karlkyninu. ”Öðri” gæti líka komið til greina.

Orðflokkur fornafna er sagð’ur ”lokaður”, en hann er ekki sérstaklega stór, og því unnt að ákveða beygíngarmunstur fornafnanna hvert og eitt fyrir sig. Við beygíngar kynhlutlausu mannverumyndanna, hefur það annars jafnan reynst mér vel að hafa mynstrið sem svo að það hafi þessa endastafi:  i – i – u – s | i – a – um – a, og mun það passa allra flestum orðanna (en ég hef einnig orðið þess vari að fleirtalsbeygíngin óvart oft verður hjá mér: i – i – um – a. Auk þess er ekki laust við að ég hafi lyst á að hafa endastafina þannig: i – a – u – s | i – a – um – a. Það myndi gera þf.et. eins og kvenkynsmyndin, og þf.ft. eins og karlkynsmyndin). Orðmyndum sem í vissum föllum í númáli eru eins í öllum þremur kynjum er síðan gjarnan haldið óbreyttum. Þegar tvær myndir eignarfallsins eru eins verða þær fyrir valinu sem eignarfall mannverumyndarinnar.

Dæmi um beygíngar útfrá þessu munstri eru:

allur”: alli – alli – öllu – alls |alli – alla – öllum – allra;eínginn”: eíngi – eíngi – eíngu – eínskis|eíngi – eínga – eíngum – eíngra;  ”einhver”: einhveri – einhveri – einhverju – einhvers | einhveri – einhvera – einhverjum – einhverra; ”einn”: eini – eini – einu – eins | eini – eina – einum – einna; ”hver”: hveri – hveri – hverju – hvers | hveri – hverja – hverjum – hverra; ”hvor”: hvori – hvori – hvoru – hvors | hvori – hvora – hvorum – hvorra; ”hvorugur”: hvorugi – hvorugi – hvorugi – hvorugs | hvorugi – hvoruga – hvorugum – hvorugra; ”neinn”: neini – neini – neinu – neins | neini – neina – neinum – neinna; ”nokkur”:  nokkri – nokkri – nokkru– nokkurs| nokkri – nokkra – nokkrum – nokkurra;  ”samur”: sami – sami – sömu – sams | sami – sama – sömum – samra;sérhver”: sérhver – sérhver – sérhverju – sérhvers | sérhveri – sérhvera – sérhverjum – sérhverra; ”sjálfur”: sjálfi – sjálfi – sjálfu – sjálfs | sjálfi – sjálfa – sjálfum – sjálfra; ”slíkur”:  slíki – slík – slíku – slíks | slíki – slíka – slíkum – slíkra; ”sumur: sumi – sumi – sumu – sums | sumi – suma – sumum – sumra; ”ýmis”: ýmsi – ýmsi – ýmsu – ýmiss | ýmsi – ýmsaýmsumýmissa; ”þvílíkur”: þvílíki – þvílíki – þvílíku – þvílíks| þvílíki – þvílíka – þvílíkum – þvílíkra; ”báðir” (bara til í fleirtölu)báðri – báðra – báðum – beggja; ”fáeinir (bara til í fleirtölu): | fáeini – fáeina – fáeinum – fáeinna.

Óákveðna fornafnið ”annar” (á sér þá sérstöðu að nefnifall fleirtölu er ekki það sama sem nefnifall eintölu): annri – annri – öðru – annars | aðri – aðra – öðrum – annarra. 

Reglan um ”i”-endínguna er vissulega einföld, og ber því að nota eins og auðið er till kynhlutleysis fornafnanna. Þó sýnist mér, eða kanski væri vert að seígja, bragðast mér, önnur endíng í sumum tilfellum betur. Þetta eftir að ég fékk kynni af eignarfornafninu ”minn/mín/mitt” á finnsku, en það er (í ef.) ”minun”. Sýnist mér þá það vera fallegra að seígja ”vini mínun” en ”vini míni”, og þá jafnframt ”koni þínun” en ”koni þíni”, ”krakki þínun” en ”krakki þíni”. Beygíngarnar hér: mínun – mínun – mínu – míns | míni – míni – mínum – minna /þínun – þínun – þínu – þíns | þíni – þíni – þínum – þinna. Eignarfornafnið ”þinn”/”þín”/”þitt” er hinsvegar ”sinun” á finskunni. Sýnist mér þá það tilvalið sem kynhlutlausa mannverumyndin fyrir afturbeygða eignarfornafnið ”sinn”: [sinn/sín/sitt] > síni/sínun. Beygíng: sínun – sínun – sínu – síns | síni – síni – sínum – sinna.

Ég mun því m.a.o. víkja frá ”i”-reglunni í þeim tilvikum þar sem mér virðist betur á því fara, og leifa ”un” sem alternatífa kynhlutlausa mannverumyndarendíngu. Geta má þess a- ”un”-endíngin er ”intímitetsendíng” í finnskunni, notuð bara um náin persóni. 

iii. Lýsíngarorð

1. Mannverumyndir lýsíngarorða:

Slíkar orðmyndir eru ekki ætlaðar til að nota um dauða hluti heldur einúngis um persóni.

Við hvorugkynjun er beygíngum hvorugkyns í núíslensku fylgt í miðstigi og efstastigi. Sérstakar mannverumyndir lýsíngarorða varða bara frumstig sterkrar beygíngar, þannig að veikt beygð lýsíngarorð fylgja við hvorugkynjun nafnorðsins hvorugkynsbeygíngu orðsins.

Sumum má finnast það annarlegt að tala um sig sjálft og aðra í hvorugkyni í setníngum eins og t.d. ”Ég er hrætt við að vera úti að nóttu til”, eða ”[Ég/Þú/Þann] er svo feimið”. Eins og með óákveðnu fornöfnin má þá komast hjá þessu vandkvæði með því að taka fram sérstakar mannverumyndir lýsíngarorðsins, og þá gera það á svipaðann hátt og ofan er gert með t.d. óakveðnu fornöfnin, nefnilega með því að skeyta ”i”-endíngu að stofni orðsins (en, sem sagt, bara þó í frumstigi sterkrar beygíngar) í staðinn fyrir beygíngarendíngu þess: [hræddur/hrædd/hrætt] > hræddi; [feiminn/feimin/feimið] > feimni; [feitur/feit/feitt] > feiti. Þannig: ”Ég er svo hræddi”, ”þú ert of feimi”, ”þan er mjög feiti”. (Í  frumstigi veikrar beigingar, hrædda: ”hrædda mennið”; ”feimna konið”. Dæmi um miðstig: ”þenn litla er ýngra systri mitt”.)

Beygíngarmynstrið viljum við hafa eins og fyrir þau flestu fornöfnin, nefnilega þannig að eftirfarandi endíngar skeytist að stofninum, og föllin því endi svona: i – i – u – s | i – a – um – a. Dæmi: stóri – stóri – stóru – stórs | stóri – stóra – stórum – stórra; fallegi – fallegi – fallegu – fallegs | fallegi – fallega – fallegum – fallegra; heim(i)li – heim(i)li – heimilu – heimils | heimli – heimla – heimilum – heimilla; hreini – hreini – hreinu – hreins | hreini – hreina – hreinum – hreinna. (En eins og áður er nefnt um fornöfnin, slysast ég gjarnan í æfíngum mínum til að beygja fleirtöluna þannig: i – i – um – a. Kannski ráð að láta það eftir mér?)

Þess er svo að gæta að í íslensku máli finnst ein gersamlega kynhlutlaus mynd, nefnilega með endíngunni ”-ó”, sbr. ”halló”, ”gjeggó”, ”púkó”, o.s.frv., og má þá hafa hana sem valkost við hlið ”i”-endíngunnar. ”Eg er bara svo ferlega feimó”; ”Það er tótallý sjukó”. Ekki neitt voðalega fallegt kanski, en líklega má venjast því eins og öðru, og það er, hvað sem því líður, gott að hafa sem valkost að brúka á stundum.

Lokaathugasemd: Kynhlutlausar mannverumyndir er eins og sjá má vel hægt að framskapa á rétt einfaldan hátt, en líklega væri þó lángt betra ef man einfaldlega léti sig venjast því að nota hvorugkynið um manneskji á sama veg og þegar man talar um (hvorugkyns) hluti, eða börn og skáld. Þá væri minni þörf á að til kynhlutleysis baukast við að breyta túngunni.

iv. Töluorð

Sem nýorð til kynhlutleysis fyrstu fjögurra frumtalanna mætti nota t.d. ”eini”, ”tvei”, ”þrí”, ”fjór”, og svo nota hvorugkynsmynd raðtalanna. Reyndar er ég inni á að leggja inn ”samkynsmerki” í skrifmáta þessarra töluorða: eyni – tvey – þrý – fjórr. (Sjá næsta lið).

v. Samkynsmerkjun

Sumi furðast (og ýfast) yfir að ég hafi í kynhlutlausa málinu annarlegan skrifmáta. Ég meina þá t.d. að ég ekki virði ng- og nk-regluna (í orðum svo sem ”úngi”, ”leíngi”) og að ég skrifi t.d. lausan greini (”eítt” — ”eín”) með kommu yfir ”i”-inu, og hafi ”y” í ”þey” (þar sem ”þei” hefði kanski verið að vænta), og í ”eyni – tvey – þrý”, og tvö ”r” í ”fjórr”, ”œ” (og ekki ”æ”) í t.d. ”allt í lœgi”…. Visssulega má líta á þetta allt sem sérvitríngastæla frá minni hálfu, og kúnstir, og það liggur örugglega eitthvað í því – en þar með er þó ekki sagan öll. Ég vil nefnilega, að þegar fólk fær litið og hefur tekið að lesa eitthvað einhvern texta á kynhlutleystu máli frá minni eða annarra hendi, eða einmitt byrjað að plokka upp eitthvað af því sem þar stendur, þá skal það liggja í augum uppi, svo umsvifalaust sem auðið er, að textinn er á kynhlutlausu máli. Þá veit lesandið nánast frá fyrsta augnabliki hvers er að vænta málfræðilega í textanum, og býr sig undir það (eða býr sig undir að reyna eða læra það). 

Svo, hér er í aðra röndina um ”eyrnamerki” einskonar að ræða, ”kynhlutleysismerkjun”, svo að seígja.  Hvort hún svo kemur til einhvers gagns eða ekki, eða jafnvel er til vandræða fyrir íslenskuna í heild sinni, það veit ég svo sem ekkert um.

vi. Lítilsháttar um kynhlutleysi, málfræði og fagurfræði

Ég snerti þetta örlítið hér að ofan, og vil ræða það dálítið nánar, þótt það hafi í för með sér vissar endurtekníngar: Að málið er kynhlutlaust, þýðir þó ekki að það sé kynlaust, þ.e., að ekki meígi greina kyn í því sem um er rætt. Það sem í kjarna sínum er um að ræða við kynhlutlausn málsins er að afnema hlutverk karlkynsins sem afmarkerað kyn, og færa það kynhlutleysishlutverkið yfir á hvorugkynið. Karlkyn og kvenkyn hverfa þá með höfðun til persóna (bæði í et. og ft. t.d. ”gestin eru öll komin”), en halda áfram að vera til í höfðun til hluta eða t.d. hópa manneskja (t.d. til mannfjölda, herja, þjóða, etc.). Markmið kynhlutlauss málfars er að ekkert kyn sé tilgreint, þegar kynið ekki skiptir neinu máli, ekki er í fókusi, eða er óþekkt, eða einhver ástæða sé til að ekki tilgreina það. Af þeim sökum eru (a) kynhlutlaus persónufornöfn, og kynhlutlausar mannverumyndir annarra fornafna og einnig lýsíngarorða í notkun, þegar það passar útfrá þessu markmiði, og (b) öllum nafnorðum sem höfða til (kyngreinanlegra) persóna gefið hvorugkynsmynd í staðinn fyrir karlkynsmyndina eða kvenkynsmyndina. Sérnöfnum er þó haldið óbreyttum.

Þessi persónufornöfn, þessar mannverumyndir og þessi kynhlutleystu nafnorð eru öll í eðli sínu (þ.e., málfræðilega) hvorugkyns. Þegar kyngreinandi myndir persónufornafna eru hafðar uppi (hann, hún, þeir, þær), þá eru þær líka hvorugkyns, þ.e., þær taka með sér hvorugkyns beygíngu annarra fallorða. Þegar verið er að tala um söguleg eða mýtísk persóni sem vitað er hvers kyn þau eru eða hafa verið, eða eiga í samheínginu að vera, er ekki annað en eðlilegt að nota þessar kyngreinandi hvorugkynsmyndir. Jóhannes skírari og Jesús eru t.d. sögulega séð karlkyns, og þá einganveigin ónormalt eða niðrandi að gæta þess í málinu. Það er ekkert ljótt í sjálfu sér við að vera karlkyns. Guð, hinsvegar er án kyns eða allskyns, og er þess vegna hafði hvorugkyns (guðið, það), alveg eins og ráðherrin og ókyngreind lækni og starfsmenni yfirleitt, og ræníngi. Að hinsvegar tala um Guð allsherjar sem ”hann” er að kyngreina hið ókyngreinanlega hæsta mögulega sem karlkyns, og þar með upphefja karlkynið og minka kvenkynið. Það er ljótt að gera svo.

En þegar verið er að tala um hálfguði og goð eða gyðjur, heyrir kynið oft sögunni og táknmálinu til, og er mikilvægt í (því mýtólogiska) samheínginu, og því er eðlilegt að þá nota um þau kyngreinandi persónufornöfn og mannverumyndir (sem þó auðvitað eru málfræðilega séð hvorugkyns). En þó þarf ekki þess konsikvent að gæta að alltaf nota t.d. hann um Jesús, þar sem persónufornöfnin málfræðilega geta komið í hvers annars stað. Sömuleiðis geta mannverumyndir annarra fornafna og lýsíngarorða, komið í stað hvorugkynsins í venjulegri mynd þess (það, þau), þar eð myndirnar eru sama eðlis málfræðilega séð. Þetta verður einfaldlega spurning um (a) hvað fagurfræðilega sé fallegast að gera, og (b) hvers þurfi til að gera kynhlutlausu fornöfnin töm í málinu. Þó er samkvæmt mínu viti óþarfi að vera að brúka mannverumyndir um hlutveruleika. Þú seígir þannig ekki ”þey” om steinana, eða ”þann” um kjúklínginn eða beljuna, eða að skógurinn og fjöllin séu ”fallegi”; en þú getur sagt ”það” um Guðið, og að ”þan(n)” sé t.d., hvort heldur þú vilt, ”almáttugt” eða ”almáttugi”, ”algott” eða ”algóði”, ”alvíst” eða ”alvísi”.

Sem allmenn regla er gott að hafa, að þegar persónufornafnið kemur fram sérstætt, eitt á báti, má vera þörf á að nota mannverumyndina (þan(n), þey) – þótt þetta sé vissulega líka smekksatriði, – en ”það” og ”þau” þegar orðin eru hliðstæð. Þannig ”alli verða að lesa þetta” fremur en ”öll verða að lesa þetta”; ”eíngi má vera eftir á svæðinu” fremur en ”ekkert má vera eftir”; ”kona (eða koni) þetta er fallegt”, fremur en ”kona/koni þetta er fallegi”. Þó er ekkert rétt eða rángt í þessu.

Oft fer fagurfræðilega vel á því, þykir mér, að t.d. leyfa persónufornafni í sérstæðu að líða yfir í aðra mynd þess, eins og til að mynda í þessari setníngu: ”Þey sem leita, skulu ekki hætta að leita fyrr en þau finna. Og þegar þau finna, þá munu þau trufluð verða.”  Valkosturinn hefði hér verið t.d. ”Þey sem leita, skulu ekki hætta að leita fyrr en þey finna. Og þegar þey finna, þá munu þey truflaði verða”. Eða einfaldlega ”Þau sem leita, skulu ekki hætta að leita fyrr en þau finna. Og þegar þau finna, þá munu þau trufluð verða”. – Sjálfu mér sýnist sá fyrsti máti þessarra þriggja setnínga fallegastur, en líka málsögulega bestur: þ.e., (1) byrja með kynhlutlusri mannverumynd hvorugkynsins í þeirri sérstöðu sem ríkir, til að svo (2) við fyrsta tækifæri hverfa inn í hina venjulegu og tömu hvorugkynsmynd persónufornafnsins. Ég myndi vilja gera þetta að enn einni reglu, eða tillögu til kynhlutlauss þríkynsmáls, af fagurfræðilegum ástæðum, en líka til þess að styðja og fremja kynhlutleysishlutverk hvorugkynsins til endanlegs kynhlutleysis túngunnar.

[endurskoðað 2021-01-16]

BILD SOCIETAS

______

Einföld uppskrift fyrir kynhlutlausa íslensku

_______

HLEKKIR

ENNÞÁ EINFALDARI UPPSKRIFT AÐ KYNHLUTLAUSRI ÍSLENSKU

TEXTASÝNISHORN 1: Á KYNHLUTLAUSU MÁLI UM MATRÆÐI MANNVERA

TEXTASÝNISHORN 2: TÓMASARGUÐSPJALLIÐ Á KYNHLUTLEYSTU MÁLI

TILBAKA TIL EINKYNSMÁLSINS: ELSTU GERÐAR KYNHLUTLAUSA MÁLSINS