Þetta eru nokkrir þánkar upprunaleg hafðir uppi útfrá Knúzgrein Kára Helgasonar um transvæna túngu
”Hvernig gerum við íslensku transvænni?” er titill Knúzgreinarinnar. Mjög góð og nauðsynleg er þessi spurníng Kára, sem nú á meir en þrjú ár að baki sér. Mætti leggja til hennar líka: hvernig gerum við mál okkar meira kvenvænt? – Vil ég þá leggja mitt að liði til að leitast við að svara henni:
”Hán” er greinilega vinsælast meðal tillaga um kynhlutlaust persónufornafn á Íslandi. Notkun orðsins er hinsvegar allmjög hikandi, og t.d. ekki í jafn allmennri notkun og ”hen” í sænsku, enda íslenskan – ólíkt hinum norðurlandamálunum – þrælkynjað mál. Fólk er greinilega inni á að hán (eins og stundum, en ekki alltaf, hen í sænskunni) sé að brúka til að vísa til kynseigin fólks, eða notast af einhveri sem hvorki vill telja sig til karlemennis eða kvenmennis. Reyndar er ég sjálfi inni á að kynhlutlausa fornafnið beri að nota einúngis ef kyn þess som um er rætt er óþekkt eða óviðkomandi, eða ástæða einhver er til að ekki leiða kynið í ljós. Að nota kynhlutlausu mynd persónufornafnsins til að vísa til hinseigin fólks sýnist mér á sinn hátt kyngreinandi, í öllu falli er það sérgreinandi. Ég myndi því vilja leggja til að tekin verði fram tvö ný persónufornöfn, hvaraf eitt er bara notað kynhlutlaust. Sjálfi (sjálft) hef ég í skrifum mínum – útfrá sænskunni og finskunni – áður mest haft það orðið sem ”henn” (t.d. í beygíngunni henn – henn – henn(a) – henns, en hef nú fallið frá því, og brúka orðmyndina ”þann”, í beygíngunni þann (þann – þann – þanni – þans). Í fleirtölunni hef ég þá gjarnan notað nýorðið ”þey” (sem ég hef stolið úr enskunni) samhliða með ”þau” (þey – þey – þeim – þeirra). Ég hef þá séð þetta nýyrði mitt sem ”mannverumynd” af hvorugkyninu. Slíkra mynda gætir í texta mínum hér að ofan í ”einhveri” og ”sjálfi”. Þannig flæki ég fleirtöluna af kynhlutlausa fornafninu meira en Kári gerir, en leysi samtímis aðra hnúta sem upp myndu koma, til dæmis sambeygíngu lýsingarorðs og fornafns med ákvæðisorði: ”Þann er svo sæti!” – Skíríngin er auðvitað að ég vil gera gerbreytíngu á málinu hvað varðar öll orð sem höfða til persóna eða kyngreinanlegra gerenda.
Aðgerðin fjallar þá í stuttu máli um að (1) hvorugkynja öll nafnorð af slíku tœgi (útfrá örfáum gefnum beygingarmynstrum sterkrar beygíngar), og svo annaðhvort (2a) nota hvorugkynsmyndirnar eða (2b) framskapa sérstakar kynhlutlausar mannverumyndir fyrir fornöfn och lýsíngarorð í höfðun til mannvera, aðallega með því að skeyta ”i”-i að stofninum eða kvenkynsmynd orðsins. Til að mynda: [hljóður/hljóð/hljótt] > hljóði; [eínginn/eíngin/ekkert] > eíngi; [allur/öll/allt] > ölli/alli. Að örfáum undantekníngum undanskildum hef ég þá jafnan haft beygíngarendíngarnar í eintölu och fleirtölu þannig: i – i – u – s | i – a – um – (r)a. Þó hef ég út frá finska eignarfornafninu ”minun”, þótt það stundum fegurra að skeita ”-un” að kvenkynsmyndinni en ”-i”: Þannig fremur seígja ”vini mínun” en ”vini míni”; ”kona/koni þínun” fremur en ”kona/koni þíni”, en þetta er örugglega eins og flest annað í málasmíðum (og notkun) smekksatriði. 🙂
Þess er líka að geta að kynhlutlaus mannverumynd sumra fornafna og lýsíngarorða er hentugt að stytta aðeins, eins og t.d. ”nokkur” [nokkur/nokkur/nokkurt] > nokk(u)ri; ”ýmis” [ýmis/ýmis/ýmist] > ým(i)si; ”kíminn” [kíminn/kímin/kímið] > kím(i)ni; ”fyndinn” [fyndinn/fyndin/fyndið] > fynd(i)ni.
”Þurfum við hver/hver/hverju/hvers?” spyr sig Kári. ”Eða jafnvel hver/hver/hveri/hvers til að passa við beygingu háns?” Svar mitt samkvæmt ofansögðu mun vera: hveri/hveri/hveru/hvers. Hvað svo vandamál Kára með ábendíngarfornafnið ”sá” varðar, – ”hán er sú sem ég talaði við”– hef ég leyst málið með því að grípa til ábendingarfornafnsmyndar grannmálanna, nefnilega ”den”, afturíslenska það sem ”þenn”, og beygja það svo þannig: þenn – þenn – þenn(u) – þenns | þey/þau – þey/þau – þeim – þeirra. Hvað svo varðar ábendíngarfornafnið ”þessi” [þessi/þessi/þetta] er eiginlega eíngin þörf á sérstakri kynhlutlausri mannverumynd, svo sem ég sé það, því að ”þessi” er alltaf hliðstætt, held ég, kemur fram með orðinu sem það bendir á (þetta koni; þetta karlmenni), og þá er náttúrulegt að nota hvorugkynið beint. (Ef hinsvegar sú línan ekki er uppi á teníngnum mætti nota t.d. ”þenni” eða ”þensi”. T.d. þenni/þensi – þenni/þensi – þennu/þensu – þenna/þensa | þessi – þessi – þessum – þessara).
Ýmislegs annars er að gæta við kynhlutleysíngu málsins, t.d. að taka fram mannverumyndir fyrir fyrstu fjögur töluorðin eða þá, sem er einfaldara, temja sér að nota hvorugkynsmynd þeirra þegar talað er um persóni eða gerenda. Einnig þarf að ummynda nokkur valin orð, eins og t.d. ”maður” í setníngu enins og ”maður getur sagt þetta svona”, – en þar nota ég gjarnan hvorugkynið ”man” (og hef þá fleirtölumyndina sem ”mön”), eða í orðum eins og ”yfirmaður”. Sama gildir orð eins og ”ráðherri”, þar sem ég gjarnan hef í staðinn ”ráðtýr”, o.s.frv.
Að endíngu: Ég er auðvitað hjartanlega sammála Kára í lokaniðurstöðum greinar hans: ”Hér þarf frekari umræðu til áður en ég get sjálfur tekið afstöðu. Umbætur á fornafnakerfi íslensku eru verðugt verkefni því tungumálið þarf að rúma alla mælendur þess til að viðhalda virði sínu. Þá kemur bæði til að útiloka ekki konur með orðalagi eins og „allir mættir?“ (efni í aðra grein) en einnig fólks á trans-litrófinu sem ekki eru karlar.” Að þessu hef ég líka sjálft verið að dútla með um áraraðir, og hef þá vappað ólíkar leiðir, allar róttækar, en finn svo þessa leið sem hér er rædd og notuð, þá léttustu og þá raunsæustu. Má nálgast þessar leiðir allar á netinu (nyold.com).
Ég vona, eins og Kári og margi aðri gera, að brátt verði ástandið nægilega þroskað og reiðubúið til að frekari fræðilegrar athuganir og samfélagsleg umræða um kynhlutleysíngu málsins geti komist almennilega í gáng. Þess er virkilega þörf, því það er ekkert lítið mál, og þarfnast gríðarlega mikillar vinnu og félagslegrar þrautseígju, að breyta, svo að nú ekki sé talað um að gerbreyta túngumálinu! En svo er líka mikið í veði, fyrir bæði hinseiginfólk, tvíkynja fólk, og kvenfólk. Svo og jafnvel fyrir öll mannveri yfirhöfuð sem íslensku talar. ”Pro Lingua Sana!”
frumbirt 2020-07-07; endurskoðað og í sumu breytt 2021–05–23