
Genesis, þ.e., 1. Mósebók, hefur í kafla 9 þetta að seígja um fæðu mannveranna og teíngsl þeirra við lífheiminn:
(1) Guð, Elóhím, blessaði tilveru Nóa og afkvæma þans, og hann sagði við þey: Verið frjósöm og fjölgist og uppfyllið jörðina. (2) Og ofbirtan sem slær af yður, og ógnvekjandi dýrðarljómi hennar, skal móta og vera yfir öllum dýrum jarðarinnar, yfir öllum fuglum loftsins, yfir öllu sem hrærist á jörðinni, og yfir öllum fiskum sjávarins. Á yðar vald er þetta allt gefið. (3) Allt sem hrærist og lifir skal vera yður til fæðu. Ég gef yður það allt, eins og grænu jurtirnar. (4) En það hold og blóð sem lifandi sál mannverisins er í, skuluð þér ekki eta. (5) Vegna myndar og líkíngar sálar yðar, mun ég hefna úthellíngu blóðs yðar. Af hverri skepnu mun ég þess krefjast, og af mannverinu, og af samburum þess, vegna líkingar þessarar og sálarinnar. (6) Hveri þenn sem úthellir blóði slíks holds, þans blóði skal og gegnum mannkynið úthellt verða, því að eftir sinni mynd gjörði Guð Elóhím, Verund Verundanna, mannverið.
Þetta gerist skv. ritníngunni þegar landstigið var af Örkinni. Sá atburður táknar ný tímamót, og upphaf núverandi hríngrásar mannkynsins á þessarri jörðu okkar. Þessi þýðíng versanna er byggð á Farbre d´Olivets dulfræðilegu endursköpun textans (sem hefur frá öndverðu verið mjög miskilinn af hinum ýmsu þýðendum hans). Í venjulegri, eða af kirkjunum viðurkenndri þýðingu, er lyft fram þeim ótta og skelfíngu sem dýrunum stafar af þessu nýja mannkyni jarðar:
(2) Ótti við yður og skelfing skal vara yfir öllum dýrum jarðarinnar, yfir öllum fuglum loftsins, yfir öllu sem hrærist á jörðinni, og yfir öllum fiskum sjávarins. Á yðar vald er þetta allt gefið.
En slík merkíng á, samkvæmt endurreistri þýðingu Gensis, að hafa verið fjarri höfundi ritníngarinnar. Í stað þess á hér í að vera fólginn boðskapur um að eitt hlutverk mannverisins sé að aðstoða dýrin, með hjálp af viljaiðkun sinni, vísdómi og kærleika, að komast áfram í heimshríngrásinni til eígin eínstaklíngsveru (sjá ”Genesis Revived”, S.B. Best 1964).
In the course of the chain of cycles of Life-waves, all GOD´S creatures are gradually developing and evolving more efficient faculties. Occult doctrines affirm that the individualized consciousness of our domestic animals is destined to advance during this present Life-cycle sufficiently far to enable them to assume human form in a future epoch. It is in this aspect that [the human] is their elder [sibling], and so has the duty and responsibility of guiding and caring for them now. (S.B.Best, Genesis Revived 1964)
Göfugt markmið út frá ástríki Guðs, og göfugt hlutverk fyrir Mannverið. En þó er sá láður á þessu ráði, að dýrunum er af þessu sama Guði hiklaust gert að vera jafgildi grænmetis, í því að þau meígi þjóna mannverunum til fæðu. Hinsvegar bannar Guð hér allan kannibalisma, og varar við afleiðíngum þess að rjúfa það bannið. Manneskjuát var nokkuð í tísku á þessum slóðum á þessum tímum.
En ef nú dýrin meíga vænta sér aðstoðar frá mannkyninu á leið sinni upp spíralhríngrás alheims, hvað þá um það mannfólk sem vill, og verður, að komast áfram á sinni eigin leið. Skv. Tómasarguðspjallinu er stefna þess í raun áfram og tilbaka til Upphafsins, þ.e., til Aldingarðsins, og til þess sakleysis og alls annars sem þar ríkti þegar þau voru enn í mynd Guðs, og ekki bara í líkíngu þans. Aðferðafræði þessa er að eina sjálfa sig, balansera alla innri póla, vera án allrar innri sundrúngar og aðgreiníngar, en þetta allt gerir man (á sama hátt og þegar man aðstoðar dýrin) með iðkun vilja síns, vísdómi og kærleika.
Þetta gildir svo að seígja allmennt. Hvað síðan einmitt fæðuna varðar, hlýtur þetta þroska– og þróunarverk mannfólks meðal annars að vera spurníng um að ekki eta dýr samkvæmt þessum nýa sáttmála, heldur halda sér að þeim gamla, sem að eilífu er í gildi í Aldingarðinum Eden, í Paradís (Genesis 1:28-29). Þannig, að í krafti ástríkis síns og gæsku gagnvart dýrunum, ekki játast leyfinu að éta þau:
(29) Og Þann, Verund Verundanna, sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir allar á jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu. (30) Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því sem á að sér frumtök lífsanda, gef ég öll grös og jurtir til fæðu. Og svo var það. (31) Og Guð leit allt það sem þann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.

Vissulega, – og auðvitað, – var það allt harla gott, því varla getur Verund Verundanna, sem er Alvíst, Almáttugt og Algott, gert nokkuð annað en það sem er eins gott og hægt er! Við búum þannig við hinstu fullkomnum heims. Og við sjálf erum þáttur í þeirri fullkomnun. Þannig leyfði Guð Allsherjar og Fæðrið Eilífa mannverinu að Flóðinu loknu að hafa önnur lífveri sér til fæðu, til þess að það gæti látið vera að deyða og borða önnur dýr, ekki til þess að fylgja einhverri reglu eða lögmáli, heldur af gæsku sinni og mannkærleika.
Að fylgja boðum og bönnum leiðir ekki neinsstaðar. En að gera gott til þess eins að gera gott, að elska annað líf eins og sjálft sig afþví að man einfaldlega elskar og vill elska, og ekki vegna þess að man eigi að gera það, – það er Vegurinn eini til Lífsins í Paradís; það er að þroskas og komast áleiðis.
Ritað stendur einnig (Matt. 5:48): Verið fullkomin eins og fæðri yðar á himnum er fullkomið. Ef þið því stefnið til slíkrar fullkomnunar, – eða bara viljið rækta ástríkið, – þá þurfið þið einnig, útfrá manngæsku og mannviti ykkar, að haga mataræðiinu á mannsæmandi hátt, því það er ljótt að drepa (Exodus 20:13) og þið viljið ekkert illt. Þið munuð þá neyta ávaxta og fræja og annarra fjölgunarfæra jurta (svo sem sveppa), þeirra sem æt eru, – en í þeim er sagður mikill líknarkraftur, – og auk þess hafa blöð og rætur, og börk og stjálka sumra slíkra jurta til fæðu. Hvort þetta á síðan að vera hrátt eða eldað, er ekkert sagt um í ritníngunni. En oftast er bara best að fara eftir eígin höfði í slíkum málum, og líklega er mest heilsusamt og þar með allra best, að elda bara sumt en éta hitt allt hrátt, – en það er önnur saga.
Samkvæmt Martínusi munu þeir tímar mannkærleika og þroska koma að einúngis kjöt ávaxta sé haft til fæðu:
Man er et godt skridt længere fremme, når man spiser vegetarføde, end når man spiser animalisk føde. I vegetarføden er der ikke meget, der skal dræbes, og i det modne fruktkød er der slet ikke noget, der skal dræbes. Her er det kun den elektriske kraft, der går over i organismen. Det bliver dejligt for fremtidens køkkener, for der bliver ingen madlavning. … I fremtiden kan man bare spise frugten, og da vil man få endnu meget mere udviklede frukter, end man kender i dag. Til den tid vil man leve ved det rene frugtkød, og så senere kun ved åndedrættet. Men det hører jo fremtiden til. (Martinus, ”Det Tredje Testemente, Grand Kursus, Det evige verdensbillede” 2018)
En slík fjarlæg framtíð hlýtur þó að krefjast, ekki bara mjög svo háþróaðra ávaxta, heldur og, enn annars og leíngra komins mannkyns, – sér í lagi, ef mannverið þá lifir á súrefninu einu saman.
– – –
Þessi pistill er skrifaður á kynhlutlausu íslensku máli, skv. þeirri einföldu málfræði sem lögð er fram undir þessum hlekk:
Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda
Var málið eitthvað skrítið í þessu greinarkorni, og vekur það e.t.v. einhverja spurníngu á þessa leið:
Má eitthvað vera að misþyrma máli sínu?
