Má fólk eitthvað vera að misþyrma máli sínu?

Prófessor Eiríkur Rögnvaldsson er vafalaust það fræðimenni sem öðrum fremur hefur gert mikið og gott í jafnréttismálum íslendínga útfrá málvísindalegu sjónarhóli og kunnáttu sinni á því sviði. Henn hefur við eitt tilfelli haldið stutt og fróðlegt erindi á einhverri ráðstefnu um kyn og mál, undir erindistitlinum ”Má gera kynusla í íslenskunni?”. Er það að mæla með að fólk allt sem hug hefur á málvísindum og jafnréttismálum, kynni sér það.

Eiríkur svarar spurníngu sinni á þann veg að túngumálið sé ekki undanþeígið jafnréttis- og mannréttindasjónamiðum, og að það sé fullt leyfilegt að það breytist, eða að því sé breytt til að mæta breyttum viðhorfum, t.d. til að koma í veg fyrir að það mismuni fólki eða úthýsi. Slíkar breytíngar kveður hann jafnframt nauðsynlegar vegna málanotendanna.

Þetta allt er að mínu viti alveg hárrétt hugsað og vel mælt af Eiríki. Spurníng nokkur er svo hversu lángt fólk meígi, eða kanski öllu heldur, hversu lángt sé fólki hægt að fara með sjálft sig og annað fólk í þeim málunum. Skoðun Eiríks er að öll slík lagfæríng á túngumálinu verði að haldast innan þeirra vébanda sem halda sjálfu málakerfinu óbreyttu.

Íslenskt mál, bendir Eiríkur á, hefur fjögur föll, tvær tölur og þrjú kyn;  þessu er ekki hægt að breyta, seígjir hann, og og leggur svo til, að það væri meira en lítið vafasamt að ætla sér slíkt, enda væri það mikið inngrip í málakerfið. Henn biður svo fólk að veita því athygli að ekkert slíkt hafi verið lagt til. Og vísst er það svo að þær bráðnauðsynlegu breytíngar sem Eiríkur svo skörunglega hefur stuðlað að, eru vissulega allar innan þeirra vébanda að málinu ekki verður misþyrmt, – þótt auðvitað sumu fólki meígi sýnast það svo.

Sem dæmi um verulega misþyrmíngu á túngumálinu í því skyni að mótverka kynjamismunun, væri skv. Eiríki að seígja ”Bæði kennararnir eru hress” eða eitthvað í þá áttina. Þá væri nær, finnst honum, að halda þessu óbreyttu (þ.e., ”Báðir kennararnir eru hressir”) – að seígja að í þessu tilviki sé um málfræðilega flokkun að ræða er ekki þurfi að tengja við líffræðilegt kyn. Eínga aðra leið sér hann færa hér.

Ég sjálft (sjálfi) er alveg sammála um að þessi setníng: ”Bæði kennararnir eru hress”, sé ekki tiltalandi, til að nú fara milt fram í dómi. En mér er þá spurn hvort það væri um minni misþyrmíngu á málinu að ræða, ef man í stað þessa segði: ”Bæði kennurin eru hress” (eða með mannverumynd lýsíngarorðsins, ”Bæði kennurin eru hressi”). Í stuttu máli finnst mér sjálfu (sjálfi) einmitt það, og þetta þá vegna þess að hér eru allir liðir setníngarinnar samhæfðir og felldir undir hvorugkynið. Málakerfinu verður þá alls ekki misþyrmt, og það er í harmoníu, en því verður gjörbreytt, reyndar eðlisbreytt, því hér er starfsheitið hvorugkynjað, og þegar þetta er gert með öll starfsheiti og öll nafnorð sem höfða til persóna, er túngumálið orðið málfræðilega kynhlutlaust. Og má einmitt það vel þykja, málfræðíngum sem öðrum, ennþá meiri og verri misþyrmíng málsins.

Ég spurði retorískt í fyrirsögn þessa greinarkorns, hvort fólk mætti misþyrma máli sínu. Og ég svara þá á nokkuð svipaðan veg og Eríkur hefur gert, nefnilega að auðvitað má fólk gera það, ef fólki finnst túngumál þess misþyrma því; ef því finns það mál sem það á, níða það eða firra, mismuna og úthýsa því, og vera beint á móti því sjálfu. Ef allt þetta virkilega er svo að dómi málanotendanna, þá er einfaldlega ekkert annað að gera en freista þess að fá fram allar þær breytíngar sem þörf kann að vera á. – Ég vil bara fara nokkuð leíngra í þessum efnum en Eiríkur og nánast allt annað fólk, og ég lít vart á það (sjá, Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda) sem misþyrmíngu málsins, heldur öllu fremur sem kerfisbreytíngiu, sem málaskipti, nánast sem siðaskipti í málfari og samskiptum allra kynja.

Annað mál er svo hvort þessi kerfisskiptíng alls sé möguleg. En ég vil allavegana leggja fram það sem ég sé (eitthvað á þá leið) sem leiðina þángað: Sú leið – er ég kalla ”þríkynsmál” (til aðgreiníngar frá ”einkynsmálinu” sem ég áður var að vinna að) – heldur öllum kynjum í höfðun til hlutveruleika, en hvorugkynjar karlkyns- og kvenkyns nafnorð sem höfða til persóna eða geranda, og tekur fram sérstaka mannverumynd (eða samkyn) fyrir öll fornöfn, og einnig lýsíngarorð sterkrar beygíngar (í þeirri veiku er einfaldlega hvorugkynið notað til kynhlutleysis).

Það er raunverulega erfitt að aga sig til að tala annað mál, ekki síst þegar þetta mál er í orðaforða sínum og einstökum reglum svo náskylt því máli sem breyta á. Ef þetta á að vera fólki mögulegt, þá verður þörf þess að breyta málinu að vera átakanlega stór hjá talendum, og vilji fólks til þess sem ristaður í stein. En tækist þetta á eitthvern veg, sögulega, þá myndi íslenska túngumálið, sem sagt, hafa tekið þeim stökkbreytíngum að það myndi ríkja full sátt og samlyndi milli máls og notenda þess, og málið sjálft þó finnast eftir enn sem fyrr, – þótt í öðrum stakki væri. Það væri þá ennþá mannamál, það væri ennþá indóevrópeískt, ennþá norrænt, ennþá íslenskt mál, ennþá okkar mál, bara meira heilsusamt og vinsamlegt, að sama skapi meira fallegt, virðandi, okkur sæmandi.

Kanski mætti byrja slíkt ferli með að hafa uppi kynhlutlausa málið í vissum kríngumstæðum þar sem kynhlutleysi er augljóslega að skoða sem mannréttindamál, t.d., í vissum kirkjutextum sem uppi eru hafðir í guðsþjónustum kyrkjuársins. Þetta hef ég rætt lítillega (ath! á einkynsmáli) í pistlunum ”Kynhlutlaus kirkjutexti: á máli allra og eíngra kynja” og ”Guðþjónusti sem ”Kær leikur” sem ekki þolir ”Ljótt”…”.

PRO LINGUA SANA!


 

Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda