Líkíngin um góða hirðirið á kynhlutlausu íslensku máli

Líkingin um hirðið

(1)* ”Sannlega, sannlega segi ég yður: Þenn sem ekki kemur inn um dyrnar í fjárhúsið, heldur klýfur inn í það einhvers annars staðar, þann er þjófur og ræníngi. (2) En þenn sem kemur inn um dyrnar er hirðir sauðanna. (3)** Dyravörðurið lýkur upp fyrir þanni og sauðirnir heyra raust þans og þann kallar á sína sauði með nafni og leiðir þá út. (4) Þegar þann hefur látið út alla sauði sína fer þann á undan þeim og þeir fylgja þanni af því að þeir þekkja raust þans. (5) En ókunnugum fylgja þeir ekki, heldur flýja frá þanni, því þeir þekkja ekki raust ókunnugra.“ 


(6)*** Þessa líkingu sagði Jesús þeim. En þey skildu ekki hvað það þýddi sem þann var að tala til þeirra.

The Good Shepherd Art & Collectibles Felting

Jesús, góða hirðirið

(7) Því sagði Jesús enn: ”Sannlega, sannlega segi ég yður: Ég er dyr sauðanna. (8) Alli þey sem á undan mér komu eru þjófi og ræníngi, enda hlýddu sauðirnir þeim ekki. (9)*° Ég er dyrnar. Þenn sem kemur inn um mig mun frelsast og þann mun gánga inn og út og finna haga. (10) Þjófurið kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. En ég er komni til þess að þeir skulu hafa líf, og það í fyllstu gnægð. 


(11) Ég er góða hirðirið. Góða hirðirið leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. (12)*°° Þenn sem er leigði til verksins, og hvorki er hirðir né á sauðina, þann flýr og yfirgefur sauðina þegar þann sér úlfinn koma og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. (13) Enda gætir þann sauðanna aðeins fyrir borgun og er ekkert annt um þá. (14)*°°° Ég er góða hirðirið og þekki mína og mínir þekkja mig (15) eins og fæðrið þekkir mig og ég þekki fæðrið. Ég legg líf mitt í sölurnar fyrir sauðina. 16 Ég á líka aðra sauði sem ekki eru úr þessu sauðabyrgi. Þá ber mér einnig að leiða, þeir munu heyra raust mína. Og það verður ein hjörð, eitt hirðir. (17)**° Fæðrið elskar mig af því að ég legg líf mitt í sölurnar til þess að ég fái það aftur. (18) Eíngi tekur það frá mér, ég legg það sjálfur í sölurnar. Ég hef vald til að leggja það í sölurnar og vald til að taka það aftur. Þetta hefur fæðri mitt boðið mér.“ 

_____

Neðanmálsgreinar

(1)*: Þenn sem kemur ínn í sauðabyrgið er mannvera. Til kynhlutleysis eru öll persónuorð höfð í hvorugkyni, en . persónuorð er af þeim flokki nafnorða sem kalla má, eins og færeyíngi gera, ”ísáluð” (animate). Meðal þeirra taka persónuorð til lifandi vera sem hafa bæði einstaklíngseðli og vit, skilníng, vilja og tilfinníngar, þ.e., mannvera, eða þá slíkar andlegar verur sem eru hugsaðar sem gæddar þessum eiginleikum. Persónuorð taka þannig ekki til dýra, né heldur til ”úrsálaðra” (inanimate) fyrirbrigða, þ.e., hluta, hugmynda, og flokka (kategoría). Hér er kynhlutlausa mannverumyndin af ábendíngarfornafninu ”það” notað, nefnilega ”þenn” (þenn – þenna – þenni – þenns | þey – þey – þeim – þeirra). Auðvitað hefði vel mátt nota almennu myndina ”það” hér, en líklega þætti það annarlegt: ”Það sem kemur inn um dyrnar… er þjófur.”)

(3)*: Dyravörður er persónuorð og þess vegna haft í hvorugkyni, sem hér merkist annarsvegar með hvorugkynsmynd orðsðins í ákveðni, og hinsvegar með mannverumyndinni, eða kynhlutlausa persónufornafninu ”þann” (þann – þana – þenni – þans | þey – þey – þeim – þeirra). Textinn er hér hafður í B-gerð kynhlutlausa þríkynsmálsins, en í þeirri gerð er ákveðnum hvorugkynsgreini, (i)ð ((i)ð – (i)ð- –(i)nu – sins), skeytt að beygíngarmynd orðsins í eintölu án greinis, eins og hún er í venjulegu íslensku máli. Þess vegna ”dyravörðurið”, og ekki ”dyravörðið”, eins og það myndi vera skv. A-gerð málsins. Sama gildir þá orð eins og ”hirðir” (hirðirirð/hirðið) og ”þjófur” (þjófurið/þjófið). ”Sauður,” hinsvegar, er (ísálað) hlutveruorð, og þess vegna er persónufgornafnið ”þeir” notað (og ekki kynhlutlausa mannverumyndin ”þey” eða almenna myndin ”þau”), og þetta þá jafnvel þótt sauðirnir hér í raun virki sem táknmynd fyrir mannverur. Í táknmáli eru einúngis persónuorð innan ramma líkíngarinnar hvorugkynjuð. Se, t.d. Jóh.15:1-2: (1) ”Ég er er hinn sanni vínviður (hlutaorð), og fæðri mitt er vínyrkið (persónuorð). (2) Sérhverja grein (hlutaorð) í mér sem ekki ber ávöxt, hana nemur þann burt; og hver þeirra sem ber ávöxt, hreinsar þann svo að hún beri meiri ávöxt.”

(6)***: Jesús er persónuorð, og nafnið, eins og öll önnur persónuheiti, hvorugkynjast þess vegna, þó það svo haldi innri beygíngu sinni. Þetta merkist hér með því að kynlutlausa persónufornafnið ”þann” er notað í höfðun til hans.

Þar sem ”Jésus” er nafn karlmanns, og þar eð það er sögulega þekkt að þann hafi verið karlkyns, hefði vel mátt nota ”hann” í staðinn fyrir ”þann”. En þess er þó að gæta að hefðbundnu persónufornöfnin ”hann/hún” | ”þeir/þær” eru ekki karlkyns eða kvenkyns í kynhlutlausa málinu, heldur hvorugkyns. Orðin hann/hún/það/þann og þeir/þær/þau/þey eru þannig einúngis ólíkar hvorugkynsmyndir með höfðun til persóna. Það sama gildir auðvitað innri fallbeygíngarmyndir þessara orða.

Þetta greiðir götuna til þess að frítt (og fagurfræðilega) blanda myndunum, í þeim tilvikum að fjallað er um mannveri sem raunkyn er þekkt á, og þegar eíngin ástæða er til staðar að halda því huldu. Þetta má einnig gera þegar kynið eigínlega ekki skiptir neinu máli, eða ekki er sértaklega í fókusi. En þegar kyn er óþekkt, eins og t.d. í starfsheitum, eða einhver ástæða er til að ekki hafa kynið uppi, er að sjálfsögðu kyn ekki tilgreint, og orðmyndirnar hann, hún, þeir og þær ekki notaðar. Að nota kyngreinandi orðmyndir um Guð allsherjar er ekki gert.

En svo eru auðvitað þær kríngumstæður ofta uppi á teníngnum, að sjálfsagt er að tilgreina kynið (þótt sjálfu orðinu sé haldið í hvorugkyni). Líklega myndi eíngi seígja ”ég elska þana” um mann sitt eða koni, eða elskhugi, heldur ”ég elska hann” eða ”ég elska hana”.

(9)*°: Hér sleppir líkíngunni eitt augnablik, sýnist mér, og Jesús talar beint um sjálft sig, og um þær mannverur sem frelsast gegnum hann, áður en aftur er horfið til sauðalíkíngarinnar. Þess vegna er ”þenn” og ”þann” notað hér.

(12)*°°: Þenn sem hefur tekið fjárhirðaverkið að sér fyrir borgun er mannvera, en kyn þess þó ekki þekkt. Hér er því ekki ráð að nota kyngreinandi orðmyndir, heldur bara kynhlutlausar.

(14)*°°°: Setníngin er hér skilin svo að hún haldi sér til sauðalíkíngarinnar, en e.t.v. hefði mátt fara að eins og í neðanmálsgrein (9)*° Það er þó ekki gert hér, heldur eru sauðirnir undirskildir: ”… og þekki mína (sauði) og mínir (sauðir) þekkja mig.”

(17)**°: Orðið ”fæðri” er kynhlutleysíng af einu uppáhaldsorða Jesús, nefnilega ”faðir”. Orðið er hvorugkynjun af nafnorðinu ”fæðir”, og þýðir ”þenn sem fæðir af sér,” eða, ”þey sem fæða af sér.” Í kristnum hugarheim er Guð ekki bara ”faðir”, heldur og ”andi”, og reyndar líka ”barnið” eingetna sem er eitt með þeim. Meðal gyðínga er lífsins andi málfræðilega kvenkyns, og þeirrar hugmyndar gætir að þessi andi sé ”mæðrið” heilaga og sanna. Sjá t.d. tjáníngu 101, Tómasarguðspjallsins:

”(1) Jesús sagði: Þey sem ekki hata feðri sitt og mæðri eins og ég geri, geta ekki verið læríngi mín. (2) Og hveri þenn sem ekki elskar feðrið og mæðrið eins og ég geri, getur ekki verið læríngi mitt. (3) Því að mæðri mitt ól mig til þessa heims, en mitt Sanna Mæðri gaf mér Líf. ”

Persónulega les ég ekki bara ”feðrið himneska” og ”mæðrið himneska” inn í ”fæðrið”, heldur og ”barnið eina” og á himnum ”smurða,” sem svo Jesús máske er ein af óteljandi jarðneskum holdtekjum af.

______

Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda: beygíngar og myndanir hvorugkynsorða

Hvorugkynjun persónuorða til kynhlutleysis málsins