– (FYRSTI FASI)
Tómasarguðspjall á kynhlutlausu íslensku máli
–(ÁTTUNDI SKAMMTUR)–

Það er í nánd! Já, það er þegar hér!
Fjórða Sjöundin (32-38)
VÍGGIRÐ BORG Á HÁRRI HÆÐ
Yrðíng 32. (1) Jesús sagði: (1) Borg sem byggð er á hárri hæð og víggirð, verður ekki unnin, né heldur verður hún undan falin. (Mat.5:14; Mat.7:24-25; Lúk.6:47-48)
ALLT SEM ÞÚ ÞARFT ÁTT ÞÚ ÞAR
Útleggíng 32: Þessi borg er þér ekki hulin; hún er borgin þín, byggðum þér og öðrum einmennum, sem hafa allt sem þau þurfa í Guði og trúnni á Ríki Fæðrisins, og verka tilsamans í Auðmýkt og Ást, og Réttlæti, án þess að þó týna sjálfum sér í félagsskapnum. Þetta er mjög mikilvægur boðskapur til þín. Þú átt ríkið í því innra, og því ytra í samfélagi við aðra, í klaustrinu, í söfnuðinum, í byltíngarhreyfíngunni, en grundvöllur alls sem þú gerir, eitt sér eða tilsamans með öðrum, liggur fastur í sjálfu þér í einmennsku þinni. Þú trúir ekki á Kyrkjuna, og ekki á Musterið, og þú trúir ekki á Hreyfínguna, – þú trúir á Fæðrið og Barnið eina, og átt innra með þér bein samskipti við Þau. Það sama gera vini þín í borginni. Þér hafið öll sem einmenni tileinkað ykkur Stað Lífs og Ljóss, og þér lifið og verkið án þess að flækjast í Heimsins Garn. Og þér hyljið ekki Ljósið bak við múra borgarinnar, heldur látið það lýsa bjart yfir heiminn frá turnunum, til að þannug gera leiðir mannfólksins greiðari.
HRÓPA ORÐIÐ FRÁ HÚSÞÖKUM ÞÍNUM
Yrðíng 33. (1) Jesús sagði: Það sem þú heyrir í eyra þér skaltu í hinu eyranu hrópa út frá húsþökum þínum. (2) Eíngi kveikir á lampa undir körfu, eða þá felur hann á huldum stað. Heldur setur man [lampann] á stólpa, svo að þey sem þar koma og fara hjá, meígi sjá ljós hans. (#Mat.5:15; Mat.10:27; Mar.4:21; Lúk.8:16; Lúk.11:33. ##Tóm.24; Tóm.50)
AÐ LÝSA ÖÐRUM LEIÐINA
Útleggíng 33: Ef þú færð að vita sannleikann, sjá ljósið, vita veíginn, þá vilt þú boða þetta öðrum, svo að einnig þey meígi njóta þessa. | Það sem þú færð að heyra og veist vera rétt, skaltu gefa öðrum til gagns. Líka þá hluti sem þú nemur með innri heyrn þinni, slíka sem þú í einmennsku þinni skilur í hugleiðíngu, eða í andakt, eða kanski heyrir milli raðanna í annars vel þekktri helgiræðu, eða þá það sem opinberast þér á einhvern annan hátt, – allt þetta átt þú að opna fyrir öðrum, ef þú finnur það satt, og gott fyrir vini þín að vita. | En gættu þess þó að ekki bera þessa góðu hluti á borð fyrir þá sem ekki geta melt þá, eða sem fúlsa við þeim og gefa hundunum undir borðinu að gleypa.
Í BLINDNI LEIÐA BLINDA
Yrðíng 34. (1) Jesús sagði: Ef blint mannveri leiðir [annað] blint, falla bæði þeirra í gryfju. (#Mat.15:14; Lúk.6:39)
HVERSU SANNUR ER SANNLEIKUR ÞINN?
Útleggíng 34: Sértu mannveri eitt sjáandi, þá mátt þú leiða þau öll sem ekki sjá. | Vertu þá öruggt í sjálfu þér og eigðu vissu í fræðslu þinni, og bið eíngli þín að leiða þig og vernda. En spurðu þó sjálft þig aftur og aftur hvort þú mögulega sért að leiða skjólstæðíngi þín og vini afvega. Sjá þú til að þú ekki blindir þey í stað þess að upplýsa þey og gagna; bindir þey í stað þess að leysa. | Spurðu þig sama hlutar þá er þú nemur kennslu annarra: Lýsir þetta sem sem ég sé eða heyri veg minn eða myrkrar? Hversu heilagar og sannar eru ritníngarnar? Er það t.d. satt og rétt, og gott, að Guð og Móses frömdu það fyrsta þjóðarmorð heims sem sögur fara af (útrýmíng Mídíaníta skv. fjórðu Mósebók (Num.31)? | Eða er það satt, sem sumi hafa fyrir satt, að guð Gamla Testamentisins, nema Elóhím fyrstu 37 versanna, sé í raun minniháttar, vont og afbrýðisamt guð, sem heldur manneskjunum í þrældómi lögmáls þúsunda þýðíngarlausra siða og reglna? (Sjá Exo.20–23;Dev.12 – 26). | Reyndar er það rángt að þetta guð sé vont, heldur er, að hugmyndir fólks um þetta guð sitt og það heilaga eru vitlausar. Hverjar eru þínar hummyndir um Guð? Er það þitt Guð, Fæðrið og Barnið eina á himnum, sem býður þér og forforeldrum þínum að berja gróti til bana þey sem brjóta á móti þessum lögum eða ekki lifa samkvæmt þeim? Og eru þessi lög af Fæðrinu sett? Vitna þau gegn Guði þínu eða með því? | Vertu, stutt sagt, ávallt reiðubúni til að efa og endurmeta öll þín gildi og allt þitt mat til að botna hug þinn í Sannleikanum, Kærleikanum og Frelsinu í vilja Guðs. Slíkur var aðall Tómasar.
|||
+++ Í NAFNI FÖÐURSINS OG MÆÐRISINS, OG BARNSINS EINA OG SMURÐA! +++
EKKI HÆGT AÐ RÆNA EINHVERI ÁN ÞESS AÐ HANDBINDA ÞANA
Yrðíng 35. (1) Jesús sagði: Ekki er neinu fært að [vaða] inn í hús aflmennis [einhvers] og taka það með valdi, án þess að fyrst binda hendur þess. (2) Þar á eftir getur man rænt úr húsi þess. (#Mat.12:29; Mar.3:27; Lúk.11:21-22. ##Tóm.21:3; Tóm.103)
EITT ÓVINA ÞINNA ER SÉRSTAKLEGA AÐ GÆTA
Útleggíng 35: Vertu á verði þínum. Satan situr um þig! Jesús talar þannig til þín: Sjáðu til að þú sért staðfasti í kærleikanum og trú þinni á Guð og Mannverubarnið. Vertu sem mannveri heilt og óskipt, án sauma. Þá er feíngurin þinn, og umskurn þín andleg og sönn | Þú verður að þekkja, ekki bara sjálft þig, heldur og fjandmennið sem við er að etja, þekkja styrk þess og getu. Síðan, útfrá því, smíða vélar þínar og setja þær í framkvæmd. Þegar fjandmenni þitt þannig hefur verið fjötrað af þínum ráðum, þá er það frítt fram fyrir þig að ná markmiði þínu.|Og vita skaltu, að andstæðíngi þín og óvini verka á sama hátt. Og þey fara gegn þér með ofbeldi, lygum og tælíngum, og blekkíngum, því ætlunarverk þeirra er að afvegaleiða þig. Þú ert þá aflmennið sem verst árásum þeirra af öllum styrk þínum og kænsku, nema þey séu þér ofurefli og þey bakbindi þig.| En trú þína og vissu geta þey ekki ruplað úr húsi þínu, né heldur ástríki, né þrautseigju þegar þú hefur verk að vinna. (Sjá Tóm.98. Einnig 21:5-7 og 103.)
MARANATA! AMEN.
|||
HVERNIG KLÆÐA SIG EKKERT MÁL
Yrðíng 36. (1) Jesús sagði: Vertu ekki að ýfast yfir því frá morgni til kvölds, og frá kvöldi til morguns, hvað þú eigir að klæða þig í. (#Mat.6:25-33; Lúk.12:22-31; Did.3:10; Did.4:4. ##Fre.Guð.51-52)
ÁN KLÆÐA ERTU MEIRA EN KLÆÐI ÞÍN
Útleggíng 36: Slíkt skiptir eíngu máli, seígir þér Jesús. Þú ert meira gildis nakni en klæði þín eru. Því þá vera að óróast yfir fötum sínum næsta dag. Hégómi þinn vegna fata þinna getur líka orðið þér að falli og spillt þér. Trúðu því, eins og skáldið, á Guð í alheims geimi, og Guð í sjálfu þér, og að þann muni veita þér það sem þú þarfnast. | Ef þú ekki færð fylli þess sem þú vilt, þá er það sökum þess að þú ekki þarfnast þess. Þannig er trú þín, nær óbiluð, og hún er fylli ástúðar. Ef það er kallt úti, eða sólin steikjandi heit, þá deilir þá klæðum þínum með þeim sem eíngin eiga. Því hjá þeim sem trúna hafa tekið ríkir eitt hjarta og ein sál, og eíngi telur neitt vera sitt, sem þann á, heldur telja þey allt sem þey hafa vera sameiginlegt, fyrir alla að nota. (Pos.4:32)| Þér er falið að ráða yfir öllum dýrum merkur, sjávar og himins, því þú ert í Guðs mynd og líkíngu, og æðri þeim. En þó eru þau þér betri og meiri í sinnisró sinni; þau ráfa ekki um í óró yfir hvað þau eigi að éta, eða hvert fara á morgun eða daginn hinn. | Samt hafast þau af, allt sem oftast. Lærðu af þessu hjá dýrinu; og þér mun betur farnast og eiga auveldara með að vera mannveri eitt, einhuga og heilt, án sauma. Og þessu öflugri verður kærleikur þinn til þess Fæðris sem líf þitt gefur. | Jesús seígir mér: Ef þú ekki nærð að líkjast dýrunum í rósemi þeirra og treysta Fæðrinu, mun þér reynast erfitt aðn orðið heyra!
FARIÐ ÚR FÖTUNUM OG BLYGÐIST EKKI
Yrðíng 37. Læríngi þans sögðu: (1) Hvenær munt þú birtast oss, og nær munum vér sjá þig? (2) Jesús sagði: Þegar þér fellið af yður klæðin án þess að blygðast, og takið föt yðar og troðið á þeim fótunum eins og lítil börn gera, (3) þá munuð [þér] sjá Barn Þenns sem Lifir, og þér munuð ekki óttast. (#1.Mós.2:25; Job.2:20. ##Tóm:18; Tóm.22:1-3; Tóm.21:3; Fil-G.75; Fre.Guð.51-52; Fre.Guð.84-85)
AFKLÆÐIST ÖLLU SEM AÐGREINIR
Útleggíng 37: Þetta heyri ég Jesús seígja hér: Áður en þér urðuð til hér, voruð þér nakin og fullkomin í Aldingarði Fæðrisins, og þér blygðuðust ekki yfir nekt yðar. | Sem börn voruð þér nakin, og það alls án skammar, en svo feínguð þér nafn og eigin einleika, og þér týnduð barninu í ykkur og fóruð í staðinn að lesa af ávexti Skilníngstrésins og eta af því. Þér sáuð þá nekt ykkar frammi fyrir hverju öðru, og þér fóruð að gera mun á karlmennum og kvenmennum, mínum og þínum, og að sundurgreina alla tilveruna, og aðgreina eitt frá öðru útum allt, og láta sjálf yðar sundra yður. | Hefi ég þá ekki sagt yður: Tignarveldi Fæðrisins er þegar hér; Mannverubarnið stendur frammi fyrir yður þegar á þessari stundu! Það eina sem þér þurfið að gera til að sjá mig á þeim stað þar sem ég er, er að aftur verða eins og lítil börn, og þá afklæðast kirtlum ykkar og nakin troða þá undir fótum ykkar án þess að kenna til nokkurrar blygðar eða óttast einhverjar afleiðíngar. | Sá tími mun koma að þér svo einnig afklæðist líkama yðar og hverfið úr þessum heimi og inn í faðm Fæðrisins sem andi og sál. En þangað til þess, óttist ekki, heldur afklæðist öllu sem aðgreinir, og komið inn í Ríkið hér.
ÞÉR MUNUÐ EKKI FINNA MIG
Yrðíng 38. (1) Jesús sagði: Oft hafið þér þráð að heyra þessar yrðíngar sem ég hefi mælt að yður, og þér hafið eíngi aðra að heyra þær frá. Þeir dagar munu koma að þér leitið mín og munuð ekki finna mig. (#Mat.13:16-17; Lúk.10:24; Lúk.17:22; Jóh.7:34; Orðs.1:23-28.##Tóm.59)
EN ÞANN ER MEÐ ÞEIM HANDAN HOLDSINS
Útleggíng 38: Þetta er kveðjuræða: Jesús seigír læríngjum sínum að einnig hann muni afklæðast holdi sínu og hverfa úr heiminum til fæðris síns á himnum. Læríngin munu þá sakna hans og lifandi nærveru hans með þeim. Þeim verður því oft hugsað til hans, og leita hans í sálu sér, en vita þó vel, að hann ekki muni verða aftur í holdi meðal þeirra. | En Jesús er með þeim handan holdsins, og orð hans og kenslu hafa þau í yrðíngunum, og þær tala til þeirra enn sem áður. Þrá þeirra til orða meistarsins mun því verða fullnægt þann veíginn. Hann hefur líka marglofað þeim í kennslu sinni, að ef þau eyða hjá sér öllum aðgreiníngum og sundrúngum, og verða ein og heilsteypt eins og lítil börn, þá mun hann senda andann yfir þau og vera með þeim. | Í ljósi þeirrar huggunar, held ég, ber okkur að skilja þessa kveðjuræðu meistarsins. Lífið heldur áfram í ljósi Guðs.