Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.9.)

– (FYRSTI FASI) 

Tómasarguðspjall á kynhlutlausu íslensku máli

–(NÍUNDI SKAMMTUR)–

Annar þriðjúngur

Barnið Eina (Sólarinnar)

SOWILO/SÓL: BARNIÐ BJARTA OG ALGÓÐA Í SÓLINNI

+ + +

Fimmta Sjöundin (39-45)

ÞEY HAFA FALIÐ LYKLANA

Yrðíng 39. (1) Jesús sagði: Fariséin og fræðimennin hafa tekið lyklana til [lifandi] þekkíngar og falið þá. (2) Þey hafa hvorki farið sjálfi inn, né leyft öðrum sem inn vildu koma að gera það. (3) Hvað yður varðar, verið jafn slúngni og ormurinn, og einfaldi eins og dúfur. (#Mat.10:16; Mat.23:13; Lík.11:12.##Tóm.102)

OG ÞÉR EIGIÐ AÐ FINNA ÞÁ

Útleggíng 39Þetta dæmi um földu lyklana, líkist og á sér viðbót í dæminu um hundinn í jötunni. (yrðíng 102). Það lítur kannski út eins og fordæmíng, en er þó aðallega viðvörun og leiðbeiníng: Andleg leiðtogi fólksins hafa grafið lykla andlegrar þekkíngar djúpt í sértrúarstefnu sinni, túlkunum og helgilögfræði, og mest af vanskilníngi falið þá undan svo vandlega, að þey ekki vita sjálfi hvar þey eiga þá að finna. Né heldur vita þey hvernig að nota þá til að komast fram til raunverulegrar lifandi þekkíngar. | Þar með útiloka þey alla þey aðra sem þey leiða, frá að fara inn í musteri þekkíngarinnar. Jesús veit það, og hann seígir læríngjum sínum það, hann varar þeim við þekkíngarfræði leiðtoganna, og leggur svo fram lausnina. | Takmarkið er að finna týndu lyklana, en til þess verða þau að í viti sínu vera slúngin eins og naðran, og í hjarta sér einföld og saklaus eins og dúfan; leita og finna; hlusta og heyra, – og nær lyklarnir eru fundnir, básúna þá yfir alla heimsbyggðina, öllum lifandi mannverum til hjálpar og gleði. | Þannig les ég þessa viðvörun og leiðbeiníngu Jesú í samheíngi allra hinna yrðínganna.

VÍNVIÐUR FJARRI FÆÐRINU

Yrðíng 40. (1) Jesús sagði: Vínviður nokkur var gróðursettur fjarri Fæðrinu. (2) Þar eð hann skortir styrkleika, verður hann slitinn upp með rótum og mun farast. (Mat.15:13; Jóh.15:1-2; Mat.13:24-30; Jes.5:1-7. ##Tóm.57)

ER EIGINLEGA EKKI TIL

Útleggíng 40Jesús seígir: Allt sem þér gerið eða takið yður á hendur, verður að eiga sér rætur í Fæðrinu, ekki einhverstaðar fjarri frá því, þar sem það skortir raungrunn og lífskraft. | Það sem ekki er í Fæðrinu, er eiginlega ekki til, annað en sem augnabliksástand sem hverfur. | Þessi boðskapur varðar einstaklíngi, söfnuði og kirkjur, og hreyfíngar, að meðtaldri heimsbyltíngunni og björgun náttúrunnar.

ÞENN SEM Á MUN FÁ

Yrðíng 41. (1) Jesús sagði: Þey sem eiga eitthvað í hendi sér mun verða gefið meira, (2) og frá þeim sem eru tómhenti mun verða tekið það litla sem þey eiga. (#Mat.13:11-12; Mat. 25:29; Mar.4:24-25, Lúk.8:18; Lúk.19:25. ##Tóm.70)

ÞENN DAUÐA MISSIR LÍFIÐ

Útleggíng 41Jesús er auðvitað ekki að tala um penínga, matvæli, búhag, bíla og flotta bústaði og annan auð sem hægt er að safna að sér á jörðu, en ekki taka með sér, hvort heldur er til himins eða moldu. Þenn sem hefur erfiðað í lífi sínu og safnað að sér andlegum auðæfum, mun verða ríklega launað þegar stundin er inni, og þann mun eiga sér stað í tignarveldi fæðrisins. En þenn sem ekkert slíkt, eða afar lítið slíkt á að reiða fram, mun ekkert fá, og týna því litla sem þann þó á. Þenn er án lífs og missir lífið. | Þessum boðskap er beint til einstaklinga, því að í því ytra ráða aðrir skilmálar. Þar mun Guð veita þeim sem þurfa, og í fullnaði tímanna, í heimsríkinu í komandi, munu allar ofureignir frá ríkum teknar, og völdin frá valdamennum, og vopnin frá þjóðunum, og alli munu eiga tilsamans það sem til er af lífsins gæðum, og í fullu einstaklíngsfrelsi tilsamans stjórna ríkinu.

VERTU FRAMHJÁFARANDI

Yrðíng 42. (1) Jesús sagði: Vertu framhjáfarandi [sem einhveri sem á leiðina hjá, og ekki tefur við].

BYGGÐU EKKI BÚ ÞITT Á BRÚNNI

Útleggíng 42Heimurinn er eins og fötin þín, ytri hjúpur að fella af sér þegar áfram er haldið. Búðu því ekki um þig til lángdvalar í heiminum, heldur safnaðu inn þeim auði sem þú getur haft not af, og haltu áfram ferðinni. | Á leið þinni muntu koma víða við, og veittu þeim sem þar eru af því sem þú átt, taktu og við því sem þau hafa að gefa þér til ferðar þinnar, og haltu svo áfram. Vertu ekki fasti til framtíðar neinsstaðar. | Gömul yrðíng, þekkt víða um heim, er þessi: >>Heimurinn er brú milli heima. Farðu yfir brúna, en byggðu þér ekki bú á henni.<< | Og meðan þú ferð yfir brúna, seígir þér Jesús: Vertu til! Deyðu frá því sem dautt er, og vektu til lífs það sem lifir. Þá kemst þú heili á húfi til brúarenda og finnur Fæðrið í Dýrðarríki sínu hinum meígin.

|||

+++ Í NAFNI FÖÐURSINS OG MÆÐRISINS, OG BARNSINS EINA OG SMURÐA! +++

ÞÉR ÆTTUÐ AÐ ÞEKKJA MIG SEM ÞENN ÉG ER

Yrðíng 43. (1) Læríngi hans sögðu við hann: Hveri ert þú að seígja okkur svona hluti? (2) [Hann sagði:] Þér skiljið ekki hveri ég er útfrá því sem ég seígi yður. (3) Öllu heldur eruð þér lík fólkinu í Júdeu, því að þau elska tréð en hata ávöxt þess, eða svo elska þau ávöxtinn en hata tréð. (#Mat.15-20; Mat.12:33; Luk.6:43-45; Jóh.14:8-11; Jóh.8:25-26)

RÓTIN OG KRÓNAN ERU EITT

Útleggíng 43Jesús seígir: Eins og rótin og krónan og tréð allt eru eitt, svo eru einnig ávextirnir eitt með trénu og af sama stofni. Orð mín til yðar eru ávextir trésins, og af þeim ættuð þér að þekkja mig. Ekki getið þér elskað það sem ég seígi, og hatað þenn Guð sem í því talar, né heldur getið þér elskað Guð en hafnað ávöxtunum. Tré þetta á rætur sínar í Fæðrinu á himnum, en ég er krónan sem ber ávextina og veiti yður, svo að einnig þér getið vaxið og borið ávöxt öðrum til lífs.

MARANATA! AMEN.

|||

UM GUÐLAST OG FYRIRGEFNÍNGU ÞESS

Yrðíng 44. (1) Jesús sagði: Hveri þenn sem guðlastar gagnvart [Fæðrinu] mun verða fyrirgefið það, (2) og hveri þenn sem guðlastar gagnvart [Barninu eina] mun fá fyrirgefníngu þess, (3) en hveri þenn sem guðlastar gagnvart [útstreymi fæðrisins í] Heilögum Anda mun ekki verða fyrirgefið það, hvorki á jörðu né á himni. (#Mat.12:31-32; Lúk.12:10; Mar.3:28-30. ##Did.11:7)

ÓFYRIRGEFANLEGT AÐ LASTA LÍFSANDA SINN

Útleggíng 44Heilagur Lífsandi þinn er hið Sanna Mæðri þitt (Tóm.101:3), því hann er kjarni og innra eðli lífs þíns og alls annars lífs. | Ég lít þannig á þetta: Feðri vort á himnum birtir lífsanda sinn í Mæðrinu, sem þannig er, frammi fyrir Feðrinu, birtíng þess sem er í Feðrinu. Tilsamans eru þau Fæðrið, og framkalla Barnið eina á upphimnum, og allt annað sem var, er og verður. Lífsandinn er það innsta í því öllu, og í þeim heilögu sem valda því, og ekki er hægt að niðra það sér að skaðlausu. | Að hæða Lífsandann og lasta Mæðri sínu Sanna er að hafna sjálfu sér og sínu eigin lífi. Það er að Velja Dauðann. Að lasta gagnvart Feðrinu og Barninu eina, er í samanburði við að lasta gagnvart Lífsandanum, nánast sem að hæða sjálfar hugmyndir okkar og annara um það heilaga, ekki það heilaga sjálft.

EKKI VAXA ÞRÚGUR Á ÞYRNIRUNNUM

Yrðíng 45. (1) Jesús sagði: Ekki er unnt að hirða vínber af þyrnirunnum, né tína fíkjur af tistlum, því að þeir gefa eíngan ávöxt. (2) Góð manneskji skila góðu af sér úr forðabúri sínu; (3) vont fólk getur af sé þá illsku sem það hefur hlaðið upp í hjarta sér, og seígir ljóta hluti. Úr hjörtum þeirra streymir ofgnótt vonsku. (Mat.7:16-20; Mat. 12:33-36; Lúk.6:43-45; Jak.3:11-12.)

AF VERKUM ÞEIRRA MUNIÐ ÞÉR ÞEKKJA ÞAU

Útleggíng 45Í Kennslu Postulanna (Did.11:7-8) stendur þetta að lesa: >>Tali einhvert spámenni í anda, þá skuluð þér ekki freista þans eða dæma. Allar syndir er hægt að fyrirgefa nema þessa. En alli sem tala í anda eru ekki spámenni, heldur bara þey sem lifa samkvæmt orði Guðs. Þannig þekkið þér fölsk spámenni og sönn á því hverning þau lifa lífi sínu og hegða sér meðal yðar.<< | Gott fólk gerir gott; vont fólk gerir vont. Gott fólk sem eíngu trúir gerir samt gott, það játaast í hegðun Lífsandanum og er gott fólk. | Og öfugt: Að gánga um meðal annarra og játa trú sína á Fæðrið og Barnið eina, gagnar eíngum ef ávextir þeirra í lífinu eru vonska og ofgnótt vonsku. En slík vonska vex ekki af sjálfu sér, heldur af eigingjörnu sinnislagi, og hleðst upp svo smámsaman. | Það er ekki alltaf of seint að taka sinnaskiptum og byrja að byggja upp betra forðabúr.

+ + +