Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.1.)

– (FYRSTI FASI) –

Tómasarguðspjall á kynhlutlausu íslensku máli

– (FYRSTI SKAMMTUR) –

Fasar eða skeið verksins

Ég hef sett mér það verk að þýða og kommentera guðspjallið og lýsa sögulegum og hugmyndarlegum bakgrunni þess, ásamt því að greina þau helstu trúrænu hugtök og arketýpur sem snerta efnisvið þess og aðalinnihald. Þetta geri ég í þremur fösum eða áfaungum, og álít ekki verkið unnið fyrr en allir þrír þeirra eru rammgerðir og almennilega samræmdir. | Tímataflan er svonasmámsaman, enda er viðhorf mitt til verksins fagurfræðilegt, og ég er að vinna að öðrum hlutum samtímis (m.a. að því að snúa öllu Jóhannesarguðspjallinu yfir á kynhlutlaust mál, ásamt úrvali úr bréfum þeirra Jakobs, Péturs, Jóhannesar og Júdas). | Ég vinn verkið í áfaungum, og birti það í skömmtum á netinu, áður en það er fullkomnað. Þannig er það birt til bráðabrigða þángað til þess að það verður – ef Guð (Fæðrin Tvö og Barnið Eina) svo leyfir – endanlega útgefið.

Fæðrið er Alviturt, Algott og Allsmáttugt, og Óskilvitlegt, bæði í og handan Lífs og Dauða, Heims og Helju, – og Við, Mannverin, elskum og dýrkum Það og leitumst við að eftir bestu getu vera Fæðrinu lík eins og Burið Eina, og endurfá þá Adamísku Fullkomnun sem við áttum í Aldingarðinum áðr ekki var

Um þýðínguna og málið.

FRÁ ENSKU OG SÆNSKU

Þýðíngin er gerð eftir ýmsum enskum og sænskum, að mestu samstemmdum þýðíngum (sjá lista eftirmáls). Orð innan einfalds kassasviga, [], þýðir að ekki sé bókstaflega þýtt, að orðið sé kynhlutleyst, eða að eitthvað sé tilsatt sem þó ekki breytir þýðingu setníngarinnar. Orð innan tvöfalds kassasviga, [[]], merkir endursköpun texta í eyðu frá hendi þýðenda af textanum á frummálinu, koptísku. Orð milli hornsviga í kassasviga, [><], þýðir að textinn innan svigans komi frá grískum textabrotum guðspjallsins. Koptíski textinn er þýðíng af þeim gríska.

KYNHLUTLEYSI MÁLSINS

Texta guðspjallsins, eða öllu heldur, þessa samansafns Jésúyrðínga, er snúið yfir á kynhlutlaust íslenskt mál (sjá neðar). Tómasarguðspjallið fjallar mikið um andlega nauðsyn þess að hefja sig yfir alla sundrúngu mannverisins og innri aðgreiníngar þess, að meðtöldum kynferðislegum, og það sæmir því ekki að, alveg að óþörfu, flytja það á kynmismunandi máli.

Að málið sé kynhlutlaust, þýðir þó ekki að það sé kynlaust, þ.e., að ekki meígi greina kyn í því sem uppi er haft í guðspjallinu. | Það sem í kjarna sínum er um að ræða við kynhlutleysíngu málsins, er að afnema hlutverk karlkynsins í íslenskunni sem ómarkað eða sjálfgefið kyn, og færa það hlutverkið yfir á hvorugkynið. Karlkyn og kvenkyn hverfa þá með höfðun til persóna, en halda áfram að vera til í höfðun til hluta og allskyns fyrirbæra, að meðtöldu hópa eða samansafni manneskja (t.d. orð sem fólksfjöldi, herfylkíng), nema þegar þessi orð líka geta höfðað til einstaklínga (eins og t.d. Þjóðverji, Kínverji, mannvera, sem jú geta bent til ólíkra kynja). | Markmið kynhlutlauss málfars er að ekkert kyn sé tilgreint, þegar kynið ekki skiptir neinu máli, ekki er í fókusi, er óþekkt, eða einhver ástæða sé til að ekki tilgreina það. Af þeim sökum eru (a) kynhlutlaus persónufornöfn (sjá neðan), og kynhlutlausar mannverumyndir annarra fornafna og einnig lýsíngarorða í notkun, þegar það passar útfrá þessu markmiði, og (b) öllum nafnorðum sem höfða til (kyngreinanlegra) persóna gefið hvorugkynsmynd í staðinn fyrir karlkynsmyndina eða kvenkynsmyndina. Sérnöfnum er þó haldið óbreyttum. | Þessi persónufornöfn, þessar mannverumyndir og þessi kynhlutleystu nafnorð eru öll í eðli sínu (þ.e., málfræðilega) hvorugkyns. Þegar kyngreinandi myndir persónufornafna eru hafðar uppi (”hann”, ”hún”, ”þeir”, ”þær”), þá eru þær líka hvorugkyns, þ.e., þær taka með sér hvorugkynsbeygíngu annarra fallorða. | Þegar verið er að tala um söguleg eða mýtísk persóni sem vitað er hvers kyns þau eru eða hafa verið, eða eiga í samheínginu að vera, er ekki annað en eðlilegt að nota þessar kyngreinandi hvorugkynsmyndir. | Jóhannes skírari og Jesús eru t.d. sögulega séð karlkyns, og þá eínganveíginn ónormalt eða niðrandi að gæta þess í málinu. Það er auðvitað ekkert ljótt í sjálfu sér við að vera karlkyns. Guð, hinsvegar er án kyns eða allskyns. Guð er þess vegna haft hvorugkyns (guðið, það). Að hinsvegar tala um Guð Allsherjar sem ”hann” er ljótt; það er að kyngreina hið (kynlausa) hæsta mögulega og últimata sem karlkyns, og þar með upphefja karlkynið og minnka eða setja niður kvenkynið og annað það fólk sem ekki er karlkyns. | En þegar verið er að tala um hálfguði og goð eða gyðjur, heyrir kynið oft sögunni til, og er mikilvægt í samheínginu, og því eðlilegt að þá nota um þau kyngreinandi persónufornöfn og mannverumyndir (sem þó auðvitað eru málfræðilega séð hvorugkyns). | En þó þarf ekki þess konsikvent að gæta að alltaf nota t.d. ”hann” um Jesús, þar sem persónufornöfnin málfræðilega geta komið í hvers annars stað og man veit þegar hvers raunkyns Jesús var (og að það er í sjálfu sér gersamlega óviðkomandi). | Sömuleiðis geta mannverumyndir annarra fornafna og lýsíngarorða, komið í stað hvorugkynsins í venjulegri mynd þess (það, þau), þar eð myndirnar eru sama eðlis málfræðilega séð. Þetta verður einfaldlega spurning um (a) hvað fagurfræðilega sé fallegast að gera, og (b) hvers þarfnast til að gera kynhlutlausu fornöfnin töm í málinu. Þó er samkvæmt mínu viti óþarfi að vera að brúka mannverumyndir um hlutveruleika. Þú seígir þannig ekki ”þey” om steinana, eða ”þann” um kjúklínginn, eða að fjöllin séu ”fallegi”; en þú getur vel sagt ”það” um Guðið, og að ”þann” sé t.d. ”almáttugt” eða ”almáttugi”. | Sem allmenn regla er að þegar persónufornafnið kemur fram sérstætt, eitt á báti, má vera tilfinníngarlega þörf á að nota mannverumyndina (þan(n), þey) – þótt þetta sé vissulega líka smekksatriði, – en ”það” og ”þau” þegar orðin eru hliðstæð. Þannig ”alli verða að lesa þetta” fremur en ”öll verða að lesa þetta”; ”kona (eða koni) þetta er fallegt”, fremur en ”koni þetta er fallegi”. Þó er ekkert rétt eða rángt í þessu. | Oft fer fagurfræðilega vel á því, þykir mér, að t.d. leyfa persónufornafni í sérstæðu að líða yfir frá einni í aðra mynd þess, eins og til að mynda í þessari setníngu: ”Þey sem leita, skulu ekki hætta að leita fyrr en þau finna. Og þegar þau finna, þá munu þau trufluð verða”. Valkosturinn hefði hér verið t.d. ”Þey sem leita, skulu ekki hætta að leita fyrr en þey finna. Og þegar þey finna, þá munu þey truflaði verða”. Eða einfaldlega ”Þau sem leita, skulu ekki hætta að leita fyrr en þau finna. Og þegar þau finna, þá munu þau trufluð verða”. | Annarsstaðar (”Kynhlutlaus íslenska þriggja kynja og mannverumynda”: https://nyold.com/kynhlutlaus-islenska-thriggja-kynja-og-mannverumynda/ ) hef ég lýst því nokkuð ýtarlega hvernig hvorugkynjun nafnorða er gerð frá minni hálfu með hjálp af kerfisbundinni aðlögun að sterkum beygíngum hvorugkyns nafnorða í íslenskunni. Nýsköpun nafnorða er líka að gagni við hvorugkynjun, t.d. til að nema burt innri kyngreiníngu orðs. Dæmi um þetta er að seígja ”læríngi” fremur en ”lærisveini” (útfrá nafnorðinu ”ræníngi”). | Á sama hátt hef ég sett fram þær beygíngarendíngar kynhlutlausra fornafna og lysíngarorða sem ég hef fundið bestar (að sinni), og auðvitað beygíngarmyndir kynhlutlausu persónufornafnanna. Ég höfða til þessara skýrínga og ýmissa texta minna á kynhlutlausu máli sem finna má á netinu. Hér vel ég að sýna myndirnar og endíngarnar mest bara í verki. Þær verða á þann háttinn auðlærðar hvaða lesandi mannveri sem helst. | En ég vil þó stuttlega lyfta fram hér (a) kynhlutlausa persónufornafninu, (b) mannverumynd ábendíngarfornafnsins ”það”, og (c) endíngum annarra fornafna, og lýsíngarorða í sterkri beygíngu frumstigs (í veikri beygíngu og öðrum stigum eru bara venjulegar hvorugkynsmyndir notaðar): | Persónufornafnið er þetta: þan(n) – þana – þanni – þans | þey/þau – þey/þau – þeim – þeirra. Ábendíngarfornafnið: þenn – þenn – þenni – þens, og ábendíngarfornafnið hini – hini – hinu – hins. | Beygíngarendíngar (eða endastafir) mannverumynda flestra annara fornafna, og lýsíngarorða, hef ég laungum haft: i – i – u – s | i – a – um – a, en vil nú í komandi birtíngarskömmtum, í prufuskyni notast við: i – a – u – s | i – a – um – a. Það virðist geta verið einfaldara. Nefnifall og þolfall eru þá alveg eins í eintölu og fleirtölu, en þolfallsmynd eintölunnar eins og kvenkynsmyndin, og þolfallsmynd fleirtölunnar eins og karlkynsins. Dæmi:

allur > alli – alla – öllu – alls | alli – alla – öllum – allra; góði – góða – góðu – góðs | góði – góða – góðum – góðra

| Þannig lýkur fyrsta fasa, fyrsta skammti þessa verks. Endurbirt 2021-03–22. |

– – –

HLEKKIR

Meira um málfræði og orðmyndunarfræði þessa texta

HLEKKIR AÐ ÖÐRUM SKÖMMTUM

Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.2.)

Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.3.)

Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.4.)

Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.5.)

Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.6.)

Tómasarguðspjallið á kynhlutleystu máli (1.7.)