Hvað þarf til kynhlutlauss máls?

Það eina sem þarfnast er hvorugkynjun allra persónuorða í málinu, þ.e. slíkra orða sem höfða til kyngreinanlegra persóna, raunverulegra eða ímyndaðra. Það fjallar í fyrsta lagi um nafnorð meðal persónuorða, og í öðru lagi um persónufornöfn, ábendíngarfornöfn og önnur fornöfn, og síðan um lýsíngar á þeim persónum sem þessir tveir orðflokkar höfða til (lýsíngarorðin). Auk þess nokkur töluorðanna.

Sjálfa hvorugkynjunina af persónuorðunum má gera, annaðhvort (a) með því að steypa karlkyns og kvenkyns nafnorðum til hvorugkynsmynda eða hvorugkynslíkra mynda, og svo beygja þau eftir munstri sterkrar beygingar hvorugkynsorða og samkvæmt þar til gerðum passandi nýmynduðum beygingarmynstrum (sem upplifast sem hvorugkyns), eða (b) með því að halda orðmyndum og beygingum allra persónunafnorða í óákveðni, en svo skeyta ákveðnum greini hvorugkyns að orðmyndunum í eintölu, en að stofni orðanna í fleirtölu, og síðan sjá til að þessi persónuorð taki með sér og stýri hvorugkyni. Einnig má (c) blanda þessum aðferðum, þannig að samtímis sem flestöll persónunafnorðanna halda orðmyndum sínum óbreyttum án greinis, þó skapa hvorughkynsorðmyndir fyrir sum þeirra og fyrir öll nýyrði, og einnig venda sumum þeirra orðmynda sem hafðar eru óbreyttar í eintölu, til hvorugkynsbeygingar í fleirtölu. Þetta sterkir og auðveldar hvorugkynjunina.

Í flokki fornafna verður að ýmist taka fram kynhlutlausar orðmyndir að hafa uppi samhliða med venjulegum hvorugkynsmyndum orðanna, eða einfaldlega að venja sig á að nota þessar hefðbundu myndir. Þó virðist augljóst að það síðarnefnda sé mörgum erfitt og ofaukið, og að þörf sé á sérstökum kynhlutlausum persónufornöfnum (á borð við ”hán – hán – háni – háns,” enda þótt mér persónulega líki betur ”þann – þanna – þanni – þans.”) ”Hann/þeir” og ”hún/þær” finnas eftir sem orðmyndir, – því tilgreining kynja er enganveginn alltaf óþarfi og stundum nauðsynleg, – en þá bara til að nota þær í hvorugkyni. Ábendíngarfornöfnin eru líka kyntilgreinandi, og þá verður annaðhvort (eða bæði) að notast við hefðbundnu ábendingarfornöfnin ”það” og ”þetta,” eða framkalla kynhlutlausar nýmyndir. Persónulega vel ég að plokka upp skandinavíska ábendingarfornafnið ”den,” og svo afturíslenska það til ”þenn” (þenn – þenn – þenni – þens), en nota einfaldlega ”þetta” fyrir ábendingarfornafnið ”þessi,” þar eð það sýnist mér alltaf hliðstætt (t.d. ”þetta maður” og ”þetta kona.”) Hin fornöfnin má síðan ýmist sérmynda og sérbeygja, eða taka fram einfaldar myndunar og beygingar(endingar)reglur, og/eða nota hefðbundnar hvorugkynsmyndir (t.d. ”hveru” er þetta?/”hvert” er þetta?)

Meðal lýsíngarorða er annaðhvort að nota hvorugkynsmyndirnar eða hafa uppi myndunar– og beygingarreglur fyrir kynhlutlausar orðmyndir að beita innan ramma sterkrar beygingar, meðan man svo í allri veikri beygingu notast vi hefðbundnu hvorugkynsmyndirnnar og beygingarnar.

Hvað töluorðin varðar þarf annaðhvort að skapa nýmyndir fyrir frumtölurnar einn til og með fjórir, og/eða notast við hvorugkynið.

Flóknara en svo er þetta ekki! 🙂 Tja, reyndar ekkert lítið mál, og krefst einurðar, þrautseigu og vilja, auk samstarfs og handverks margra handa og huga og hjarta.