12. og síðasti toti málfræðisamanburðar: Einskonar fræðiheitalegur inngángur: Í viðbótarmálfræðinni stendur ”kast” (ft. ”köst”) fyrir þá málfræðilegu formdeild sem (fáránlega) eru kallaðar ”kyn” í venjulegri íslenskri málfræði. Hlutir hafa ekkert raunkyn, og því er alveg út í hött að kalla köst þeirra kyn, bara sakir þess að mannverur geta verið af einhverju þriggja raunkynja, og sakir þess það er frá öndverðu hefð að tala um hluti sem væru einnig þeir kynjaðir.
Að tala um ”karlkyn” eða ”karlkast”, og ”kvenkyn” eða ”kvenkast” er þá álíka bjánalegt og að tala um kyn, og þess vegna kennir viðbótarmálfræði þessi köst í staðinn við þau ábendíngarfornöfn sem í afmörkuðu máli eru notuð um hlutveruorð, og í venjulegu máli, um öll nafnorð, þ.e., ”sá”, ”sú; og ”það”, og velur þannig að tala um ”sákast” og ”súkast” og jafnvel ”þaðkast”, þótt vel fari hinsvegar á að í því síðastnefnda tilvikinu tala om ”hvorugkast.” Athugið, að fornöfnin sá og sú eru ekki notuð um einstök persóni í afmörkuðu máli, og ”sákast”og ”súkast” eru því ekki notuð um þau nafnorð sem það gera, og reyndar er þá ekki heldur talað um ”þaðkast”, né heldur um ”hvorugkast”, heldur einúngis um ”persónukast.”
Hvernig þá kyngreina, greina kast nafnorða, þ.e., hlutveruorða og persónuorða í afmörkuðu máli? Það er spurníngin. En áður en leíngra er haldið, vil ég fyrir þá ágætu kontrastverkan sem af því stafar, aftur lyfta fram tveimur tilvitnunum sem við höfum áður haft uppi í þessum litla málfræðisamanburði okkar:
>>Í íslensku er kyn nafnorða þáttur sem fylgir orðinu ávallt óbreyttur og er kallaður orðasafnsþáttur (e.lexical feature). Kyn lýsingarorða, flestra fornafna og töluorða er aftur á móti svokallaður aðlögunarþáttur<< (Þorbjörg Þorvaldsdóttir)
>>Fallorð, önnur en nafnorð, beygjast í kyni því mynd þeirra breytist eftir því hvert kynið er. … Málfræðilegt kyn er aftur á móti samgróið íslenskum nafnorðum því hvert nafnorð hefur ákveðið og óumbreytanlegt kyn. Þar er því ekki um beygingu að ræða heldur fast einkenni orðsins.<< (Ásta Svavarsdóttir)
Upplýsíngar um kyn nafnorða er ekki bara fólgnar í nafnorðunum sjálfum, – eins og halda mætti með útgángspúnkt í ofansögðu, – heldur líka í þeim öðrum fallorðum sem að þeim lúta. Kyn nafnorða ráðum við í venjulegri íslensku af beygíngu þeirra og þar með beygíngarendíngum, en ekki bara af þessu heldur og af greininum, og þeim kastmyndum sem lýsíngarorð, fornöfn og töluorð hafa gagnvart eða í teíngslum við nafnorðið. Þær vísbendíngar sem við þá venjulega notum til að greina kyn nafnorða er beygíng þeirra, greinar þeirra, og kyn lýsingarorða og annarra fallorðaí í beinum teíngslum við þau.
Í afmörkuðu máli, þ.e., þegar persónukastið (persónukynið) er komið til sögunnar, er kyngreiníng nafnorða nokkuð flóknari, í því að persónuorð með bakhjarl í sákasti og súkasti (karlkyni og kvenkyni) venjulegs máls, hafa í óákveðni sömu orð- og beygíngarmyndir og þessi orð áður hafa haft í málinu. Kyngreining bara útfrá þessum beygíngarendíngum er eínganveíginn möguleg, nema þegar um er að ræða persónuorð sem þegar í venjulegri íslensku eru hvorgkasts (skáldið, barnið, ómennið), heldur veltur fyrst sem síðast á því hvort nafnorðið sé persónuorð eða ekki. Sé það ekki af flokki persónuorða, sé það þannig af flokki hlutveruorða, gilda greiníngarreglur eins og áður í málinu, og hlutirnir greinast sem af einhverju af ”kynjunum” þremur. Sé orðið hisvegar persónuorð, þ.e., nafnorð sem vísar til kyntilgreinanlegs einstaklíngs eða persónu, eins eða fleira, þá er það alltaf og einúngis í persónukasti, og greinar þess er hvorugkastsins, og þær kastmyndir annarra fallorða sem að þeim snúa og samlagast, eru hvorugkastsmyndirnar, aldrei sákastsmyndirnar eða súkastsmyndirnar (nema þegar um kyntilgreinandi myndir persónufornafna er að ræða, en þær eru í raun hvorukasts).
Persónukastið getur þannig í óákveðni haft sumar (ef ekki allar?) þær sterku og veiku beygíngarendíngar sem sákastið og súkastið annars hafa gagnvart hlutveruleikanum, en svo með þessar áður bara karlkasts- og kvenkastsendíngar, samlagast hvorugkastsmyndum annarra fallorða. Eina undantekníngin frá þessu er þegar skilyrt en valfrjáls tvímynd er höfð uppi á teníngnum, og þannig ”i”-i skeytt að stofni orðsins þegar það stendur í nafnliði eða beint hliðstætt hvorugkyni annars fallorðs, en þá geta nefnifall og þolfall bæði eintölu og fleirtölu feíngið i-endíngu. Í ákveðni hefur persónuorðið hinsvegar alltaf, þ.e., einhlíitt, annaðhvort lausan eða viðskeyttan greini hvorugkastsins, þannig að persónukastið og hvorugkastið hafa þessa greina sameiginlega.
Þessi ”köstun” (kynjun) persónuorða til eins fjórða kasts/kyns í málinu, brýtur þvert á móti því sem við erum frá alda öðli vön við í málinu, og er því auðvitað geðrænt og málatilfinníngarlega mjög erfitt. En þó er sjálft regluverkið afar einfalt, ekkert mál að alltaf tjékka á hvort orðið flokkast til persónuorða eða hlutveruorða, og svo haga kastsamlögun þess út frá því. Ég held að þessu meígi örugglega venjast, og ef við alltaf högum rituðu máli okkar á þennan hátt, hlýtur þetta að verða okkur tamt innan skamms, smita af sér á hugsun okkar og þar með jafnvel á talað mál okkar.
Þannig: Ef ég seigi að þetta sé maður, þá gæti ég ósjálfrátt að hvort ”maður” sé persónuorð eða hlutveruorð, og þegar ég finn að þetta sé persónuorð, og vil svo bæta við að þetta menni sem hér um er að ræða líti vel út, þá seígi ég að þetta maður sé fallegt maður, eða myndalegt maður, og þá hef ég þar með gefið þá upplýsíngu þeirra sem á mig hlýða, að þó að maðurið auðvitað meígi vera að tilgreina sem lífræðilega karlmenni, þá er nafnorðið ”maður”, sem persónuorð, samt haft í þessari aðlögun (samlögun) að hvorugkynsmyndum lýsíngarorðsins. Ég get jafnvel, eins og ég áður hef nefnt í fyrri tota, talað um þetta maður sem ”hann”, þannig kyntilgreint mannið sem um er að ræða sem karlkyns, en þetta fornafn, ”hann”, tekur samt með sér hvorugkynsmyndir annarra fallorða og vísar til persónuorðsins, því að þannig hef ég, sem talandi súbjekt og gerandi máls míns lagt upp málið.
Og það er það mikilvægasta í þessu öllu: Það er ég, og við, sem ráðum, og að það ert þá einmitt þú sem ræđur, og sú málfræđi og beygingarfræđi sem þú framskapar eđa gerir að þinni. Máliđ, og ekki síst ”köstun” eða ”kynjun” þess, hefur áhrif á hugsun þína og hegđun, og hvađ þér finnst, í mörgu sem þig varđar, – en þú ert þó ekki þræll þess. Þú getur sjálft tekiđ stýriđ í þínar hendur og ráđiđ ferđinni. Auđvitađ ekki sem Palli sem var eitt í heiminum, heldur tilsamans međ öđrum Pöllum, sem öll vilja svipaðan hlut: nefnilega, burt með karllægni túngunnar!
Með þessum orðum enda ég tota mína um stuttan samanburð á kynhallandi venjulegu máli, og kynafmðrkuðu máli eins og það er haft upp í þessum hópi, Máliðjunni. Þey sem lesið hafa með athygli, kunna nú í frumtökum, og geta nú þegar beitt málinu í skrifum sínum.
Hafið það gott!
– – – –
Viltu lesa hina totana lika? Hér eru þeir:
Kynhallandi og kynafmarkað íslenskt mál, samanburður. Totar 1 – 12