Kynhlutlaus persónufornöfn og kyngreinandi í íslensku einkynsmáli: hán, henn, hín, þenn?

Hvað á það að heita? Hvaða hlutverki gegna?

Ég hef um nokkurt skeið unnið að því að framvaska málfræðilega kynhlutlaust íslenskt mál með því að nema á brott karl- og kvenkynin úr túnginu, og m.a. steypa öllum nafnorðum af þeim kynjunum (nema sérnöfnum) til hvorugkyns. Ég hef áður reynt að gera þetta á grundvelli kvenkynsins. Það var á margt hátt nokkuð skemmtilegt að sjá hvernig orðin af hinum kynjunum tveim gátu litið út og smakkast einu, þegar þau geíngu fram s.a.s. í kvenbúníngi sínu: Orðið maður varð t.d. þar í ”manna” (manna – mönnu | mönnur – mönnum – manna); orðið karl, ”karla” ( karla – körlu | körlur –  körlum – karla; orðið strákur, ”stráka” (stráka – stráku | strákur – strákum – stráka; orðið kjóll, ”kjóla” (kjóla – kjólu | kjólur – kjólum – kjóla; orðið hús, ”húsa” (húsa – hús  | húsur – húsum – húsa; og orðið barn ”barna” (barna – börnu | börnur – börnum – barna).

Eins og sjá má eru öll þessi samnöfn beygð skv. einu af veiku beygíngum kvenkynsins, og túngumál þetta hvað varðar nafnorðin sýnir sig afar einfalt.  Það er þó nokkuð meira kompliserað gagnvart ýmsum öðrum orðflokkum, og mér reyndist ekki kleyft að gera málið algerlega einkynjað á grundvelli kvenkynsins. Ég snéri mér þá meir konsekvent en ég áður hafði gert að steypíngi orða til hvorugkynsins, og þó það prósjektið einganveígin sé að skoða sem til lykta leitt, sýnist mér það lukkusamara en hitt. Þetta sem neðan fylgir um fornöfnin í því einkynsmáli á grundvelli hvorugkyns sem stafar af þessu verki mínu, er í aðalatriðum citat eitt úr ”örstuttu mínímálfræði íslensks einkynsmáls”:

Persónufornöfnin eru í fyrsta og öðru persóni alveg þau hin sömu og í núíslensku túngumáli. En í þriðja persóni eru þau annarsvegar kyngreinandi, og hinsvegar samkyns í meininginu kynhlutlaus. Kyngreinandi myndi fornafnanna brúkast einúngis þegar raunkynið skiptir einhverju máli í samheínginu, en þess er að gæta, að þessi persónufornefni þó ekki kynstýra öðrum orðum, og eru þannig rétt áhrifalaus, impótent.

Til kyngreiníngis má einfaldlega hafa uppi “hann” ok “hún” í innri fallbeyíngum sínum. Þó færi betur á, þykir mér, að nota eftirfarandi myndi sem meira passa inn í einkynsumhverfið: hanþa(ð) – hanþa(ð) – hanþ(v)í – hanþess / húnþa(ð) – húnþa(ð) – húnþ(v)í – húnþess. Einkynsumhvervið er yfirgnæfandi hvorugkynslitað, og þessi kyngreinandi orð falla því beint og vandræðalaust að því.

Hvað varðar hið núorðið nánast viðurkennda (?) ”hán” í íslensku númáli (hán – hán – háni – háns), myndi ég vilja líta á það sem á sitt hátt kyngreinandi, þ.e. stundum notað til að aðgreina mannveri (manneskji) sem eru kyneigin, öðruvísi kynhneigð en þau sem líta heterósexúellt á sig sem karlmenni eða kvenmenni. >>Nýlega hafa fornöfnin hán, hé og hín rutt sér til rúms hérlendis. Þau eru einkum notuð af kynsegin fólki. Orðin taka oftast með sér hvorugkyn (þótt það geti verið misjafnt hvað fólk kýs í þeim efnum).<< Hán – kynhlutlaus persónufornöfn”, Hinsegin frá Ö til A


BILD HEN 2015

”hen” skv. Svenska Akademiens Ordlista över Svenska Språket, 2015 


Þetta brúk af kynhlutlausa fornafninu er tekið upp sem merkíngi nr. 2 í orðabóki Sænsku Akademíunnar, árið  2015,  það árið sem kynhlutlausa persónufornafnið ”hen” að lokum fékk pláss í því ágæta uppslagsverki. (Sjá mynd).

Slík kyngreinandi merkíng fornafnsins er af allt öðru tagi en þegar við notum kynhlutlaust fornafn um fólk sem við ekki þekkjum til raunkyns á, eða þegar raunkyn ekki kemur málinu við og þessvegna ekki er í fókusi. Hér er fornafnið þá notað kynhlutlaust, ókynjað, sem samkyn í því merkíngiÞetta nefnir Sænska Akademíið sem merkíng nr. 1 orðsins. Einnig Hinseigin frá Ö til A lyftir fram þessu merkíngi hvað varðar ”hán”: ”Hán er …. líka hægt að nota um manneskju sem við þekkjum ekki og vitum ekki af hvaða kyni er.”

Þetta kynhlutlausa fornafn meðal persónufornafna í 3. pers. mætti í íslensku máli láta fylgja dæmi svía og hafa t.d. þannig: henn – henn(i) – henni – henn(i)s. Eða kanski sem eittvert af þeim orðformum sem þegar hefur verið stúngið upp á, svo sem ”hán”, ”hé” eða ”hín” (þegar þau ekki eru notuð til kyngreiningis). Eitthvað var mér að detta í hug líka orðmynd eins og ”þenn”: þenn – þenn(i) – þenni– þenn(i)s (mér finnst reyndar eitthvert innibúandi vísandi til persónu vera í því). Einnig, eða í stað þessara, mætti e.t.v. brúka  henþa(ð) – henþa(ð), – henþví – henþ(es)s….. Eða kanski ”þenþa”…. Sumu fólki er meinilla við að kallast ”það”, og líklega er það frjóángi ”henþað”-tillagis þessa, þ.e. orðið gæti fúngerað sem mannverumyndið af ”það”. En líklega er þó einfaldast, þegar allt kemur til alls, að einmitt nota það, sem persónufornefni og leyfa sér að venjast því.) Mannverismynd (eða mannverumynd) þessa orðs má svo í skrifuðu máli merkja með stóru stafi (Það) á svipað hátt og gjarnan er gert med guðverið (Guð). – En hvaða orðform sem svo verður fyrir valinu, ber þó að nota það allstaðar þar sem raunkyn ekki er í fókusi (eða man ekki vill koma inn á þau sálmin).

Orðið henþa(ð) má svo nota sem ábendíngarfornafn í mannverumyndi (bara notað um lifandi súbjekt), en hlutverumyndið ”það” má nota bæði um hluti og um mannveri (manneskji) og önnur lifandi og skyni borin veri (t.d. Guði). ”Það” með stóru stafi gildir þá sem mannveruform.

Fleirtalsmyndi persónufornafna og ábendíngarfornafna eru síðan alveg eínhlýt: “þeir” ok “þær” eru ekki í brúki, heldur er hvorugkynsmyndi núíslenskisins notuð, ”þau”, og þetta þá til og með þegar höfðað er til að öðru leiti kyngreindra persóna. Fer þá e.t.v. vel á að nota mannverumyndin og kapítalisera: Það – Það – Því – Þess | Þau – Þau – Þeim – Þeirra.

Ekki verður hlaupið að því að velja eða ákveða hvaða orðmynd best henti til að þjóna sem kynhlutlaust persónufornafn, og vil ég halda því opnu enn, þó að flest fólk virðist hallast að ”hán”. Þetta er spurníngið um hvað fornafnið á að heita, og ekki svo voðalega mikilvægt. Hitt spurníngið sýnist mér fólk gjarnan mætti rýna niður í og ræða dálítið meira: hvaða hlutverki á það persónufornafnið að gegna? Svari fólk á það hátt sem ég geri, er spurningið: hvaða orð á að gegna  hlutverki nr. 1, hvaða orð hlutverki nr. 2?

>>pro lingua sana<<

Kynhlutlaust íslenskt mál á grundvelli kvenkyns eða hvorugkyns

Íslenskt einkynsmál

Íslenska túngumálið, hinseiginbaráttið og jafngildisbarátti allra kynja

>>Pro Lingua Sana!<< Fyrir heilbrigt túngumál!