Skapandi samanburður, og verksamur
Ég legg nú út í, að í Máliðjunni birta samhliða ólíkar kynafmarkanir eins og sama texta. Þetta þá til samburðar, og nánar sagt, til “skapandi samanburðar”, þ.e., til að auðvelda framvöxt á meira almennt vinsælu eða geðfelldu kynafmörkuðu ritmáli, gegnum að einstakir málhafar persónulega geðprufa lausnirnar og síðan beiti þeim í eigin lífi þegar það á við.
Er ég þannig birti hér ólíka texta eða textabrot með ólíkum málfræðilegum kynafmörkunarlausnum samhliða, þá hef ég annarsvegar uppi þá lausn sem nú mest geðjast mér persónulega, og sem ég kalla beta-leiðina, útfrá því að hún er listið sem (b) meðal þeirra sjö mögulegu formgerða hvorugkynjunarleiðarinnar til málfræðilega kynhlutlauss máls (sjá neðanmál).*
Sú formgerð einkennist annarsvegar af:
- að einhlítum “samkynsgreini” er skeytt að óákveðni óbreyttra persónuorða með bakhjarl í sákasti og súkasti (kk. og kvk.) venjulegs máls, meðan upprunalega hvorugkasts- (hk.) persónuorð, halda ákveðni sinni alls óbreyttri, og af
- að í kynsamlögun persónuorðanna eru kynhlutlausar nýmyndir og hvorugkastsmyndir fallorðanna sem að þeim snúa, jafngildar og sama málfræðilega eðlis, og fullkomlega persónulega valkvæmar. Þar hef ég þó sjálft uppi greinilegan ballast í málfarinu sem hallar til nýmyndanna, enda þjónar það best skapandi samanburði við formgerð þar sem nýmyndirnar yfirhöfuð ekki eru í brúki.
Á hinn bóginn, í þessari samhliða birtíngu til skapandi samanburðar, höfum við svo
- sérstaka formgerð sem er eklektísk í því hún er í öllu eins og (d)-gerðin* nema varðandi ákveðni upprunalegra sákasts- og súkastsorða í fleirtölu, þar sem endíngin ~ni, þ.e., einhlíti samkynsgreinirinn, er látinn gilda, og ekki ~nin-endíngíngin, sem er lausn (c)- og (d)-gerðar á vandamálinu að framskapa nokkurnveíginn eðlilegan og rökréttan hvorugkastsgreini fyrir einmitt þessi fleirtöluorð. Hvað varðar kynhlutlausar nýmyndir og venjulegar hvorugkastsmyndir þessarar (lítilsháttar eklektísku) samanburðargerðar (sem ég í þessu samheíngi kalla delta-leiðina) er það í stuttu máli að seígja, að þar koma nýmyndir alls ekki við sögu.
Í þeim skapandi samanburði beta- og deltaleiðar sem samhliða textabirtíng þessara formgerða stefnir að, er síðan málið að persónulega geðprufa þær, ekki til þess að velja þá aðra aða hina, heldur til þess að plokka þætti frá annarri eða hinni leiðinni, hafna öðrum, sjóða saman og sauma, og þannig búa til sína eigin leið til málfræðilegs kynhlutleysis, tileigna sér hana, æfa hana, og svo nota í eigin rituðu og öðru tilbúnu máli, og með því taka og vísa afstöðu fyrir jafngildi allra kynja.
Því þetta er í hinstu orsökum ekki spurníng um málfræði og viðbótarmálfræði, heldur um jafnréttispólitík og -baráttu.
Avanti! Venceremos!
_____
*Neðanmál
Eiginlega eru í aðalatriðum, þ.e., útfrá greinisnotkun og notkun kynhlutlausra nýmynda við kyn- eða kastsamræmíngu persónuorðanna, bara þessar gerðir kynafmarkaðs máls að velja á milli:
- samkynjunargerð: einhlítur samkynsgreinir allra persónuorða og (mest) bara kerfisbundnar eða sérmyndaðar nýmyndir annarra fallorða í brúki. Henni hafna ég að svo komnu máli, sem vissulega fullkomlega rökréttti, en sem liggjandi fjarri því sem íslenskum málhöfum er nærtækast.
- hvorugkynjunargerð (a) þar sem einhlítur samkynsgreinir er bara hafður með persónuorðum sem eiga bakhjarl í sákasti (kk.) eða súkasti (kvk.) venjulegs máls, meðan hvorugkastsorð (hk.) halda sínum venjulega greini, – og þar sem kynhlutlausar nýmyndir annarra fallorða til kynsamræmíngar (sv. genuskongruens, en. gender agreement) eru notaðar bara með þeim persónuorðum sem ekki eru upphafleg hvorugkastsorð, heldur sákasts eða súkasts. Hana vel ég burt líka, á þeim grundvelli að hún líklega er of lokuð gagnvart málsmekki og -tilfinníngu málhafa, og bannar þeim að frítt velja og valsa á milli hvorugkastsmynda og kynhlutlausu nýmyndanna.
- hvorugkynjunargerð (b) sem er í öllu eins og sú síðarnefnda, nema hvað full valkvæmni ríkir varðandi nýmyndir og upprunalegar hvorugkastsmyndir lýsíngarorðanna, fornafnanna, og töluorðanna. Hún er mitt eigið persónulega val einmitt vegna þessarar valkvæmni.
- hvorugkynjunargerð (c) þar sem ákveðni allra persónuorða myndast með hvorukastsgreininum, en valkvæmni ríkir varðandi notkun hefðbundinna mynda annarra fallorða og kynhlutlausra nýmynda þeirra í kynsamræmíngunni. Þessi var áður mitt persónulega val, vegna þess að hvorugkynjun persónuorðanna með hjálp af kvorugkastsgreininum liggur svo beint fram og sýnist svo sjálfsögð.
- hvorugkynjunargerð (d) þar sem ákveðni allra persónuorða myndast með hvorugkastsgreininum, og kynsamræmíng á sér stað einúngis gegnum upprunalegu hvorugkastsmyndirnar. Þessa gerð hef ég ekki verið að vinna með, þar sem ég frá upphafi útfrá hen-endurbótunum sænsku, verið inni á algerri nauðsyn þess að hafa (valkvæmar eða skyldar) kynhlutlausar nýmyndir fyrir persónufornafnið og ábendíngarfornafnið sem gjörkynhlutlaus.
- hvorugkynjunargerð (e) þar sem mann, ólíkt öllum þeim ofan lýstu gerðunum, lætur persónuorðin öll, óháð kyn- eða kastbakgrunni í venjulegu máli, hafa orðmyndir sínar og beygíngarmynstur sín alls óbreytt, ekki bara í óákveðni, heldur líka í ákveðni, alltsvo, líka þegar þau eru með greini, – sem þannig er í öllu eins og í venjulegu máli. Ég hef nánast ekkert verið að geðprófa þessa gerð, sem þó væri vert að gera (allavegana eklektískt), í ljósi þess að hún þó er súpereinföld, og í ljósi þess að líklega má öllu venjast. Ath. t.d.: “Konan var mjög gamalt orðið þegar hún dó”; “Strákarnir voru öll hundblaut er þau komu heim”; “Mennirnir voru örvita og óttasleígin við þessa sýn sem þau þar í fyrsta sinn urðu vitni að.”
Birtist í Máliðjunni 11. mars 2024; höf. Rúnar Freysteinn.