… og kynafmörkun þess: Fyrsta orð Njálu er persónuorð, en með því er átt við nafnorð sem vísar til í frumtökum kyngreinanlegs einstaklíngs, eins eða fleiri, raunverulegs eða ímyndaðs.
Önnur nafnorð en persónuorðin eru hlutaorð eða hlutveruorð er þekja dauða hluti og dýr, og allskonar hlutveru er ekki á sér, eða ekki getur átt sér neitt raunkyn, né heldur getur átt einstaklíngseðli. Kynafmörkun málsins varðar bara persónuorðin, meðan hlutveruorðin halda ”kynjum” sínum þremur að öllu óhreifðum. Kynafmörkunin fjallar um að persónuorðin, —óbreytt hvað orð- og beygíngarmyndir þeirra í óákveðni varðar — taki með sér, samlagist eða kynsamræmist málfræðilega kynhlutlausum orðmyndum. Í íslensku kynafmörkuðu máli eru slíkar orðmyndir ýmist hvorugkasts (hk.) eða þá kerfisbundið nýmyndaðar sem kynhlutlausar orðmyndir (bara að nota um persónur) er kalla má samkastsmyndir.
Þetta allra fyrsta orð textans, sérnafnið Mörðr, er kynmarkað, í sjálfu sér tilgreinandi af raunkyni þenns sem um er talað. Það kemur þvi eínganveígin á óvart að Mörður sé sagðñ (eða sagt vera) maðr. Hinsvegar er eíngin sérstök áhersla lögð á þetta raukyn hans, og eins vel hefði mátt seígja ”Mörðr hjet manneskja …”, eða ”Mörðr hjet náúngi nokkur”, þótt síður fallegt hefði það óneitanlega verið en þessi hart stuðlaði og stýfði tvíliður – ”Mörður hjet maðr” – sem Sig. Kristófer Pétursson seígir með sanni að ”kveðji sér hljóðs hamarshöggum tveimur.”
Textinn heldur svo áfram með því að geta um viðurnefni Marðar: ”… er kallaðñ var Gigja”, haft með samkastsmynd lýsíngarorðsins, eða “ … er kallat var Gígja”, haft með klassískri hvorugkastsmynd.
Lýsíngarorðið stendur hér með persónuorði, nafni mannsins, og persónuorðinu maðr, og það ber því að kynafmarka. Þetta má semsagt gera á tvo vegu, annaðhvort með því að nota samkastsmynd orðsins, eða með því að nota hvorugkastsmynd þess — eða reyndar, í sumum tilfellum hvorugkastsmyndina, í sumum öðrum tilvikum þegar manni finnst það fara betur á því, með því að nota samkastsmyndina.
Kynhlutlausa orðmyndin er hér í nefnifalli eintölu, og samkastsmyndin er þá, einmitt hvað þetta orð varðar, feíngin fram með því að skeyta endíngunni ~ñ að stofni orðsins*. Í sumum öðrum tilfellum er samkastsmyndin hinsvegar án endíngar (táknað með ~ø), eins og t.d. í kurteis og kær.
Textinn talar svo um Mörð sem málafylgjumann mikilñ og sem mjög mikilñ lögmann. Það er vissulega gefið að þein sem kann þessar góðu og gildu og í fornsamfélaginu mikilvægu kúnstir var normalt að kyni til ”maður.” En þetta eru sk. ”starfsheiti” – í íslensku máli að auki nánast alltaf málfræðilega sáksasts (karlkyns.) – og þá er öll ástæða til að til kynhlutleysis ”afkynvæða” þau eftir bestu getu.
Ég hef leíngi notast við hvorugkastsorðliðinn ”menni” til þessa, bæði sem sjálfstætt orð og sem lið í samsettu orði (t.d. karlmenni og kvenmenni), og t.d. hér kynafmarka ég þannig orðið ”lögmaður” með ”lögmenni.” En það væri nokkuð ljótt að endurtaka þetta ”menni” og hafa uppi persónuorðið ”málafylgjumenni” hér líka, og því vel ég að fara aðra leið, og blanda myndum:
”Hann var ríkñ höfðíngi og málafylgjuhrannr mikilñ ok svá mikit lögmenni, at eíngir þóttu lögligir dómar dæmðir, nema hann væri við.”
Orðliðurinn ”hrannr” er hér annað orðanna í nýsmíði minni sömu merkíngar og ”manneskja”, ”fólk”, ”mannvera”, og hefur mér fundist all mikill feíngur í þeirri orðmyndinni, enda þjál, falleg og góð í orðasamsetníngum.**
Í næstu setníngu er svo sagt frá því að Mörður átti sér dóttur einñ (eða dóttur eitt), er Unnur hjet.
“Hón var vænñ kona ok kurteis ok vel at sjer; ok þótti sá bestur kostur á Rangárvöllum”, — sé setníngin höfð með samkastsmyndum, eða:
”Hón var vænt kona ok kurteist ok vel at sjer; ok þótti sá bestur kostur á Rangárvöllum”, — sé hún höfð með hvorugkastsmyndum.
Þetta er valkvæmt. Án efa er kynhlutleysíng eða kynafmörkun lýsíngarorða, fornafna og töluorða sem að persónuorðunum snúa, með því að nota hvorugkastsmyndirnar mun nærtækari íslenskutalendum en að nota einhverjar nýmyndaðar samkastsmyndir. Vandamálið er þó að mörgum finnst örðugt að tala um sjálfñ sig / sjálft sig og aðra í hvorugkasti, og í og með að öll persónuorð halda orðmyndum sínum í öllum föllum án greinis óbreyttum, og sem slíkum er svo gert að eiga kyn- eða kastsamlögun við venjulegu hvorugkastsmyndirnar, þá upplifist þetta oft og mörgum sem einkar annarlegt, jafnvel einum of annarlegt.
Að þá í staðinn láta kynsamræmínguna varða nýmyndanir, auðskildar en án rótgróinnar samræmíngar við sákastsorð (kk.orð) eða súkastsorð (kvk.orð) málsins, má þá þykja fólki minna annarlegt, vissulega nýstárlegt, en tæplega afkáralegt. Sumum kann þannig að þykja að sú kynafmörkunaraðferðin sé kærkomin í þessum kríngumstæðum, ef ekki alltaf, þó á stundum.
Það er þá sjálfsagður og mikilvægur plús í þessu samheíngi, að myndun samkastsmynda er strángt kerfisbundin og kerfið sjálft pottþétt og einfalt að bæði skilja og nota. Það gefur af sér þessar reglumynduðu beygíngarendíngar og beygíngarmynstur (og það er auðvelt að vita hvenær þetta eða hitt munstrið á við:
Eintala: [1] ~ø — ~ø — ~un — ~ñs ; [2] ~ø — ~(v)an — ~un — ~ñs ; [3] ~ø — ~ñ — ~un — ~ñs; [4] ~ñ — ~(v)an — ~un — ~ñs; [5] ~ñ — ~ñ — ~un — ~ñs ; [6] ~ñ — ~ñ — ~ñ — ~ñs
Fleirtala: [1, 2, 3, 4, 5, 6] ~i — ~(v)a — ~um— ~lla / na / ra
[Ath. Þetta “v” innan sviga sumra þolfallanna er til þess eins að skapa eiginmynd samkastsins, en er ekki haft með í orðmyndinni ef það torveldar framburð eða þykir málhafa annarlegt, enda er eiginmyndin alls eíngin algjör nauðsyn.]

Vegval! Áfram til sigurs!
______
* Þetta ”n” á að bera fram mjúkt (eins og í fín, sein, væn) og aldrei eins og ”dn” (eins og í fínn, einn, vænn). Ennið er merkt með ”~” ofantil, til þess að undirstrika þetta og þær kríngumstæður að það myndar samstöfu með lokahljóðan stofnsins, þrátt fyrir þá aðkenningu sérhljóða sem gefur sig til kynna milli endíngarinnar og stofnsis. Þessi aðkenníng gerir vart við sig í mismunandi mæli útfrá þeim stofni sem endíngin teíngist. Eftir ”ð” (eins og í kallaðñ) er hún sáralítil; í sumum öðrum orðum (eins og í nefndñ og ríkñ) er hún meira áberandi. | ** Þessi nýsmíði á að sér þá eftirákenningu að ”rann” komi frá orðunum rann og rannur, meðan forskeytið ”h” komi frá háinu í kynmörkuðu persónufornöfnunum ”hann”, ”hún” og ”hán”; og orðmyndirnar hrann og hrannur meígi þannig hugsa sér sem þar sem þetta fólk eigi heima í.
——-
Þetta er færsla úr fb-hópnum Máliðjan 24/1 2024; höfundur er Rúnar Freysteinn