Mörðr hjet maðr! & Hvaðan komin, þjófsaugun?

Tveir uppáhaldsstúfar úr Njálu samkynjaðir:


[1] Mörðr hjet maðr er kallaðñ var gígja. hann var sonr sighvats hins rauða. hann bjó á velli á rángárvöllum. hann var ríkñ höfðíngi ok málafylgjuhrannr mikilñ ok svá mikit lögmenni, at eíngir þóttu lögligir dómar dæmðir, nema hann væri við. Hann átti dóttur einñ, er unnr hjet. hónn var vænñ kona ok kurteis ok vel at sjer; ok þótti sá beztr kostr á rángárvöllum.

… …

[3] Þat var einu hverju sinni, at höskuldr hafði vinaboð, ok þar var hrútr, bróðir hans, ok sat hit næsta hánum. höskuldr átti sjer dóttur, er hallgerðr hjet. hónn ljek sjer á gólfi við aðra meyjar. Hónn var fríðñ sýnum ok mikilñ vexti ok hárit svá fagrt sem silki ok svá mikit, at þat tók ofan á belti. höskuldr kallar á hana ”far þú híngat til mín” sagði hann. hónn gekk þegar til hans. hann tók undir kverkina ok kyssti hana. síðan gekk hónn í braut. þá ræddi höskuldr til hrúts ”hversu lítz þjer mey þenna? þykki þjer eigi fagr vera?” hrútr þagði við. höskuldr innti til annat sinn. hrútr svaraði þá ”ærit fagr er mær þein; ok munu margi þess gjalda. enn hitt veit ek eigi, hvaðan þjófsaugu eru komin í ættir várar. þá reiddiz höskuldr; ok var fátt um með þeim bræðrum nakkvara hríð. 

____________ 

ÞETTA KALLA EG FALLEGT MÁL OG MAGNAÐ, — OG ÞAÐ KYNHALLALAUST!

_____
Postscriptum eftirá: Samkastsmynd er í nefnifalli eintölu fallorða sem kynsamræmast persónuorðum feíngin fram með því að skeyta endíngunni að stofni orðsins. Þetta ”n” á að bera fram mjúkt (eins og í fín, sein, væn) og aldrei eins og ”dn” (eins og í fínn, seinn, vænn). Ennið er merkt með ”~” ofantil, til þess að undirstrika þetta og þær kríngumstæður að það myndar samstöfu með lokahljóðan stofnsins, þrátt fyrir þá aðkenningu sérhljóða sem gefur sig til kynna milli endíngarinnar og stofnsis. (Í þessu er það svipað og ”r”-endíng orða eins og ”ríkr” eða ”nefndr” í fornu máli og framburði.) Þessi aðkenníng gerir vart við sig í mismunandi mæli útfrá þeim stofni sem endíngin teíngist. Eftir ”ð” (eins og í kallaðñ) er hún sáralítil; í sumum öðrum orðum (eins og í nefndñ og ríkñ) er hún meira áberandi.

_____
Þetta er first birt í fb-hópnum Máliðjan; höfundur er Rúnar Freysteinn.