Í viðbótarmálfræði til kynhlutauss máls er með hugtakinu ”hvorugkynjun” átt við það ferli að láta persónuorð málfræðilega kynsamræmast (eiga, á sænsku: genuskongruens, á ensku: gender agreement) við hvorugkastsmyndir annarra fallorða, nánar tiltekið, við hvorugkastsmyndir lýsíngarorða, fornafna og töluorða.
Í íslensku máli eru hvorugkasts persónuorð frá örófi alda í kynsamlögun við þessar hvorugkastsmyndir og eru þar með ekki í þörf á neinni hvorugkynjun til málfræðilegs kynhlutleysis. Hvorugkynjunin, eða hvorugkyjunarferlið í þröjngum skilníngi, varðar þess vegna bara hin persónuorðin, þau af sákasti (kk.) og súkasti (kvk.).
Persónuorð skilgreinast sem nafnorð með vísun til einstaklíngs, eins eða fleiri, raunverulegs eða ímyndaðs, meðan formleg andstæða þeirra, hlutveruorðin meðal nafnorða, vísa til dauðra hluta og dýra og ýmissa fyrirbæra sem eru alls án einstaklíngseðlis og í frumtökum ekki kyngreinanleg, nema hvað varðar nokkrar tegundir dýra. Þessi persónuorð eru í kynafmörkuðu máli höfð óbreytt í óákveðni beggja talna, og sem slík látin kynsamlagast hvorugkynsmyndunum. Enda þótt orðmyndirnar sjálfar séu óbreyttar og fallbeygðar alveg eins og áður, eru þær nú annars “kyns” en áður, því að það er kynsamræmíngin sem slík, ekki bara nafnorðið, sem ræður kyni eða kasti þess í málinu.
Sú samræmíng er meðvitað pólitískt og siðrænt val og þannig viljastýrð, og verður að venjast, en það er ekki alltaf auðvelt, því hún geíngur þvert á móti þeirri rótgrónu samlögun sem þessi nafnorð eiga sér frá alda öðli í venjulegu íslensku máli.
Samræmíngin veldur þannig verulegum upplifðum annarleika málhafa í hvorugkynjunarferlinu, nokkuð sem þó má mildra með því að skapa fram nýmyndir kynhlutlausra orðmynda, valkvæmar og sama gildis og eðlis sem hvorugkynsmyndirnar, en – ólíkt því sem gildir um hvorugkastið – næsta bara að nota í vísun til persónu.* Nýmyndirnar má því kalla mannverumyndir, en líka samkynsmyndir ef mann heldur vill það. – Það er til ágætis þessara nýmyda, að þær eru, einmitt sem nýmyndir, ekki gegnumsýrðar af rótgrónni málhefð hvað kynsamræmínguna varðar, og megna því að auðvelda hvorugkynjun sákasts- og súkastsorðanna.
Öll persónuorð afmarkaða málsins eru gegnum hvorugkynjunina í kyn- eða kastsamræmi við hvorugkastsmyndir og / eða mannverumyndir fallorða annarra en nafnorða. En þess er þó vel að gæta, að málfræðilega þýðir hvorugkynjunin ekki að þessi persónuorð nú séu hvorugkasts (hk.). Þau eru í staðinn nafnorð er heyra til eins fjórða kyns eða kasts málsins.
Þetta er býsna viðamikil og fjölþætt ný málfræðileg formdeild (kast) sem bara tekur til persónu og ekki hlutveru, og einmitt það er aðall og fremsta einkenni hennar. Hvort síðan kalla þetta fjórða málfræðilega kyn “persónukast” (pk.), “mannverukast” (mk.) eða jafnvel “samkyn” (því að persónur, og bara persónur, geta átt sér raunverulegt kyn), er svo annað mál.
______
* T.d. í beygíngarsamstæðu 2, þar sem orðmynd sákastsins og súkastsins er ein og sú sama, er sú myndin notuð einnig sem kynhlutlaus orðmynd samhliða hvorugkastsmyndinni. Sem dæmi má taka orðklasann [stór/stór/stórt] þar sem ”stór” er jafngilt með ”stórt” í vísun til persónu, og báðar orðmyndirnar eru svo lika notaðar í vísun til hlutveru. Mannveruvísunin er því ekki algild, en í frumtökum og næsta alltaf það.
____
Þetta er birt upprunalega í fb-hópnum Máliðjan þ. 7. febrúar 2024; höfundur er Rúnar Freysteinn