Fjallræðan og Tolstoj, og kynjuð talan Kirkjubáknsins

[birt fyrst í Máliðjunni þ. 25. febrúar 2024]

Er að mjaka mér gegnum ýmsa gamla stjórnleysishöfunda, þar á meðal sannkristna anarkistann Leo Tolstoj, þenn sem m.a. skrifaði skáldsögurnar Anna Karenina og Stríð og Friður. Sú bók sem ég er með eftir hann á sviði stjórnleysisstefnu hans er The Kingdom of God is Within, og hún tekur útgángspúnkt sinn í fjallræðunni sem Tolstoj meinar að kirkjubáknið í “ríkisstefnu” sinni — með formlega byrjun í kirkjuþínginu í Nikea 325 — ógildi í bæði orði og verki.

Ég skellti mér þá í að kíkja nánar á þessa róttæku fjallræðu Jesú (og samtímis afkynvæða textann), og rakst þá á þessa yfirlýsíngu þeirra (1 kona og karlmenn 1 og 8) sem stóðu að Biblíu 21. aldar:

Í fyrsta sinn er reynt að koma hér á málfari beggja kynja. Oftast var t.d. fornafninu „þeir“ í Gamla testamentinu breytt í hvorugkyn, ef fullljóst var að um blandaðan hóp var að ræða, annars ekki. Svipað var upp á teningnum með Nýja testamentið, þar má nú víða lesa „systkin“ þar sem áður hefur staðið „bræður“.

Mann skyldi þá ætlað að fjallræðan – með þessari ágætu stefnu í malpokanum væri þokkalega afkynvædd – en akk svo ekki! Hér er ræðan öll haldin í sákasti (kk.) rétt eins og kvenfólkið sem var þar ekki væri með.
Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. / Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. / Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. / Sælir eru þeir sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. / Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. / Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. / Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. / Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki …”

Hér hefði þó verið hægt að halda hvorugkastinu alls óbreyttu gegnum ræðuna alla:

Sæl eru fátæk í anda, því að þeirra er himnaríkið. / Sæl eru þau sem sorgmædd eru, því að þau munu hugguð verða. / Sæl eru þau, sem hógvær eru, því að þau munu jörðina erfa / Sæl þau sem húngrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þau munu mettuð verða. / Sæl eru þau sem miskunnsöm eru, því að þeim mun miskunnað verða. / Sæl eru þau hjartahreinu, því að þau munu Guð sjá. / Sæl eru þau friðsömu, því að þau munu Guðs börn kölluð verða. / Sæl eru þau, sem ofsótt eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. / Sæl eruð þér, þá er annað fólk smánar yður, ofsækjir og lýgur á yður öllu íllu mín vegna.

Ég hef alveg nýlega birt ræðuna hér, afkynjaða og stílaða til einstsklíngs, og þá notað einúngis kynhlutlausar nýmydir. Sem mér sýnist, væri tæplega hægt að hafa hana í hvorugkasti eintölu með venjulegum, hvorugkastsmyndum; fáum mun líklega geðjast ræðuna svona:

Sælt er fátækt í anda, því að þess er himnaríkið. / Sælt það sem sorgmætt er, því að það munu huggað verða. / Sælt er það, sem hógvært er, því að það mun jörðina erfa / Sælt það sem húngrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að það mun mettað verða. / Sælt er það sem miskunnsamt er, því að því mun miskunnað verða. / Sælt er það hjartahreina, því að það mun Guð sjá. / Sælt það friðsama, því að það mun Guðs barn kallað verða. / Sælt er það, sem ofsótt er fyrir réttlætis sakir, því að þess er himnaríki. / Sælt þú, þá er annað fólk smánar þig, ofsækjir og lýgur á þig öllu íllu mín vegna.

En ég hef svo líka snarað fjallræðunni yfir á kynafmarkað mál, eins og hún í raun er, þ.e., með ánendíngar- og persónufornöfnin í fleirtölu. Ég hef þá gert þetta annarsvegar barsa með nýmyndum, og samhliða, með bara hvorugkynsmyndum, fyrir utan fornafnið” þau” þar sem ég nota nýmyndina “þey.” Þessi nýmynd er aðeins annarar merkíngar en “þau” í því að þeir getur líka komið í staðinn fyrir “þær” og ”þeir” og er þannig ekki skilyrt hópi blandaðra raunkynja. — “Þau” vil ég nota aðallega um lítinn og tilfinníngalega eða á annan hátt náinn hóp hranna af ólíkum kynjum.

(3) Sæli eru fátæki í anda, því að þeirra er himnaríki. [eða t.d.: Sæl eru fátæk í anda, því að þeirra er himnaríkið.] /

(4) Sæli eru sorgmæddi, því að þey munu huggaði verða. [eða t.d.: Sæl eru þey sem sorgmædd eru, því að þey munu hugguð verða.] /

(5) Sæli eru þey, sem hógværi eru, því að þey munu jörðina erfa. [eða t.d.: Sæl eru þey, sem hógvær eru, því að þey munu jörðina erfa.] /

(6) Sæli eru þey, sem húngrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þey munu mettaði verða. [eða t.d.: Sæl þey sem húngrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þey munu mettuð verða.] /

(7) Sæli eru þey sem miskunnsami eru, því að þeim mun miskunnað verða. [eða t.d.: Sæl eru þey sem miskunnsöm eru, því að þeim mun miskunnað verða.] /

(8 ) Sæli eru þey í hjarta hreini, því að þey munu Guð sjá. [eða t.d.: Sæl eru þey hjartahreinu, því að þey munu Guð sjá.] /

(9) Sæli eru þey sem friðsami eru, því að þey munu Guðs börn kallaði verða. [eða t.d.: Sæl eru þey friðsömu, því að þey munu Guðs börn kölluð verða.] /

(10) Sæli eru þey, sem ofsótti eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. [eða t.d.: Sæl eru þey, sem ofsótt eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki.] /

(11) Sæli eruð þér, þá er annað fólk smánar yður, ofsækjir og lýgur á yður öllu íllu mín vegna.

Og þá er það spurníngin, að lokum þessa pistils:

HVERNIG VILL MANN SJÁLFT/SJÁLFÑ KYNHAGA ÞESSARI RÆÐU?

________

___________

Matteusarguðspjallið, kynhallalaust (kap. 1-6)