Meíginregla og sjálft grundvallaratriði málfræðilegrar afkynjunar er að persónuorð málsins — alls óbreytt í óákveðni beggja talna — eru látin málfræðilega kyn- eða kastsamræmast kynhlutlausum orðmyndum lýsíngarorða, fornafna og töluorða, þ.e., fallorða annarra en nafnorða.
Til þessa eru tvær leiðir færar (og farnar hér), annarsvegar “kynsamlögun” (sk. genuskongruens) persónuorðanna að hvorugkastsmyndum þessara fallorða, og/ eða að sérstökum nýmynduðum kynhlutlausum orðmyndum þeirra, ýmist að kalla mannverumyndir eða samkastsmyndir. Slík nýmyndun orða er strángt kerfisbundin og felst í framleiðslu beygíngarendínga og -mynda þar sem og þegar við á, og þessu kerfi hefur verið lýst áður hér í þessum máliðjuhópi. En hvernig hafa ákveðinn greini í kynafmörkuði máli hefur ekki verið gert næginleg skil enn.
Svarið hlýtur að velta á hverskonar kynafmarkað mál er um að ræða.
1. Hvaða tegundir eru þá til af þessu máli?
Strángt tiltekið eíngar; eða eíngar enn, því að nánast eíngi eru að þessu, ekkert fólk er að því, og ég sem þó er að því, og skrifa íslenska texta eínúngis sem kynafmarkaða, veit vart í hvern fótinn stíga, er s.a.s. ennþá að leita mig fram eftir gerðinni “minni”, þeirri er fellur mér best í geð og fellur best að venjulegu íslensku máli og vonandi einnig að almennum sefa þeirra er túnguna tala. — En þessi færsla mín er þó þáttur í þeirri leit, og eitthvað er ég á leiðinni að landa í þessu hvað sjálft mig varðar.
”Prjónaskapur” eða skapnaður máliðjunnar til málfræðilega kynhlutlauss ritmáls og annars undirbúins máls, er ýmist hannaður með hvorugkynjun sem aðalferli til afkynjunar málsins tilsamans með nýyrðasmíðum og umorðun og þvílíku (A), eða með samkynjunarferlið sem þúngamiðju slíkrar afkynjunnar (B), eða svo er málið af blönduðum ferlum (C).
2 . Hrein hvorugkynjunargerð (A)
Í hreinni hvorugkynjunargerð málsins — þar sem persónuorðunum (og auðvitað persónufornöfnum þeirra) er gert að kyn- eða kastsamlagast hvorugkatsmyndum annarra fallorða — eru persónuorðin öll, óháð bakhjarli þeirra hvað málfræðilega “kynið” varðar í venjulegu máli, höfð með ákveðnum greini hvorugkastsins (hk.), í eintölu: hið / ~(i)ð — hið / ~(i)ð — hinu / ~(i)nu — hins / (-s-)~ins.
Dæmi þessa: skáldið — skáldið — skáldinu — skáldsins; mað(u)rið — mannið — manninu — mannsins; konað — konuð — konunu — konusins; nornið — nornið — norninu — nornarins; bóndið — bóndað — bóndanu — bóndasins; stálpið — stálpið — stálpinu — stálpsins; barnið — barnið — barninu — barnsins: kvárið — kvárið — kvárinu — kvársins; hetjað — hetjuð — hetjunu — hetjusins.
Hér skil ég greininn frá ýtrasta sjónarhóli sem eð-hljóð með áblástri, “hð”, annarsvegar (þegar hann er laus), og “~ð” hinsvegar (þegar hann er viðskeyttur). Í fornu máli var hann oft án áblásturs sem laus.
Þegar samhljóði kemur á undan “ð”-inu í greininum, eða í orðinu sem greinirinn skeytist að, verður greinirinn fyrir innskeyttu “i”-i, tekur sér þannig myndina “hið” sem laus greinir, og “~ið” sem viðskeyttur. Komi afturámóti sérhljóði á undan “n”-inu, skeytist hann beint að honum, og þessi “i”-hljóðan er ekki með í orðmyndinni nema stofninn endi einmitt á “i.”
3. Hrein samkynjunargerð (B)
Í hreinni samkynjunargerð er hinsvegar öllum persónuorðum (og þá líka persónufornöfnum þeirra), einnig þeim sem eru hvorugkasts (hk.) í venjulegri íslensku, gert að kyn- eða kastsamræmast sérstökum nýmyndum, mannverumyndum eða samkastsmyndum lýsíngarorða, fornafna og töluorða. Þannig “samkynjast” í þessari gerð — eða, ef mann svo vill — “mannverukynjast” hvorugkasts persónuorð málsins.
Í ákveðni taka þau síðan (persónuorðin öll, líka hk.-orðin) einhlítan samkastsgreini framteknum úr innviðjum sákasts– (kk.) og súkastsgreinanna, sem hreint afstætt og í hinsta skilníngi er “hn” í áhersluatkvæði, eins og hann er sem laus greinir, og “n” í aukaáherslu, eins og hann er í íslenskunni sem viðskeittur greinir.
Við beygíngu greinisins er þess að gæta að sömu reglur gilda hér eins og í hvorugkastgreini afmarkaðs máls, nefnilega að þegar samhljóði kemur á undan “n”-inu í greininum, eða í orðinu sem hann skeytist að, verður greinirinn fyrir innskeyttu “i”-i, tekur sér þannig myndina “hin” sem laus greinir, og “~in” sem viðskeyttur. Komi hinsvegar sérhljóði á undan “n”-inu, skeytist hann beint að honum, og þessi “i”-hljóðan er ekki með í orðmyndinni nema hún sé með í stofni.
Sakir aukareglu einnar um mörkun í sjálfum sér kynmarkaðra og kynmarkandi persónuorða, óháð því hvaða raunkyn er tilgreint í þeim, er þetta “n” haft ýmist sem tvöfalt, “nn”, eða einfalt, “n.” Við förum ekki út í þá sálmana einmitt hér að tala um hvað að baki þessari reglu býr, en hún hefur bein áhrif á greininn, er beygist þannig í eintölu: hin/n / ~(i)n/n — hin/n / ~(i)n/n — hinu / ~(i)nu — hins / ~(i)ns.
Dæmi þessa: skáldin — skáldin — skáldinu — skáldsins; mað(u)rinn — manninn — manninu — mannsins; konann — konunn — konunu — konuns; norninn— norninn— norninu — nornarins; bóndin — bóndan— bóndanu — bóndans; stálpinn— stálpinn — stálpinu — stálpsins; barnin — barnin— barninu — barnsins; kvárinn — kvárinn — kvárinu — kvársins; hetjan — hetjun — hetjunu — hetjusins.
4. Blönduð gerð kynafmarkaðs máls (C)
Kynafmörkun með blönduðum ferlum eru a.m.k. af tveimur undirgerðum. Gerðina má hanna á þann hátt að þau persónuorð sem eru upphafleg hvorugkastsorð í málinu haldi áfram kyn- eða kastsamræmíngu sinni eins og áður, þ.e., þau eigi kastsamræmi (genuskongruens) við bara hefðbundnar hvorugkastsmyndir málsins, meðan á hinn bóginn þau persónuorðanna sem eiga sér bakhjarl í sákasti (kk.) eða súkasti (kvk.) venjulegs máls séu, án valkvæmni, látin samræmast einúngis þeim nýmyndum fallorða sem samkynjunarferlið kerfsibundið leiðir fram.
Hér myndu þá eðlilega þau persónuorð sem renna rótum að hvorugkasti venjulegs máls fá að halda hvorugkastsgreini sínum, meðan hin persónuorðin myndu hljóta að taka sér einhlítan samkastsgreini í ákveðni.
Strúkturellt, eða séð frá sjónarhóli formgerðar, er þetta kannski sú allra einfaldasta gerð afmarkaðs máls, og jafnframt sú sem býður upp á minnstan annarleika í kyn- eða kastsamræmíngunni þegar til leíngdar lætur. Hún þýðir þá einfaldlega að samkastinu er komið á stofn sem eitt fjórða kyn eða kast málsins er bara tekur til persónuorða, meðan hvorugkastið heldur áfram, eins og það gerir í venjulegu máli að varða bæði hlutveruorð (mestmegnis svo) og persónuorð (bara örfá orð). Sákast (kk.) og súkast (kvk.) varða svo bara hlutveru og ekki persónu, og þannig eru m.a. ábendíngarfornöfnin “sá” og “sú” aldrei notuð með vísun til persónu (þaðan koma ný íðheiti kastanna).
Hvorugkastið (hk.) er nú þegar og frá alda öðli kynhlutlaust í venjulegu íslensku máli, og þá má það þykja nærtækast fyrir málhafa íslenskunnar að til kynhlutleysis hvorugkynja þau persónuorð sem ekki eru hvorugkasts í málinu — og það þýðir flest öll persónuorð — og þannig láta þau líka samræmast venjulegum hvorugkastsmyndum málsins.
Þetta myndi, ef ekkert fleira kæmi til, vera ofan nefnd “hrein hvorugkynjunargerð” kynafmarkaðs máls. En þar rekast mönn umsvifslaust á alvarleg vandkvæði; nefnilega að kynsamræmíng (genuskongruens) sákasts og súkasts persónuorða við sákasts og súkastsmyndir annarra fallorða er svo rótgróin í sefa fólks að það veldur því að það upplifir oft, og það að auki sterkt, of mikinn annarleika við hvorugkynjun þessara orða.
Þó er þetta dáldið ólíkt frá orði til orðs og útfrá stöðu orða í setníngu, og sumt fólk á auðveldara með samræmínguna en annað. Einmitt þetta liggur að baki þess að þegar afkynjunarferlunum er blandað í málinu svo að þau taki inn í hvort annað, eru orðmyndir hvorugkastsins og nýmyndaðar samkastmyndir hafðar sem fullkomlega valkvæmar og sama kynhlutlausa gildis. Og þetta bæði auðveldar og auðgar málið, þótt það flæki það á sinn hátt, geri það formlega eitthvað minna einfalt, — en líka, meira persónulegt, og mun fallegra: Dæmi úr afkynjaðri Njálssögu:
Mörðr hjet maðr er kallaðñ (eða kallat) var gígja. hann var sonr sighvats hins rauða. hann bjó á velli á rángárvöllum. hann var ríkñ höfðíngi ok málafylgjuhrannr mikilñ ok svá mikit lögmenni, at eíngir þóttu lögligir dómar dæmðir, nema hann væri við. Hann átti dóttur einñ, er unnr hjet. hónn var vænt kona ok kurteist ok vel at sjer; ok þótti sá beztr kostr á rángárvöllum.
Persónuorð af bergi sákasts eða súkasts brotin geta þá kynsamræmts ýmist hvorugkastsmyndum lýsíngarorða, fornafna og töluorða, eða geta átt sér samræmíngu við þær sérstöku nýorðmyndir sem samkynjunarferlið getur af sér. Sömuleiðis geta persónuorð sem eru hvorugkasts í venjulegu máli valkvæmt samlagast nýmyndum þessara orða, og þá sérstaklega þegar samræmíngin við hvorugkastsmyndina þykir manni of annarleg. Greinilegt er að það getur nefnilega geðjast manni mun betur á stundum að láta kynsamlögunina varða nýjar orðmyndir fremur en þær gömlu og rótgrónu.
Hvað þá um greininn í þessari síðarnefndu formgerð blandaðra afkynjunarferla?
Þetta eru valkostirnir innan ramma gerðarinnar:
(a) öll persónuorð taka sér einn og sama greini, annað hvort (i) samkastsgreininn eða (ii) hvorugkastsgreininn; (b) persónuorð með bakhjarl í sákasti og súkasti venjulegs máls taka sér einn og sama greini, og þá eðlilega einhlíta samkastsgreininn, meðan þau persónuorð sem eru upprunaleg hvorugkastsorð halda hvorugkastsgreini sínum, nema (hér kemur ofannefnd aukaregla inn) þegar þau eru í sjálfum sér kyntilgreinandi, en þá taka þau sér ~inn -greini samkastsins.
Sé (a.ii) haft uppi á teníngnum er málið einfalt formlega séð, og við leitumst þá við að í praxís okkar venja okkur við að tala um t.d. konað, nornið, bóndað, mannið … Sé hinsvegar (a.i) haft sem regla í framskapnaði máliðju fólks, þá flækist málið verulega sérstaklega hvað varðar persónuorð með bakgrunn í hvorugkasti (hk.), og þá sér í lægi í fleirtölu ákveðninnar.
Þessi fleirtölugreinir sem skeytist að fleirtölumyndinni í óákveðni er ákvarðaður sem ~ni, og beygist þá þannig: ~ni — ~na — ~num — ~nna.
Að mekaniskt eða vélrænt skeyta greininum að orðmyndum óákveðninnar er auðvitað rökrétt og þá að taka sem hárrétt, en veldur hinsvegar býsna merkilegum orðmyndum.
Dæmi: skáldin | skáldni; barnin | barni; kvárinn | kvárni; feðrinn | feðrni.
Hér væri þá þörf á einhverjum innskotum milli stofns og greinis í því skyni að gera orðmyndirnar eðlilegri útlits, að hafa sem valkvæmar orðmyndir samhliða þeim rökréttu: þannig mætti fixa greininn með kerfisbundnu innskeyti, annarsvegar “~r”/~“”~ir~” milli stofnendíngar og greinis sumra orða í nefnifalli og þolfalli fleirtölunnar.*
Dæmi: skáldin | skáldirni — skáldirna — skáldunum — skáldanna; barnin | börnirni — börnirna — börnunum — barnanna; kvárinn | kvárirni — kvárirna – kvárunum – kváranna; feðrinn | feðrirni — feðrirna — feðrunum — feðranna
Vissulega getur þetta innskot þótt snúa þessum orðum í átt að sákastinu, gamla góða ”karlkyninu”, en þá mætti e.t.v. láta innskeytið vera “~r”/~“”~ur~” í staðinn:
Dæmi: skáldin | skáldurni — skáldurna — skáldunum — skáldanna; barnin | börnurni — börnurna — börnunum — barnanna; kvárinn | kvárurni — kvárurna — kvárunum — kváranna
Eða svo mætti kannski haga nefnifallsinnskeytinu og þolfallsinnskeytinu á ólikan hátt, t.d. þannig:
skáldin | skáldirni — skáldurna — skáldunum — skáldanna; barnin | börnirni — börnurna — börnunum — barnanna; kvárinn | kvárirni — kvárurna — kvárunum — kváranna
4. Gerðin mín kynafmarkaðs ritmáls
En til einskis þessa þarf að koma, verði bara valinu (a.i) hafnað, og annaðhvort valkostur (a.ii) eða (b) verði fyrir valinu.
Í hvorn fótinn stíga þar þá? Það er spurníngin. Og hún hlýtur að vera hreint persónuleg, því að báðar leiðirnar eru farbærar innan vébanda blandaðra afkynjunarferla.
Að eiga valkvæmni milli hefðbundinna hvorugastsmynda og nýorðmynda eða “mannverumynda” hefur reynst mér vel gegnum árin, og vil ég gjarnan halda því áfram. Í þessu hef ég líka haft vissa slagsíðu gagnvart notkun nýmyndanna, og mun líklega halda einnig þeim persónulega praxís mínum áfram. Hvað svo ákveðna greininn varðar er persónulegt val mitt að láta greininn fylgja valkosti (b) og þannig nota hvorugkastsgreininn að þeim persónuorðum sem upprunalega eru hvorugkasts, og nota einhlíta samkastsgreininn með þeim hinum persónuorðunum sem eiga bakgrunn í sákasti (kk.) og súkasti (kvk.) venjulegs máls.
En hvert og eitt, eða hver og einñ, eða þá hvert og einñ hefur þetta alveg eins og hein sjálft eða sjálfñ helst, að hverju sinni, eða oftast, eða kannski alltaf, vill.
________
Færslan er upphaflega birt þ. 5. febrúar 2024 í FB-hópnum Máliðjan. Höfundur Rúnar Freysteinn.
___
Neðanmál varðandi innsk. milli stofns og greinis:
* Við nánari athugun sýnist mér það viðkunnarlegra að láta þessi innskeyti gilda bara nefnifallið, og í þolfallinu sleppa “r”-inu, þannig vera ~ø~ / ~i~: skáldirni — skáldina — skáldunum; kvárirni — kvárina — kvárunum; feðrirni — feðrina — feðrunum. Eða jafnvel sleppa “r”-inu alveg: skáldini — skáldina — skáldunum; kvárini — kvárina — kvárunum; feðrini — feðrina — feðrunum. Einhvernveíginn finnst mér þetta fallegra svona, en það breytir þó eíngu um löndun mína í blönduðum afkynjunarferlum þar sem sákasts og súkasts persónuorð ýmist hvorugkynjast (þ.e. kynsamræmast hvorugkastsmyndum) eða valkvæmt “samkynjast” (þ.e., kynsamræmast kynhlutlausum mannverumyndum / samkastsmyndum) og fá í báðum tilfellum einhlíta samkastsgreininn ~(i)n/n, meðan hinsvegar upphafleg hvorugkastspersónuorð (og nýmynduð persónuorð sem beygjast hvorugkastsbeygíngu) taka sér hvorugkastsgreininn ~(i)ð.