“ECCE HOMO”, hendíngur við hittíng í tólf hlutum tölusettum (1):
Gjegnumgángur

Í stuttu máli: Auk þess að einfaldlega vera kveðja til kunníngja og vina er “Ecce Homo” kúnstrænn ‘hendíngur’, skilgreindur sem fagurfræðilega mótaður og viljastýrður samruni ólíkra þátta innan ramma aðgreindrar hendíngar til túlkunar eða kynníngar einhverrar ákveðinnar skapandi hugmyndar. Hann dregur nafn sitt frá orðum Pontusar Pílatusar (í Jóh. 19.5) með bendíngu til purpurakædds sakborníngs síns: “Sjá Mannin!” — En þau sáu ekki.
Samnefnari þessa hendíngs, “ecce homo”, er >>það Ég sem þú finnur í Þúi þínu þegar þú skynjar það í Égi sínu og átt vensl – hvort heldur er mómentant eða ævarandi – við það.<< Þaðan, af þessum sameinlega nefnara, á annar af tveimur aðalþáttum sjálfrar hlutrænu hendíngsins rótum að renna, nefnilega 12 eintök af meira en hundrað ára gömlu kveri Martins Búbers “Ég og þú” (á sænsku), er einmitt útlistar þessi teíngsl margvíslega og djúpvíslega í ólíkum yrðíngum höfundar sama efnis. Góð bók þetta, um hið innsta eða hinsta mennskunnar, og — sýnist mér — ómissandi sérhverjun hugsuði!
Hinn meíginþátturinn — sem snertir venslakenníngu Búbers varðandi Þú sem ekki eru af mennskum toga — eru svo persónulegar rúnamyndir mínar (ljósritaðar), 24 míniatýrmálníngar (og ein að auki sem einskonar púnkt yfir i-ið); myndrænar útleggíngar á þýðíngarkjarna rúnanna fornu, allar gerðar í Kathmandú með hjálp tankameistara þar í borg á árunum 1997 og 1998, í undarlegu, ruglíngslegu og all ósennilegu samspili og samlífi við rúnirnar sjálfar.
Bakhjarl: Í hendínginn hef ég límt inn á annan innviksflík kápunnar smá myndir af þremum hlutum, nefnilega af kannabisplöntum, brennivínsflösku og styttu einni af háguðinu Shíva. Þetta þó ekki vegna þess að þessir hlutir heyri til kjarna hendíngsins — það gera þeir ekki — heldur sakir þess að þeir snerta bakgrunn hans, í því að þeir voru allir stórum með á persónulegum vettvángi lífs míns þegar rúnatúlkanir mínar tóku sér mót og mynd, meðal annars i málverkunum. En þau fyrirbærin, rúnirnar, eiga sér hinsvegar sinn þátt í hendíngnum sem afbrigði nokkuð hverfulla Ég–Þú-vensla á kosmísku og samtímis persónulegu plani.
Leið hugar míns og handa til rúnanna lá annarsvegar yfir töluverða einsemd í fullu sjálfræði hvað tíma minn og iðju varðar, og hinsvegar yfir stút og pípu með tilheyrandi vímum, og þá stundum með ívafi af sjónblekkingum (snert af delerelíum?) — en þar, í þessu daglega ástandi, kom ég til að upplifa stafi rúnanna sem kynlegar persónur er varðaði mig, líf okkar og heimsmyndina alla.
Ekki svo að rúnirnar tækju sér andlit og munna og töluðu röddum. En ég fann þær, eða stafi þeirra, naumgerða, og þekkti þá meðal allra þeirra tákna af allskyns öðru og oftast óþekktu taígi sem þá þreíngdu sér inn á mig í skuggum og skúmaskotum þess sem augu mín litu, eða þegar ég lokaði augunum. Í myrkrinu gat ég stundvís séð stafina dansa fram úr innviðjum Urrúnar, — sem er allra rúna bindirúna, móðir og dóttir, — og skipta stökkum og lýsandi litum frá einu augnabliki til annars, frá einni rúnmynd til annarrar, bylgjandi og reyndar, í þunnu hljóði, “bullandi” í báðum merkíngum orðsins.
Hvað þeir svo vildu með þessu, stafirnir, var mér sem sagt ekki ljóst, en eitthvað var það, og ég tók til að rannsaka rúnirnar gaumgæfilega og leitast við að túlka þær og skilja. Eitthvað þvíumlíkt hafði ég vissulega sýslað við jafnvel löjngu áður en þetta var, en munurinn er sá, að nú voru rúnirnar ekki bara lóðréttar og skástæðar ristur, skorur eða strik með einhverri formlegri og tilskrifaðri merkíngu, heldur eitthvað sem vildi mér eitthvað.
Á mörkum þráhyggju fór ég að gæta að þeim útum allt og í öllu, og að þýðíngu þeirra, og innbirðis samheíngi; að merkíngarkjarna og merkíngarrófi þeirra og að því kerfi sem að baki býr; og náði svo að endíngu tökum á þeim í allt öðru og nýju ljósi. Og mér tókst að festa eitthvað af því á dúk, og að endurraða stöfunum í nýjan, andlega og tilvistarlega séð meira magnaðan og gefandi strúktúr, þ.e., í endurreista rúnaröð. Þar með náði ég líka fastari tökum á hvað rúnirnar útfrá kjarna sínum höfðu að seígja mér, persónulega, þegar ég kastaði þeim með brýnar spurníngar mínar í huga.
Þegar þetta átti sér stað bjó ég í örlítilli og ískaldri kjallaraíbúð í Pattan, einu úthverfa höfuðborgarinnar. Að deígi til var mikið líf þar á slóðum og á markaðinum í nágrenninu, hróp og köll, skrölt, lúðrar og hlátrasköll, og þaðan átti ég ólík erindi úr kjallaraholunni minni, á stundum gángandi, en oftast á mótorhjólinu, með pelann undir hnakkinum, til iðja minna ýmissa, allt frá túngumálanámi og viðskiptum og heimsóknum, til daglegrar líkamsræktar, að kaupa mér hraðmat, momo og annað gott, eða bara til að flækjast um í Kathmandúdalnum. En áfeíngi allskonar var til sölu, fyrir næstum því ekkert hjá Lilah dídí, í sjoppunni handan götunnar.
En þegar myrkra tók, og sérstaklega þegar eitthvað var áliðið orðið, var ekki nokkur í þorpinu á sveimi utandyra, nema götuhundarnir á torginu, er reyndust mér svo smám saman allgóður og ómissandi félagskapur, drykkjufélagar og vinir, á þeim tíma sólarhríngsins. Varast þurfti ég sérstaklega oft ósýnilegar holur í gángstígunum, en þar átti heimafólk allt sem oftast guði og helga hluti að veita fórnir og votta tibeiðslu til, og var þá í þeim á stundum að sjá einhverja glætu ljóss frá einstaka enn logandi olíulampa. Að öðru leiti, og að undanskildu skininu frá gluggum húsa, var allt myrkri hjúpað og hljótt, sem dautt væri, sofandi. Bara ég, og hundarnir mínir, úti, eða þá ég og bækurnar og annað slíkt heima fyrir. Í sjónvarpinu fannst ekkert af viti að kíkja á.
Meðan sól var uppi vistaðist ég ekki ógjarnan í útjaðri þorpsins, þar sem heitir Shangkamul, en þar var, og er líklega enn að finna, forna árbakka uppþornaðs fjóts með tilheyrandi hofi og “götum” til útfarar afliðinna, — en nú þó bara sem rústir einar og ekki í brúki. Við hliðina á hofinu var allt villtvaxið hampa, Cannabis Sativa, er, þegar sem mest var um gróskuna, líktist einna helst þéttvöxnum skógarlundi, enda plönturnar, sumar þeirra, nær tveggja mannleíngda háar, — ylmandi og glæsilegar, og sterkar.
Í rústum hofsins átti ég fúslega lángar og góðar stundir, fjarri frá öllu iði og ati, í einsemd að íhugun og hugarflugi, meðal annars að rúnunum. Því hann var góður til þessa, fann ég, þessi staður.
Þar var í hofgarðinum, til hálfs þakinn í hafsjó af illgresi, heill aragrúi af kolsvörtum Jóní/Língam-múrtum og höggmyndir ýmiskonar, þar á meðal ein af Shiva-Devio með reistan lim og rétt kvenþokkalegan líkama. Henni veitti ég allt sem oftast athygli með gjöfum mínum, tííka, reykelsi, hampa og skvetti af vínanda. Og þannig gerðist það að Guð þetta ágæta teíngdist rúnunum og myndum mínum þeim til útlistunar, og að það á, sem slíkt, vísan þátt í þeim persónulegu minnismerkjum sem ég læt eiga heima í hendíngnum “ecce homo.”
Þetta er þá í stuttu máli tilurðarbakgrunnur rúnamynda og rúnakerfis míns, en sjálft verkið sóttist mér furðuvel. Svona eftirá verður mér hugsað til vísuorða Hávamála um rúnalestur Óðins: “… orð mér af orði orðs leitaði, verk mér af verki verks leitaði.”
Kríngumstæður mínar breyttust síðan snarlega við lok ársins 1998, er ég fékk ástkærrar yndislegar konu, hraktiskt nokkru síðar með henni úr landi, fékk nýtt líf, börn og brauðvinnu, annað að huga að, tímatöflu, næturvaktir og … En mér tókast sem sagt að ljúka verkinu nokkurnveíginn, og hafa með mér heim litlu málverkin mín um meíginþýðíngu rúnanna innan ramma endurnýjaðrar og lángt fremri formgerðar.
Í dag er það annars af rúnunum að seígja, að ég leita til þeirra alltaf öðru hverju, til að gá að hvað sé á seiði í því sem ég er að, þá er sérstaklega mikilvægt er, — en þær eru ekkert að þreíngjast að mér leíngur, eða inn á mig, heldur láta mig alveg eiga sig, nema þegar ég sjálfur vill þeim eitthvað í rúnakastinu.
Ég prísa það sem mikla heppni að hafa átt fund við þær í ólíkum sérsemdum þeirra þessi ár og daga, og finn til ánægju yfir reynslu minn af þeim og nálægu kynnum, og mun hafa þetta með mér í veganesti mínu til allrar framtíðar, að meðtöldum, ekki síst, sjálfum lyklinum að þeim í rúnakastinu, sem er, að bera í muna að endilega taka þær sem Þú sitt með eigin sérsemd þegar mönn leita svara á brennandi spurníngum sínum með þeirra hjálp.
Í einmitt því hefur Bubers litla bók um sítekinn samfund sjálfanna verið mér gefin stoð og stytta. Annars væri kannski all hætt við að rúnirnar aftur og endanlega yrðu bara lóðrétt strik og skástæð, og alls ekkert og aldrei neitt annað í muna mínum. — Og ekki bara það! Stoð og stytta er “Ég og þú” Bubers örugglega líka og ekki síst hvað varðar alvöru mannverur af holdi og blóði, meðsystkyni okkar, sem allt of auðveldlega verða að hlutum í augum og fari okkar og hvers annars! Þannig er auðvitað vel hægt að lifa lífi sínu, — bara ekki sem fullgild og ekta manneskja. Og það væri miður.

Nánar um sjálfan hendínginn: Hann er líkamlega afhentur og svo að seígja efndur við endurfund Kökufólks í Kópavogi þ. 18. október 2024, eða þá komið til skila sem gjöf og kveðja til þeirra félaga sem ekki eru til staðar þar. Að sumt þeirra vina sem hér er um að ræða hafa ekki hittst um nær hálfan aldur, en eru þó enn sem áður að sönnu vinir, er í sjálfu sér einföld sönnun þeirrar víddar sem hér er lyft fram og ofin er sem samnefnari hendíngsins.
Hvað svo varðar innri gerð hendíngsins, uppákomunnar, eða hvað nú svonalagað er að kalla, er hún í tólf hlutum, tölusettum, hver og einn öðrum ólíkur, að því leiti að rúnamyndirnar (báðar tvær) eru einstakar fyrir hvert og eitt eintakanna af “Ég og Þú”, en handskrifaðar tileinkanir, vísdómsorð titilsíðu og persónuleg minnismerki hinsvegar að efni til alveg einhlít. Tilsamans í hendíngnum öllum gefa rúnamyndirnar — sem eru 12×2 að tölu — til kynna formgerð þess fúþarks sem útlesa má og endurreisa úr 16-stafa rúnaröðinni þeirri ýngri sérnorrænu og 24-stafa rúnaröðinn þeirri eldri samgermönsku, en í þessu nýja og endurreista fúþarki er einnig huldurúnum þeim 8 er hent var út úr stuttu skandinavísku röðinni gefinn sinn gilda stað og innbirðis stöðu. Rúnunum er þar að auki í mínimalistískum eða naumsniðnum myndum sínum raðað upp á einmitt þann mátann á kápunni innanverðri. Þar eru líka að finna nokkur orð um venslavíddir Heims og fyrirheit Vegsins til þess leitanda mannvits mikils er Veíginn fetar.
Þetta eru textarnir innan kápunnar. Sá fyrri, um félagsvíddir og fyrirheit: >>Þrjár eru víddir Heims: Ríkið/Þjóðin/Héraðið; Sveitin/Ættin/Heimilið; Önd þín, Óður og Litur, og Sálfñ Þú. Þrjú eru svo Fyrirheit Vegsins þér til handa: Hamíngja þín, Vegsemd og Auðna; Eigin Staður í Heiminum, Tilgángur og Leiðarendir; og Nýtt Líf, Endurfæðíng, Endurheimt. En það veltur þó allt á Sjálfñ Þér, og hvern veg þú freistar að fara — eða að ekki fara — í Heiminum.<<
Hinn síðari er um rúnaröðina sem ofna að nýju og endurreista: >>Rúnir skal ráða í lóðréttum ‘vörpum’ (uppistöðum) og láréttum ’vöftum’ (ívöfum). Þrír eru þar varpar bæði Vegs og Heims, en veftirnir átta. Þar eru þeir efstu þrír Vegsins — og heita þeir Veitandi, Skilyrðir, Fulla — en hinir fimm eru Heimsins, með Miðheim í þeim þriðja, og Hugheima tvo auk Geðheima hans beggja vegna, myrka og ljósa.<<
Þar að auki er rúnmyndunum öllum samansafnað dígitalt á einn stað og birtar á þann hátt er þær sýna sig í 12 ólíkum hlutum hendíngsins. Hendíngurinn “ecco homo” er í stuttu máli þannig stökkum búinn að hann, í teíngslum við internetið, má nota sem rúnakver til ráðníngar ”stafanna ráðnu, stóru mjök og stinnu,” eins og rúnatalsþáttur Hávamála kemst að orði. *

Ljósrit rúnamynda á forsíðu eru númeraðar 01–12, þetta ræður tölusetníngu eintakanna í hendíngnum, en hlutköstur ræður sjálfri röðinni. Sama gildir um þær myndir sem — ein í hverri — fylgja lausar og innanviðs bókarinnar, sem og við úthlutun eintakanna tólf. Með því eru fumskilyrði rúnakastsins fyrir hendi, og viðtakandi, hein sjálfñ, þein sem les og rétt ræður, eða þá gerir það ekki.
Ath. Ekki allt sem eitt sinn fyrir endurlöjngu átti sér stað þarna í Kathmandu, er með í hendíngnum. Ekkert er þannig sagt um talnavisku útfrá stöðu stafanna í Urrún og í rúnaröðinni, og ekkert um rúmfræðilegar hreyfíngar naumsniðnu mynda þeirra, um heilrúnur, steypirúnir, bindrúnir eða vísbendíngar slíkra teíngsla, né nokkuð yfirhöfuð einusinni um þýðíngu rúnanna og merkíngarlegt róf þeirra, enda allt slíkt hendíngnum alveg óviðkomandi, þ.e., snertir ekki sjálfa Ég/Þú-víddina, heldur heyrir til Það-hluta heims.

Listrænn hendíngur eða ekki? Því svari hver fyrir sig eftir eígin hug og hjarta, og eigin fegurðarskyni. Í þeim skilníngi á kúnst sem hér ræður ferðum er hann þó vissulega einmitt það.
Hendíngurinn er hugsaður og hannaður sem einskonar suvenýr, minjagripur, og kveðja til góðra vina og kunníngja, en í sömu mund, er honum líka ætlað að mögulega geta verið tilfelli til endurtekinnar nýupplifunar á kjarna tilverunnar, sjálfri Ég–Þú víddinni, sem fyrir sumt fólk tekur einnig til Vé-Þús að baki og í öllu sem er. Vonir standa þá til þess að sú friktion, sá geðræni núníngur eða spenna sem stafar af því að í samstarfi við djúpúðgar yrðíngar heimspekíngsins og persónulegt líf og Ég viðtakanda, glæði venslin og stigbreyti, og jafnvel megni hjá einhverjum að særa fram lóðréttar og skásettar skorur rúnanna sem einhverskonar persónur og þáttakendur í viðræðum sem varða persónulega lífið og tiveruna.
Ekki þar með sagt að spennan ofannefnda og úrlausn hennar sé endilega haldin sem allrar frigðar og visku móðir, heldur bara þetta, að hún — ef hún nú yfir höfuð á sér stað — getur hvatt til ákveðins og óvænts viðhorfs eða sjáanda í tilverunni, getur þannig innihaldið mómentúm af sköpun, og að svo miklu leiti sem einhver sannindi þá eru fundin í þessari sköpun, einnig öfuga sköpunargleði, þ.e. fögnuð yfir sköpuninni sem slíkri. — Eða kannski ekki, því svona lagað er mjög svo einstaklíngsbundið, og gerist að auki bara á stundum, á stundum ekki.

Félagar! Kærar þakkir og innilegar frá okkur feðginunum fyrir ágætan endurfund, ný kynni og fína veislu! Takk!
💃🏿🍷❤️🍷🕺
* [Þessa mynd að neðanverðu tók ég í gær af rúnatúlkunarspjaldi í túristasjoppunni við Seljalandsfors; ekki sammála öllu í þessu, en læt það þó fylgja, enda sumt nær sanni. Gerðir rúnanna eru þær eldri samgermönsku, nöfnin þau anglo-saxnesku.]
“ECCE HOMO”, hendíngur við hittíng í tólf hlutum tölusettum (2):
Rúnmyndirnar:
Þetta eru myndirnar af míníatýrunum og textarnir að þeim:
(01)

Þein þessi er Gebo/Gefn (…), nr. 7 í fúþarkinu forna (nr. I Vegsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

SOWILO / SÓL (H.14)
(02)

Þein þessi er Othala/Óðal (…), nr. 23 í fúþarkinu forna (nr. IIX Vegsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

ISA / ÍSS (H.8)
(03)

Þein þessi er Tiwaz/Týr (…), nr. 17 í fúþarkinu forna (nr. 3 Heimsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

HAGALAZ / HAGL (H.2)
(04)

Þein þessi er Eho/Hross (…), nr. 14 í fúþarkinu forna (nr. II Vegsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

INGWAZ / ÍNG (V.III)
(05)

Þein þessi er Dagaz/Dagr (…), nr. 24 í fúþarkinu forna (nr. IX Vegsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

URUSAZ / ÚR (H.4)
(06)

Þein þessi er Berkano/Björk (…), nr. 18 í fúþarkinu forna (nr. 6 Heimsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

ALGIZ / ELGR (V.VI)
(07)

Þein þessi er Perthro/Þró (…), nr. 14 í fúþarkinu forna (nr. IV Vegsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

WUNJO / VON (>V.VII)
(08)

Þein þessi er Raidho/Reið (…), nr. 5 í fúþarkinu forna (nr. 13 Heimsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

MANNAZ / MAN (H.9)
(09)

Þein þessi er Jara/Ár (…), nr. 12 í fúþarkinu forna (nr. 11 Heimsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

ÞURISAZ / ÞURS (H.7)
(10)

Þein þessi er Nauthiz/Nauð (…), nr. 10 í fúþarkinu forna (nr. 5 Heimsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

ANSUZ / ÁSS (H.10)
(11)

Þein þessi er Lagus/Laugr (…), nr. 21 í fúþarkinu forna (nr. 12 Heimsins, í því nýja). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

IHWAZ / ÝR (>H.15)
(12)

Þein þessi er Kenaz/Kaun (…), nr. 6 í fúþarkinu norræna og því fyrnsta (nr. V Vegsins & nr. 16 Heimsins, í því nýja, endurreista). Sé hein viðmælandi þinn og Þú þitt, — hvað vill hein þá seígja þér, þar og í því sem Þú nú ert?
…
Og þessi þá???

FEHU / FÉ (>H.1)
En hún þessi hér að neðan er stránglega skilið ekki nein rúna, heldur einfaldlega máluð mynd er bendir til Kenaz/Kaun í þriðja veldi þeirrar einstöku rúnar, þannig sýnir heinñ sem höfnun yfir bæði kaunin og kyndilinn. Hana, myndina, má kalla “Þrí-Ísa Þrí”, enda sýnir hún þrennt Ísa í Heilögum Samlögum á Helgum Stað (Gimlei?). — Hana má og nytja sem “tómrúnu” í kastinu. En hún er í raun e.k. “bindu” (skr. fyrir púnktur) yfir sérhverri rún og þeim öllum saman.

Skál! 🍷Vel mætt! ❤️