Kynhlutleysi málsins með samkynjun & hvorugkynjun?
Málfræðilegt kynhlutleysi er markmiðið með kynafmörkuðu máli, hvernig það er gert er svo í sjálfu sér aukatriði.
En einmitt hvernig, er þó í reyndinni spurníngin: hvernig er best að gera þetta svo að það verði í sjálfu sér einfalt, og afurðin, kynhlutlausa málið, bæði fallegt og magnað? Hvernig?
Vandamálið.
Að loknum jólum (7.jan) hafði ég upp hugdettu þess efnis að færa öll persónuorð til eins og sama málfræðilega “kyns” eða kasts, samkastsins, og gera þeim öllum að skilyrðilaust “kynsamræmast” þeim kynhlutlausu mannverumyndum sem samkynjunarferlið framskapar. Ég er ennþá inni á að færa öll persónuorð, af hvaða bergi “kynja” þau svo eru brotin, til eins og sama fjórða kasts íslensks máls, en ég vil ekki gjarnan fyrirfara möguleikanum á að þegar það fer vel á því, er fallegt og kannski best, að nota hvorugkastsorð til þessa.
Útfrá þessum pælingum hef ég hripað niður þessar sjö yfirgrípandi reglur, sem mér sýnist í fljótu bragði myndu gera það kleyft að bæði hafa uppi hvorugkynjun og samkynjun í kynhlutlausu ritmáli eða öðru úndirbúnu máli.
Reglurnar sjö
Fyrsta regla [1] kynafmarkaðs máls er að skipta upp nafnorðum í tvær sveitir orða, persónuorð, nafnorð sem taka til í frumtökum kyntilgreinanlegra einstaklínga, eins eða fleiri, raunverulegra eða ímyndaðra, og hlutveruorð, nafnorð um dauða hluti og dýr, hugtök og hugmyndir, hópa og flokka, tilfinningar og trúarbrögð … yfirhöfuð allskonar fyrirbrigði sem ekki verða raunkynjuð eða geta átt einstaklíngseðli lifandi persónu.
Önnur regla [2] kynafmörkunar málsins er að á meðan hlutveruorðin halda málfræðilegri “kynjun” sinni eða (betra) “köstun” eins og í venjulegu máli, eiga persónuorðin öll að kyn- eða kastsamræmas bara kynhlutlausum orðmyndum annarra fallorða en nafnorða. Í venjulegu íslensku máli eru það bara hvorugkastsmyndirnar sem fullnægja skilyrðinu að vera kynhlutlausar, en hynhlutlausar orðmyndir af öðru tægi má þó taka fram.
Þriðja regla [3] þessa máls, er að persónuorðin halda orðmyndum sínum og beygíngarmunstrum alls óbreyttum í óákveðni, en fái í ákveðni einhlítan greini sem tilkemur öllum persónuorðum óháð kyn- eða kastbakhjarli þeirra í venjulegri íslensku. Fyrst þar, með greini, eru breyttar orðmyndir að finna.
Fjórða reglan [4] er eiginlega eíngin regla. heldur princip eða frumtök þess efnis að málfræðilegt kynhlutleysi sé markmiðið með kynafmörkuðu máli, hvernig það svo er nánar gert er í sjálfu sér aukatriði. Tvö ferli eru nærtæk til þessa, annarsvegar hvorugkynjunarferlið, þar sem persónuorðunum er gert að kyn- eða kastsamræmast hvorugkastsmyndum fallorðanna, og hinsvegar samkynjunarferlið, kerfisbundin nýsköpun kynhlutlausra orðmynda fyrir sérhvert fallorðanna til að eiga kynhlutlausa kyn- eða kastsamræmíngu við persónuorðin
Fimmta reglan [5] er svo að það er valkvæmt hverju sinni hvort í rituðu eða öðru undirbúnu máli sínu notast við hvorugkastsmyndirnar til kynhlutleysis, eða þær “mannverumyndir” — bara að nota um persónur, aldrei hluti — sem samkynjunarferlið leiðir fram, en að hvaða mynd svo sem verður fyrir valinu, þá á hún einga kynsamræmíngu við súkasts- eða sákastsorð meðal annarra fallorða. Valmyndirnar eru hinsvegar jafngildar málfræðilega í samspili sínu við persónuorðin.
Sjötta reglan [6] er að enda þótt kynafmarkaða málið sé málfræðilega kynhlutlaust, þá er það þó ekki kynlaust. Það er ekkert að því að eiga raunkyn, hvert sem það svo er, og tilgreiníng á kyni er sjálfsagður hlutur þegar þess er þörf, eða kemur málinu við, eða kynið er þegar þekkt af samheínginu. En svona kyntilgreiníng breytir eíngu um það málfræðilega kynhlutlausa samheíngi sem slíkt kynmarkað orð er notað í og í þessu málfræðilega umhverfi er sjálft það orðið hvorki sákasts– (kk.) eða súkastsorð (kvk.), heldur samkastsorð. (Athuga ber að hvorugkastsorð í samræmíngu við persónuorð eru í rauninni jafn mikið samkastsorð eins og þær mannverumyndir sem samkynjunarferlið fæðir af sér.)
Sjöunda reglan [7], og sú síðasta í þessari nanó-viðbótarmálfræði kynafmarkaðs máls, er að kyntilgreiníng geti átt sér stað með í sjálfum sér kynmörkuðum persónuorðum (s.s. dreíngur, stúlka, stálp) og með persónufornöfnunum þremur (hann, húnn, hánn, – skrifuð með tveimur ennum til að markera tilgreiníngu þeirra að einhverju raunkynjanna), en að ábendíngarfornöfnin “sá” og “sú” og önnur sákasts eða súkasts fornöfn, séu ekki að nota í afmörkuðu máli nema í vísun til hluta. Um “það” og og önnur fornöfn af hvorugkasti má láta gilda annað, enda eru þau orðin í sjálfum sér, með örfáum umdantekníngum, kynhlutlaus.
Sameiníng ferlanna í verki
Hreint praktískt sýnist mér þetta einfalt, — þetta bandalag ferlanna tveggja í verki — í og með að hvorugkynjunarferlið hefur sín eigin innibúandi og alvarlegu vandkvæði, ekki síst þá, að mörgum finnst það á stundum mjög svo afkáralegt að kynsamræma hvorugkastsmyndirnar við persónorð sem eru sákasts(kk.) eða súkasts (kvk.) í venjulegu máli, og tekst ekki að venjast því.
Það ráð sem þá er tekið til, er að nýmynda orð, sk. “mannverumyndir”, einskonar hjálpartæki, að koma í stað hvorugkastsmyndanna, og þá hafa þessar nýmyndir kynhlutlausar og sama gildis og þau orð sem þau koma í staðinn fyrir. Kosturinn við þetta er að nýmyndirnar eru án kjölfestu í rótgrónum vana fólks, og þá oft, en ekki alltaf, minna annarleg fyrir það að nota en klassísku hvorugkastsmyndirnar.
Það er hér sem samkynjunarferlið kemur inn. Það fjallar í kjarna sínum um að framleiða orðmyndir — sem auðvitað eru að eðli til mannverumyndir — er þjóna sem kynhlutlausar samkastsmyndir í kynafmörkuðu máli. Orðmyndirnar eru ýmist sérmyndaðar (bara örfá orð eru það) eða reglumyndaðar (yfirgnæfandi meirihluti orðanna) og regluverkið er bæði einfalt, skírt og pottþétt.
Þessar orðmyndir hafa svo ekki þann vankost að mönn verði að venja sig af gömlu og rótgrónu málfræðilegu samheíngi þeirra í íslensku máli, heldur eru meir sem nýjúng að læra og æfa, u.þ.b. eins og að læra annað mál. Það getur verið meira eða minna erfitt að tileinka sér þetta, en sérstaklega afkáralegt er það ekki, og sem ritmál eða annað undirbúið mál, tiltölulega auðvelt einstaklínginu að setja í verkið.
Gagnsemi valkvæmninnar
Nokkur dæmi frá kynafmörkuðum Njálutotum mínum í Máliðjunni:
“Mörðr hjet maðr er kallaðñ var gígja.” Þetta mætti þá valkvæmt — með alveg sömu persónuorðunum (Mörðr, maðr) — eins vel hafa þannig, ef manni nú geðjast það betur: “Mörðr hjet maðr er kallat var gígja.” Í báðum tilfellum er hrynjandi þessarar mögnuðu setníngar óhreyfður, og það er vel.
Nánar: “Hann var ríkñ höfðíngi ok málafylgjuhrannr mikilñ ok svá mikit lögmenni, at eíngir þóttu lögligir dómar dæmðir, nema hann væri við.” Eða þá með öðru móti, t.d. “Hann var ríkt höfðíngi ok málafylgjuhrannr mikit ok svá mikilñ lögmenni, at eíngir þóttu lögligir dómar dæmðir, nema hann væri við.” — Reyndar ólíklegt að mann velji að tengja nýmyndina mikilñ hvorukastsbeygða orðinu “lögmenni”, en sem sagt, mögulegt ef mönn það vilja.
“Hann átti dóttur einñ, er unnr hjet. hónn var vænñ kona ok kurteis ok vel at sjer; ok þótti sá beztr kostr á rángárvöllum.” Þessa al-samkynjuðu setníngu mætti hafa “al–hvorugkynjaða” þannig: “Hann átti dóttur eitt, er unnr hjet. hónn var vænt kona ok kurteist ok vel at sjer; ok þótti sá beztr kostr á rángárvöllum.”
Að lokum, fyrst með orðum njálutextans: “Regn hafði verit mikit um daginn, ok höfðu menn orðit vátir, ok váru görvir langeldar.” Þetta hef ég haft þannig í hreinum hvorugkastsanda: “Regn hafði verið um dæginn, ok höfðu mönn orðit vot, ok váru görvir lángeldar.” En við nánari athugun vil ég persónulega heldur hafa þetta svona, og þá með blönduðum ferlum: “Regn hafði verið um dæginn, ok höfðu mönn orðit váti, ok váru görvir lángeldar.” Eða með nýsmíði minni “hrannur” (manneskja): “Regn hafði verið um dæginn, ok höfðu hrannar orðit váti, ok váru görvir lángeldar.”
Þannig, eins og augum gefur að líta, opnar “sjöregluverkið” hér að ofan fyrir því að málhafar sjálfi velji með hvaða móti og hvernig kynhlutleysa undirbúið mál sitt. Slíkt val getur mann gert ýmist setníngu fyrir setníngu, og vandað valið vel hverju sinni, eða sem meira almenn ákvörðun frá eigin hendi, að notast einúngis eða kannski bara mestmegnis við þetta eða hitt ferlið. Sumi velja svo, aðri öðruvísi, sumi þreifa sig fram og finna út hvað sem er best, – og öll þessi vöndun og valkvæmni greiðir að sjálfsögðu veíginn fyrir fróðu og sköpunarríku máli, og styrkir íslenskuna.
_____
Þetta sagt vil ég halda áfram með samkastið samkvæmt færslu minni frá 7. janúar, þarf að sinna greininum einhlíta aðeins, og vinna fram hjálparinnskot sumstaðar milli hans og orðmyndarinnar í óákveðni. Bless á meðan!
———
Þetta er birt fyrst í FB-hópnum Máliðjan: https://www.facebook.com/groups/349383750052544/
Höfundur er Rúnar Freysteinn