Mikið er um kapandi af Fejsbúksíðum um þessar mundir

Bildresultat för facebook bilder

Fékk alltíeinu spönsku sem mál fejsbúkk síðu minnar, – spennandi með það málið, vissulega, – en þegar ég reyndi að breyta þessu aftur til fósturmáls míns (sænsku), þá varð ég að logga inn. Gerði það, en þá er lausnarorðið sagt gamalt, og ég verð að gefa það nýa. Nokkuð nýtt lausnarorð hef þó ekki ég skapað, svo ég verð að þykjast ekki muna það, og beiðast kóða til að skapa nýtt. Það reynist síðan ómögulegt, – og ég reyndi mörgum sinnum, auðvitað, en það gékk ekki. Og það gékk ekki, vegna þess að símanúmerið mitt, sem var teíngillinn minn að fejsbúkk, hafði verið ”inaktiverad”. En, sagði Fejsbúkk, þú getur skapað nýan rafpóst (email), og fara þann veíginn. En þar var Þrándur nokkurt í götu. Því þá var mér gert að ”hlaða upp” persónulegum upplýsningum, nafnskírteini, ökuskírteini, eða þvíumlíku. Ég gekk ekki alveg svo lángt, enda nokkuð tortryggni, og sendi eíngar slíkar upplýsníngar til Ameríku, – ekki og eínganveíginn!

Svo summa summarum: Ég kem líklega til með að þurfa að loka fesjsbúkkreiknínginum mínum (sem ég er enn með uppi á símanum). Bara svo að þið vitið. Það þýðir auðvitað að ég tapa öllum vinum mínum. 😦 Það hef ég þó reyndar aldrei gert fyrr, þótt ég hafi verið áratugum fjarri fá vinum mínum. En þetta hér er dígitalt, og eínginn stærri skaði skeður. En ef ég síðan með nýjan fejsbúkkreikníng er að biðjast vinskapar með ykkur, þá vitið þig hvers vegna. 😉

Mínar bestu til ykkar! / Rúnar Freysteinn